Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.04.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.04.1907, Blaðsíða 2
84 REYK✓AVÍK fram : Hvað stoðar það, þótt vér ís- lendingar séum allir samdóma um þetta, ef vér getum ekki sannfært hinn málsaðilann, sem oss er meiri máttar um það ? Vér göngum að því vísu, að allir vorir menn í samninganefndinni reyni að sannfæra hinn málsaðilann um þetta. Enginn maður hefir neina átyllu til að efa það. En takist það nú elchi, þá — og þá fyrst — byrjar ágreiningurinn milli vor heimastjórnarmanna og andstæðinga- flokksins. Oss skilst, að þeir vilji, að þar með skuli öllum samninga-tilraunum vera lokið; þá skulum vér ekki samþykkja, að engin breyting verði ger á stöðu íslands í ríkinu án samþykkis innar íslenzku þjóéar; þá skulum vér neita því að samþykkja, að oss sé útboi’g- aður sá höfuðstóll, sem árgjaldið til íslands eru ársvextir af; þá skulum vér neita þvi, að það sé í sambands- lögin sett, að kvaðning íslands-ráðherra sé undirskrifuð af fráfarandi eða við-i takandi íslands-ráðherra — í stuttu máli: þá skulum vér neita sérhverr fáanlegri breyting á sambandi land- anna frá því sem nú er, hversu mikil réttarbót sem í henni er fólgin oss til handa. Vér heimastjórnarmenn segjum aftur: Þó að vér fáum eigi framgengt þvi nú, að sérmál vor verði borin upp fyrir konungi utan ríkisráðs, þá verður vor hlutur við það nákvæmlega sá sami í þessari grein, sem hann nú er, og í engu verri. Og því viljum vér ekki láta það hamla oss frá, að fá sam- þyktar og viðurkendar þær réttarbætur aðrar á afstöðu vorri, sem kostur kann á að verða. Ástæða andstæðingaflokksins, til að hafna öllu samkomulagi, ef vér fáum ekki öllu því framgengt, sem vér frek- ast óskum eða teljum oss rétt á hafa, skilst oss vera sú, að ef vér sam- þykkjum sambandslög, er skemmra fari í nokkurri grein, þá afsölum vér oss þar með réttindum til þeirra breytinga síðar, er nú fást eigi. Þetta köllum vér lögstirfni. Það var eitt sinn, er fulltrúar íra vóru á samkomulags-fundi við frjáls- lynda flokkinn enska, að forsprakkar- nir ensku sögðu: „Ef vér nú göngum að þessum kröfum yðar í dag, viljið þér írar þá skuldbinda yður og þjóð yðar til þess, að krefjast eigi víðtækara sjálfstæðis síðar?‘‘ Þá svaraði Sexton, sem kaliaður er Oladstone íra: „Eigi viljum vér það gera, enda kæmi yður það fyrir lítið, þó að vér gerðum það, þvi að vér höfum elckert vald til, hvorki að sann- girni né lögum, að binda hug eftirkom- enda vorra“. [We have no power, either in equity or law, to mortgage the minds of posterityj. Hér kemur fram grundvallar munur- irin. Lögfræðingum hættir til, að lita á samkomulag drottinvalds og þegnaeða alríkis og rikishluta aiveg sömu aug- um, sem á samninga einstakra manna i hversdagslifinu. Þetta er það sem stjórnmálamenn- irnir kalla lögstirfni. Þeir neita því algeriega, að samningum alrikis og ÚRSMÍÐAÁ inn ustofa. Vönduð Íí p og K I u k k u r. líankastræti 12. Helgi Hannesson. ríkishluta sé eins farið og samningum einstakra manna. Þó að einhver þjóð gangi að ein. hverjum kostum (sem ekki fullnægja- náttúrlegum rétti hennar), af því að hún á ekki kost á öðru að sinni, þá heflr hún siðferðislegan rétt til, að heimta það sem á brestur, hve nær sem hún sór færi á og heflr megntil. Því er alt þetta réttinda-afsal tómur reykur. En sérstaklega er það ástæðulaust, að kalla það réttarafsal, þótt vér feng- jum ekki breytingu framgengt á því fyrirkomulagi um uppburð mála fyrir konungi, sem nú er í lögum, samþykt fyrir fám árum af þeim heiðruðu and- stæðingum á Alþingi. Hafl nokkurt réttarafsal átt sér stað, þá hefði það átt aðveral903, er upp- burður sérmálanna í rikisráði var samþyktur af báðum jafnt, þjóðræðis- mönnum og heimastjórnarmönnum. En hafl það verið réttarafsal (sem vér viðurkennum ekki), þá er ekki nema tvent til: annaðhvort höfum> vór þá engan rétt til að heimta breyting á þessu nú, og þá er þýðingarlaust að fara fram á þá breyting; eða (og því höldum vér fram), að vér eigum rétt á því, hvenær sem vér sjáum oss fært eða sigurvæn- legt, og þá eins síðar sem nú, hve- nær sem svo ber undir. Vór liöfum engum rétti afsalað oss. Það játa andstæðingar vorir ósjálfrátt með .því, að koma á ný fram með kröfu á þeim rótti, sem þeir í öðru orðinu segja að vér höfum afsalað oss. RöksemdaJeiðsla þeirra fellur þar á sjálfs síns bragði. Róttarafsals-hjaiið hengir sig þannig sjálft í garnaflækju lögstirfninnar. „Líta ekki viö“ — „hlusta ekki eí'tix*!C6 27. f. m. stóð í ísafold grein eftir hr. Einar Hjörleifsson : „Þingmanna- boðið. — Nýir blaðamenn". Þar sagði höf. svo (neðst á 1. dlk. 1. bls.): „Nú koma tveir ungir lögfræðing- ar hingað til höfuðstaðarins, og sýna það, að þeir ætla að fara sinna ferða. Lita ekki við öðru en sannfæringu sinni. Hlusta ekki eftir embættum svo sem væru þau engin til á landinu. Ég trúi ekki öðru en að mörgum þyki vænt um það“. Þó að það hryggi eflaust margt saklaust hjarta, getum vór ekki varist þess að geta þess um þessa tvo heið- ursmenn (Ara Jónsson ritstj. „Ingólfs" og Einar Arnórsson, augnabliks-ritstjóra „Fj.konunnar"), að hr. Ari byrjaði þegar, áður en hann hafði aflokið prófl, að leggja drög fyrir hjá stjórninni að fá embætti, og að hr. Einar Arnórsson hafði eitthvað tveim dögum áður en grein hr. E. H. kom út verið bjá ráð- herranum ti) að fala von í embætti, og áður en tvær vikur vóru liðnar, afneitaði hann „Fj.lconunni" og „tók á sig þjóns mynd“, þ. e. falaði og fékk starfa eða embætti í ráðaneytinu, undir vorri „illu“, „óþjóðlegu", „Danasleikju- legu“ st.jórn. Svo áð rættist það sem skrifað stend- ur: „Áður en haninn galar tvisvar, munt þú afneita mér þrisvar*. Langvint dauðastrið. „Fj.konan“ í millipilz-ástandinu, Fjórum ritstjórum er hún búin að slíta upp á liðugum 3 mánuðum „Fj.- konan“. í Desemberlok var ritstjóri hennar Einar Hjörleifsson, í Janúar tók við Einar Gunnarsson, svo var Björn Jónsson, ritstj.. „ísaf.“, ritstjóri „Fj.- konunnar" eina viku eða tvær; þátók við Einar nokkur Arnórsson, en hann sprakk á fyrsta sprettinum. Hver nú á að fara í millipilzið, er oss ókunnugt um. Svo er sagt, að Einar þessi Arn- órsson hafi átt að taka blaðsneypuna á leigu um 2 ár gegn árlegu eftirgjaldi 1350 kr. um árið, segir „Vestri"), en gengið frá gerðum samningi, af því að gripurinn hafl ekki reynst í leigufæru ástandi. Eigi vitum vér fullar sönnur á þessu, en hyggjum þó að nærri muni réttu fara. Hitt er síður eftir hafandi þótt vel megi vera að satt sé, að Einar þriðji (Arnórsson) hafl tekið krankleik á sjóninni þessar tvær vikur, verið að rýna í áskrifendabók blaðsins, en fengið snjóbirtu af að stara á þann auða, hvíta pappír. Vonandi batnar honum það bráðum aftur. Einar annar (Gunnarsson) hefli- þann kvilla, að ofvöxtur kvað vera í óþörfu líffæri hans einu — „samvizku" trú- um vér þeir nefni það — og anda Jensens læknis ins framliðna hefir ekki tekist að skei'a úr honum þá mein- semd (samvizkuna) og þykir honum því ekki trúandi fyrir blaðinu. • Landvarnarforinginn liggur sem stendur í lungnabólgu, vægri þó. Hann hafði haft löngun mikla til að verða Einar fjórði, en flokksmenn hans hafa haft við orð að reka hann úr land- varnarflokknum fyrir of mikla flatmög- un fyrir Dönum í utanferðinni í vetur, og fyrir prinza daður og annað póli- tískt óskírlífi, svo að ekki þykir sama að flekka inn drifhvíta skjöld „Fj.kon- unnar“ með nafni hans. Hvort ábyrgðarmenn blaðsins (ekki efnisins þó, heldur skuldanna) treystast nú enn á ný að eiga undir Einari fyrsta, er oss ókunnugt. En ekki þarf að fjölyrða um þetta. Gátan verður væntanlega ráðin um það er þetta tölublað vort fer i press- una.1) Hvað líður endurbótum á bæjarstj.tilskipuninni ? Fyrir nokkru gat blaðið „Lögrétta" þess, að bæjarstjórn vor hefði sett nefnd til að undirbúa breytingar á bæjarstjórnar-tilskipuninni. Tilefnið var áskorun frá félagi einu hér í bænum. Nefndin varð öll ásátt um það, að nema úr lögum rétt svo nefndra hærri gjaldenda til að kjósa nærri helming bæjarstjórnar. En svo skildu vegir. Meiri hluti nefndarinnar vildi veita bæjarbúum alment, korium sem körl- í) Sjá „Dagbók“ hér síðar í bl. Úr og klukknr, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergi ódýrara eftir gæðum. .lóm liUIUIitllNM)!, Hverfisgötu 6 um, öllum sjálfbjarga og ómannorðs- skertum mönnum á fulltíða-aldri, at- kvæðisrétt, hvort sem þeir gyldu nokk- ur eða engin bein gjöld til bæjarsjóðs Minni hlutinn vildi ekki fara svo langt, að eins veita þeim atkvæðisrétt, er einhver bein gjöld gyldu, og ekki veita konum né hjúum atkvæðisrétt. Síðan mál þetta kom frá nefndinni, virðist það hafa, sofnað, eins og verða vill um fleiri mál í bæjarstjórninni. Og helzt til margir bæjarmenn virð- ast svo hafa gleymt því aftur. Er hætt við að það sofi fram yfir næsta þing, ef ekki verður meira að gert, og væri það illa, því að málið er mikils- vert fyrir bæjarmenn. í „Lögréttu" var málinu vel hreyft frá sjónarmiði meiri hlutans, en minni hlutinn heflr ekki látið til sín heyra. Væri þó vert að ræða málið frá báð- um hliðum, svo að kjósendum yrði það sem Ijósast, og mun verða frekar við þessu hreyft í næstu blöðum. Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins f„Austri“, „Frækorn11, „Reykjavík“). Kaupmannahöfn, 12. Apríl. Danniörk. Á fundi Landafræði- félagsins afhenti krónprinzinn prófessor Þorváldi Thoroddsen gullmedalíu Land- fræðifélags Ameríku fyrir mikilvægar mælingar á íslandi og kortgerð. Konungur heflr leyst meðlimi lieil- brigðisráðsins frá starfa þeim sem þeim var fyrir trúað. — Dr. N. Muus er til bráðabirgða ráðunautur ráðaneytisins í heilbrigðismálum. Frumvarpið um kosningarétt er nú strandað í þinginu. Ríkisþingirm verður slitið næstu daga, og hvorki toll-lögin, járnbrautalögin né réttarfarslögin ná fram að ganga. Útlönd. IJað eru einkennilegar fregnir, sem síminn flutti oss frá Danmörku í gær. Öll áhugamál stjórnarinnar dönsku stranda enn á ný í ríkisþinginu. Stjórnin er magnlaus til að koma nokkru mikilsverðu máli gagnlegu til leiðar. Hún hefir gengið svo langl til samkomulags við ina frjáls- lyndari hægrimenn, að fylgismenn hennar sumir á þingi hafa ekki get- að orðið henni samferða. En hún hefir ekki haft i fullu tré með að leggja út í hlífðarlausa baráttu við Landsþingið, rjúfa það t. d. Við þetta er henni svo þorrinn máttur, að aldur hennar verður trauð- lega mörg ár úr þessu. IJá eru kosningarnar til bæjar- stjórnar i Höfn, sem vér höfum ný- lega getið um, vottur sömu þverr- unar á fylgi. Það er annars merkilegt, að hlöð þau hér, sem ekki eru í félagsskap við »Reykjavík« uin símskeyli, fluttu aldrei fregnir af heilbrigðisráðinu danska, fyrri en mörgum vihnn eftir að »Rvík« hafði flutt þær, og útl. blöð höfðu borið þær hingað. Ekki hafa þau heldur enn getið um bæj- arstjórnarkosningarnar í Höfn. Hvorttveggja þetta er heldur til ama og lægingar stjórninni, og því sendir Ritzau’s Bureau ekki fregnir um það. IJað ei ekki óhlutdrægt. Ekki hefir þeim blöðum heldur auðnast að flytja fregnir afkosning- unum í Finnlandi; en nú geta þau

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.