Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.05.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.05.1907, Blaðsíða 2
116 REYKJAVÍK Oliver Twist er heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst nií í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifaerisgjöf fyrir unga ©g fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. töldu þetta óhæfu, og vildu aS málið yrði ekki tekið fyrir sem sakamál, heldur skyldi Petersen sækja rétt 'sinn gegn Maller fyrir sjórétti og verzlunar- rétti, en sá dómur er setinn meðdóms- mönnum, sem sjálfir kunna að hafa rekið umboðsmensku. Árangur kærunnar varð í svipinn sá, að sum dönsk blöð settust að hr. Thor E. Tulinius fyrir það, að þau ætluðu hann hafa „staðið á bak við“ Petersen eða hleypt honum á stað, og hins vegar frávísaði lögregludómarinn kærunni, en málflytjandi Petersens (Rée hæstaréttar- málflytjandi) heflr nú skotið kærunni til dómsmálaráðgjafans. Af því að því var dróttað að herra Tulinius, að hann væri við málið riðinn, lýsti hann yfir því í Dannébrog, sem hann hafði reyndar lýst yfir áður, að hann hefði engan þátt átt í því, að Petersen sendi kæru yflr Moller til lögreglustjórnarinnar. En jafnframt getur hann þess, að hann hafl reynt til að miðla málum milli málsaðila og sætta þá, svo að ágreiningur þeirra þyrfti ekki að leiða til málshöfðunar, en við það er hann þannig kyntist málinu hafi hann séð fullar sannanir fyrir því: 1. að A. T. M. & Co. hafl talið flsk, er Petersen sendi honum til umboðs- sölu, seldan talsvert lægra verði en flskurinn var í raun og veru seldur fyrir. 2. að A. T. M. & Co. hafl selt hrogn, er Petersen átti í umboðssölu hjá hon- um, sem 1. flokks (prima) vöru, en reiknað Petersen þau seld sem 2. fl. (secunda) vöru, 10 kr. lægra, en þau vóru seld i raun réttri. 3. að A. T. M. & Co. hafl fœrt upp verð á vörum, er hann keypti fyrir Petersen, auk þess sem hann reiknaði sér umsamin umboðslaun (5%). „Að öðru leyti“, segir hr. Tulinius, „er í kærunni skýrt frá öðru atferli ámóta Ijótu, og ég hika ekki við að kalla aðferð A. T. M. & Co. í máli þessu vægast sagt óheiðarlega, og ég skora hér með á þá herra að höfða mál móti mér til að hreinsa sig af þessum áburði, ef þeir treysta sér til þess“. Það er út af þessum orðum að fregn- riti þeirra ísaf., Lögréttu & Co. símaði blöðum sínum þá flugufregn, að A. T. Moller & Co. hefði höfðað mál gegn Thor E. Tulinius. Vér skulum engan dóm á leggja, hvað satt er eða ósatt í því sem A. T. M. & Co. er gefið að sök í kærunni né í ummælum hr. Thor E. T. hér að fram- an, en það vitum vér að satt er, að þá er síðasta póstskip fór frá Höfn, höfðu þeir A. T. Moller & Co. enga málshöfðun byrjað enn þá. Loftritunin. Símskeyti sxí Akureyri. Eftirprentun legfð með heimildar-tilvitnun. í norska blaðinu „Nordlandsposten" ritar arðsýslumaður (forretningsmand) einn þannig: •---------------------------• ÚRSMÍBA-YINNrSTOFA. Vönduð Ér og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. „Firðritinn til Rost [þráðlausi] heflr stórlega brugðist vonum manna. Eitt skifti fyrri í vetur var sam- bandið slitið heila viku, og nú hafa menn á ný verið sambandslausir meira en hálfan mánuð. Þetta kem- ur mönnum því ver sem nú er há- vertíð, svo að nú þarf mest á firð- ritasambandi að halda“. Um þetta firðritunar-samband skýrir símstöðvarstjórinn á Akureyri hr. Smith svo frá: Sambandið milli Rastar og Suðurvogs (Rost — Sorvaagen) í Lofoten er þráðlaust eftir þýzku „telefunken“- aðferðinni (Oesellschaft fur drahtlose telegrafi). — Félagið1) hefir sjálft út- búið stöðvarnar undir umsjón teknisku deildar firðritastjórnarinnar. Fjarlægðin milli stöðvanna er 59 kílómetur. 27. Febr. 1905 var sambandið á stofn sett til reynslu, og 1. Maí s. á. til almannanota. Orsökina tíl bilananna í vetur þekkir enginn. Fyrri sambandsslit hafa helzt stafað af því, að í inum áköfu vetrar- stormum hér, sem oft og einatt verða að feilibyljum („faldveir“) sakir háfjallanna, hefir það reynst torvelt að fá steng- urnar, 50 metra háar, og netið, til að standast veðrið. Því hefir orðið að lækka stengurnar niður í 35 metur. Eftir því sem ég hefi getað fengið vit- neskju um, hefir sambandið yfirleitt ekki verið viðunandi. Mongóla-vísur. II. Séra Einar greppur situr bak við tjöldin; Fjósakots-hreppur færir honum gjöldin; Mongóli’ er leppur, minst þó hefir völdin — sk . . . . á skjöldinn! y. Faxaflóa-eimskip er ekki útsjón fyrir að eigi að koma hér viðunanlegt. »Sleðinn«, sem nú fer þær ferðir, er óþolandi. Nokkrir menn hér í bæ meðal framtakssömustu og helztu borgara eru að reyna að fá komið á hluta- félagi til að kaupa skip hentugt til þessara ferða. Þeir eiga kost á nokkrum um að velja, frá Noregi eða Bretlandi, ef bráður bugur er undinn að. Verðið verður um 60,000 kr., og þeir vilja fá 40,000 kr. í hluta- fé til kaupmanna. Það er þarft fyrirtæki að útvega eimskip til Faxaflóa-ferða, sem sam- svarar og fullnægir þörfum manna og sanngjörnum kröfum, og þá er enginn efi á því, að fyrtrtækið er arðvœnlegt. Því viljum vér hvetja alla, sem geta, til að taka þátt í þessu. Yfir 20,000 kr. hafa menn þegar skrifað sig fyrir. Dagbók. Skálholt kom frá ísl. til Leith að morgni 14. þ. m. Leggur af stað þaðan hingað aftur í dag. x) Sama þýzka félagið, sem bauð oss ís- lendingum loftritun. Ritstj. „Rvk.“ IÚrsmíðaYÍnnustofa Carl F. Bartels i Laugavegi 5. Talsími 137. ] „J6n forsetl“ kom inn í gær með 32 þúsund af fiski. „Norrona“, eimskip Thorefélags, sem átti að vera komið hingað fyrir löngu frá Austurlandi, er ókomið enn; er að svalka þar um firðina, fór, síðast er af því spurðist, norður á Bakkafjörð. — Hitt er þó verra, ef satt er, að það eigi að svíkjast alveg um auglýsta ferð sína héðan austur, en fara héðan beint út. Hér hefir margt fólk beðið skips- ins í góðu trausti á ferðaáætlunina. Veðurathuganir eftir Knud Zimsen. Maí 1907 Loftvog millim. Hiti (C.) æ 1 *o o > Veðrátta Fö. 10. 7 751.7 -5-1.1 N 7 Smásk. 1 749.8 0.5 NV 5 Smásk. 4 748.4 0.4 NV 5 Smásk. 10 746.4 0.0 NNV 3 Alsk. Ld. 11. 7 748.0 O.ð ANA 4 Skýjað 1 750.6 5.9 ASA 3 Alsk. 4 751.5 5.8 A 5 Skýjað 10 754.6 3.0 A 3 Skýjað Sd. 12. 7 756.8 4.0 ANA 4 Skýjað 1 758.8 4.0 ASA 4 Alsk. 4 759.5 5.4 ASA 3 Regn 10 761.8 3.5 SA 3 Regn Má. 13. 7 763.4 5.0 ASA 4 Alsk. 1 761.7 10.4 A 4 Alsk. 4 760.6 9.5 A 4 Skýjað 10 757.7 4.9 ANA 3 Alsk. Þd. 14. 7 757.7 6.1 A 5 Alsk. 1 758.5 12.6 ANA 3 Smásk. 4 758.9 11.2 A 4 Alsk. 10 761.0 4.0 ASA 2 Alsk. Mi. 15. 7 763.5 5.8 A 3 Smásk. 1 765.5 8.5 SSA 4 Aisk. 4 766.7 8.0 SSA 3 Alsk. 10 768.6 4.6 SA 2 Skýjað Fi. 16. 7 771.4 4.1 A 3 Regn 1 771.9 8.8 ASA 3 Skýjað 4 772.4 8.6 ASA 4 Skýjað 10 772.9 3.5 SA 2 Smásk. Góðar kýr óskast til kaups nú þegar. Hátt verð í hoði. Semjið við S. B. Jónsson í Lundi, Reykjavík. Vogrek. Skipsbátur með norsku lagi 4-róinn grámálaður, gamall og nokkuð brot- inn, óstafmerktur né auðkendur að öðru leyti, rak í Laugarnesi við Reykjavík í Marzmánuði í vetur. Eigandi .vogreks þessa getur vitjað andvirðis þess hér á skrifstofunni, ef hann sannar eignarétt sinn innan árs og 6 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógelinn í Reykjavík, 14. Maí 1907. [—39. Halldór Danielsson. Þórunn Á. Björnsdóttir ljósmóðir er flutt í húsið Nr. 9 á Bók- hlöðustig, (vesturenda niðri), beint norður af Miðstræti. [—39. Úr hefir tapast á Hafnarstræti eða Hverfis- götu. Skilist Sveinbirni Jónassyni, Laugaveg 65, gegn góðum fundarlaunum. Þörf. Gjöld lil bæjarsjóðs R.vikur, sem fallin eru í gjalddaga, óskast greidd nú þegar, því þörfin er mikil. [—40 Frá. 20. Maí þ. á. verður BernhSjtsbakaríi lokað kl. 9. á kvöldin. Lindarpennar beztir hjá mér. Oftast birgðir nógar. Jón Ólafsson. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri er fluttur úr Hafnarstræti 22 í Klampenbor^, llafnarstræti 19. yimerísk skrijborð (Roll Top Desks) panta ég vönduðust, fegurst og ódýrust. Sýnishorn hér hjá mér. Jón Ólafsson Laufásvegi 5. Feikna-birgðir af Prentpappír hefir Jón Ólafsson. Buffet, nýlegur, alveg óskemdur, fæst keyptur á Laugaveg 59. Proclama. Með því að Þorsteinn Sigurðsson snikkari frá Sauðárkrók hefir fram- selt bú sitt til gjaldþrotaskifta, er hér með samkvæmt lögum 12. Apríl 1878 og opnu bréfi 4. Janúar 1861 skorað á alla þá, sem telja til skuldar í búi þessu, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skifta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Jafnframt auglýsist, að skiftafund- ur í búi þessu verður haldinn hér á skrifstofunni Þriðjudaginn 2. Júlí þ. á., kl. 12 á hádegi, ogverðurþar meðal annars tekin ákvörðun um sölu á fasteign búsins. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 4. Maí 1907. [—38 P. "V. Bjarnason. Nýkomið mjög mikið af alls konar myndum, panoramamyndnm, „photog;ravurer“ litmyndum o. sv. frv. frá 25 au. Bazardeildin í cTRomsQns cJfiagasíni. • Hac vCy' HTh AThomsen- v sm ' HAFNARSTR' 17-18:19 20 21-22 - KOLAS 12- LÆKJA5T-1-2 • REYKJAVIK* Saltkjöt í tunnum og lausri vigt. Hang;ikjöt. Mautakjöt, nýtt. tjvanneyrarsmjör. MatarðeiHin. tJr og 1 vlii Itknr, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergl ódýrara eftir gæðum. JÓl llEltIIAIVSSOV. Hverfisgötu 6 HF* Simskeyti kom oj seint til að ná i blaðið!

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.