Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 25.05.1907, Side 1

Reykjavík - 25.05.1907, Side 1
Id VIII, 1R e $ k] a x>ík. "H ** ilta blao til stj órnarvalda-birtinga a Islandi. 39 | Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 25. Maí 1907, Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. VIII, 39 sar ALT FÆST [ THOMSEHS MAGASlWI. 1» Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Ofnar og eldavélar NeÍa?„okkí"pvi?Scl,“"' V erzlunin Edinborg í Keykjavík heíir alt er menn þarfnast til Hvítasunnunnar í ríkulegum mæli, bæði til fæðis og’skýlis, skrauts og ánægju. Einkum má nefna mikið úrval aí fermingarg'alls konar svo sem: Skrifpúlt og saumakassar ótal tegundir. Skrifmöppur og Veski ýmis konar. Album (mynda og korta). Stólar. Blaðaslíður. Sandowsböndin frægu. Sauma- vélar. Myndir og rammar og ótal m. fl., sem allir þurfa og vilja og eiga. Peir sem skoða munina og kynna sér kaupa. 80OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO oooc „REYKJAYÍK11 Arg. [60 —70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sb.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglýsingar innlendar: k 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bl8. 1,26 — XJtl. augl. 33*/**/• bærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Rit8tj6ri, afgreiðslumaður og gjaldkeri «T6n Ólaísson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ etofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. Nú fer að líða að gjalddaga „Reykjavikur“. Gerið svo vel að borga blaðið i tíma. Seltirningar geta vitjað „Reykjavíkur“ í verksmið- juna „Sanitas“. Bæklingur Guðmundar Hannessonar. VIII. LæknirinD segir svo á 38. bls.: „Landsmenn vóru þá [er landið var óháð lýðveldi] hvorki flciri né audugri cn nú og þó komust þeir af án styrktar og verndar annara þjóða“. Ekki lætur hann svo lítið að leiða nein rök eða líkur að því sem hann segir. Auðvitað veröur engin full sönn- un færð fyrir fólksfjöldanum hér í landi á þjóðveldistímanum, en þó hafa líkur verið að því leiddar, að landsmenn hafi þá verið fullum 50°/0 fleiri en nú, þ. e. um 125—130 þúsundir, svo að það er nokkuð hvatvíslegt af höf. að setja fram fullyrðing sína alveg órökstudda. Um efnahag landsmanna þá eru engar skýrslur til, og samanburður höf.s í því efni er alveg út í loftið. Það sem hr. G. H. segir um, að þjóðveidið hafl komist af án styrktar og verndar annara þjóða, er alveg eins út í bláinn. Lítum fyrst á efnahaginn. Höf. veit ekkert um, hvernig efnahagur manna var þá. Enn síður heflr hann athug- að verðgildis-mun nú og þá. En ann- að vitum vór, og það er það, að þá var stjórnarkostnaður hverfandi smár í samanburði við það sem nú er. Þing- fararkaup og hoftollar vóru nærfelt einu gjöldin, er menn áttu að svara. Þá var engu kostað til vegagerða, brúa, bryggja eða neinna samgöngu- bóta á sjó eða landi; engu varið til neinna skóla eða fræðslu, bngu til lækna eða heilbrigðismála; engu til eflingar búnaði, sjávarútvegi eða öðr- um atvinnuvegum. Framkvœmdarváld var ekkert til í stjórnarskipuninni, og þurfti því engu til þess að kosta. En þar var sú mein- semd, er olli sótt og dauða þjóðveld- isins. Þó að efnahagur landsmanna hefði því verið engu betri þá en nú (sem ó- sannað er), þá lá það í stjórnarskip- uninni og aldarhættinum, að útgjöldin til landsþarfa vóru svo margfalt minni, að enginn samanburður getur átt sér stað. Hvað varnir gagnvart öðrum þjóðum snertir, þá vóru m. a. hvorki til kom- pásar, eimskip nó fallbyssur eða_ önnur skotvopn í þá daga, og yfirferðin fyrir hestlausa aðkomu-fjendur svo torfær í strjálbygðinni, en hins vegar svo auð- gert að halda undan með allan fénað og gripi, að óhugsandi var að halda hingað miklum her og ætla að geta fætt hann, svo að lítt fært heföi verið jafnvel voldugri þjóð að leggja undir sig landið. Enda var til þess engin stór freisting í auðsuppsprettum eða atvinnuvegum, eins og þeim var þá háttað. Rúsland þurfti ekki í þá daga að líta hingað girndarauga eftir íslgusum herskipahöfnum, því að það átti þá engan herflota né eimskip. Bretar, Þjóð- verjar, Frakkar og Norðmenn gátu þá ekki ágirnst að veiða hér í landhelgi, af því að sjómenska þeirra og far- kostur leyfði þeim eigi að leita svo langt að heiman til fiskveiða. Það er lítt hugsandi að hr. G. H. hafi dulist þetta. Svo flausturslega hugsar hann varla. En þá er það líka samvizkulaust af honum, að vera að kasta út slíku ryki í augu fákænna manna og lítt hugsandi. Ég er viss um, að það fer fleirum eins og mér, sem hefl haft miklar mætur á gáfum og fjöri G. H., af því að ég hefi trúað á sannleiksást hans og ráð- vendni, að ég fer að eiga örðugt með eftir síðustu greinir hans að varðveita þá trú. En ég er enn að vona að hann alsvifti hvorki mig eða aðra mót- stöðumenn sína, sem þykir vænt um hann fyrir svo margt, þeirri trú. IX. Annars má æra óstöðugan að eltast við allar gönur og mótsagnir hr. G. H. Hann brýnir rækilega, að öllum rétt- indum fylgi samsvarandi skyldur. 'En engu að síöur vill hann að vér heimt- um róttindi sérstaks ríkis (nú þegar), en telur þó tiltökumál að „fela Dönum fleiri eða færri mál með sérstökum samningi“ (þar á meðal utanríkismál og strandvarnir. Telur að vísu haginn tvísýnan, en sér þó ekki önnur ráð (32. bls.). Með öðrum orbum: koma kostnað- inum af oss og upp á Dani!! Burðug hugsun fyrir aðskilnaðar- postula! Á 73. bls. kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ef vér eigum að bera vorn hluta fullan af alríkiskostnaði sem sjálfstætt ríki í persónusambandi einu við Danmörku, þá yrði það 622,688 kr. á ári, er vér ættum að greiða. Og þó telur hann hér ekki nándarnœrri öll þau gjöld, sem þetta hefði í fór með sér. Þar sem hann fer að bera útgjöld ýmsra kotríkja og kjör þeirra saman við oss, kemur í Ijós hjá honum sama vanþekkingin á sönnu ástandi og sama hugsana-flaustrið sem ella. Ég fer ekki út í það hér, af því að ég ætla að svara sérstaklega grein frá honum í „Norðurlandi" uni það efni. Hún er í nokkuð öðrum tón en kverið hans, og fær því svar sérstaklega. Ég gæti auðvitað haldið áfram viku eftir viku með að sýna fram á mis- hermi hans og mótsagnir og rangar ályktanir; en ég læt það nú vera, af því að ég hefi sýnt fram á nægt, til að sanna, að bæklingur hans, þótt fjörugur sé, er viðsjárverður, og að dómur minn rpn hann yfir höfuð, sem ég lét uppi í 1. kafla þessara hugleið- inga, er á rökum bygður. Kveð ég svo hann og lesendur í þetta sinn með þeirri ósk, að hr. G. H. mætti verja pundi sínu betur, en hann heflr gert í þetta sinn. Vilji hann endilega vastrast í pólitík líka, þá er það sízt að lasta, ef hann gætir þess, að glata engu af samvizku- semi þeirri og sannleiksást, sem ég hygg honum eiginlegt að eðlisfari, og vil í lengstu lög trúa að hann reyni að varðveita. Hann má ekki láta reykelsi fákænna og samvizkulítilla flokksbræðra sinna stíga sér svo til höfuðs að það mann- skemmi hann. Hann er of góður til þess. Jön Ólafsson. íslenzkir íþróttamenn. Tveir Akureyringar hafa undanfarið verið að sýna íþróttir sínar hér í Reykjavík, þeir Jóliannés Jósefsson og Jbn Pálsson. Báðir eru þeir frábærir fimleikamenn, og Jón þó sýnilega liðugri, en Jóhannes aftur miklu sterkari. Það er frábært um báða, hve vel þeir hafa tamið sig, og hefi ég séð ýmsa útlenda menn, er lifðu á að sýna líkams-íþróttir og báru ekki af þessum sjálfmentuðu íslenzku íþróttamönnum. Hér var nýlega norskur íþróttamað- ur, er einkum sýndi frábæran þrótt í tönnunum — tók t. d. upp 5—6 menn

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.