Reykjavík - 25.05.1907, Blaðsíða 2
122
REYKJAVÍK
í einu með tönnunum: mennirnir stóðu
allir á hlemmi með festum í hornum,
en Flaaten (Norðmaðurinn) stóð hærra,
svo að hann tók festarendana milli
tanna sér og lyfti hlemminum með
mönnunum á.
Þeir landarnir hafa víst lítt æft tann-
afl sitt fyrri en eftir að þeir sáu Flaaten
fyrir norðan.
Nú gerði Jón Pálsson þá raun, að
setja þijú almenn ferfætt stofuborð
hvert á annað ofan og stól þar upp á
og bíta svo tönnum í horn neðsta
borðsins (en láta fótinn hvíla að brjósti
sér) og lyfta svo öllu upp, hátt frá
gólfi, og láta síga niður aftur, án þess
að neyta handa. Er sízt fyrir að synja
hve langt hann kemst, kornungur mað-
ur, er hann temur sér tannraunir lengur.
Marga sýndi Jóhannes raun þess,
hver aflmaður hann er og hve vel hann
hefir stælt og tamið líkama sinn. Nefna
má það meðal annars, er hann tekur
tvo stóla, leggur hnakkann á annað
stóibakið, en hælana á hitt, og hefir
ekkert annað undir sér; svo er tekinn,
300 pd. þungur steðji og settur á brjóst
honum og slegin á mörg högg og þung
með 15 pd. sleggju.
Glíma þeirra félaga var og falleg og
lipur. Hafði sinn hvora, er ég horfði
á þá.
Grísk fangbrögð þreyttu þeir félagar
við þá Austmennina Flaaten og Leo-
nardi og báru góðan sigur af þeim.
í fyrsta sinni, er þeir reyndu með
sér Flaaten og Jóhannes, hafði hvor-
ugur sigur. Næsta dag, er þeir reyndu,
féll Flaaten í fyrsta sinn. Bað hann
þá Jóhannes, sem títt er, að reyna
aftur; en þá æptu Reykvíkingar sumir,
er við vóru: „Nei, nei!‘r Þetta var
in mesta ósvinna, og sízt mundu frænd-
ur vorir Norðmenn svo gera við ís-
lending, er íþrótt reyndi í þeirra landi.
Auðséð var og að Jóhannesi féll illa
þessi ókurteisi landa sinna, og glimdi
hann aðra giímu við Flaaten og féll
þá fyrir Austmanniuum._— Enn reyndu
þeir inn þriðja dag, og glímdi Jóhann-
es þá tvær glímur við Flaaten og hafði
báðar; en Jón glímdi þrjár við Leo-
nardi og hafði allar. J. 01.
Bókmentir.
„ Gamalnorsk Ordbog med
nynorsk tyding. Yed Marius
Hægstad og Alf Torp‘!. —
Kristiania 1906—1907.
Bók þessa hafa þeir samið prófessor-
arnir M. H. og A. T. og er hún bygð
á orðabókum Cleasby’s, Fritzners og
Sveinbjarnar Egilssonar. Bókin er ætluð
þeim sem norrænu viija nema, án þeös
að leggja fyrir sig málfræði, og er því
slept öllum tílvitnunum, nema þar sem
ný orð eða merkingar eru upp teknar,
er ekki finnast tilvitnanir fyrir i inum
eldri orðabókum. Orðabókin virðist
taka upp öll orð, sem i Fritzner eru,
en hefir styttra mál um hvert orð, en
er þó mjög ljós og fullkomin. Bókin
er gefin út með styrk af almannafé og
því seld mjög ódýrt, verður öli 8 hefti,
hvert á 80 au. — 6 hefti eru þegar
út komin. Bókin er ágæt orðabók yfir
fornmál vort fyrir hvern sem er. Verðið
hœkhar, þá er hún er öll út komin
(sem verður um áramót næstu).
ÚRSMÍÐA-VINNXJSTOFA.
Vönduð ír og Klukkur.
Bankastræti 12.
Helgi Hannesson.
Jón Ólafsson bóksali hefir söluumboð
á henni hér.
Vér ráðum nemendum og alþýðu-
mönnum, sem vilja eignast ágæta og
ódýra orðbók yfir fornmál vort, til að
kaupa hana.
Stjórnarjrumvörpin,
er lögð verða fyrir Alþingi í sumar,
verða um 50, og skal þeirra hér getið :
Frv. til fjárlaga. 1908 og 1909.
[Tekjur taldar verða muni kr. 2,448,330,
en gjöldin kr. 2,689,713. — Tekju-
hallann, kr. 241,383, er áætlað að
vinna megi upp með]
Frunivarpi til 1. um framlengmg á
gildi laga um aðflutningsgjald frá
29. Júlí 1905. — Svo er og lagt fram
Frumvarp til 1. um gjáld af innlendri
vindlagerð og tilbúningi á bitter.
[50 kr. gjald fyrir leyfisbréf til að reka
þessar iðnir. Af hverju pundi hér
tilbúinna vindla og vindlinga skal
greiða helming aðflutningsgjalds af
tóbaki, og af hverjum pela bitters
s/4 aðflutningsgjalds af bitter].
Frv. um samþykt landsreikninganna
1904 og 1905.
Frv. til fjáraukalaga fyrir 1904—1905.
Frv. til fjáraukalaga fyrir 1906—1907.
Frv. um almennan kosningarrétt til
Alþingis [„Aukaútsvarsgreiðsla skal
eigi lengur vera skilyrði fyrir kos-
ningarrétti (sbr. 6. gr. í stjórnar-
skipunarl. 3. Okt. 1903)“]
Frv. um tollvörugeymslu og tollgreiðslu-
frest.
Frv. um veð í skipum.
Frv. um skilorðsbundna hegningar-
dóma: [Refsing fyrir smávæg brot
má fresta, og falla alveg niður ef
inn dæmdi maður drýgir ekki annað
brot næstu 5 ár. — Málið á frv.
þessu, er þýtt mun úr dönsku, er
svo, að réttara væri af stjórnarráð-
inu að láta snara sínu eigin frum-
varpi á íslenzku og prenta það svo
af nýju].
Frv. um almennan ellistyrk. [Framh.]
Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins
(„Austri“, „Frækorn“, ,,Reykjavík“).
Kaupmannahöfn, 24. Maí.
írar hafa haldið þjóðfund til að ræða
stjórnbótar-frumvarp það er stjórnin
bauð þeim, og hafnaði fundurinn því
í einu hijóði. Stjórn Bannermans er
þessi ósigur mjög tilfinnanlegur.
Japönsk herskip (beitiskip) eru vænt-
anleg bráðlega í heimsókn til Bretlands,
Frakkiands og Þýzkalands.
[Það er óefað, að sjálfsstjórnarfrumvai’p
það er brezka stjórnin bauð írum skorti
margt á að fullnægja eðlilegum rétti þeirra
og það játaði stjórnin sjálf; en hinsvegar
ekki hugsandi, að fá meiru framgengt á
þingi að sinni í neðri inálstofu, og engin von
að lávarðastofan samþykkti einu sinni þetta.
En þá hefði fyrir legið að leita úrslita"þjóðar-
innar, og mun stjórnin ekki hafa treyst sér
til að fá fylgi hennar til meira en þessa að
siuni. En óefað hlaut það að leiða til frekari
stjórnarbótar bráðum. Munu írar hafa sýnt
vanhyggni í því, að þiggja ekki þetta nú, og
færa sig svo áfram síðar; því að stjórnin og
allir, sem henni fylgdu að þessu frumvarpi,
gerðu það með þeirri meðvitund, og þeim
beinum ummælum, að þetta ætti að vera
byrjun, er leiða skyldi og leiða hlyti til
fullrar sjálfsstjórnar].
Einka-símskeyti til „Rvk.“
Seyðisflrði, 25. Mai.
Úingmálafuiidar haldinn hér í gær.
Um sambandsmálið urðu æstar um-
ræður. Er til atkvæða kom, varð at-
kvæðatala lík á báðar hliðar, en óglögg.
Heimtuðu heimastjórnarmenn því, að
atkvæði yrðu greidd á ný og skýrt
talið, en því var neitað og þeir öðrum
fleiri ólögum beittir, svo að þeir gengu
af fundi með mótmælum, um 30 að
tölu. — Atkvæði fundarins því alger-
lega marklaus.
Fánamál og Þingvallafundur ekki
nefnt á nafn.
Allir lieimastjórnarmenii að-
varast um, að ginnast ekki til að taka
neinn þátt í kosningum til Þingválla-
fundar stjórnarandstæðinga, sem
verður hreinn flokksfundur.
Dag-bók.
„Skálkolt“ kom í gærmorgun og
með þvf: Hafstein ráðherra, Þórunn
fósturdóttir hans, Jón Magnússon skrif-
stofustjóri, Árni Riis kaupm. og ein-
hverjir fleiri.
Bæjarkryggjan. Bæjarstjórnin hafði
samþykt að gera samninga við félag,
sem öllum kaupmönnum bæjarins á-
samt sameinaða gufuskipafélaginu og
Thore-félaginu gæfist kostur á að taka
þátt í, um að leigja því járnbraut og
sporvagna hafnarbryggjunnar ásamt
vörubúri, fyrir ákveðið gjald, en félag-
ið skyldi annast uppskipun með þess-
um áhöldum fyrir gjald, er bæjar-
stjórnin samþykkir.
Út af þessu boðaði konsúll og bæ-
jarfulltrúi Kr. Ó. Þorgrímsson til borg-
arafundar á Þriðjudagskvöldið og bar
upp tillögu til áskorunar til bæjarstjórn-
arinnar um að leigja engum uppskip-
unartækin.
Málið var rætt frá báðum hliðum,
að svo miklu leyti sem friður fékst
til þess fyrir Mongólanum, sem altaf
var að gjamma fram í mál manna og
vildi ekki hlýða fundarstjóra til að þegja.
Af vanaiegri vatnsgrautar-miskunn var
dónanum þó ekki snarað út. Mesta
fjölmenni var á fundinum, og var til-
laga fundarboðanda samþykt með öll-
um þorra atkvæða.
Prestur til Skeggjastuða á Langa-
nesströnd er kosinn séra Ingvar Niku-
lásson (áður í Gaulverjabæ).
Séra Jón Jóusson uppgjafaprestur
frá Stað á Reykjanesi (f. 1829) dó á
ísafirði 21. f. m.
Séra Guðmundur Emil <xuð-
mundsson uppgjafaprestur á Kvíabekk
(f. 1865) dó 28. f. m.
Yerzlunin Edinborg hefir keypt
verzlunarhús Eggerts Laxdals á Akur-
eyri fyrir 22,000 kr. Það er einhver
bezta verzlunarlóð þar á eyrinni.
Enaóss-verzlun við Héraðsflóa hefir
verzlunin Framtíðin á Seyðisfirði keypt
af Þorsteini Jónssyni kaupm.
Grlímumaðurinn Jóhannes Jósefs-
son og félagi hans Jón Pálsson þreyttu
íslenzkar glímur við þá Hallgrím Bene-
diktsson og Guðm. Guðmundsson í gær-
kvöldi. Þeir Jóhannes og Hallgrímur
unnu sína glímuna hvor; Guðmundur
og Jón unnu líka sína hvor. Auk þess
Úr og klukkur,
að eins frá vönduðum verksmiðjum.
Hyergi ódýrara eftir gæðum.
jónr iiermaii§§oi,
Hverfisgötu 6
glímdu þeir saman félagarnir frá Akur-
eyri, og vann þá Jóhannes nokkrar
glímur; fyrir það vann Jóhannes flestar
glímur talsins. En það mun vera á-
lit flestra, er sáu, að eigi standi Hail-
grimur Jóhannesi að baki í íslenzkri
glímu, þar eð hann er mýkri og lið-
ugri í glímunni.
Dómari var Pétur Jónsson pjátrari
(einsamall?). Að glímunum loknum las
Pétur upp dóminn, sem raunar enginn
botnaði neitt í, en eftir samlagning,
margföldun, frádrátt og deiling komst
hann að þeirri niðurstöðu „að Jóhannes
hefði eklá tapaðu. O. J. Ó.
H-itaö í vísnabók
ungrar stúlku.
Að gleðjast við lífið mun sízt mann saka
eða’ að súpa af gleðinnar brunni,
ef lífsins alvara’ að eins fær að vaka
í undir-meðvitundinni.
Þetta’ er svo andskoti háfieyg heimska
sem hugsast getur;
spekings-asni’ eins og Einar Ben
hefði’ ekki’ orkt það betur!
J. .0
€ggert Claessen,
yíirréttarmálaflutningsmaður.
I.a'kjaí'g. 1*2 B. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
yirnt ]. ijaarvig
B j ö r g v i n (Noregi)
Umboðs-sala a- v- 21ú
Lifur, Hrogn, Síld, Saltfiskur,
Rjúpur, Kjöt, Uli o. s. frv.
ðllmn firirsprniim syaraö um liæl ókejpís.
Tv j ólasaum
tek ég undirrituð að mér nú þegar.
Vandað verk. Saumalaun lægst í bænum.
Ragnh. Clausen Jónsson, Vesturg. 22. [ah
T i 1 b ú n a r [ab- L
Líkkistur
selur Magnús Árnason trésmiður.
1 —2 herbergi til leigu á Laugavegi 19
nú þegar. [39,41
Hinn 15. Maí p. á. andaðist hér í Reykjavík
Gunnar Gunnarsson frá Flugu í Skaftártuugu
i Skaftafellssýslu.
Brúkuð regnkápa fundin. Eigandi vitji
til Guðm. Stefánssonar næturvarðar.
Keefubelgur fanst fyrir skömmu á Sel-
tjarnarnesi. Má vitja til Guðmundar Ólafs-
sonar í Nýjabæ.
Undirritaður hefir útsölu á skilvindu,
þeirri er
„I> XJ
heitir, frá Norra Sveriges Cenlrifugfa-
briker.
Skilvinda þessi hefir rutt sér feikna
mikið til rúms og fengið mikla útbreiðslu;
hefir meðmæli frá ýmsum merkum mönnum
og efnafræðishúsum (Laboratorier), sem hafa
rannsakað fitumagn það sem hún nær úr
mjólkinni. „Dux 1“ skilur 100 potta og
„Dux 2“ 150 potta á tímanum. Verðlisíi,
sýnishorn og allar nánari upplýsingar fæst
hjá einka-umboðsmanni skiivindu þess-
arar fyrir ísland
Tómasi Tómassyni.
Sömuleiðis hefi ég umboðssölu á Reið-
hjólum (,,Cycler“) bæði fyrir karla og kon-
ur. Sýnishorn og allar nánari upplýsingar
gefur Tómas Tómasson
Bergstaðaslrœti 3.
Bezt og hagkvæmast lífsábyrgðarfólag
er
„G1 i t n e“.
Allar nauðsynlegar upplýslngar gefur
umboðsmaður félagsins í Reykjavík
Guðm. Bjarnason,
Njálsgötu 23. [42