Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.07.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.07.1907, Blaðsíða 1
1R e $ k j a vtk. 15 löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á íslandi. VIII, 55 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 20. Júlí 1907. Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. VIII., 55 'ggr ALT FÆST f THOMSEWS MAGASÍNI. Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQ Verzlunin Edinborg í Reykjavík Fatnaðardeildin hefir nú einkum margt að bjóða, sem menn þarfnast nauðsynlega fyrir konungskomuna og Þjóðhátíðina svo sem: H.arlmannsfatnaði allsk. frá kr. 18.00—45.00. Drengjaföt allsk. frá kr. 2.65—18.00. Regnkápur margs konar á fullorðna og drengi. Hattar harðir af nýjustu gerð kr. 4.50—8.25. do. linir af nýjustu gerð kr. 2.50—5.50. Stráliattana marg-eftirspurðu. Drengja-yfirfrakkana makalausu. Manchettskyrtur hv. & misl. og Milliskyrtur hv. & misl. Sklnnlianzka sv. & misl. og allsk. liálsim og hnýti. Drengjablússur ljósleitar og Nærföt margar teg. Regnlilífar og göngustafir mesta úrval og ótal m. fl. Þá viljum vér minna bændur og búhölda á l j áblöðin makalausu í EDINBORG, sem hvergi fást betri né ódýrari. — Ennfremur CEMENTIÐ makalausa með hamarsmerkinu, að allra dómi hezta tegund. ,REYKJAYÍK“ Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júli. Ella 3 kr. Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; :3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33V*0/# bærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.; Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðBlumaður og gjaldkeri Jón Ólafssoii. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: —-— » stofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla, 71 prentsmiðjan. Eoftritun poulsens. í vetur, er leið, var mikið gumað í blöðum um endurbætur á loftritun, er danskur maður Poulsen hefir gprt. Ef alt það rættist, sem gefið var í skyn að vænta mætti af uppfundning- unni, þá hefði það verið ákaflega merki- legt og líklegt til að gera talsverða bylting í firðritun í heiminum. Vér létum oss hægt um gumið að sinni, gátum að eins um uppfundning- una. Vér þekktum til þess, að vara- samt er að treysta fast öllu blaðaloti, sem borið er á nýja uppfundning, sem verið er að selja eða gera sér pen- inga úr á einhvern hátt. Sum blöð verða þá ör í orði og bera mikið í lofið af þjóðlegum metnaði, er lands- maður á í hlut; önnur guma blátt á- fram fyrir borgun. Poulsen tókst að selja uppfundning sína fyrir geipiverð — en síðan liefir verið furðu hljótt vm hana í blöð- nnum. Táknin og stórmerkin, sem hún átti að gera, hafa brugðist tii þessa. „í vor fyrir Hvítasunnuna vóru í danska herflotanum gerðar tilraunir i þá átt, að bera saman Poulsens að- ferð og gneistafirðritann (þýzka, er hafði hér fulltrúa í Rvík 1905). Herskipið danska „Olfert Fischer" lá í Kaupmannahöfn og var útbúið senditólum eftir báðum aðferðum. Hins- vegar var „Hekla“ send á haf út og hafði viðtöku-rittól eftir báðum að- ferðum. Gneistafirðritinn (Telefunken) vildu eigendur hans ábyrgjast að ritaði á 180 kílómetra fjarlægð með 1 kíló- watts magneyðslu, og nú átti Radio- Ámalgamated-Telegraph-Co. (Poulsens- fél.) að láta sitt tól gera slíkt ið sama. Á „Heklu“ var hvor starfsmaður frá sínu félagi að stýra tilraununum. Árangur tilraunanna varð á þessa leið: 1. Poulsens-tól: Viðtöku-rif-tólið varð alls ekki notað til neins; en heyrnartólið mátti nota í alt að 200 kílómetra fjarlægð. Þó var mjög svo torvelt að ná noklcru máli í samhengi yfir svo mikla fjar- lægð. Magneyðsla 1.8 kw. 2. Telefunken: jRii-tólið starfaði skilmerkilega upp að 225 kílóm. fjarlægð. í lengri fjar- lægð varð, því miður, ekki reynt, þvi að skipið var þá komið svo nálægt Þýzkalandsströndum og varð að snúa við. — Magneyðslan var 1.1 kw.“ [Eftir „Electrotekn. Tidsskr.", XX, 17]. Blygðunarlaus ósvífni. Málgagn lyginnar flutti 17. þ. m. svolátandi grein: „ Símslitin. Kaupmaður á ísafirði, Ásgeir G. Ásgeirsson stórkaupmaður, fékk fyrir nokkuru áríðandi símskeyti útlent sent með hraðboða frá Stað í Hrúta- firði, og þurfti hann að svara því um hæl, og leggur sjálfur í ferð norður að Stað. Þegar þar kemur er sæsíminn slitinn. Peir hefðu ekki orðið fgrir slíkum búsifjum Isfirðingar, ef samið hefði verið um loftskeyta- samband á síðasta pingi, l stað heimskunnar pessarara. Svo mörg eru Lyginnar orð. Og þetta hefir blaðsneypan brjóst- heilindi til að setja á prent, þó að 'öll- um hér sé fullkunnugt um, að þá er sæsíminn bilaði hér á dögunum, »bil- aði« jafnframt samband Marconi- stöðvarinnar hér, svo að hún fékk engin skegti pá um neitt frá iit- löndum. Af þeim einkaskeytum, sem hún tók að sér að flytja í fyrra sumar, og oss er kunnugt um, kom ekki meira en helmingur talsins nokkurn tíma fram, pó að hvert skeyti væri sent upp aítur og aftur 3—4 kvöld í röð. Hafi reynslan nokkurn tíma sannað nokkurn hlut, þá hefir hún sannað það, að pað samband var allsendis óáreiðan- legt og óhafandi. Heimsendanna milli. Noregar. Stórþingið samþykti 15. f. m. lög um að veita atkvæðisrétt ó- giftum konum, er greiddu skatt af 400 kr. tekjum eða meiru, og eins giftum konum, ef menn þeirra greiddu skatt af jafnmiklum tekjum. Forföll. Nokkrir af ríkisþingsmönn- unum, sem ætluðu hingað að koma með konungi, eru að fá „forföll“. Þeir kvíða ferðinni, bæði á sjó, og þó eink- um á landi. Meðal þeirra er tjáð hafa forföll, eru m. a. þeir Madsen-Mygdal, Anders Nielsen, kammerh. Alfred Hage, Blem bóndi, Jensen-Stengaarden, gene- ral-auditor Steffensen o. fl. Auðvitað koma í þeirra stað vara- menn, sem gæddir eru meira líkams- atgerfi eða meiri hetjuhug til að hætta sér hingað í tröllahendur. bönsku ]»inginciinirnir, sem hing- að koma, verða þessir: Ur Þjböþingimi: forsetinn A. Thom- sen, R. Andersen, Bluhme, Hamme- rich (varam.), Carl Hansen frá Yord- ingborg (v.), N. Jensen, N. P. Jensen, Jensen-Sonderup, Kierkegaard, Th. Larsen, Lindo, Madsen Halsted, P. Madsen, Moestrup, Norhave (v.), Par- kov (v.), Emil Petersen, Kr. Pedersen (v.), L. Reventlov (v.), Rordam, Svei- strup (v.), Carl Sarensen og Zahle. Ur Landsþinginu: Yaraforseti Steff- ensen, Andersen-Nygart, Jorg. Berthel- sen, Bramsen, Ejsing (v.), Goos, J. L. Hansen, Johansen, H. J. Nielsen, Nord- by (v.), Pagh, Fr. Petersen (v.), Ram- busch, N. Rasmussen, Schultz, Stilling (v.) og Tolderlund. Af ráðgjöfunum verða með: Christ- ensen forsætisráðherra og Ole Hansen landbúnaðar-ráðgj afi. „östsjæll. Avis“ segir 2. þ. m., að allir ríkisþingsmennirnir hafi með til ferðarinnar klofháar rosabullur, reið- fatnað, og verði að öðru leyti vetrar- klæddir. — Vonandi sleppa þeir héðan ókalnir! Hjónaband. Prófessor H. Matzen var í byrjun þ. m. gefinn saman við frú Helgu, fædda Bryde, síðar frú Vída- lín, er síðastl. vetur skildi við mann sinn. Þingmálafundir í Suður-Múlasýslu, er Guttormur alþm. Vigfússon hefir haldið. Á fundi í Stöðvarfirði i. Júní var samþ. með öllum atkvæðum eftirf. till. í sambandsmálinu: »Fundurinn álítur ekki að eins rétt, heldur sjálfsagt, að þingið ísumarvelji menn í nefnd, er fjalli um þetta mál, til þess að þjóðinni gefist kostur á að sjá gerðir hennar fyrir næstu kosningar. Á fundi í Fáskrúðsfirði 2. Júní þ. á. var samþ. eftirf. till. í sambandsmálinu: a. Fundurinn álítur rétt, að næsta þing tilnefni menn í nefnd, er konungur skip- ar til að endurskoða ið stjórnskipulega samband milli Islands og Danmerkur, og semja tillögur til nýrra sambandslaga, og telur æskilegt, að nefndin hafi lokið störf- um sínum áður en næstu alþingiskosning- ar fara fram. Samþ. í einu hljóði. b. Fundurinn er mótfallinn því að rlk- issambandinu við Danmörku sé slitið og telur að sjálfstæði þjóðarinnar yrði þá yfirleitt miður borgið en nú er. Samþ. með öllum atkv. e. Fundurinn telur mest um vert, að 1 inum væntanl. sambandslögum séu skýr og hagfeld ákvæði er tryggi rétt Islands,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.