Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.07.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 20.07.1907, Blaðsíða 2
174 REYKJAVlK Oliver Twist er heimsfrseg skáldsaga eftir Charles Dickent. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr taekifaerisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg tíl íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. ef ágreiningur rís um, hvað sé sérmál þess. Með þeim hætti telur fundurinn að sleppa megi frekara umtali um rtkis- ráðsákvæðið. Samþ. 1 e. hlj. d. Fundurinn telur að stjórnin hafi gert rétt í því, að taka ekki þingrofsáskoranir inna svo nefndu landvarnarmanna til greina. Samþ. með öllum þorra atkv. F á n a m á 1 i ð. Fundurinn telur að svo koinnu ótlmabært að fara fram á löggild- ingu sérstaks fána fyrir Island. Samþ. með öllum þorra atkv. í lok fundarins var þessijj till. samþ. með öllum atkv.: Fundurinn lýsir yfir, að hann beri fult traust til núverandi þings og stjórnar. Á fundi 1 Breiðdalsvík 31. Maí þ. á var samþ. eftirf, till. í sambandsmálinu: Fundurinn álítur rétt, að Alþingi í sum- ar velji í millilandanefndina, og ber hik- laust það traust til þingsins, að það skipi nefnd þessa þeim mönnum, sem treysta má að semji upp á það eitt, er fyllilega tryggir sjálfstæði íslands og jafnrétti við Dani. Samþ. með 17 atkv. gegn 1. Ennfremur lýsir fundurinn ánægju sinni yfir því, að stjórnin hefir ekki tekið tillit til þess sem Landvarnarflokkurinn hefir verið að halda fram um nauðsyn á að rjúía þingið. Samþ. með 16 atkv. gegn 1. Á fundi að Ketilsstöðum, fyrir Skrið- da!s-, Eiða- og Vallahrepp 16. Júní þ. á. var samþ. eftirf. till. í sambandsmálinu: a. Fundurinn telur rétt, að ið núver- andi Alþingi tilnefni menn í nefnd til að endurskoða ið stjórnskipulega samband milli íslands og Danmerkur, og semji til- , !ögur til nýrra sambandslaga. b. Fundurinn krefst þess að ekki verði samið á öðrum grundvelli en þeim, að ísland sé frjálst sambandslands Danmerk- ur, eins og það var við Noreg eftirGamla sáttmála. Þetta felist skilyrðislaust í Nýja- sáttmála, jafnvei þó stjórnarvöldum hinnar sambandsþjóðarinnar yrði falið með sam- ningum að fara með einhver mál fyrir íslands hönd, meðan svo þykir henta eftir ástæðum landsfns. Að lokum var þessi till. samþ.: Fundurinn lýsir yfir, að hann ber fult traust til núverandi þings og stjórnar. • --------------- Á fundi á Eskifirði 4. Júníþ. á. var samþ. eftirf. till. í sambándsmálinu: a. Með því að* eigi verður hjá því komist, að kosið verði í sambandsnefnd á Alþingi í sumar, skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja eigi sambandslögin að fullu fyr en eftir tvö þing (frá 1909 að telja), þegar þjóðin í heild sinni hefir átt kost á að kynna sér frumvarp nefnd- arinnar. b. Fundurinn skorar á ina tilvonandi sarnbandsnefnd að semja að einságrund- velli »gamla sáttmála«. íslenzka, kjötid. í „Polit." 24. f. m. er grein frá „húsmóður" um sauðaketið íslenzka. Hún talar þar um það sem allir vita að satt er, hver ómatur íslenzkt salt- •-------------------------• ÚRSMÍBA-VINN USTOFA. Vönduð lí v og Klukkur, Bankastræti 12. Helgl Hannesson. kjöt er, það er venjulega er saltað í kaupstöðum og selt til útlanda. Henni virðist aftur vera ókunnugt um það, að fyrir aðgerðir Hermanns Jónassonar alþingismanns er nú farið að bæta verkunina á nokkru af salt- kjötinu. Hún furðar sig á, að ekki skuli enn vera flutt út fryst kjöt frá íslandi til Danmerkur, og er það von. Þegai vér heyrum, að fryst kjöt er flutt til Dan- merkur alla leið frá Astralíu, og að fryst hreindýrakjöt norskt er selt í Kaupmannahöfn alt árið, þá furðar mann eðlilega á, að aldrei skuli vera flutt út fryst kjöt frá íslandi. Auðvitað er orsökin skortur skipa með þeim útbúnaði. Meðal annars. í þingræjðu í Ed. á Miðkudaginn svaraði Jón Jakobsson dr. Valtý Guð- mundssyni svo út af einhverjum dylg- jum um Landsbókasafnsvarðar-starfið, að þetta gæti hann ekki haft eftir neinum innanþingsmanni, hann hlyti að hafa það eftir: þessari safnkollu lyganna, sem í óþökk guðs og góðra manna skreytti sig með nafni fósurjarðarinnar og kallaði sig ísafold". Þetta heimfærði dr. Valtýr strax upp á ritstjóra ísafoldar persónulega, eins og honum fyndist full ástæða til þess; en þá gall einhver við af áheyr- andapallinum og sagði: „Sá á þef, sem fyrst finnur!“ og þótti sumum það koma vel heim. Ætli „safnkollan" gangist ekki við nafni? Fj ár-liorfurnar. Fyrir nokkrum vikum tók þýzka al- ríkið lán, 300 milíónir marka, og varð að ganga að því að greiða í ársvoxtu. — Hamborg er sú borg í allri Norðurálfu, sem bezt þykir hafa lánstraust. Nýverið þurfti bæjarstjórn- in þar að taka lán handa bænum, en við lá að lán það fengist alls ekki. Ekki furða þó að Reykjavíkurbæ veiti örðugt að fá lán! Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins. („Austri“, „Frækorn“, „Eeykjavik“). Kaupm.Jiöfn, 19. Jídí. Danmörk. Innanríkisráðherrann hefir neitað að staðfesta ályktun bæjar- stjórnarinnar um sporbrautirnar. Friðarþingið [sem nú situr á rök- stólum í Haag] hefir eigi getað ásátt orðið um tillögu Bandaríkjanna (N. A.) um að banna víkingu á ófriðartímum. Rúsiand. Mál skal höfða gegn 169 þingmönnum, þeim er sátu fyrstu dúmuna og rituðu undir ávarp í Wi- borg. Kóreu-keisari segir líklegast af sór og fær völdin í hendur syni sínum. [Bæjarstjórn Kaupmannahafnar ályktaði að taka að sér allar sporbrautir í bænum, kaupa þær og starfrækja þær svo á kostnað bæjarins. En yfirstjórn bæjarins (magistrat) var því mótfallinn; vildu hvorugir undan láta, og var því málinu skotið til innanríkis- ráðgjafans]. Ursmíðavinnustofa Carl F. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. Tjaldbúðin á Þingvöllum. Þeir sem pantað hafa pláz í tjaldbúð templara á Þingvöllum 2. Ág. n. k. eru vinsamlegast ámintir um að vitja aðgöngumiða að þeim sem f ypst. Nokkur pláz eru enn óseld og ópöntuð; þeir sem ætla sér að kaupa pláz í tjaldbúðinni, ættu að gera það nú þegar, enda getur hæglega svo farið að verðið á plázum hækki, þeg- ar austur er komið, verði nokkur þá óseld. Allir fá keypt, án tillits til þess hvort templarar eru, eður eigi. Aðgöngumiðar fást í afgreiðslu ísa- foldar, á Laugaveg 68 og í Gnten- Tberg. Dagbók. „Laura“ kom aðfaranótt Fimtudags með 80 farþega, af þeim 9 Vestur- íslendingar, er ferðast hér um að gamni sínu; 14 útl. ferðamenn; hitt flestir íslendingar. „Esbjærg“, aukaskip samein. eimsk. fél., kom í gær. Hingað komu með „Laura“ m. a. Svhj. Sveinbjörnsson tónskáldið frá Edinborg, Sveinbjörn kennari Svein- bjarnarson (Hallgrímssonar) frá Ár- ósum. Kommgs-Jörin austur. Áœtlun um landferðina. Fimtudaginn 1. Ágúst kl. 83Á um morguninn fylkjast þingmenn á Lækjartorgi undir ferðasveitar- merkjum sínum. Kl. IIY2—1 dagverður í Djúpa- dal upp af Miðdal. Kl. 6 komið á Þingvöll. Föstudaginn 2. Ágúst. Þjóðhátíð á Þingvelli. Laugardaginn 8. Ágúst kl. 8 um morguninn farið á stað frá Þing- völlum. Kl. 11—I2V2 dagverður á Laug- arvatnsvöllum. Farið af baki austast í Laugar- dal og við Brúará. Kl. 6 komið að Geysi. Sunnudagínn 4. Ágúst kl. 12 á hád. farið á stað frá Geysi til Gullfoss. Kl. 5 síðd. komið aftur að Geysi. Mánudaginn 5. Ágúst kl. 7V2 um morguninn farið á stað frá Geysi. Kl. 9^/2 farið af baki við brú á Hvítá. Kl. 11—12^/2 dagverður við Skip- holt. Farið af baki við Álfaskeið og hjá Húsatóftaholti. Kl. 7 komið að Þjórsárbrú. Úriðjudaginn 6. Ágúst. Þjóðhátið Rangvellinga og sýningar. Kl. 2 síðd. farið á stað frá Þjórsárbrú. Viðstaða við Ölfusárbrú; þaðau farið kl. 5. Kl. 7 komið að Arnarbæli. Miðkudaginn 7. Ágúst ld. 8 um morguninn farið af stað frá Arnarbæli. Farið af baki undir Kömbum. Kl. 12—l1/^ dagverður á Kol- viðarhól. Farið af baki austanvert við Sandskeið. Við Hólmsá kl. 4. Kl. 6x/2 komið til Reykjavíkur. Bréfaskrína. Ér það ekki í alla staði sanngjarnt og rétt að leigjandi skili húsinu, er hann hefir haft á leigu, í sama ásig- komulagi og hann flutti í það, láti t. d. í nýjar rúður, þegar rúður hafa brot- nað um hans leigutíma, og fleira er brotna kann? Er hann ekki skyldur að bæta það? Er leigjandi ekki skyldur að hreinsa salerni að helmingi við húseiganda, ef báðir búa í húsinu? J. Svar: 1. Jú hann er lögskyldur að bæta alt, er að húsinu verður af manna völdum, alt annað en eðlilega fyrningu og slit. 2. Sé báðir húsfeður og hafi ámóta stóra íbúð hvor, er það venja, að hvor borgi að helmingi hreinsun sarneigin- legs salernis. Sé leigjandi einhleypur maður, er ekki venja að hann kosti hreinsunina, nema hann hafi sérstakt salerni fyrir sig. Eftir þessari venju mundu dómend- ur að öllum líkindum dæma. Ungmennafélögin Og íll |» i II í» i. „Samband Ungmennafélaga íslands"' sækir um styrk í sumar til alþingis, til þess að geta starfað af kappi að áhuga- málum sínum: að efla ment íslenzkra ungmenna, andlega og líkamlega; og til þess að geta náð sem allra fyrst takmarki sínu: að ísland verði hiðj bráðasta skipað hraustum, mentuðuur og áhugasömum æskulýð. Hvern veg alþingi tekur í beiðni' þessa, er eigi hægt að segja fyrir fram. Er það þó allmikilsvert atriði, þar eð undirtektir þess hljóta að takmarka og ákveða skilning þess og álit á þjóð- arþroska þeim hinum nýja, sem hafinn er hér á landi með „Ungmennafélögun- um“. Hér skal að eins bent á það, senr flestum þingmönnum á að vera kunn- ugþ °g er því farið fljótt yfir sögu. Ungmennafélögin norrænu eru sprott- in upp af lýðháskólunum,— þeim jarð- vegi, sem hollastur ogbeztur hefir reynst- til þjóðþrifahvívetna, Það er stefna sú, sem endurreist hefir Danmörku og: gert að fyrirmyndarlandi á marga vegu, og þarf eigi annað en að benda á það, sem ritað hefir verið um lýðhá- skóla á vora tungu, þessu til sönnunar. Enda segja og viðurkenna Danir það sjálfir. í Noregi hafa ungmennafélögin um langan tíma verið vakandisam vizka þjóðernis og ættjarðarástar, er varið hefir og verndað alt þjóðlegt starf, sem stefndi landi og lýð til heilla. Hefi ur starf þeirra blessast svo, að með sanni hefir það að miklu leyti verið þeim þakkað, að Notðmenn stóðu sem einn madur gegn Svíum, er umdýrustu þjóðareign þeirra var að ræða: frelsi þeirra og fult sjálfstæði. — Þjóðar- sjálfstœði og œttjarðarást hefir þar gróið upp afstarfi ungmennafélaganna. Ungmennafélögin íslenzku eru nýr kvistur á þessum norrænu greinum, og virðast þau ætla að verða bæði væn og fjölmenn. Enn er félagshreyfing þessi að eins hálfs annars árs hér á landi, og munu þó þegar á legg komin milli 15 og 20 ungmennafélög. Það hafa ungmennafélög vor fram yfir erlend félög samskonar, að hjá

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.