Reykjavík - 02.08.1907, Blaðsíða 2
186
R E Y K J A V I Ii
Oliver Twist
er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst
nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land
alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga
og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem
þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má
segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst
nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg.
og ríkisbræður. — Vér þökkum yður,
og vér þökkum Danmörku viðtökurn-
ar í fyrra, í borgum og til sveita. Inn-
an um fagrar endurminningar um sam-
fundina, dýrlega sali, fagra, broshýra
náttúru, gestrisna og alúðlega þjóð
geymist hugsunin um það meginatriði,
sem hvervetna fyrir mönnum vakti;
það var ósk um gott samkomulag á
báðar hliðar, en það er sama sem
réttiæti á báðar hliðar.
Ríkisþingsmenn hafa síðar sýnt það
í verki, að það sem þeir létu til sín
heyra í þá átt hefir ekki verið orðin
tóm, og ferðin hingað er framhald eftir
sömu braut. Það mun hvervetna eiga
við, að eigi er unt að kynnast þjóð
til fulls öðru vísi en að kynnast landi
hennar, en það á einkum við um
ísland og íslendinga.
íslenzk ættjarðsrást er eigi að eins
róleg ást, eins og t. d. sonarást við
góða móður; það er auk þess oft í
henni töluvert af ástarblossa elskhug-
ans, með sömu viðkvæmni, einþykkni
og afbrýðissemi, enda heflr sjálft lands-
lagið, ósnortin, mikillátleg fegurð þess
átt sinn þátt í að ala þá tilflnningu,
og á það enn í dag. Ef vér verðum
heppnir með veður á ferð þeirri um
landið, sem vér eigum fyrir höndum,
og vér fáum að sjá það í fegursta
sumarskrauti, með sól á fjöllum í fjar-
sýn og heilladísir frelsisins bendandi
oss úr hijóðum dölum, þá mætti svo
fara, að einhverir yðar, herrar mínir,
skilduð þá tilfinningu og kynnuð að
meta hana.
Herra konungur, virðulega samkoma!
Yér óskum þess, að dvöl þeirra manna
hér á landi, sem nú eru gestir íslands,
verði þeim svo ijúf og þekk, sem frek-
ast verður á kosið eftir atvikum. Ham-
ingjan gefi það, að þessarar heim-
sóknar konungs og ríkisþingsmanna á
Islandi verði jafnan minst sem mikils-
verðs og ánægjulegs viðburðar í sögu
landsins, happasæls og heiilavæniegs
fyrir iandið og framtíð þess. Heillog
hamingja blessi samvist komandi daga.
En þá eínu sinni: hjartanlega vel-
komnir!“
Þá stóð konungur upp og mælti
fögrum og snjöllum orðum, þakkaði
hjartanlega viðtökur, er færu langt
fram úr því er sér hefði getað í hug
dottið; mundi þessi dagur sér aldrei
úr minni líða. Skýrði hann frá, að
hann hefði í morgun skipað nefnd til
að gera tillögur um stöðu íslands í
alríki konungs, og kvaðst sig sælan
telja, ef sér tækist að leggja íriðarbrú
milli þegna sinna á íslandi og í Dan-
mörku.
Þá var sunginn síðari hlutinn af
kvæðaflokki Þ. G. Einsöngvána (soli)
sungu þau ungfr. Elín Matthíasdóttir
og Geir próf. Sæmundssson, og sungu
bæði vel, en séra Geir þó með afburð-
um,_svo að öilum fanst mikið til um.
— Ásöngur (duei) var i 6. kafla flokks-
ins og sungust þeir á Herbert prent-
ari Sigmundsson (prentara) og Pétur
Haildórsson (bankagjaldkera), og þótti
ágætlega sungið.
•-----------------------------•
ÍRSMlöA-YINNUSTOFA.
Vönduð t'r og Rlukknr.
Bankastræti 12.
Helgi Hannesson.
•-----------------------------•
BrynjólfurÞorláksson stýrði söngnum.
Að söngnum loknum gekk konung-
ur út á veggsvalir Alþingishússins og
ávarpaði fám orðum þær þúsundir
manna, er fyrir utan stóðu, en fagn-
aðarópum var upp lostið fyrir og eftir.
Alþingi og landsstjórn hafði búið
konungi miðdegisverð í nýju (suður)-
álmunni á barnaskólanum. Það er
salur 50 álna langur og 15 álnir á
breidd. Yóru þar sæti handa 250
mönnum, og öll skipuð boðsgestum.
Hófst sú veizla að miðjum aftni og
var setið undir borðum nær 4 stundir.
Þar mæltu fyrir skálum forsetar Al-
þingis (E. Br., J. H. og M. 6t.) og
varaforseti sameinaðs pings (L. H. Bj.),
en konungur hélt þar á dönsku þá
ræðu, er svo hijóðar á íslenzku:
„Eg hefi beðið þessadags með mik-
illi eftirvæntingu, þess dags, er ég
skyldi hitta hér á íslandi mína kæru
gesti frá því í fyrra sumar. Það hefir
jafnan verið drotningunni og mér
gleði, að minnast inna fögru daga í
fyrra, og ég flyt yður öllum þakkir
fyrir það af nýju og kveðju frá henni
og öllu mínu fólki, sem fylgir oss alt
í huganum hér í dag.
En eftirvænting mín styðst við enn
eldri endurminningar. Háttelskaður
faðir minn hafði svo oft sagt oss frá
ferð sinni hingað 1874 og um þær
frábærlega hjartanlegu gestrisnisvið-
tökur, er hann hlaut hjá sinni kæru
islenzku þjóð, og mun yður því skilj-
ast, að ég, sem sá, hversu hann varð-
veitti trúlega minningu þess alt til
síðustu stundar, muni hafa þráð að
sjá sjálfur ið fagra söguland og vera
samvistum við rnína íslenzku þjóð, en
líf hennar og framtíð mun konungur
jafnan bera mjög fyrir brjósti.
Það er konunglegur vilji minn, að
íslendingar hafi alt það freisi til að
glæða það, sem þjóðinni er sérkenni-
legt, og hagnýta það, sem landið í
sér geymir, er staðist getur með ein-
ingu ríkisins. Eg hefi erft ríkið sem
einingu og þá einingu skal varðveita
frá kyni til kyns, en þann arf hefi
ég og hlotið frá föður mínum, að
íslendingar skuli vera frjáls þjóð, er
setji sér með konungi sínum þau lög,
er þeir eiga við að búa, og ofan á
þá arfleifð er vilji minn að byggja
frekara. Fyrir því hefi ég í dag skipað
nefnd nokkurra góðra manna ríkisins,
til þess að þeir geti rætt um stjórn-
skipulega stöðu Islands í ríkinu og
fundið það fyrirkomulag, er frelsi ís-
lands megi við hlíta og við haldast,
en eining ríkisins jafnframt í traustum
skorðum standa.
Það er bæn mín til Guðs almátt-
ugs, að hann leggi blessun sína yfir
það, sem er þann veg til framkvæmdar
ráðið, og að hann veiti mönnum rík-
isins spekinnar anda, svo að þeir finni
þær leiðir, er þjóðir mínar geti fetað
og haldist í hendur, samlyndar bæði
í meðlæti og mótlæti, ef Guð vill að
það eigi einnig fynr oss að liggja.
Verði það, getum vér einnig hitst jafn-
an glaðir að mannfagnaði.
Með þessum tilfinningum gleði og
þakklætis fyrir það, er mér hefir
hlotnast í dag, og von um góða fram-
tíð til handa íslandi og íslendingum
hef ég upp glas mitt og bið yður
að taka undir með mér: ísland lifi!"
Af Dana hendi mæltu þar enn: A.
Thomsen, forseti þjóðpingsins, og J. C.
Christensen, forsætisráðherra; á eftir
ræðu hans (fyrir íslandi) var sungið
dansktkvæði eftir „—n“ (o:ræðumann
sjálfan) og söng hann þar hátt og snjalt
með sjálfur. Haraldur prinz mæiti
örfá þakkarorð fyrir ræðu þá er haldin
var fyrir skál konungsættarinnar (L. H.
Bj.) og þakkaði konungur einnig bá skál.
Eftir borðhaldið var kaffi drukkið í
loftherbergjum skólans. Sátu sumir
þar fram um miðnætti, en konungur
fór heim til síns bústaðar stundu fyrr.
Næsta dag (Miðkudaginn) ók kon-
ungur áidegis inn að Laugarnesi og
Kleppi.
Kl. 1 hafði hann nokkra menn í
morgunverðarboði hjá sér: forseta og
aðra embættismenn alþingis, höfund
Ijóðaflokksins er sunginn var í þing-
húsinu (Þorst. Gíslason ritstjóra) og
tónskáldið Svb. Sveinbjörnsson, heim-
boðsnefndina, helztu menn úr föruneyti
sínu og ýmsa fleiri.
Eftir það heimsótti konungur nokkra
menn hér í bænum.
Á miðaftni fór hann í heimboð til
Hafsteins ráðherra, en Ríkisþingsmenn
sátu samtímis boð hjá Alþingismönn-
um á Hótel Reykjavík.
Móttöku-kvæði
(sungið á bryggjunni, er konungur sté i land).
Kom heill í faðm vors fósturlands,
Vor fylkir kær!
Þér fagnar bygð ög fjallakrans,
Þér fagnar hjarta sérhvers manns.
Kom heill í skjóli skaparans,
vor Skjöldung kær!
I öðru sinni Islands snót
með ástarlotning kongi mót-
Nú hlær.
Svo liðu árin þrjátíu’ og þrjú
Frá þeirri stund,
Er hingað yfir hrannar-brú
Þinn hái faðir kom sem þú.
Á ný vér fylki fögnum nú
Á feginsstund.
In gamla öld nú fyrst er full,
En fegri rís með vonargull
I mund!
Því syngjum vér hvað sungum þá,
Vor sjóli hár I
„Velkominn yfir Islands sjá!"
Nú ómar blítt sú heillaspá,
Að frelsið rætist fróni á,
En fækki tár.
O, Friðrik jöfur, fagur er
sá friðinn boðar! Heill sé þér!
Gott ár!
Kvæðaflokkur
Sunginn í Alþingishúsinu.
Eftir
Þorsteln Gríslason.
(Lögin eftir Svb. Sveinbjörnsson).
I.
Velkominn hilmir af hafi!
Hingað kom enginn
kærari. Fólkið þér fagnar,
Friðrekur kongur!
Öll mælir þjóðin það einum Tóm:
xAlvaldur blessi þinn konungdóm!
Veikominn hilmir af hafi !«
Löng skilur lönd
leið. Yfir sund
hönd tengist hönd.
Heill stíg á grund
Friðrekur áttundi! Velkominn ver!
»Velkominn« hvervetna mætir þér hér.
Velkominn hilmir af hafi!
II.
Fjallkonan heiisar þér, fylkir hár,
og fagnar nú komu þinni.
Hún frægir í sögu sinni
þann heiður, sem trá þér hún hlaut í ár,
en hollvættir fluttu’ henni góðar spár
um þjóðar og konungs kynni.
Þú, konungur, lifir í minni.
Hún þakkar þá kveðju’ er hún fékk þér frá,
vor fylkir, er hófst þú til valda.
Það vill hún með vináttu gialda,
að jafnskjótt og hástólinn hófst þú á,
þú horfðir með vinarhug norður um sjá,
þótt fjarri’ hennar jökulfalda
feldi in skjálfandi alda.
Hún veit það og finnur: hér vantar margt
af viðhöfn konunga-sala.
En frítt er til fjalla-dala.
Vort sumar er stutt, en blátt og bjart,
og björgin og dalirnir eiga skart,
og fossa, er fagurt tala
og framtíðarvonir ala.
Og meðan þú dvelur, vor hilmir, hér
er hátíð um sæ og strindi.
Vér óskum alt leiki’ í lyndi:
vor bláasti himinn heilsi þér
og hlíðarnar brosi móti þér,
með sól yfir svölum tindi,
og sýni þér dalanna yndi.
III.
Það skilja svo breið og oft brimótt sund
bjargtanga Islands frá Sjálands grund.
En þó ei svo breið, að brú samt eigi
úr bróðurhug yfir þau leggja megi.
Og nútímans orðtak er: bræðrabönd
bindi þjóðir og tengi lönd.
Og hér mun auðvelt að hitta veginn,
ef hönd er rétt fram til þess báðumegin.
Með konungshug horfðir þú, hilmir, á það
haf, sem skiiur löndin þín að.
Þá kvaddi þig til þess konungslundin,
að kanna in breiðu, úfnu sundin.
Og sjálfur úr fylkingum fram gekst þú;
við fólkið þú sagðir: hér reisist brú!
En hörð er sú hvöt fyrir viljann að verki,
er veifað er framundan konungs-merki.
Og svo mun verða: hér byggist brú
af bræðrahugsun sem mæltir þú.
—Tilheiðrandiminnis um hilmivorngóða,
til hamingju’ og gagnsemi tveggja þjóða.
IV.
Dana gramur! heyr nú hljóma
hátt það mál er fyr um stála-
rimmur gall i gylfa höllum,
feir og rönd, á Norðurlöndum.
'á um harðar sennur sverða
sungin mörg á þessa tungu
drápan hefir á lofti lofi
lengi haldið fornra þengla.
Breytast tíðir, batna siðir,
brandar fastir í skeiðum standa,
sjálfur boðar fylkir fólki
friðarjól frá konungsstóli.
Rjúfast virki, ræktast merkur,
rétt og lög fá allar stéttir,
eignir tryggjast, borgir byggjast.
Biagur lofar frið og saga.
Lofar bragur, sanna sögur
sættir: Fornrar konga-ættar
faðir og sonur sitja, báðir
sjólar, á Gorms og Haralds stólum.
Góð er ættar-giftaog kraftur.
Göfgari þér, vor mildi jöfur,
hilmir aldrei hlaut frá skáldi
hróðrarlof f drápu ofið.
Faðir þinn, vor fylkir prúði,
fái lof, hinn giftu-hái,
ættarfaðir hárra harra
hálfrar vorðinn Norðurálfu.
Heillir fylgi ætt þinni’ allri,
öldum saman haldi’ hún völdum.
Dánum þengli séu sungin
sólarljóð af Snælands þjóðu.
Friðrekr kongur! iof þitt lifir
lengi’ á íslands hörpustrengjum.
Nafn þitt skal í söngum sungið,
sögu merkt og spökum lögum.
Hreptu jöfra hæstu giftu,
horski þengill. Rfktu lengi
sæll með drotning sænskrar ættar.
Sólarvaidur lengi’ ykkar aldur.
V.
Sóló ög kór.
Hugur fer suður um sjá.
Grundirnar fagrar og frjóvar,
fríðir og laufgrænir skógar
brosa þar beltunum hjá.
Inndælar eyjar og sund
fallast með ástum í faðma,
flóðaldan kyssir þar baðma.
— Ljúft er í Danmerkur lund!
Alt lýsir, bygðin og bær,
mentun og menningar-dáðum,
mannvitsins hygginda-ráðum,
— Hagsæld frá landinu hlær.
Kveðja fer suður um sjá.
Heilsan frá háfjalla tindum