Reykjavík - 02.08.1907, Blaðsíða 4
188
ftEYKJAVÍK
II. Erindisbrjef nefndarinnar,
Frederik hinn Attundi, af guðs
náð Danmerkur konungur, Vinda og
Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtseta-
landi, Stórmæri, Þjettmerski, Láen-
borg og Aldenborg.
Vora sjerlegu hylli!
Forsætisráðherra Vor og Islands-
ráðherra Vor hafa fyrir Oss flutt, að
það sje almenn ósk meðal alþingis-
manna og ríkisþingsmanna, að efnt
sje til nauðsynlegra undirbúnings-
starfa til nýrrar löggjafar um stjórn-
skipulega stöðu Islands í veldi Dana-
konungs, og höfum Vjer ákveðið að
láta taka málefni þetta til rækilegr-
ar íhugunar í nefnd, er skipuð sje
tilkvöddum alþingismönnum og rík-
isþingsmönnum.
Það er því vilji Vor, að þjereftir-
nefndu herrar og ríkisins góðu menn:
Herrajens Christian Christensen, stór-
kross af dannebrogsorðunni og danne-
brogsmaður, forsætisráðherra Vor,
varnarráðherra og þjóðþingismaður,
herra Hannes Þórður Hafstein, kom-
manndör af öðru stigi dannebrogs-
orðunnar og dannebrogsmaður, Is-
landsráðherra Vor og alþingismaður,
herra Niels Andersen, riddari danne-
brogsorðunnar og dannebrogsmaður,
etatsráð Vort og þjóðþingismaður,
herra Lárus H. Bjarnason, riddari
dannebrogsorðunnar, sýslumaður og
alþingismaður, herra August Her-
mann Ferdinand Carl Goos, kom-
mandör af I. stigi dannnbrogsorð-
unnar og dannebrogsmaður, geheime-
etatsráð Vort, aukadómari í hæsta-
rjetti, doktor í lögvísi og landsþing-
ismaður, herra Hans Nikolaj Han-
sen, stórkross af dannebrogsorðunni
og dannebrogsmaður, konferensráð
Vort og landsþingismaður, herrajens
Laurits Hansen, riddari dannebrogs-
orðunnar, málaflutningsmaður og lands-
þingismaður, herra Jóhannes Jóhann-
esson, sýslumaður og bæjarfógeti, al-
þingismaður, herra Niels Kristian Jo-
hansen, búgarðseigandi frá Ollerup,
landþingismaður, herra Steingrímur
Jónsson, sýslumaður og alþingismað-
ur, herra Peter Christian Knudsen,
ráðmaður og þjóðþingismaður, herra
Christopher Krabbe, riddari danne-
brogsorðunnar og dannebrogsmaður,
hjeraðsfógeti og þjóðþingismaður,
herra Niels Peter Madsen-Mygdal,
riddari dannebrogsorðunnar, ríkisend-
urskoðandi og landþingismaður, herra
Jón Magnússon, riddari dannebrogs-
orðunnar, skrifstofustjóri og alþingis-
maður, herra Henning Matzen, stór-
kross af dannebrogsorðunni og danne-
brogsmaður, háskólakennari, auka-
dómari í hæstarjetti, doktor í lögvísi
oglandþingismaður, herra NielsThom-
asius Neergaard, forstjóri og þjóð-
þingismaður, herra Anders Nielsen,
ríkisendurskoðandi og þjóðþingismað-
ur, herra Stefán Stefánsson, gagn-
fræðaskólakennari og alþingismaður,
herra Anders Thomsen, riddari danne-
brogsorðunn§r, fyrrum kennari, þjóð-
þingismaður og herra Skúli Thor-
oddsen, ritstjóri, fyrrum sýslumaður,
alþingismaður, hagið svo til, að þjer
sem allra fyrst komið saman í höfuð-
og aðseturborg Vorri, Kaupmanna-
höfn, óg setjist í nefndina, er þú,
herra Jens Christian Christensen, skalt
vera formaður í og þú, herra Hann-
es Þórður Hafstein, varaformaður, til
þess að rar.nsaka og ræða stjórn-
skipulega stöðu Islands í veldi Dana-
konungs, til þess að taka til íhugun-
ar, hverjar ráðstafanir löggjafarvöld-
in mundu eiga að gera til þess að
fá komið máli þessu í fullnægjandi
lag, og til þess, áður en ár er liðið
frá því þetta erindisbrjef er útgefið,
að láta oss f tje álit um málið ásamt
lagafrumvörpum, er til þess sjeu fall-
in, að lögð yrði fyrir alþingi og rík-
isþingið.
Sem þessum viljum Vjer veitayð-
ur heimild til þess að fá úr öllum
skjalasöfnum Vorum öll þau skjöl og
skilríki að Iáni, sem þjer kynnuð að
álíta nauðsynleg til þess að fram-
kvæma þetta erindi, sem yður er fal-
ið, svo og til þess að heimta þær
upplýsingar og önnur skýrteini, sem
þjer mættuð óska eftir, bæði beint
frá stjórnarráðum Vorum og frá öðr-
um stjórnarvöldum og embættismönn-
um, og loks til þess að kveðja tii
viðtals þá af embættismönnum Vor-
um, er þjer viljið, og aðra, er íúsir
mættu vera tii að ræða málið.
Þetta er vilji vor.
Felandi yður Guði.
Ritað í Reykjavík 30. jálí 1007.
Undir Vorri konunglegu
hendi og innsigli.
(L. S.).
J. C. Christensen. H. Hafstein.
Ný lög-.
Konungur staðfesti þessi þrenn lög
hjer 31. f. m., og öðluðust þau þá
þegar gildi samkvæmt ákvæðum þeirra.
Lögin eru þessi:
1. Lög um framlenging á gildi laga
um hækkun á aðflutningsgjaldi frá
29. júlí 1905, og skipun milliþinga-
nefndar.
1. gr. Hækkun sú á aðflutnings-
gjaldi, sem ákveðin er í lögum 29.
júlí 1905, skal haldast þangað til
annari skipan verður komið á skatta-
mál laHdsins, þó þannig, að inn-
heimtulaun skuli og greiða af gjald-
aukanum.
Verði gjald lagt á innlenda vindla-
gerð, bittergerð, brjóstsykurgerð eða
aðra vörugerð, þeirrar vöru, sem toll-
skyld er, skal það gjald hækkað að
sama skapi og aðflutningsgjald, með-
an lög þessi eru í gildi.
2. gr. Skipa skal 5 manna nefnd
milli þinga til þess, að endurskoða
skatt.alög landsins og sjerstaklega at-
huga,
1, hvort hentugra muni vera, að
þeir fastir skattar, sem nú eru,
huldist, með breytingum, er nauð-
synlegar kynnu að þykja, eða
að fasteignaskattur, er bæði hvíli
á jarðeignum til sveita og á
húsum og lóðum í kaupstöðum
og löggiltum kauptúnum, komi í
stað þeirra föstu skatta, sem nú
eru,
2, hvort fært muni vera, aðTiækka
aðflutningsgjald og útflutnings-
gjald frá því, sem nú er, eða
bæta við fleiri tollstofnum, eða
leiða í lög alment verslunargjald
svo og koma fram með frum-
vörp eða tillögur, er nefndinni
mætti ástæða til virðast.
3, hvort haganlegt muni vera að
breyta gildandi ákvæðum um
sveitagjöld og gjöld til prests og
kirkju.
3. gr. í nefndina tilnefnir sam-
einað alþingi 4 menn og stjórnar-
ráðið einn mann, og er sá formaður
nefndarinnar. Konungur skipar nefnd-
ina. Kostnaður við hana greiðist af
landsjóði. Nefndinni er heimilt að
taka sjer þá aðstoð, sem hún þarf
með, og telst það sem kostnaður við
nefndarstörfin. Öllum stjórnarvöldum
er skylt að láta nefndinni í tje þær
skýrslur og upplýsingar, er hún beið-
ist eptir.
4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar
í stað.
2. Lög um breyting á lögum nr.
10, 13. apríl 1894 um útflutnings-
gjald.
1. gr. Af hverri síldartunnu (108
—120 pt.), í hverjum umbúðum, sem
hún flytst, skal útflutningsgjald vera
50 aurar.
2. gr. Af útflutningsgjaldi því, sem
ákveðið er í 1 gr., skal greiða 10°/0
í Fiskiveiðasjóð íslands, og skal því
fje varið til eflingar síldarútveg inn-
lendra manna.
3. gr. Ákvæði nefndra laga í 1.
gr., 4. tölul., er hjer með numið úr
gildi.
4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar
í stað.
3. Lög um breyting á lögum 27.
sept. 1901 um fiskiveiðar hlutafjelaga
í landhelgi við ísland og á tilskipun
12. febr. 1872 um fiskiveiðar útlendra
við ísland.
1. gr. Brot gegn fyrirmælum laga
27. sept. 1901 um fiskiveiðar hluta-
fjelaga í landhelgi við ísland og 1. gr. í
tilskipun 12.febr. 1872 um fiskiveiðar
útlendra við ísland o. fl. varðar sekt-
um frá 200—2000 króna, er renna
í landsjóð; skulu öll veiðarfæri, svo
og ólögmætur eða óverkaður afli
skipsins, upptæk og andvirði þeirra
renna í landsjóð. Sje miklar sakir,
má ákveða, að allur afli innanborðs
skuli upptækur vera, og ennfremur
skulu þá og uppteknar umbúðir, ef
um síldafla er að ræða, sem búið er
að salta í tunnur. Leggja" má lög-
hald á skipið og selja það, að undan-
gengnu fjárnámi, til iúkningar sekt-
um og kostnaði.
2. gr. Hegningarákvæðin í 4. gr.
ofannefndra laga 27. sept. 1901 og
1. gr. í tilskipun 12. febr. 1872 skulu
úr gildi feld.
3. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg-
ar í stað.
Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins.
(„Austri“, „Frækonr', ,,Reykjavík“).
Kaupm.höfn, 29. Jídí.
Japanar ætla að umsteypa allri
hirðinni í Kórea og taka vopn öll af
her Kóreumanna.
Kcisaramót. Rúsakeisari og Þjóð-
verjakeisari ásamt utanríkisráðgjöfum
þeirra ætla að hittast á sjó fyrir utan
Danzig 4. Ágúst.
2. Agúst.
Dnnmörk. „Politiken" lætur á-
nægju í Ijósi yfir skipun sambands-
nefndarinnar.
Búsland. Keisarinn er lagður á
stað til móts við Þjóðverjakeisara.
írland. Þar eru nú verkföll mikil
og óeirðir inar alvarlegustu; hótað, að
alt lögregluliðið geri verkfall. Þangað
eru nú komnar 6 þúsundir hermanna,
og 6 herskip eru komin til Belfast.
6. Agúst.
Marokkó. Þar hefir nú hatrið til
útlendinga blossað upp á ný. í hafn-
arborginni Casablanca hafa margir
Norðurálfumenn verið myrtir. Frakk-
ar og Spánverjar búa nú lið til land-
göngu þar og senda þangað fleiri skip
en áður.
Kelsarafundurinn varð á Laugar-
daginn fyrir utan Swinemúnde. Segja
stjórnarblöð það verið hafa vinamót
að eins, en enginn pólitiskur tilgangur
því samfara.
Austurferðin
til Þingvalla, Geysis o. s. frv. hófst
héðan úr bænum á dagmálum. Kon-
ungur vildi heldur ríða, en aka, og ók
konungsvagninn tómur alla leið.
Húrrahrópum og fagnaði þarf hér
ekki að lýsa. En veðrið var ið inn-
dælasta alla leið til Þingvalla. Víða
var áð á leiðinni til hvíldar og hress-
ingar, en í Djúpadal (fyrir ofan Mið-
dal) var áð til matar. Var þar komið
hálfri stund fyrir hádegi.
Konungur kvaðst alls óþreyttur og
var inn kátasti. Þá er hann sá norður
af heiðinni yfir Þingvallavat.n, nam
hann staðar og undraðist mjög fegurð
landsins. Eins var er hann kom síðar
yfir Öxarárbrúna á gjárbarminum
eystri, þá bað hann menn st.aldra við
og þótti svipmikil sjón yfir að líta.
A vestri gjárbarmi, þar sem vegur-
inn liggur niður í Almannagjá, var
reistur bogi yfir veginn, skreyttur, en
efst á hann letrað þetta fáránlega letur
(stafrétt þannig):
Stigheil umfæti áhelgannvöll.
En þeir er skriftlærðir vóru vel, réðu
svo þær rúnir, að vera mundu eiga
orðin úr gamla konungskvæði Matth.:
„Stíg heilum fæti á helgan völl“.
Næsta morgun (Föstud. 2. Ágúst)
var þykkmikið veður, heldur hlýtt, en
úðaþoka, svo að vatnsúði settist á föt
oftast nær, og um hríð var smáregn-
úði. Sló það heldur deyíð á alt fjör
manna fram undir kvöldið, en þá gekk
átt til norðurs og þornaði til.
Konungi hafði verið reistur skáli
sérstakur -til íbúðar, en annar skáli
geisi-langur var reistur þar suður af;
var það veizlusalur, en með báðum
hliðum endilöngum vóru áfastar út-
byggingar flatþaktar og vóru svefn-
herbergi í, en innangengt í þau úr
salnum inni. Þar vóru Ríkisþingsmönn-
um rekkjur búnar. í salnum mötuð-
ust þingmenn beggja landanna saman,
en Alþingismenn sváfu í tjöldum.
Um morguninn árla taldi maður
tjöld öli á Yöllunum, í Gjánni og á
Þingvallatúni og umhverfinu. Yóru
þau 148, og var sem heill her hefði
slegið þar landtjöldum.
Hálfri stundu fyrir dagmál gekk
konungur og mannfjöldi mikill upp í
gjána að Öxarárfossi. Þar söng flokkur
söngmanna ýmis lög. Þaðan var geng-
ið til Lögréttu og þar lýsti Dr. Björn
Olsen fyrir mönnurn dómaskipuninni
fornu o. fl. Síðan var gengið á Þing-
vallatún og þaðan á „Lögberg“, sem
svo hefir kallað verið.
Stundu fyrir hádegi tóku flestir
dögurð.
Kl. 1 gekk flestalt fólkið til Lögbergs,
ins rétta Lögbergs á gjárbarminum
sunnan við þar sem gamli vegurinn
lá niður úr Almannagjá. Þar vóru
bekkir reistir og ræðustóll. Sat þar
konungur og þingmenn, en annað fólk
skipaði sér þar út í frá. Þar var
sungið kvæði séra Matth. Joch.: „Á
nýrri þúsund ára öld“ (sjá hór að
framan).
Þá hélt Hafstein ráðherra snjalla
ræðu á íslenzku og bauð konung vel-
kominn; en konungur svaraði aftur á
sína tungu, og talaði fyrir íslandi. Og
er hér stutt ágrip af ræðu þeirri:
„Stórhrifinn stend jeg á þessum
stað, sem er svo ríkur af endurminn-
ingum, eigi aðeins gömlum endur-
minningum, heldur einnig endurminn-
ingum um þúsundára-hátíðina, sem
minn elskaðifaðir var svohamingjusam-
ur að verahjer við staddur á þessum
sama degi fýrir 33 árum. Mjer er það
gleði að sjá, að minni hans er ógleym-
anlegt og í hávegum haft hjá minni
kæru íslensku þjóð. En bæði jeg og
systkini mín höfum tekið ást hans á
íslandi að erfðum. Það gleður mig að
sjá, hve margir af mínum kæru, ís-
lensku þegnum eru staddir hjer í dag, og
jeg læt í ljósi þá von, að með þess-
ari heimsókn hjá hinni kæru, íslensku
þjóð sje tengt það samband, er aldrei
megi slitna. Jeg gef yður loforð mitt
um að vernda stjórnarskrá yðar og
alt, sem yður er kært. Lifi ísland —
ekki einungis fortíðarinnar ísland,
heldur einnig nútímans ísland, sem
jeg vænti, að með samvinnu íslenskra
og danskra manna eigi blessunarríka
framtíð fyrir höndum. — Lifi ísland".