Reykjavík

Issue

Reykjavík - 21.01.1908, Page 3

Reykjavík - 21.01.1908, Page 3
R E Y K J A V I K 11 Sunlight Blautasápa oj? aörar vanalegar sápur skemma fötin, þessvegna nota allar hag- sýnar húsmæður ,,Sunlight” sápu, sem bætir þvottinn og gerir hann Sápa drifhvítann. Fyigið fyrirsögninni sem er á ollum Sunlight sápu unibúðum. lega háu verði í Canada, og flytur blaðið hvert bænarákallið af öðru til yfirvaldanna, um að skerast í leikinn, áður en vetur gangi í garð, og útvega almenningi eldsneyti með þolanlegu verði. Ekki getum vér ímyndað oss, að bæklingur þessi muni koma að tilætl- uðum notum. Eins og hann er úr garði gerður, ætt.i engum meðalgreind- um manni að vera ofætlun að sjá, í hvaða tilgangi hin góða og gjafmilda Canadastjórn sendir sínum kæru ís- lendingum þessa sendingu. Kafli úr bréff frá Akureyri l/3—’08. fenginn sjálfstæður málsvari. Það er ómögulegt að girða fyrir t.rúarnfsa með lögbundnu skipulagi trúarfélaga. Það eru miklu meiri líkur til, að löghelg- aður ójöfnuður milli trúarfélaga veki kala og öfundsýki hjá þeim, hverju til annars, en til hins, að fullkomið frelsi geri það. Lögbundinn jöfnuður er þvert á móti áreiðanlegasta meðalið til að sporna við öllum öfgum. Það er því miklu líklegra að lakari jarðvegur mundi verða fyrir trúarofsa og aðrar öfgar í lríkirkju en í þjóð- kirkjunni. Og rísi hann þar upp, mundi hann falla þar mikiu fyr. Hann mundi þar hjaðna fyrir eðlilegu afturslagi allra öfga. Fríkirkjan ætti engan stíflugarð fyrir hinni eðlilegu rás. En í þjóð- kirkjunni mundi ofsinn verða miklu torsóttari. Þar hefði hann fyrir fram- air sig löggarð valdsstjórnarinnar. Og að því er hina staðlegu hætti snertir, þá eru þeir að vísu nokkrir, en þó engan vegin ókleifir, enda ekki fremur til fyrirstöðu frjálsum félags- skap um trúarmál en um önnur al- menn málefni. Vér höfum um langan tíma haft kaupfélög, vér erum að eignast rjómabú og auk þess bólar á mörgum öðrum félagsskap. Þessum fólagsskap hafa staðlegir erflðleikar ekki hnekt að mun, og mundu þá væntanlega ekki heidur gjörhnekkja frjálsum félagsskap um trúarmál, enda minka þeir erfiðleikar ár frá ári eftir því sem vegum og öðrum sambands- tækjum fjölgar. Það verður þannig ekki séð, að nokkur „nauðsyn" sé á framhaldandi sambúð milli landsstjórnar og kirkju, heldur virðist þvert á móti vera kom- inn tími til að slíta henni sem fyrst eða að minsta kosti búa sig undir það. Minni hlutinn kemur þó ekki fram með neitt frumvarp til laga um það efni. Málið er lítt undirbúið enn. Og Það mundi fremur spilla en bæta fyrir framgangi þess, ef bornar væru fram ákveðnar tillögur um það, að svo vöxnu máli. Fyrst verður i hverju máli að koma sér niður á aðaidrátt- unum. Annars á málið á hættu að lenda i meiri eða minni glundroða. Og aðaldrsettirnir í augum minni hlut- ans eru þessir: Fullkominn aðskilnaður milii lands- stjórnar og þjóðkirkju. Fullkomið jafnræði milli allra trúar- félaga að öðru leyti en því, að verði stofnuð almenn frikirkja í landinu á IKIukkur, úr og úrfestar, j? BÖmuleiðis flull og silfurskraut- V gripi borgar sig bezt að kaupa á Q Laugavegi nr. 12. S Jóhann Á. Jónasson. 0 JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO evangelisk-lúterskum grundvelli, væri sanngjarnt, að fríkirkjan fengi andvirði þeirra fasteigna, er henni hingað til hafa verið eignaðar, sem veganesti. Sencliiig. Borist heflr nýlega hingað heim einn af þessum alræmdu lofdýrðarbækling- um um Vestur-Canada, sem Canada- stjórn heflr verið svo hugulsöm, að senda íslendingum, til þess að styrkja þá í trúnni, hve aumt og vesælt ís- land sé, en Canada mikil Paradís. Má vænta þess, að með vorinu verði bækl- ingi þessum dreyft út um landið, til þess að hvetja menn til vesturferða. Bæklingurinn er ekkert annað en tómt skjall og oflof um iandgæðin og dýrðina í Canada, að viðbættum vott- orðum frá ýmsum Islendingum þar vestra, sem stjórnin heflr að vanda látið smala saman. Ekki ætlum vér að fara að eyða rúmi i biaðinu til þess að skýra ná- kvæmlega frá innihaldi þessa ritsmíðis. Slík „verk“ dæma sig bezt sjálf. En meðal annars er þar langt og ein- kennilegt bréf frá einhverjum Ófeigi Sigurðssyni í Sólheimum, Alberta, sem hann segist hafa verið beðinn að skrifa, líklega af Canadastjórn, eða útsendara hennar. Það er sjálfsagt meira en lítill burgeis þessi herra Ófeigur, því hann segir svo, að hann hafi verið beðinn, að gefa skriflegt álit sitt á líf- inu í Vestur-Canada, og hvort hann sé því samþykkur, að heppilegt sé fyr- ir fólk vort á íslandi, að flytja vestur um haf. Herra Ófeigur sendir löndum sínum hér heima kæra kveðju, og óskar þeim allrar hamingju og blessunar, og lofar mjög ísland fyrir náttúrufegurðina. En ást mannsins til lands og þjóðar er þó þannig varið, að hann vill að vestur um haf flytji héðan allir þeir menn, sem eru duglegir og reglusamir, en heima sitji allir hinir, sem ekki eru gefnir fyrir vinnu, og eru stirðir til verka. Slík ættjarðarást er auðvitað samboðin slíkri bók, sem þessi er, og þeim sem að henni standa. Blöð og bréf að vestan í sumar og haust, láta afarilla af tiðarfari og at- vinnuleysi. Segja þau svo frá, að svo þúsundum skifti flýi menn nú þaðan austur um haf, sakir margs konar ó- árana, uppskerubrests, heyskorts, vinnu- leysis og dýrtíðar. Bankahrun hafa verið þar geysileg, og peningaþröngin því mikii. Gripir hafa verið þar í mjög lágu verði á siðastliðnu hausti, en bændur neyðst til að farga þeim vegna fóðurskorts. Eftir því sem bl. „Lög- berg“ segir, er eldiviður nú í óvana- »Tíðin er einlægt ágæt. Frábærar stillur oftast allan desember og óvana- lega lítil frost. Eftir veðurathugunum að dæma, er síðastl. desembermánuð- ur líklega einna hlýjasti mánuður liðna ársins. Daginn fyrir gamlaársdag var barist á „Hotel AIcureyri“ um vín- veitingaleyfi Vigfúsar til næstu 5 ára, ekki með hnúum og hnefum, heldur með atkvæðum. Af 169 greiddum at- kvæðum, voru 109 með gamla mann- inum, en 60 á móti, svo hann stóð með góðum sigri. í dag á að velja 4 gæðinga í bæjarstjórnina. Heyrzt hafa tilnefndir einir 8, sem menn vilja láta keppa um hnossið, en hverjir fyr- ir náðinni verða er óvíst, fyrri en þessi dagur er að kvöldi kominn1). — „Mjölnir“ var hér um jólin. Færði hann mörgum kol og atvinnu að ióla- gjöf. — „Eljan“ mun nú vera á Raufar- höfn. Heilsufar gott, eða ekki er um annað getið. Afli enginn, þó hefir að eins lítið eitt orðið vart við síld«. Axiweiil. I »Templar«, sem út kom 7. þ. m. er grein um vínsölubannsatkvæða- greiðslu í Bandaríkjunum. — í þessari grein er margt, sem er vel þess vert, að sé nákvæmlega athugað hér á landi, eins og sakir standa nú, þar sem aí- kvæðagreiðsla allrar þjóðarinnar um aðflutningsbann stendur fyrir dyrum. Er viðbúið, að kröftuglega verði »agi- terað« fyrir banninu af hálfu Templ- ara, svo að ekki er ólíklegt, að meiri hluti atkvæða fáist fyrir því. En á hinn bóginn er það nokkuð vafasamt, hvort það verður athugað sem skyldi af öllum þeim, sem greiða atkvæði fyrir banninu, hvort hinum góða til- gangi með slíku banni, sem sé útrým- ing víndrykkjunnar, í raun og veru verði náð með þessari aðferð, og hvort það, sem álitið er að vinnist í menn- ingu þjóðarinnar, tapist ekki margfald- lega aftur í lagabrotum og þar af leið- andi löstum, sem oftast virðast standa fyrir dyrum úti, þar sem lögbann er inni fyrir. Manneðlinu er nú einu sinni þannig varið, og hefir verið svo varið frá dögum Adams og Evu, að það sækist mest eftir því, sem því er mest varnað að ná. Eg óttast nefni- lega mjög mikið lagayfirtroðslur, vegna þess, hve siðspillandi þær eru, og stór- hættulegar sannri menningu hverrar þjóðar. Færi nú svo, sem mig grun- ar, að farið yrði ákaflega mikið í kringum lögin, þá verður sú afleið- ingin af bannlögunum eftir minni meiningu, að í staðinn fyrir útrýmingu lasta koma býtti á löstum, og er þá ') í 1. tbl. „Rvíkur“ þ. á. er sagt hverjir kosningu hlutu. vandséð, hvort slík kaup eru gerandi. Eg get því ekki verið mjög meðmæltur aðflutningsbanni að svo stöddu. En þar sem ég á hinn bóginn er einlæg- lega hlyntur því, að tilgangur Templ- ara og annara bindindisvina náist, en þó þannig, að eklci sé um leið lögð snara í veg sannrar siðmenningar, þá þótti mér mjög vænt um að sjá, í á- minstri grein í »Templar« bent á eina ráðið, sem ég hygg að verulegt og varanlegt gagn muni að verða, til út- rýmingar vínnautninni, en það er bind- indisuppeldi frá barnæsku. Segir blað- ið að vísindaleg bindindisfræðsla í öll- um alþýðuskólum Bandaríkjanna, sé nú þegar farin að bera bezta árangur. Ennfremur segir blaðið : „í hinum æðri skólum ríkjanna ryður bindindisfræðslan sér með ári hverju meira og meira tíl rúms. í 125 af þessum æðri skólum eru nú bindindisfélög með 48 þús- undum meðlima, og sýnir það Ijóslega, hversu álitlegur grundvöllur hér er lagður, til þess, að beina huga hinna uppvaxandi kjósenda og löggjafa í rétta átt, hvað viðvíkur bind- indismálinu“. Þarna álít ég að Bandaríkjamenn séu alveg á réttri leið til að ná tak- marki sínu, eyðingu víndrykkjunnar, og eigi sigurinn vísan, ef dyggilega verður haldið áfram góðri byrjun, sem ég hefi enga ástæðu til að efast um að verði. Enda tel ég alveg víst, að sá sigur, sem á þennan hátt er unn- inn yfir þjóðlesti og þjóðarböli, verði haldbetri og styrkari stoð sannrar menningar, heldur en sigur, sem unn- inn er í augnabliksofsa með fyrirmæl- um bannlaga. Mundi nú ekki vera vegur fyrir Templara, og aðra bindindisvini hér á landi, að beina starfsemi sinni og »agitation« gegn vínnautninni inn á þær brautir, sem hcr hefir verið bent á. að Bandaríkjamenn hafi gengið inn á, og farnast vel. Mundi það ekki verða þjóðfélagi voru öruggari grund- völlur að byggja á í bindindismálinu, og tryggara skilyrði fyrir góðum á- rangri, heldur en ströng bannlög, sem torvelt verður að gæta, að ekki verði meira og minna brotin. Bindindisvinur. Fundurinn í „Fram“ 19. þ. m. er fyrsti og einasti pólifíski viðburð- urinn á vetrinum. Lárus H. Bjarna- son lýsti þar lífsferli Þjóðræðisliðsins (Landvarnarliðsins). Félagsstjórnin hafði boðið öllum blaðamönnum og þing- mönnum liðsins og allri flokksstjórn Landvarnarliðsins (þjóðræðisliðsins). Björn Jónsson og Jón Jensson mættu ekki. En ritstjórar „Ingólfs" mættu þar báðir, Guðm. Hannesson héraðs- læknir, Bjarni Jónsson frá Vogi og fl. af því sauðahúsi. Auk þess mættu flestir hér búsettir þingmenn og fl. Fundarsalurinn var fullskipaður. Auk L. H. B. töluðu Guðm. Hann- esson, Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson, Ari Jónsson og Halldór Jónsson Það væri gaman og enda full þörf á, að skýra nánara frá fundinum, en af því að framsögumaður óskaði þess eða áskildi, að það yrði ekki gert, verður þar við að sitja. Það er þó óhætt að segja, a ð Heimastjórnarmerkið er nú aftur borið frarn. Danska tónskáldið J. Rasmussen er nýkominn hingað til bæjarins. Ætlar

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.