Reykjavík

Issue

Reykjavík - 04.02.1908, Page 1

Reykjavík - 04.02.1908, Page 1
1R ey k j a v> t k. IX,, 5 Útbreiddasta blað landsias. Upplap yfit’ 3QOO. Þriðjudag 4. Febrúar 1908 Askiifendur í bænum yfir iOGU. IX, 5 gS?" ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. “2BS III11III I IIII—IW lllll 11IIIMMII ■IIIIIIIHII IH < >flia 0<>' elílavélar selur Kristján Þorgrimsson. „REYKJAYÍK11 Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis fcr. 3,00—3 ah.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á. 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33‘/s°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafólagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Matinús B. Blöndal Lækjargötu 4. Talsími 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima Ivl. líi—1 og r» <» síOd. Ef einhver vanskil kunna að veröa á blaðinu, þegar það er borið úl um bœinn, eru þeir, sem fyrir þvi verða, beðnir að aðvara um það sem allra fyrst á skrifstofu blaðs- ins i Lœkjargötu Nr. 4. Talsími C51. Andstæðingablöð Heimastjórnarflokks- ins hafa árum saman úthrópað ráð- herrann og Heimastjórnarflokkinn fyrir föðurlandssvik og óhreinskilni, en hælt sér og sínu liði fyrir föðurlandsást og hreinskilni. Og þeim söng halda þau flestöll á- fram enn þá, hvort með sínu nefi, ýmist í ritstjórnargreinum eða fyrir munn aðfenginna spámanna. Einn af nýju spámönnunum er Guðm. héraðslæknir Hannesson. Hann veður nú vikulega fram á bæxl- unum, ýmist i „ísafold" eða „Ingólfi''. Heimastjórnarblöðin hafa alloftast farið að dæmi flokksins. Pau hafa fbeitzt fyrir plóginn, en látið blaða- systkinum sínum eftir að fara með -skvaldrið. Þau fara næiri um það, að þeinr mönnum, sem hafa átt því íáni að fagna að þykja vænt um eitthvað, lif- andi eða liðið, muni skiljast það, hvers vegna þau séu ekki alltaf að jóðla á því, sem þeim er hughaldnast um. Þau buast við, að athugulir menn sjái það af ýmsum atvikum. Viðfeldnast væri að fylgja upptekn- um hætti og láta sjálfshólið og brigzl- yrðin handan að, sem vind um eyrun þjóta. En af því að nýi spámaðurinn virð- ist hafa meiri ást á hljómmiklum á- lyktunarorðum en ábyggilegum rökum, leyfir „Reykjavík" sér að minna lækn- irinn á það eitt skifti fyrir öll, að Heimastjórnarflokkurinn hefir á fáum árum : flutt stjórnina inn í landið, sett stjórninni ábyrgðarlög, skapað henni innlendan dómstól, varið Landsbankann, reist lagaskólann, lækkað eftirlaun embættismanna, símbundið héruð landsins og landið við umheiminn, útvegað leiguliðum forkaupsrétt að ábýlum þeirra, heimilað almenna sölu að opinberum leigujörðum, stofnað geðveikrahæli, reist innlend ábyrgðarfólög, breytt kirkjulöggjöfinni til stórbóta, sett varnir við uppblæstri lands, bætt fyrirkomulag fræðsiumála, fengið Dani til vænlegs viðtals um sambandsmálin, tekið almennan kosningarrétt, al- mennan ellistyrk og fríkirkju- málið á dagskrá sína. Alt þetta hefir flokkurinn haft fram, margt eða flest fyrir ötula forgöngu stjórnarinnar og flest þrátt fyrir megna mótspyrnu mótftokksins. Heimastjórnarflokkurinn þykist því hafa ráð til þess að vera ekki orðsjúkur. Og enga ástæðu þykist hann heldur hafa til þess að roðna fyrir nafnið, enda hefir hann ekki tekið sér nýtt nafn með hverju nýju ári. „Fram“. Pundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8’/2 síðd. í Templara-húsinu. Kosningarréttur til sveitarstjórna i Danmörku. Fyrir nokkrum dögum flutti siminn þá fregn frá Danmörku, að samningar hefðu tekist milli vinstrimanna þar („umbótaflokksjns") og þess flokks í landsþinginu, sem nefnist „hinir frjáls- lyndu íhaldsmenn" („defrikonservative") um það, að rýmka kosningarrétt til sveitarstjórna. Fregnin er að ýmsu leyti merkileg og eftirtektaverð, eiunig fyrir oss íslendinga. Rýmkanin fer í þá átt, að eftirleiðis skuli allir, karlar og konur, sem hafa óflekkað mannorð og eru 25 ára að aldri, hafa jafnan rétt til kosn- inga í sveitarstjórnir („sognerád") eða bæjarstjórnir, ef þeir gjalda eitthvað til sveitarinnar og hafa dvalið þar minst 2 ár. Fellur hér burt tvískifting kjós- enda eftir efnahag, sem áður átti ser stað. Kosið verður til 4 ára í senn; að þeim liðnum fara allir fulltrúarnir frá, í einu, og eru þá kosnir nýir rnenn IV ýlenduvörudeildin: Excelcior Rafflö hefir þegar sýnt að það ber nafn með réttu Kaupendur hafa orðið aðnjótandi 500 króna virðis í vörum, fyrir að hafa keypt það. Allmargir kaupa það nú eingöngu, og sannar það bezt gæði þess. Við skorum fastlega á þá kaffi neytendur, sem virkilega þekkja gott kaffi þegar þeir smakka það, að reyna 1 pund af okkar velþekta EXCELCIOR kaffi. Verð í >0 aura. þessir hlutu verðlaun fyrir að Bazarnum: Ingism. Guðberi mest á Verðíaun Nr. 1. — Magnús Ölafsson. — - 2. — Jón Þorleifsson. — - 3. Þau börn, sem ennþá hafa ekki skilað miðum sínum óskum við að komi sem fyrst í Austurstræti 9. þar sem þau munu fá útborgað í peningum verð- laun af miðum sínum. í stað þeirra allra eða hinír gömlu endurkosnir, ef kosningar falla svo. Kosið er hlutfallskosningum. Aftur á móti verður kosningarrétturinn til amts- ráðanna að miklu leyti bundinn við tiltölulega hátt sveitarútsvar, þannig, að auðmenn eða hinir hærri gjaldendur ráða mestu um, hvernig amtsráðin verða skipuð. Þetta hafa hinir frjáls- lyndu íhaldsmenn áskilið, í þeirri von, að amtsráðin þannig skipuð muni geta hindrað framgang stórvægilegra bylt- inga í sveitarstjórnarmálum. Ýmsar skorður á og að reisa við því, að gjald- endum sé íþyngt um of. Svo er t. d. áskilið samþykki amtsráðs til þess að hækka sveitargjöld meira en um fjórð- ung frá því, sem þau voru við byrjun hvers 4‘ára kjörtímabils; ef amtsráðið neitar um samþykki sitt til hækkunar- innar, skal kjósa á ný til sveitarstjórn- ar þeirrar, er hlut á nð máli, og gengur þá hækkunin fram, ef hin nýkosna sveitarstjórn samþykkir hana. Eflaust verða lög þessa efnis sam- þykt á ríkisþinginu í vetur. I fólks- þinginu, neðri deildinni, ganga þau vafalaust fram, og í landsþinginu, efri deildinni, er talið víst. að stjórnarlið- um muni takast, að hafa þau fram með aðstoð hinna frjálslyndu íhalds- manna. Miklum mun ófrjálslyndari verða þó þessi lög í flestum greinum enn hin nýju bæjarstjórnarlög vor fyrir Reykja- vík og Hafnarfjörð. T. a. m. munu ekki giftar konur fá kosningarrétt hjá Dönum eins og hér; þar verður kosn- ingarrótturinn bundinn við 2 ára dvöl í sveitinni, hér við 1 árs. Hér eru ekki heldur amtsráðin til að halda i við sveitarstjórnirnar, og við kosningar til hreppsnefnda og sýslunefnda hafa allir jafnan rétt, sem eitthvað gjalda til sveitar. Yér Islendingar erum því talsvert á undan Dönum í þessu efni. Svar frá ,l)indindisvini‘ til hr. i). Östliind. I síðasta „Templar" er greinarstúfur til mín ftá hr. D. Östlund adventista. Á greinar(korn) þetta að vera svar gegn lítilli grein um bindindismálið, er ég sendi „Reykjavík" nýlega. Þessi grein hr. Östlunds er rituð með tals- verðum kala til mín, sem alstaðar nrá lesa milli línanna. Má það merkilegt heita, þar sem ég ritaði mjög hógvær- lega um alment mál, án þess að kasta hnútu til nokkurs manns, og átti ég mér þessa sízt von af hr. östlund — en hann um það, mór gerir það hvorki til né frá. Það eru að eins nokkur atriði í grein lir. Östlunds, sem ég vil taka til at- hugunar í línum þessum, og er þá fyrst þetta : Hr. Östlund segir að aðflutningsbann sé afleiðing af bindindisfræðslu, og segir að þá fræðslu hafi ísl. þjóðin fengið svo, að hún geti með skilningi og án

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.