Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 04.02.1908, Side 3

Reykjavík - 04.02.1908, Side 3
REYKJAVIK 19 fl flýtir þvottinum um fullann helming móts viö aðrar sápur. Hún er aöeins búin til úr hreinustu efnum. Fylgið fyrirsojíninni sem er á öllum Sunlight sápu umbúOum. Sápa nú staddur. Fer hann heimleiðis með „Geraldine" 6. þ. m. Hann heflr beðið þess getið hór í blaðinu, að hann sé að hitta í húsi Sigfúsar Eymundssonar hóksala. Fulínaftarpróf á læknaskólanum hafa nýlega tekrð þeir: Ólafur Þor- steinsson■ með 2. betri eink. (139V7st.) og Guðm. Þorsteinssou með 2. lakari eink. (752/3 st.). Yextir í íslandsbanka eru nú færðir niður í 7%, eins og þeir undanfarið hafa verið í Landsbankanum. Húshnmi varð i Keflavík 22. f. m. Var Það stórt hús með ibúð, bökunar- ofni og búð, sem brann, með flestu sem í því var. Húsið átti Helgi Ei- ríksson bakari, og hafði hann vátryggt hús og muni. Tvö næstu húsin skemd- ust talsvert við brunann, en varð bjarg- að með blautum seglum. Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur hefir lánað út 2662 hækur á tímabilinu 1. okt.—1. maí, fyrra ár en alls á félagið um 1100 biridi, flest islenzkar bækur. Félagið nýtur nú 300 kr. styrks árlega, er helmingur þess styrks af aimannafé, en hinn helmingurinn úr bæjarsjóði Reykjavík- ur. Annars hefir felagið átt fremur þröngt í búi. Lifað mest á fé sem komið hefir inn á tombólum og styrk góðra manna. Félagið er stofnað fyrir forgöngu þeirra Tryggva bankastj. Gunnarssonar og Þori. adj. Bjarnason, sem báðir hafa frá byrjun verið þess hjálparhellur. Aðvir beztir styrktarmenn þess hafa verið M. Stephensen landsh., Sk. Thor- oddsen ritstj. og Sig. Kristjánsson bók- sali. sem allir hafa gefið þvi hækur mjög rausnarlega. Félagið heldur opinni iestrarstofu hvern virkari dag 1. okt.—1. maí árl. Geta menn þar fengið að lesa blöð og bækur, og eins fengið bækur lánaðar heim. fetta felag er gott og gagnlegt, og ætti sem ílestir að styrkja það með því, að gerast meðlimir þess, og geta menn í því efni sriúið sér til adj. Þorl. Bjarnason á Laufásvegi. Látnir eru : Jón bóndi Jónsson á Vestri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi, merkur og vel metinn maður. Hann dó 18. f. m. á 77. aldursári. Stefán bóndi Erlendsson á Grásíðu í Kelduhverfi, sonur Erl. þingm. Gott- skálkssonar i Ási í Kelduhverfi, dó 22. f. m. Hann var vel metinn maður, gáfaður, smiður góður og vel að sér um margt. Þá er og dáin merkiskonan Hálldóra Jójisdóttir, kona Gísla Gíslasonar á Ásgautsstöðum. Hún var á 69. ald- ursári. Sjálfsmorð. Stúlka nokkur, Guð- björg Guðmundsdóttir úr Njarðvikum, drekkti sér frá geðveikrahælinu á Kleppi 24. þ. m. Stúlkan var um þritugt, hafði komið á geðveikrahælið í haust, og kvað oft hafa reynt til að fyrirfara sér. Eitthvað er ömurlegt til þess að hugsa, að þó geðveikrahæii þetta hafi enn ekki starfað nema rúmt missiri, hafa tvö sjálfsmorð verið framin þar af aumingjum þeim, sem þar er leitað hælis til gæzlu og lækningar. Bólu kvað hafa orðið vart bæðí í Brest á Frakklandi og Leith á Skot- landi. 1 Leith höfðu komið fram 12 tilfelli eftir að „Laura“ fór þaðan. Var „Laura" því sóttkvíuð fyrst í stað, en svo leyst úr sótthaldi er það vitnaðist, að ekki mundi standa hætta af Leith- sjúklingunum. Rúmlcga 100 ára gömul kona, Guðrún nokkur Antoníusdóttir, létzt ný- lega í Skagafirði. Hún átti 98 ár heima í sama hreppi, Akrahreppi, og hafði aldrei komið í kaupstað á æfi sinni. Hafði þó verið fróð um margt, og elzt svo vel, að hún hafði lesið gleraugna- laust fram til æfiloka. Höfuðbóliö Yiðey er nú sagt að sé seld miljónafélaginu danska A. T. Moller & Co. (P. J. Thorsteinsson, Thor Jensen o. fl.) fyrir 150,000 kr. Ö)1 áhöfn fylgir í kaupunum. Eggert Briem bóndi í Viðey keypti jörðina fyrir nokkrum árum fyrir 30,000 kr. Hefir hann þannig grætt laglegan skilding á sölunni. Þó mun mega draga nokkuð frá þeirri upphæð vegna þess, sem hann hefir lagt í byggingar og annan kostnað, síðan hann byijaði búskap Þar. Sagt er að Eggert Briem taki eyna á leigu hjá félaginu um næstu 2 ár. — Er þar fallið eitt af íslands elztu og mestu höfuðbólum, fyrir milj- ónunum erlendu, hversu mörg sem á eftir fara. Samskotunum handa ekkjum og börnum þeirra, er fórust í mannskaða- veðrinu mikla vorið 1906, er nú hætt. Alls hafa samskot þessi orðið 34,600 kr. Hefir verið útbýtt af þessu fé 30,400 kr., en 4,200 kr. lagt í Fiski- mannasjóð Kjalarnesþings. Er svo fyrir mælt, að grípa megi til þessa höfuðstóls, til að afstýra brýnustu vandræðum, ef stórfeldar slysfarir á sjó beri að höndum. — íslendingar í Ameríku eiga drjúgan þátt í því, hve samskot þessi hafa orðið mikil. Samsöng héldu i Báruhúsinu á sunnudagskvöldið var, fyrir fullu húsi, frökenarnar Kr. Hallgrímsson og Elín Matthiasdóttir, frú ElísabetÞorkelssonog Þórður lækrxir Pálsson. Öll leystu þau hlutverk sitt mjög vel af hendi. Karl Olgeirsson verzlunarstjóri „Edenborgar" á ísafirði og frú hans komu hingað með gufuskipinu „Norr- öna“ á miðvikudaginn var. Biða þau hér eftir „Ster)ing“. Látin er í Kaupnrannahöfn frú Malis Ásgeirsson, seinni kona Ásgeirs Ás- geirssonar etazráðs. Hún var dóttir Bahnsons hershöfðinga sem var her- málaráðgjafi í Danmörku 1884—1894. Bæjarstjórnarkosningin 24. þ. m. Örlitla athugasemd vil ég biðja „Reykjavik“ fyrir í tilefni af grein með þessari fyrirsögn í siðasta tbl. hennar. Þar segir svo, að af alþingiskjósendum hafi 471 verið Heimastjórnarmenn og 289 í Þjóðræðisflokknum. Þessar tölur fær höf. með því, að leggja saman atkvæðamagn C. D. og G. listanna. En það er ekld rétt. G-listann höfðn templarar, og meðmælendur og kjósendur þessa lista tilheyra báðum stjórnmálaflokkunum, og má þvi alls ekki telja þá með í yfirliti höfundarins öðruvísi en milli flokka. Sama má og segja um A-listann, meðmælendur hans eru af báðum flokkum. Yfirleitt er mjög óábyggileg skýrsla um flokkaskipun, sem bygð er á þessum kosningum, og sé hún gerð, á eigi síður að telja þá lista er ónýtir urðu en hina, en þeim sleppir höfundurinn. Reykjavík, 29. janúar 1908. Pétur Xophoníassou. * * * Athugas. ritslj. Yér höfum ekki viljað neita hr. P. Z. um rúm fyrir athugasemd hans, svo hófleg sem lmn er. En hvorugt nær nokkurri átt, hvorki að telja með ógildu atkvæðin, er um greidd atkvæði er að ræða, né heldur liitt, að telja kjósendur ákveðinna heimastjórnarmanna milli flokka fyrir það eitt, að þeir heyra til sérstökum félagsskap. Smsi'Ilii. Skrítin erfðaskrá. Til enska blaðs- ins „Dayly Telegraph" ersímað 13. f. m. frá New York : Maður að nafni Henry Sullyvan, vel efnaður borgari í New York í Banda- fylkjunum, hefir gert erfðaskrá sína. í henni ráðstafar hann likama sínum eftir sinn dag á þann hátt, að hann leggur fyrir þá, sem eiga að sjá um framkvæmd eriðaskrárinnar, að láta gera kringlótta hnappa úr beinunum, hálfan þumlung alt að heilum þumlung að þvermáli, ennfremur að láta súta skinnið eða hörundið á líkamanum og gera úr því skjóður; enn þá parta líkamans, sem hafa má í fiðlustrengi, á að nota í þess konar strengi, sem vanalega eru kallaðir „kattargarnir" („catgut" á ensku), og spenna þá á fiðlur. — Þá kemur svohljóðandi klausa í erfðaskránni: „Hérmeð gef ég mínunt elskulega vini og félaga James Hayce hnappana, Fjölnicnt samsæti er símað að norðan að hgfl verið haldið á Akureyri 1. þ. m., til minnrngar um stjórnar- bótina seinustu. Sátu það auk bæar- manna margir úr sveitunum i kring. O Klukkur. úr og úrfestar, § sömuleiðis gull og silfurskraut- O Qripj borgar sig bezt að kaupa á O Laugavegi nr. 12. q Jóhann Á. Jónnsson. OOOOOOO OOOOOOOOOOOO OOOOOOO fiðlustrengina og hið sútaða skinn, sem gert verður úr líki rnínu, sem áður er sagt, og bið hann að úthluta þessu eftir vild sinni til nánustu vina minna“. Svo er að sjá, sem arfleifandinn hafi ekki gert þessa erfðaskrá til að verða „víðfrægur af endemum", heldur af þeirri sannfæringu, að í likama manns- ins séu góð og nytsöm efni, sem ekki ættu að fara til ónýtis, heldur eigi að ánafna þau vinum sínum tii minja. Hann segist ekki trúa á þær greftr- unaraðferðir, sem tíðkast, þær séu heimskulegar, kostnaðarsamar og hættu- legar fyrir heilsu eftii'lifenda, og vonar, að margir muni fara að sinu dæmi. Sænskur greiti hefir verið fangels- aður fyrir stórþjófnað í bænum Kómó á Norður-Ítalíu. Greifinn hefir framið mörg innbrot, en þó einkum lagst á gesti, er verið hafa honum samtíða á gistihúsum. Meðal annara dýrgripa stal hann síðastl. sumar hálsbandi úr gimsteinum, er kostaði yfir 50,000 kr., því sta) hann af aðalskonu einni, er hann hafði umgengist, og sátu nokkrir menn í varðhaldi út af grun um þann stuld, þegar greifinn var handsamaður. Rnssland og Finnland. Rússneska stjórnin hefir )ýst því yfir, að liðsafn- aðurinn við landamæri Finnlands hafi að eins verið gerður til þess, að girða fyrir það, að rússneskir stjórnbyltinga- rnenn kæmu sér undan til Finnlands, og blósu þaðan að kolunum í Rúss- landi. En þó er geigur í mörgum, ekki sízt Finnum, því að bæði þykir rússneska sijórnin hafa verið staðin að tvöfeldni oftar en einu sinni, og svo er sagt, að hún ráði lítið við hirðina. Og það fólk kvað ekki láta sér ait fyrir brjósti brenna nú fremur en áður. Konungsmord. Sú fregn flaug her um bæinn í gær- kvöldi, eftir fregnmiða, sem „Austii“ hafði látið gefa hér út, að frá Lissabon hafi verið símað, að þegar konungs- hjónin ásamt krónprinsinum og prins Manuel óku i opnum vagni á laugar- dagskvöldið, skutu tveir menn mörg- um skotum á þau. Dó konungur strax og krónprinsinn litlu síðar, prins Manuel særðist lítið, en drottningu sakaði ekki. Morðingjarnir voru strax drepnir, og rnargir teknir fastir. Prins Manuel er tekinn við ríkisstjórninni. ^íiilha velkunnandi og þrifin, hraust og góðlynd, getur fengið góða vistog hátt kaup hér i bæ 14. maí. Ritstjóri tekur við tilboðum. Stórt feröakoffort óskast til kaups. Ritstjóri ávísar. Netakúlur o g netag-arn fæst í Thomsens Magasíni. 661 og samstxð ibúð fyrir fámenna fjölskyldu óskast frá 14. mai n. k. — Nákvætn tilboð, með til- greindri leigu-upphæð, sendist lokað á skrifstofu „Rvikur“, merkt: Bústaður 1908, fyrir 9. þ. m.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.