Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.02.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.02.1908, Blaðsíða 2
30 REYKJAVIK Telja má sjálfsagt, að háttvirt Stjörn- arráð Islands veiti -styrk nokkurn til farar þessarar, og hann eins ríflegan Og framast má verða, og mun þá reyn- ast auðvelt að fá það, er upp á kynni að vanta. Yeit ég það, af viðtali mínu við háttvirtan ráðherra, að hann er mjög hlyntur stefnu Ungmennafélag- anna — og eigi sízt því takmarki þeirra, að gera æskulýð vorn hraustan og stæitan við íþróttir. Má því vænta góðs eins af honum í því efni. Hér eiga allir góðir drengir og sannir íslendingar að ganga fram sem einn maður. Hverju nafni sem nefnast. Hér kemur engin flokkaskifting né skoðanamunur til greina. Að eins ls- land og sómi þessl Og hann viija allir góðir drengir, hverju nafni sem nefnast. Hægt verk ætti það að vera heilli þjóð, að skjóta saman 3—4000 kr. á skömmum tíma, ef viiji væri til. Gangi stjórn vor hér á undan, sem henni ber, er björninn unninn ! Ailir íslendingar eiga að leggja sinn skerf, hvað lítill sem hann er, og fá sinn skerf í þjóð- frægð og þjóðgleði þeirri, er leiða mun af för þessari! Og íslenzku glímurnar munu frægar verða um veröld víða! ull þjóðleg félög vor eiga að stofna til skemtana og styrkja fyrirtæki þetta. Blöð vor eiga að skora á menn að fylgja þessu fram af kappi og brýna fyrir alþýðu, hve mikilsvert það sé! Þá mun alt ganga vel og máli þessu verða ráðið til lykta á svo skömmum tíma, að undirbúning megi hefja í tæka tíð. Gefl það hamingja íslands, að vór getum nú sóð allar þær fögru afleið- ingar til æskuþroska, þjóðþrifa og þjóð- ræknisþroska, er hluttaka þessi mnndi hafa í för með sér! Sýnum nú, Islendingar, að œttjarðar- ást vor er meira en orðin tóm! Að vér berum þjóðheiður vorn fyrir brjósti! Allan styrk og styrk-loforð til þessa má senda til gjaldkera „U. M. F. í.“, hr. Árna Jóhannssonar biskupsskrifara í Rvík, eða þá til varaformanns Helga Valtýssonar í Hafnarfirði. Hafnarflrði, 17. jan. ’08. Helgi Valtýsson. * « « [Þessi grein er tekin úr „Lögréttu“ eftir ósk höfundarins]. Kaflar úr bréfum1) frá A. C. L., forstjóra sláturhúss ríkis- ins í E . ., til forstjóra H. Th. í Rvík. i. 26. sept. '07. .......Það gleður mig, að hr. Tómas Tómasson er orðinn yfirslátrari hjá ykk- ur. Bið eg yður að skila kveðju til hans frá okkur öllum hér. Sauðfjárslátrunin er nú byrjuð hér. Við sendum kroppana nýja til Lundúna. Hald- ið þér ekki, að félag ykkar gæti gert eitt- hvað í þá átt? Eg hygg að verzlunarhús okkar í Lundúnum .... gæti verið ykkur til liðs í því. Við höfum nú f nærri mannsaldur átt við kjötverzlun, og erum gagnkunnugir hin- um enska markaði.... 2. 30. okt. '07. Hefi veitt móttöku farmmiða yfir 55 tn. saltkjöts frá yður. Vona, að geta komið því í það verð, er þér stingið upp á, eink- um, er bæði kjötið og frágangur þess er af fyrstu tegund .... Skal eg gera allt hvað 1) Fyrir hönd „Sláturfélags Suðurlands", leyfi eg mér hér með að beina þeirri ósk til ritstjóra annara blaða, er styðja vilja vel- ferðarmál bænda, að þeir einnig taki grein þessa í blöð sín. Björn Bjarnarson. ÚRSMlBA-VINNUSTOFA. " Vönduð tlr og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. eg get til að koma kjötinu í gott verð, og býst við að geta það; því eg hefi ein- mitt viðskipti við þá menn um allt Jót- land, sem slíkrar vöru þurfa .... 3. 31. okt. I dag hef eg sent orð góðum kaupend- um um allt Jótland, til að fá sýnishorna- pantanir. Eg ætla mér yfir höfuð að vinna af alúð fyrir sláturhús yðar, og aug- lýsa það, eins og eg get bezt; því eg hefi mikinn áhuga fyrir málefninu .... 4. 6. nóv. .... Dilkakjötið líkar fólki bezt. Það selzt líka heldur betur en hitt. Eg hef sent 12 tn., sem sýnishorn, ýmsum áreið- anlegum kanpendum .... Vonast til að fá 72 kr. fynr dilkakjötið og 70 kr., eða nálægt því, fyrir sauðakjötið. I Khöfn er nú verð á venjul. ísl. kjöti 60, í mesta lagi 62 kr....... Hérmeð auglýsinga-klippingar úr blöð- unum hér í bæ og Jótlandspóstinum, því blaði, sem kemur til allra kaupmanna á Jótlandi .... 5. 9. nóv. Kjötið er gott og meðferðin hreinleg. . . . . Eg hef nú sent kjöt til [6 helztu borganna á Jótlandi], og með því kynn- ist það um allt Jótland. Eg vona, að um- boðsmenn yðar í Khöfn setji ekki niður verðið á kjöti frá sláturhúsi yðar; það mundi verða til mikils óhags .... — I gær bauð eg ritstjórunum og ýmsum öðr- um bæjarmönnum til morgunverðar upp á kjötið, og luku allir lofsorði á það .... 6. 18. nóv. . . . . Eg býst við að geta selt talsvert meira [í vetur] af samskonar kjöti; en ef þér hafið ekki meira aflögu nú, verð eg nð bíða næsta árs. Með tilliti til sölunnar hér í Danmörku, vildi eg mega vekja athygli yðar á því, að það væri mjög þýðingarmikið, ef maður gæti fengið alla smásalana á útsölustöð- unum til að hafa sama útsölu- v e r ð. Við það yrði salan vissari. Án efa hlýtui hið mikla upplag af ísl. kindakjöti, sem um þessar mundir er boðið á 60 kr. tn., að vera til mikils hnekkis fyrir söluna á kjöti frá sláturhús- inu .... 7. 7. des. .... Samkeppnin er nú afarmikil. Mik- ið af ísl. kjöti er nú selt. á 58—60 kr. tn., en í smásölu á 30 au. pd. (sjá meðfylgj- andi blaða-klippinga: [ 1) Fyrsta flokks (Prima) nýtt, ísl. kindakjöt, 30 au. pd. — Reykt læri 45 au. pd.-----. 2) Nýtt ísl. kindakjöt kom- ið og selst á 30—33 au. pd.J úr Khafn- arblöðum). Þetta er ákaflega skaðlegt; því allur almenningur hleypur eftir lægsta verðinu, og hyggur, að ísl. kjöt á 30 og 40 aura sé ein og sama vara. Eg vona, að þessir blaðaklippingar og bréf mín geti sannfært hluttakendur í sláturfélagi yðar, og öll þau hundruð bænda, sem utan við það standa, um, að þeir verði að nota sláturhúsið. Einungis með því móti er unnt að fá verðið hækk- að og auka tekjur framleiðendanna. Eg hefi fastákveðið, að á kjöti því frá yður, sem í gegnum mínar hendur gengur, sé verðið 40 au. / framhlutum, en 45 au. í apturhlutum (kroppanna í smásölu), og þetta verð gildir um allt Jótl. Með þessu móti getur maður gert sér von um að út- vega sláturhúsinu gott verð, og um leið glæðir það áhuga fyrir sölunni hjá útsölu- mönnunum, er eiga að úthluta kjötinu í smáviktum [hægra að veita þeim viðun- andi ágóða] . . . . Eg er fús að leggja yð- ur lið til að fá vöru yðar hækkaða f á- liti hér í Danm., og ef við vinnum sam- an í eindrægni, getur mikið áunnizt í þessu efni. 8. ' 20. des. .... Eg hefi fastlega ásett mér að gera allt, sem í mínu valdi stendur, til að koma verði kjötsins svo hátt, sem það í raun og veru á skilið. — Eg sendi yður hér með auglýsing, klippta úr Esbj.-Avis: [Allar húsmæður ættu að reyna fyrsta flokks kindakjöt frá hinu nýja sláturhúsi í Reykjavlk. Þar er slátrað á sama hátt eins og hér í Danm., og kjöt- ið jafnast fyllilega á við danskt kjöt. Fæst að eins hjá: [nefndir útsölu- mennn víðsvegar um Jótl.]. Frampart- ar 40 au., apturpartar 45 au. pundið]. Af henni getið þér séð, að útsölu- mennirnir hér hafa allir sama útsöluverð, og hefur það mikið að þýða. Eg hef selt 40 tn. af fyrstu sendingunni, og er verðið 74 kr. tunnan. Eitt er víst — það verðið þér að at- huga og gera kunnugt aðalfundi félags yð- ar og stjórn þess — að skilyrði fyrir því að framleiðendurnir á Islandi geti fengið gott verð fyrir kjöt sitt, er, að almenn- ingur þeirra, eða svo margir sem unnt er, gerist hiuthafar f sláturfélagi yðar. Það hefur valdið mér miklum óþægind- um, og eg hef fengið mörg bréf um það, að tunnan af ísl. kindakjöti fengist 14 til 16 kr. ódýrari annarstaðar, og mér hafa verið send sýnishorn af kjötinu — sem lítur allvel út —. Verzlunarhús eitt hér í bænum, sem eg skipti við, (A. N.), hef- ur fengið skriflegt tilboð frá bræðr. Levy í Khöfn, um fyrsta flokks (Prima) ísl. kinda- kjöt, frá sameignarsláturhúsi Norðurlands, á 62 kr. tn., hingað komið. Reynist þetta rétt, getur það komið okkur í mikinn vanda. Úr honum kann þó að mega greiða með því, að þér gætið þess að senda mér að eins allra bezta kjöt (absolut Prima Köd); því eg efast ekki um, að norðlenzku bændurnir fara að krefjast hærra verðs fyrir kjöt sitt, e- þeir verða þess varir, að þér getið feng- ið 12 kr. meira fyrir tunnuna. Með því þér minntust á Fjón, þá hef eg nú snúið mér til 3—4 stórra verzlunar- húsa í O. og S. og boðið þeim nokkrar tunnur, sem sýmshorn fyrir þetta tímabil, svo að við eigum hægara aðstöðu þai, er við byrjum aptur að ári. . . . Þér getið gert yður reikning fyrir að fá að minnsta kosti 70 kr. nettó heim [fyrir tn.]. Eg ætla að senda upphæðina í pen- ingum um miðjan janúar. Einnig mun eg senda yður fyrirfram borgun fyrir send- íng þá (35 tn.), er kemur um nýárið ...“. * :{c íf! Maður sá. er bréf þessi hefur ritað, hefur ekki haft önnur kynni af Islandi eða fslendingum — áður en forstjóri Sf. Sl. sneri sér til hans í sept. síðastl., fyrir tilvísun yfirslátrara vors — en þau, að yf- irslátrarinn, hr. T. T., lærði slátrun hjá honum, og að hann segist hafa hlotið þann heiður, að vera borðfélagi dr. B. Ólsens í þingmannaveizlu í Esbj., og rætt við hann (undir borðum?) um verzlunar- mál. Væri áhuginn hjá okkur ísl. bændunum, sem verið er að vinna fyrir, eins krapt- mikill og fjörugur fyrir þessu lífsskilyrðis- málefni okkar, eins og hann lýsir sér hjá þessum útlenda manni, — þá rynnum við hraðara skeið á framfarabrautinni en nú gerist. B. B. Innan bæjar og utan. Heimastjórnarfélaglð á Akureyri hólt samsæti 1. þ. m., eins og getið heflr verið um hér í blaðinu áður. Nálægt 30 heldri bændur úr sveitun- um voru þar viðstaddir og hafði fólag- ið boðið þeim ásamt fleirum. Daginn eftir samsætið héldu flestir bænda þess- ara fund með sór á Akureyri, til þess að ræða um þingmannakosningar í Eyjafjarðarsýslu næsta haust. Þeir urðu allir ásáttir um, að styðja til kosninga núverandi þingmenn sína, ráðherra H. Hafstein og Stefán bónda Stefánsson í Fagraskógi, og lofuðu að vinna að því hver í sinni sveit, að afla þeim fylgis. Þeir munu eiga von á landvarnar- kandídat norður þangað, Guðmundi lækni Hannessyni, sem þegar kvað vera farinn að leita hófanna hjá kjóseudum þar. — Aðferð eyfirzku bændanna ©r mannaleg og rétt. Þingkosningar og undirbúningur þeirra á ekki að vera neitt launungarmál, sem ekki megi ræða við kjósendur nema í pukurs- bréfum. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hór 20. þ. m. Þar gerðist þetta helzt. Asgeir kaupmaður Sigurðsson bauð bæjarstjórninni forkaupsrétt að þrem- ur erfðafestulöndum sinum, Helgastaða- bletti, Hraunprýðisióð og Bókbindara- velli fyrir 56676 kr. Bæjarstjórnin neitaði því boði, en verzlunarhúsiA Copland & Berrie Ltd. kaupir. Reykvíkingum stóð til boða, að tón- skáldið August Enna með hljóðfæra- leikaraflokk sinn, dveldi hér í sumar um hálfsmánaðartíma og lóti hér heyra danska samsöngva, gegn ókeypis sam- söngsal, samsöngshljóðfæri (flygel) og vist fyrir fiokkinn meðan hann dveldi hér. Því miður sá bæjarstjórnin sér ekki fært að taka þessu tilboði, eink- um vegna þess, að hún áleit að hér í bænum væri enginn nægilega stór sal- ur til fyrir þess konar samsöng. Bæjarstjórnin samþykkti að auglýsa til umsóknar borgarstjórastöðuna, og skulu umsóknir um það vera komnar til bæjarstjórnarinnar fyrir 1. maí næstkomandi. Þessar brunabótavirðingar samþykkti bæjarstjórnin: Húseign M. Blöndal Lækjargötu 6 A. 26671 kr. Bergsteins Magnússonar Hverfisgötu 34, 14460 kr. Ketils Þorsteinssonar Helgastöðum, 14232 kr., Guðrúnar Árnadóttir Braut- arholti 4001 kr. »Sterling« kom hingað af Vest- fjörðum á föstudaginn var. Skipið gat ekki komið við í Stykkishólmi á suð- urieiðinni vegna óveðurs. Farþegar voru Matth. verzlunarstj. Ólafsson í Haukadal og Björn Ólsen á Patreks- firði, báðir á leið til útlanda. Hing- að komu Sigfús Blöndal verzlunai- umb.m. i Rvík., Hans Andersen og íþróttamennirnir Jón Lyngdal og Ólaf- ur Kárason. „Sterling" fór til útlanda á sunnudaginn 23. þ. m. Með skip- inu fóru verzlunarumboðsmennirnir Garðar Gíslason, Gunnl. Þorsteinsson og Ph. Carstensen, ungfrú Pálína Ei- riksd. frá Ásólfsstöðum, Tómas Snorra- son kaupm. hér o. fl. Botnvörpuskipið „Jónforseti" kom hingað fyrir fáum dögum. Hafði ver- ið úti um viku^undan Jökli og fyrir Vestfjörðum. Aflaði um 14000 flska. J

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.