Reykjavík - 21.04.1908, Síða 1
1R cv fc \ a\> t k.
IX., 17
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 21. Apríl 1908
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
IX, 17
ALT FÆST í THOMSENS MAGASfNÍ. ""gaB
< >ÍSlíl Oj£>’ eldavélar selur Kristján Porgrimsson.
„SEYKJAYlK"
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlondia
kr. 3,00—3 sh.— 1 doll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/»0/0 bærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Beykjayíku.
Bitstjöri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Magnús B. Blöndal
Lækjargötu 4. Talsími 61.
Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima
á virkuin dögum
lcl. 12—1 og 4—5 síöd.
Ef einhver vanskil kunna
að verða d blaðinu, pegar það
er borið út um bœinn, eru
þeir, sem fgrir því verða,
beðnir að aðvara um það sem
allra fgrst áskrifstofu blaðs-
ink i Lœkfargötu Nr. 4.
Talísiíini 61.
Fólkseklan
og innflutningur Vestur-íslendinga.
[Niðurl.j. ----
Heppilegt mundi vera að hafa um-
boðsmaiín af íslands hálfu í Canada,
til þess að leiðbeina þeim er heirn
vildu flytja, og eins til að senda hing-
að heim skýrslur og tillögur er lyti
að innflutningunum. Sá maður ætti
að vera íslendingur, sem væri orðinn
vel kunnugur vestra, og eiga heima í
Winnipeg. Valið á þeim rnanni þarf
að vanda sem allra bezt, því undir
hans frammistöðu er svo mikið kornið
hvernig innflutningurinn tekst. íslend-
ingar vestan hafs munu vera misjafnir
engu síður en aðrir menn, og reynir
þá á samvizkusemi umboðsmannsins,
að útvega oss þá eina innflytjendur,
sem nokkurt mannkaup er í.
Þangað til það væri komið í kring,
að fenginn væri áreiðanlegur umboðs-
maður vestan hafs, væri sjálfsagt
heppilegt að senda mann héðan til
íslendingabygðanna í Canada. Sá maður
þyrfti helzt að vera vel kyntur í báð-
um löndunum. Hann þyrfti að vera
fær um að gefa Vestur-íslendingum
greinilegar skýrslur um framfarir hér
í búnaði, sjósókn og öðrum atvinnu-
vegum geta gjört glögga grein fyrir
afkomu manna hér eins og hún er nú,
og eins og álíta má að hún ætti að
geta verið, ef fyllilega og réttiiega
væri notuð þau gæði, sem land vort
hefir fram að bjóða. Það þyrfti að
vera maður, sem bæði hefði sjálfur
bjargfasta trú á landinu og kostum
þess, og um leið væri fær um að
koma þeirri trú inn hjá öðrum.
Þess hefir verið getið til, að þótt
eitthvað af Vestur-íslendingum fengist
til að flytja heim, mundu margir þeirra
ekki staðfestast hér, heldur fara hingað
að eins að gamni sínu og hverfa svo
vestur aftur, og þá máske með fleira
og færra fólk með sér. Þetta er ekki
óhugsandi, að fyrir gæti komið, og
þyrfti því að finna ráð til að afstýra
því, og teijum vér engan vafa á að
það mætti takast. Enda er þess að
gæta, að takist vel til með innflytj-
endurna, og allrar samvizkusemi sé
gætt af þeirra hálfu, sem innflutningana
annast, þá liggur þar í bezta trygg-
ingin fyrir því, að innflytjendurnir muni
ílengjast hér, en ekki fara að flytja
vestur í annað sinn.
Úað hefir oft áður komið til tals
að hleypa hér inn straum útlendinga,
t. d. Finna, Norðmanna o. fl., og það
mál hefir jafnvel komist inn á þingið.
Ennþá heflr samt lítið úr þessu orðið
í framkvæmdinni, nema hvað hingað
kom fyrir fáum árum hópur norskra
sjómanna, sem átti að stunda hér
flskveiðar með hórlendum mönnum á
íslenzkum fiskiskipum. Þessi tilraun
gafst afarilla og heflr ekki verið við
það átt síðan. Vér teljum og mjög
varasamt margra orsaka vegna að
fara að flytja mikið af útlendingum
hér inn. Þeim vinnukrafti fylgja
margir ókostir. Alt öðru máli er að
gegna um Vestur-íslendinga. Þá get-
um vér skoðað sem bræður vora, sem
farið hafa úr landi um stundarsakir,
til þess að kynna sér háttu annara
þjóða og afla sér ýmissar þekkingar,
er þeir svo eftir heimkomuna gjöra
þjóð sína og fósturjörð njótanda og
erflngja að.
Guðmmidur Hannesson enn.
Hr. Guðmundur Hannesson lækn-
ir hefir í 15. 11)1. »Ingólfs« ritað grein,
er hann nefnir »Árásir stjórnarblað-
anna og árangur þeirra«, og á hún
víst að vera svar upp á grein vora
í 13. tbl. »Reykjavíkur« þ. á.
Um áminstagrein Ingólfs er það að
segja, að mestur hluti hennar er þannig
lagaður, að vér sjáum litla ástæðu
til að svara henni. Þar erjöfnumhönd-
um ánægjuyfirtysing læknisins yfir
því, hve mikið lof og vinsældir hann
hafi getið sér fyrir pólitiska fram-
komu sína, og á hinn hóginn harma-
tölur lians yfir árásum þeim, er
Verzlunin ,Edinborg‘
Reykjavlk.
Hoífmamis-mótoriiin
er hinn vandaðisti og sterkasti Mótor, smíðaður ná-
kvæmlega sainkvæmt reynzlu síðustu ára og öllum
þörfum nútímans.
í stuttu máli sagt: Hoffmanns-niótorinn hefir
áreiðanlega alla þá kosti, sem liægt er að heimta af
fyrsta fiokks mótor.
Upjilvsingar gefnar í verzl. »E.I)IIBWK(m« í
Reykjavik.
hann hafi orðið að þola af stjórnar-
flokksmönnum, er hann á sínu
snyrtilega(l) máli líkir við geltandi
og urrandi rakka o. s. frv.
Um fyrra atriðið er ekki annað
að segja en það, að »sá hefir nóg,
er sér nægja lætur«, og ef hr. lækn-
irinn er ánægður með orðstír sinn,
sem pólitiskur rithöfundur, þá er
sízt ástæða til að rýra þá ánægju.
Um síðara atriðið má segja, að
mörgum mundi virðast, að hr. lækn-
irinn ætti eigi að nota orð eins og
»rakki« eða »seppi« um aðra menn,
því framkomu hans sjálfs í grcinþess-
ari virðist svipa töluvert til framkomu
illa vanins seppa, sem nýbúið er að
hirta, og hlaupið hefir ýlfrandi og
emjandi út í horn.
Eitt atriði er í grein þessari, sem
er þess vert, að gerðar séu dálitlar
athuganir við það. Hann segir, að
á ósannindum sínum um viðlaga-
sjóðinn standi svo, að hann hafi
notað orðið viðlagasjóður yfir fé, sem
grípa má til í viðlögum, handbært fé
landsins*). Og' svo segir hann, að
þegar þessa sé gætt, þá séu ummæli
hans sönn, því peningaforði lands-
ins hafi stórum þorrið á síðustu ár-
um*).
Það virðist nú í sjálfu sér vera
lítil ástæða til þess fyrir Guðmund
Hannesson, að reyna að gera sig
heimskari og þekkingarminni um
landsmál, en hann er í raun og veru,
því flestum mun þ}7kja það nóg. En
ef hann langar til að gera sig svo
lieimskan, að liann kunni ekki að
gjöra mismun á viðlagasjóði, sem
er afgangurinn af tekjum landsins
síðan það fékk tjárforræði, og pen-
ingaforða þess, þá skulum vér ekki
deila þar um við hann, heldur taka
þetta yfirklór hans gilt, og setja
»peningaforða« í stað »viðlagasjóðs«.
Þá má samkvæmt eiginni játning
hans fullyrða, að hann hafi viljandi
sagt fortakslaust, að »peningaforði
landsins sé nærfelt horfinn«, og
skulurn vér því mest lita á, hvernig
þetta kemur heim við sannleikann.
Samkvæmt landsreikningunum átti
landssjóður í árslok 1903 peninga-
íörða kr. 549469,81 og á hlaupa-
reikning í Landsbankanum 120000
kr„ samtals kr. 669469,81. í árs-
lok 1906 átti lrann peningaforða
alls kr. 549386,51. Á þessum þrem-
ur árum hefir peningaforði landsins
minkað um kr. 120083,30, eða tæp-
an fimtung, og á því tímabili lrafði
landið þó lagt út stórfé til framfara-
fyrirtækja, eins og ritsíma og talsima,
alla leið frá Seyðisfirði til Reykja-
víkur. Samkvæmt þessu er þá ó-
mótmælanlegt, að hr. Guðmundur
Hannesson hefir víssvitandi viljað
segja, að peningaforði landsins sé
»nærfelt horfinn« um sarna leyti
sem síðustu landsreikningar sýna,
að peningaforðinn er liðlega liálf
miljón króna.
*) Auðkent af oss.