Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 02.06.1908, Qupperneq 1

Reykjavík - 02.06.1908, Qupperneq 1
1R k | a\> t fo. IX, 23 IJtbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 2. Júní 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. IX, 23 S3T ALT FÆST í THOMSENS IVÍAGASfNl. T8 Oína o« eldavélar selur Kristján F'orgrimsson. ..REYKJAYlK" Árg. [minnst 60 tbl.] koatar innanlands 2 kr.; erlondis kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. .Túlí. EUa 3 kr. Auglgsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 33*/*°/o h»rra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnós 15. JBlöndal Þingholtsstræti 23. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virkum dögum kl. 12—1 ogf 4—5 sídd. Skrifstofa og afgreiðsla „Rvíkur“ er flutt í Þingholtsstræti Jfs 23. Sambanismálið. Eins og kunnugt er, urðu stöðulögin svokölluðu frá 2. janúar 1871 til án allrar íhlutunar frá alþingishálfu. Konungur og ríkisþingið þröngvaði þeim að þjóðinni, að alþingi fornspurðu. Lögin skildu 9 floJcka álinnlendra mála. úr álríkismálunum, sérmálin svo kölluðu. Seinna fékk stjórnar- skráin frá 5. janúar 1874 alþingi um- ráð yfir málum þessum í orði kveðnu. Lengra komust umráðin í reyndinni ekki fyr en heimastjórnin komst á. Þangað til var öllum stórmálum neitað um konungsstaðfestingu, þegar stjórn- inni bauð svo við að horfa. Hið ráðgefandi alþingi mótmælti að vísu stöðulögunum. En í framkvæmd- inni heflr þó alþingi og öll stjórnar- völd landsins bygt á þeim. Ofan á þetta ástand bætist, að Danir hafa talið sér heimilt að breyta stöðu- lögunum eftir eigin geðþótta eða af- nema þau alveg. Matzen ríkisréttar- kennari við Kaupmannahafnarháskóla segir þannig um lögin: „En auðvit- aðuj' hlutur er það, og því verður vei að halda föst.u, að starf hins íslenzka sérmálalöggjafarvalds er altaf og ein- göngu háð hinu almenna löggjafar- valdi konungsríkisins, svo sannarlega sem það vald sem sett hefir iögin getur breyt.t lögunum og felt þau úr gildi“. Þó að merkilegt megi það heita, að svo vöxnu máli, þá hefir stjórn- málabarátta íslendinga hingað til miklu meira snúist um fyrirkomulag hinnar innlendu stjórnar en um afstöðu land- anna, íslands og Danmerkur, hvors til annars. Alvarleg gangskör til þess, að tryggja °g bæta millilanda sambandið var i rauninui ekki gerð fyr en 1906, í utan- för þingmanna. Þá urðu báðir þing- flokkarnir eða allir 3 þingflokkarnir, sé Landvarnar-þingmaðurinn talinn sér, ásáttir um að fara fram á: að alþingi og ríkisþingið setti í sam- einingu ný lög í stað stöðulaganna. að hin væntanlegu sambandslög á- kvæðu sameiginlegu málin en ekki sér- málin, eins og stöðulögin gjöra. að íslands væri getið í heiti konungs. að í stað árgjaldsins úr ríkissjóði kæmi útborgun eitt skifti fyrir öll í hæfilegri upphæð, og að ráðherra íslands undirskrifaði framvegis skipunarbréf sitt. Jafnframt var því hreyft að flytja bæri dómsvald hæstaréttar til Islands, en um það voru þó skoðanir íslendinga skiftar. Loks fór einn þingmaður fram á það, að ráðherra íslands fengi að leita stað- festingu konungs utan ríkisráðsins. Lengra en þetta var ekki farið 1906. og þá þótti hr. Sk. Thoroddsen og „ ísafold “ þetta svo ixjikill fengur, að þau eignuðu sér allan árangur farar- innar. Blaðamannaávarpið 12. Nóv. 1906, sem svo mikið veður var gjört út af, heldur fram hinu sama. Það segir sbr. „ísafold“ 14. Nóv. og „Þjóðólf* 16. s. m., að „staða íslands gagnvart Danmerkurríki" eigi að vera þessi: „ísland skal vera frjálst sambands- land við Danmörk, og skal með sam- bandslögum, er ísland tekur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver mál- efni íslands hljóta eftir ástæðum lands- ins að vera sameiginleg mál þess og ríkisins. I öllum öðrum málum skulu íslendingar vera einráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konung í ríkisráði Dana“. Um þetta voru allir stjórnmálaflokk- ar ásáttir, nema hvað Heimastjórnar- flokkurinn hélt því fram, að ekki mætti leggja ríkisráðsspurninguna undir vald Dana, af því að hún væri sérmál eftir stjórnarbótinni frá 1903. „ísafold" og „Þjóðólfur" féllust á þetta, og gátu þess í næstu blöðum á eft.ir, að það hefði aldrei verið tilætlun blaðanna, að sambandslögin ákvæðu neitt við víkjandi ríkisráðinu. Nú er ekki að eins Blaðamanna- ávarpinu fullnægt, heldur stendur oss nú margfált meira til hoða, eftir frum- varpi millilandanefndarinnar. Og mætti því ætla, að þeir menn, sem beittust fyrir það, væru nú ánægðir. Svo kom Þingvallafundurinn 1907. Hann heimtaði, að ísland skyldi vera „frjálst land í lconungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yflr öllum sínum málum“. Jafnframt áskildi fundurinn, að landið fengi „sérstakan fána“, að „þegnréttur yor verði íslenzkur“ og að þeim sátt- mála, sem gjörður yrði, mætti segja upp af beggja hálfu. Ályktun þessi ber margan vott þess, að þeir, sem hana höfðu samið, báru ekki skyn á málið. Það sézt bæði á hinum sérstöku kröfum um fána og þegnrétt, og á kröfunni um óskertan rétt til uppsagnar á öllum sáttmálan- um. Fáninn og þegnrétturinn lágu í fyrstu kröfunni, og hitt alls kostar ó- hugsanlegt, að nokkur heilbrigður maður gengi að því, að segja mætti sáttmálanum upp og þar á meðal kon- ungi, á sama ári og sáttmálinn var gjörður eða hvenær sem verkast vildi, enda, slíkt fyrirkomulag gjörsamlega ó- þekt út um víða veröld. Frá þessum öfgum féllu feður ályktunarinnar líka undir eins og þeim var bent á þær. En hér skal ekki farið lengra út í þá sálma. Mergurinn í fundarályktun- inni var hinn sami og í málaleitan þingmanna í utanförinni og Blaða- mannaávarpinu: fult vald inn á við og jafnrétti út á við. Hvorutveggju þessu er fyllilega náð með frumvarpi millilandanefndarinnar, og skal nú sýnt fram á það um leið og farið er yflr frumvarpið grein fyrir grein. I. Eftir stöðulögunum er ísland „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum11. Eftir 1. gr. nefndar frumvarpsins verður það frjálst og sjálfstœtt land sem eigi má af liendi láta. Sambandið við Danmörku nær aðeins til konungs og þeirra mála, sem löndin hafa komið sér saman um með frjálsu samkomu- lagij Hér eftir verða ríkin tvö kon- ungsríkið Danmörk og konungsríkið IsJand: Sambandið milli landanna er því „ríkiasamband“ eins og komist er að orði í 1. gr. laganna, eða sam- band tveggja ríkja sbr. og forsendur frumvarpsins, þar sem landið er kail- að „sérstakt ríki jafn ‘rétthátt Dan- mörkuu eða á dönsku „Island er still- ed ved Siden af Danmark som en særlig Stat“. í þessu sambandi skal að eins mönn- um til skemtunar minnst á, að stúd- ent einn í Kphöfn og „ísafold" álitu orðið „uafhændeligt" (óframseljanlegt) mjög svo varúðaivert, það orðið sem einna bezt táknar, að Island sé sjálfs- eígnarland. En það mega þau eiga stúdentarnir og ísaf., að þau rendu andmælunum niður, þegar þau voru frædd um að sama orð var notað í Noi’sk-sænsku lögunum. II. Að 2. gr. frumv. sem lögleiðir fyrir ísland gildandi skipun um ríkis- erfðir m. m. hefir það verið fundið, að með því móti sé oss meinað að taka nokkurn tíma þátt í þarnefndum málum. En þetta er beinlínis rangt. í 2. gr. stendur: „Skipun sú, er gildir í Danmörku um ríkiserfðir, .... skal einnig gilda að því er til íslands kem- ur“. Það er aðeius sú wúgildandi skipun, sem lögleidd er, og gildi henn- ar, rétt konungs til ríkis o. s. frv., hefir jafnvel „ísafold" aldrei vefengt. Undir eins og Danir breyta núgildandi Yfirróttarmálaflutningsmaður Andr. Heyer, Aalesund. Simnefni: Heyer. skipun um þessi mál, eigum vér sam- kv. 4. gr. jafnan rétt og Danir til að gera nýja skipun hér að lútandi. Hér við bætist, að vér höfum aldrei síðan 1262 tekið þátt í þeim málum, er ræðir um í 2. gr: TTL Eftir 3. gr., eru sameiginlegu málin 8 alls, sem sé 1. Borðféð til konungsættarinnar. 2. Utanríkismál- efni. 3. Hervarnir. 4. Eftirlit með fiskiveiðum vorum. 5. Fæðingjarétt- ur. 6. Peningaslátta. 7. Hæstirétt- ur og 8. Kaupfáninn út á við. Það hefir verið tekið fram gagnvart 1. lið 3. gr., eða gjöldunum til kon- ungsættarinnar, að með því væri ný gjöld að raunalausu lögð á landið. Og þessu vopni verður vafalaust veifað framan í suma kjósendur að minsta kosti i laumi. Að þessu liggja fyrst þau svör, að Dönum er ekki hér um að kenna. íslendingar sóttu það állir jafn fast, að landið legði hlutfallslega fé á borð konungs og ættmenna hans, til þess að það kæmi enn betur fram, að hann væri engu síður konungur íslands en Damnerkur. Og hvað upp- hæðinni viðvíkur, þá fer hún naumast fram úr 16,000 kr. á ári. Nú er borð- fé konungs og ættmenna hans alls 1 miljón 155,200 kr. Árstekjur Danm. eru rúmar 88 milj. krónur, en árstekj- ur ísl. að lánsnpphæðinni fráskildri, fuilar 1 milj. 150 þús. kr. Og á móts við þessar 16000 kr. á ári jafnast það væntanlega, að sam- bandslögin áskilja Danmörku ekki á- framhald í hlutdeild í sektum og upp- teknu fé fyrir landhelgisbrot. En þetta hvorttveggja hefir þau 2 ár, 1906 og 1907 er það heflr goldist Danmörku numið að meðaltali á ári, rúmum 23,800 kr. Um 2. og 3. lið 3. gr. eða utan- ríkismálin og hervarnir, heldur Isafold því fram 27. f. m. að þau eigi að „nota til að halda oss í innlimunar- Jiafti, um aldur og ævi“. Nokkrum línum á undan kallar blaðið, hin óupp- segjanlegu mál, utanríkismál og her- varnir „mál sem taka ekkert til Is- lands, eða lítið sem ekkert. Hervarn- ir snerta það ekki hót“ segir blaðið og bætir við nokkru neðar: „Líkt má segja um utanríkismálin. Þau snerta ísland að öllum jafnaði nauða- lítið, sem ekki neitt". Önnur eins ósamkvæmni og þetta, er óræk sönnun fyrir því, að blaðið veit ekki hvað það fer með. Mál sem ekki snerta iandið eiga að innlima það. Blaðið heldur auðsjáanlega og féiag- ar þeir, sem elta það, að ekkert ríki sé sjálfstætt, nema það sé allskostar óbundið, eða geti gert alt sem því dettur í hug. En þá er ekkert sjálf- stætt ríki til. Því að öll ríki eru meira og minna bundin við samninga og gildandi lög. Eins og hver maður er bundinn sjálfgerðum samningum og settum lögum. Sjálfstœði þjóða og einstáklinga þýðir, að þjóðin eða ein&taklingurinn sje ekkl bundin ððrum böndum en

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.