Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.06.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 09.06.1908, Blaðsíða 2
94 REYKJAVIK kosið eftir gömlu ílokkaskiftinguimi í haust, heldur eftir því hvoru megin þingmannaefni skipa sér, með eða móti frumvarpinu. Ég hefi séð það gert að deiluefni í Akureyrarblöðunum, hvort heldur skuli endurkjósa núverandi þingmann Akur- eyrar Magnús kaupm. Kristjánsson eða hafna honum og kjósa Sigurð ritstjóra Hjörleifsson í hans stað. Ekki þurfa Akureyringar að hafna Magnúsi Kristjánssyni fyrir það, að hann hafi brugðist þeim vonum, sem stuðningsmenn hans höfðu um þing- mensku-hæfileika hans og framkomu hans á þinginu sem fulltrúi bæarins. Hann hefir einmitt sýnt það síðan hann kom á þing, að hann var rétti maður- inn, og bærinn hefir haft bæði gagn og sóma af þingmennsku hans. Magnús Kristjánsson er einn af allra nýtustu borgurum Akureyrar. Fædd- ur þar og uppalinn og gagnkunnugur hverjum manni þar og málefni. Hann hefir verið og er ótrauður starfsmaður að því, að gjöra fæðingarbæ sinn að því, sem hann nú er, fyrir margra hluta sakir fremstur íslenzkra bæa. Hann hefir því fylsta rétt til að njóta trausts samborgara sinna og vera full- trúi þeirra á þingi þjóðarinnar. Mig furðar mjög að heyra að Templ- arar á Akureyri skuli snúast móti Magnúsi Kristjánssyni. Hann hefir þó komið svo fram í þeirra garð á þingi, að það hefði heldur átt að afla hon- um fylgis þeirra en mótstöðu. Og þó hann máske sé ekki æstur aðflútn- ingsbannsmaður, mun hann þó vinna bindindismálinu eins mikið gagn innan þings og utan, eins og sumir þeir er hæst æpa um það mál. Ég get ekki séð að Akureyringar vinni nokkurn minsta hlut við að skifta um þingmann, þó þeir fengi Sigurð ritstjóra Hjörleifsson í Magnúsar stað. Að Sigurði alveg ólöstuðum, get ég ekki séð þá yfirburði hans, sem ætti að geta gjört þau skifti æskileg fyrir Akureyri. Þau kjördæmi sem hafa verið svo heppin, að fá afbragðs dug- lega og samvizkusama þingmenn, ættu ekki að vera að skifta — bara til að skifta. Það eru víst harðsnúnustu stjórnar- andstæðingamir á Akureyri, sem vilja koma Sigurði Hjörleifssyni að í stað Magnúsar. Þeir munu trúa Sigurði betur til þess að vinna að því happa- verki, sem þeir víst álíta það vera, að koma núverandi stjórn frá völdum. Éví með heill bæarfélagsins á Akureyri og hagsmuni þess fyrir augum, mun enginn kjósandi þar hafna Magnúsi og kjósa Sigurð. Ég skai engu spá um það hér, hvort stjórnarandstæðingum á Akureyri muni takast að fella Magnús Kristjánsson við næstu kosningar. En óg teldi það mjög illa og ómaklega farið ef þeim tækist það. Ég vona að Akureyringar hugsi sig vandlega um þá kosningu, og láti ekki blint flokksofstæki leiða sig til að hafna einum af sinum allra nýtustu samborgurum. M. B. Blöndál. „rram“. Fundur Fimtudaginn p. 11. p. m. kl. 8'/„ síðd. í Templara-húsinu. Umræðuefni: Sambandsmálið. Hér staddir sambandslaganefndarmenn boðnir. BopalÉri l þ. m, sem Björn Jónsson hafði hóað saman af því, að honum tókst ekki að eyða Bárufundinum kvöldið áður, hvorki með hviksögunni um að breytt væri til um fundarstað eða með hótuninni um að ganga af fundi, varð merkari en við var búizt. Og það var að þakka ræðu Kristjáns Jónssonar háyfirdömara, en þó sér- stakiega niðurlagsorðunum í ræðu Stefáns Stefánssonar kennara. Það hafði víst enginn búizt við því, að — ■ háyfirdómarinn færi yfir höfuð að tala, sízt á móti frumvarpi nefnd- arinnar, og allra sízt bjuggust við því þeir, sem vissu, að hann hafði fyrir nokkrum dögum gengist fyrir því, að nefndinni var fagnað með samsæti og 2 dögum áður ásamt hinum forstöðu- mönnunum símritað konungi fögnuð manna yfir nefndinni, enda hefir hann fundið til þessa sjálfur, því eftir því sem „ísafold" segir frá ræðu hans hefir hann talað þar „móti tilfinning- um (sínum) mínum að ýmsu leyti“. En allir hefðu mátt búazt við því, að ræða hans hefði orðið veigameiri, úr því að hann á annað borð fór af stað. Hr. Kr. J. hnýtur fyrst um það, að nefndarmenn skuli kalla frumvarp sitt uppkast til „laga“ í stað uppkast til samnings, af því, segir hann, að „lög má altaf nema úr gildi, en samning ekki“. Það er eins og hann haldi að strax megi nema sambandslögin úr gildi, ef frumvarpið verður að lögum. — En nú stendur með berum orðum í frv., að ekki verði haggað við lög- unum fyrstu 25 árin, svo að hér þarf ekkert slíkt að óttast. Og hr. Kr. J. gleymir fyrst og fremst þvi, að „lögin" eru ekkert annað en samningur. Bæði stendur það berum orðum í 1. gr., og svo sézt það ljós- lega á rétti hvors landsins um sig til endurskoðunar og uppsagnar, að hér er um samning að ræða, en ekki lög í venjulegum skilningi. — í þriðja lagi er laust við það, að það sé nokk- urt einsdæmi að sambandi sjálfstæðra ríkja sé skipað með „lögum", þvi að svo er um Austurríki og Ungverjaland og þýzka ríkið, enda segir hinn merki ríkisréttarhöfundur Jellenik, að sam- bandssamningur milli þjóða geti komið fram í lagagerfi. — Sambandinu milli Noregs og Svíþjóðar var að vísu skipað með „Akt“ (Gjörðir), en það er líka einsdæmi. Éá finnur hr. Kr. J. að því, að ísl. textinn hefir „veldi Danakonungs" um „det samlede danske- Rige“ og bætir við: „Mér er ókunnugt um, að nokk- urt löggjafarvald geti ákveðið, að tvö allsendis ólík hugtök skuli merkja hið sama“. — Um þessi orðatiltæki er talað á öðrum stað hér í blaðinu. Hér skal þvi að eins bætt við, að háyfirdómarinn hlýtur að þekkja mörg dæmi upp á „antentiska“ lögskýring svokallaða, en það er sú skýring, sem löggjafarvaldið leggur í ákveðin orð. Það er enda dæmi til þess í ís). löggjöf, að laga- þýðing skuli vera jafnrótthá ef ekki rétthærri en textinn. Eftir 2. gr. laga 18. Sept. 1891 byggir hæstiréttur dóma sína á hinni dönsku þýðingu laganna. Hr. Kr. J. segir, að danska orðið „uafhændeligt“ um ísland í 1. gr. frumvarpsins, sem í ísl. textanum er kallað að eigi megi af hendi láta, hafi „móðgað“ sig, og segir það tekið úr norsku grundvallarlögunum frá 1814. Það er rétt, að það standi í norsku grundvallarlögunum, en háyfirdómarinn getur þess ekki að það stendur lika í ríkjasamningnum milli Noregs og Sví- þjóðar frá 1815. — En hvað sem því líður, þá er það blátt áfram óskiljan- legt, að nokkur skynsamur maður skuli amast við þessu orði, því orðinu, sem öllum íslendingum ætti að þykja einna vænst um, af því að það trgggir ís- lendingum sjálfseignarrétt yfir landi þeirra um aldur og æfi. Þá segist hr. Kr. J. hafa fengið ýmigust á frv. þegar hann hafi lesið 2. gr. eða ákvæðið um, að skipun sú er gildir í Danmörku „um ríkiserfðir" m. m. skuli einnig gilda á íslandi. Hann skilur þetta svo, sem að í grein- inni standi: „Skipun sú er nú gildir og seinna gildir “. En það stendur þar ekki, og þvi er ýmigustur hans ástæðu- laus. Þar stendur „gildir", og á því að eins við það fyrirkomulag sem nú er. Það væri hægðarleikur að skýra lög, ef maður mætti bœta inn í þau orðum og fella úr þeim orð, eftir því sem á stæði. En það er og verður altaf óleyfilegt. Loks finnur hr. Kr. J. að því, að nefndarmenn hafi „lögfest" utanríkis- mál og hervarnir undir yfirráð Dana „um aldur og æfi“. Fyrri parturinn af þessarikenningu, lögfestingin, er sönn, en seinni parturinn er beinlinis rangur, sá parturinn sem máli skiftir. — Það er svo langt frá því, að nokkuð sé að því að finna, að vór lögfestum þ. e. felum Dönum með íslenzkum lögum að fara með þessi mál, að í því út af fyrir sig, þó að ekkert væri annað, liggur viðurkenning af Dana hálfu fgrir því, að vér höfum einnig umráð gfir mát- um þessum. Það er um þessa „lögfest,- ing“ einsogumhina svokölluðu „lögfest- ingu“ ríkisráðsins 1903. Það er nú viðurkent af útlendum og innlendum lögfræðingum, að hún sé bezta sönn- un fyrir ógildi grundvallarlaganna hér. Og það er svo langt frá því, að þessi mál séu lögð undir Dani um aldur og æfi, að íslendingum er áskilinn heinn réttur til að heimta endurskoðun á béraðlútandi ákvæði eins og á öðrum ákvæðum frumvarpsins. Jafnframt má geta þess, að uppsögn er oft ekki á- skilin á samningum og þó álitið að segja megi samningnum upp. Annars er það hálfbroslegt, að gjöra veður af þessum tveimur málum, þar sem hver maður verður að viðurkenna, að vér erum allra hluta vegna ófærir að fara með þessi mál um ófyrirsjáan- lega langan tíma, eigum t. a. m. hvorki nokkurt skip nó nokkra fallbyssu, að Danir fara með þau úllátalaust að öllu leyti fgrir oss, og að samþykki Dana væri ekki nægilegt til þess að vér fær- um með þau, heldur þyrfti til þess viðurkenningu annara ríkja, sem vafa- laust ekki fengist nú, ef vér neituðum jafngóðum samningi og skildum við Dani. Og játun fyrir hernaðarhlutleysi getum vér heldnr ekki fengið, sam- kvæmt gildandi þjóðaiétti, fyr en vór höfum komið oss upp hæfilegum her, er sýni, að vór viljum verja land vort eftir föngum og innan gildandi reglna um hlutleysi. Ræða hr. Kr. J. mun hafa komið flestum á óvart, svo eftirtektaverð var hún. En l&ngmerkilegasta fundargjörðin var þó niðurlag ræðu hr. Stefáns Stef- ánssonar og þess vegna þegir líklega „blaðtengslið" (sbr. ríkistengsla þjóð) „ísafold" og „Þjóðólfur" um það. Hr. St. St. sagði, að það vœri svo langt frá þvi, að hann og hr. Jóhannes Jóhannesson hefðu svikið sína flokks- menn, að flokksmenn sínir hefðu þvert á móti svikið þá J. J. Þeir J. J. hefðu ekki gjört annað en það sem þeim hefði verið falið meö skrif- legn nmboði, og það umboð sagð- ist hann hafa í vasanum. Við þetta varð steinhljóð í herbúðum ísafoldar & Comp. og umræðunum slitið að vörmu spori eftir að Guðm. Hannesson hafði sagt örfá orð, en þó ekki þorað að mótmæla þessu. Svona fara keipabörnin að, fleygja því frá sér í dag sem þau heimtuðu. í gær með óhljóðum og ofsa. Hvað segja útlend blöð um frumvarp millilandanefndarinnar ? Grein sú er hér fer á eftir er laus- lega þýdd úr dönsku blaði. Hún sýnir Ijóslega hvernig margir Danir líta á sambandsmálið, og hvers vér mundum mega vænta, ef sambandslaga-frum- varpið verður ónýtt, eða ef farið verður að káka við breytingar á því, sem er sama sem að drepa það. Greinin er þannig: „Konungsríkið ísland ! Danskt fglki gjört að konungsrikis- afskrœmi. Það er fyrirskipaður iögnuður yfir frum- varpi íslenzku nefndarinnar! Vér getum elcki tekið undir það. Vér getum ekki glaðst yfir því, að sigrað hafa uppreistarkröfur danskra ríkisþegna í hinu danska fylki íslandi. Verði frumvarpið að lögum minkar Danmörk um 100,000 □ kílómetra og íbúarnir fækka um 80,000. Vér getum ekki séð að þetta sé nokkurt fagnaðarefni. Oss finst eðlilegust og æskilegust^ fyrir Dani sú tilhögun á sambandinu við ísland, að ísland sé stjórnarfarslega sett við hlið Præstöamts, að í stað Alþingis komi amts- ráð og að íslendingar sendi 10 fólksþingis- menn og 4 —5 landsþingismenn á rikisþingið. Oss virðist það vera hreinasta fjarstæða, að land sem heflr l/t færri íbúa en Præstö- amt skuli heimta að verða ríki — verða konungsríki. — Þó til séu á íslandi laglegar bókmentir, ýmislegt sé þar sérkennilegt vegna loftslags og fjarlægðar frá öðrum löndum og þar sé töluð málýzka, sem er talsvert frábrugðin norðurlandamálunum, þá er það ekki sama sem helgur réttur til að vera þjóð og ríki. Það eru sérvizku dutl- ungar, sem hefði áj£ að vera búið að upp- ræta fyrir löngu síðan. Jótar gætu líka, engu siður en íslendingar, farið að halda fram sínum sérkennum. En ef okkar józku landar færu að verða eins háværir, heimtuðn józkan fána, józkan konung og józkt ríkis- þing, þá mundum vér áhyggjufullir spyrja eftir líðan þeirra — hvort þeir væri heil- brigðir. Það stendur í nefndarálitinu, að þegar frá Dana hálfu er gengið að því, að setja ísland við hlið Danmerkur sem sérstakt, sjálfstætt, frjálst og óháð riki, þá sé þetta „ekki bygt á neinni viðurkenningu Dana á þeim sögu- legu og ríkisréttarlegu skoðunum, sem fram eru bornar af hálfu íslendinga, en að eins á einlægri löngun til að verða vel við kröf- um íslendinga um þjóðlegt og stjórnarfars- legt sjálístæði, og með þessum votti um virðingu hinnar dönsku þjóðar fyrir öllum þjóðerniskröfum, að fyrirbyggja á íslandi A

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.