Reykjavík - 23.06.1908, Blaðsíða 1
1R e$ k j a\> t fc.
IX, 26
Útbreiddasta blað landsins.
Upplaq yfir 3000.
Þriðjudag 23, Júní 1908
Áskrifendur í b æ n u m
yfii* 1000.
IX, 26
ALT FÆST í THOMSENS MAGASfNÍ.
< >íiim og; eldavélar selur Kristján Þorgrimsson.
..REYKJAVlK"
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
5. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/aw/o hærra. —
4fsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritgtjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Magnós JB. Blöndal
Pingholtsstræti 23. Talsimi 61.
ísafoldar-samkvæmni,
27. f. m. segir blaðið um hervarn•
irnar og utanríkismálin í ritstjórnar-
grein, sem heitir: Sameiginleg inál —
dönsk mál,
„Það eru aldönsk mál, sem taka
ekkert iil íslands eða lítið sem ekkert.
Hervarnirnar snerta það ekki hót.
Þær koma hvergi nærri Islandi . . . .
Líkt má segja um utanríkismáiin. Þau
snerta Island að öllum jafnaði nauða-
lítið sem ekki neitt".
13. þ. m. eru mál þessi orðin að
íslenzkum stórmálum. Ritstjórinn
segir þá í grein um hr. Jóh. Jóhann-
esson og hr. Stef. Stefánsson, sem
heitir: Hvernig þeir fóru með um-
boðið,
„Störmálin tvö, sem mest veltur á,
utanríkismál og hervarnir, máttu þeir
fela Dönum að fara með fyrir íslands
hönd meðan um semur . . . .“
Þetta er svo sem ekkert nýtt um
„ísafold,,. Svona hefir hún tekið í
hvert mál síðan Heimastjórnarflokkur-
inn varð í meiri hluta.
Hafi henni orðið á, að taka
rótt í eitthvert mál, þá hefir hún óð-
ara troðið þær undartektir sinar und-
ir fótum.
Hérna eru dæmin af undirtektum
hennar undir ýms lands mál.
Stjórnarbótarmálið.
í 41. tölubl. XXIX árg., sem út
kom 2. Júlí 1902, ræður „ísafoid"
eindregið til að samþykkja frumvarpið
til stjórnarbótalaganna frá 1903 óbreytt
að öllu leyti. Greinin heitir:
Eins og það er,
og er ritstjórnargrein.
Þar segir meðal annars; „Eins og
það er. Það eru orð sem taka af öll
tvimæli. Og það er ekki annað en
það, sem þjóðin tekur undir líka alt
að því i einu hljóði. Á því er eng-
inn vafi ... Ef nokkur fyrirstaða
verður á þingi að fá þetta frv. sam-
þykkt óbreytt og orðalaust meira að
segja, þá kemur hún frá þeim sem
enga stjórnarbót viija hafa og öðrum
ekki . . . stækustu afturhaldsmönn-
um, sem aldrei hefir verið alvara um
neina stjórnarbót, en látið svona öðru
hvoru hklega við henni til málamynda,
og til þess að fá heldur meiri hluta
fyrir banvænum fleygum við hana“.
Þetta sagði „ísaf.“ um það leyti,
sem aukaþingið kom saman 1902.
Þegar eftir þingsetningu varð það
bert, að frumv. mundi reiða vel af.
En þá sneri „ísaf.“ líka við blaðinu.
Pyrst vakti hún upp drauga móti
frumv., sem hún kallaði „Hávarð
höggvanda" og „Atla hinn ramrna",
sbr. greinirnar: „Einnar miljónar upp-
gjöf og ríkisráðslögfestingin" í 47.
tölubl., sem út kom 30. Júlí samæris
og „Lögfestingin" í 48. tölublaði frá
2. Ágúst s. á.
Síðan hratt hún Einari Benedikts-
syni og fleirum á stað, til að halda
borgarafundinn alræmda 11. ágúst, en
þóttist eðlilega hvergi nærri koma.
Og síðan hefir hún látlaust reynt
að teija mönnum trú um að Heima-
stjórnarfyrirkomulagið væri hið versta
glapræði og enda lúaleg landráð.
Hitsíminn.
Um hann sagði „Isaf.“ í 46. tbl.
XXVII árgangs, sem út kom 2. Maj
1900:
„Það er með öllu óhjákvæmilegt,
að ritsíminn breyti verzluninni hér á
landi til stórra muna, og þær breyt-
ingar hljóta allar að verða til batnaðar
frá sjónarmiði alþýðunnar. . . .
. . . af ritsímanum hlýtur arðurinn
að verða margfaldur við kostnaðinn.
Að ætla sér í sparnaðarskyni, að hefta
annað eins fyrirtæki, það er sýnilega
á við líka gróðahnykkur eins og að
tíma ekki að bera hæfilega mikið á
túnið sitt“.
Það þarf ekki að minna á undir-
tektir blaðsins undir þetta mál, eftir
að Heimastjórnin tók málið upp. Þær
eru í full fersku minni.
Botnverpingasektirnar.
I 33. tölubl. XXXII. árg. „Isaf.“,
sem út kom 7. Júní 1905 er grein
sem heitir: „Veiði-sæld Heklu“.
Þar segir meðal annars:
„Varla getur það vanreiðulaust heitið,
að landssjóður hirðir allar sektir og
annan arð af brotum botnvörpunga,
en aðrir bera allan kostnað af strand-
gæzlunni. — Það væri vissulega full-
komin sanngirni, að þar væri einhver
miðlun á gjörð“.
Þegar þing og stjórn hafði fram-
kvæmt miðiunar-tillögu „Isaf.“, segir
blaðið í 71. tölubl., sem út kom 26.
Sept. s. á., um miðlunina, „að hún
sé ein af mörgum afglópum þingsins".
Sambandsmálið.
í því heimtaði „Isaf.“ og dilkar
hennar í Nóv. 1906 ekki annað en að
ísland yrði viðurkent „frjálst sambands-
land við Danmörk", að það ætti at-
kvæði jafnt Danmörku um það hver
væri „sameiginleg mál“, og væri í
öllum öðrum málum „einrætt með
konungi um löggjöf sína og stjórn“,
sbr. Blaðamanna-ávarpið í „Isaf.“, 75.
tölubl. XXXIII. árg., sem út kom 14.
Nóv. 1906.
Þegar vonir vakna um, að þessu
öilu verði framgengt, spennir „Isaf.“
bogann enn hærra, hóar saman Þing-
vallafundinum sæla 1907, og miðar
nú svo hátt, að hærra verður ekki
miðað, sbr. 45. tölubl. XXXIV. árg.,
sem út kom 3. Júlí 1907, heimtar
þar svo mikið, að engin hætta var á
yflrboði, og ekki viðlit að fá því fram-
gengt, eftir orðanna hljóðan.
Þingvallafundurinn, sem ekki var
annað en flokksfundur „Isaf." heimt-
aði, að Island skyldi verða frjálst
sambandsland i konungs-sambandi við
Danmörku með fullu jafnrétti og fullu
valdi yflr öllum sínum málum, með
sérstökum fána og sérstökum þegn-
rétti.
Þetta er alt fengið með frumvarpi
nefndarinnar, með öðrum orðum, alt
sem Þingvallafundurinn fór fram á,
nema eitt, sem sje það, að segja
mætti þeim sáttmála er gjörður yrði
við Dani upp að öllu leyti, þar á
meðal konungs-sambandinu og á hvaða
tíma sem væri, á sama árinu og hann
væri gjörður, ef verkast vildi.
Alt fengið nema kórvillan um upp-
sagnarréttinn á öllu saman, sem
„Isaf.“ játaði um í næsta blaði, sbr.
46. tölul. frá 6. Júlí 1907, að „hefði
mátt orða greinilegar, en gjört er í
Þingvallaf undarsamþyktinni “. Ó vana-
lega skýr játning á eigin ávirðingum.
Nú kallar „Isafold", nefndarfrumv.,
sem gefur Islandi kost á miklu meira
en Jón forseta dreymdi nokkurntíma
um, „ómyndar- frumv.“, „Gleypni
hinn nýjau og fleiri háðungar- og
skaprauna-orðum.
Vanaleg „Isafoldar" samkvæmni.
Vanalegur ásteitingarsteinn ósann-
sögulla manna og óhreinskilinna, að
rekast á það, sem þeir hafa áður sagt.
Minnið, sem öllum er ómissandi, en
tvisaga-mönnunum um fram alla aðra,
er ekki alt af svo gott sem skyldi.
Vanaleg „ísafoldar“-samkvæmni alt-
saman.
Og elcki óskiljanleg um mann, sem
heldur því fram í fúlustu alvöru, að
andakuklið „fyrirbrigðin dularfullu —
séu gersamlega óyggjandi“ sbr. „Isa-
fold“ 24. tölublað, XXXII. árg. frá 3.
Maí 1905. Ekki óskiljanleg um mann
sem segir frá því á prenti, að andar
hafi gert holdskurð á krabbameins-
sjúkum manni, og að maðurinn hafl
dáið „fyrir óhapp“, af því að komið
hafl að honum „töluverður súgur“ sbr.
„ísaf.“ 16. tölubl. XXXIII. árg. frá
17. marz 1906. — Ekki óskiljanleg
um mann, sem lætur Jónas Hallgríms-
son og danska stórskáldið H. C. And-
ersen yrkja önnur eins bögumæli eftir
dauðan mann og þetta:
„Hann skildi eftir engin blóm
við aldurtilans dyr
sem höfðu ilm eða unaðsskrúð,
en aðeins frostrósó',
sbr. „ísaf.“ 18. tölubl. XXXIII. árg.
frá 24. marz 1906.
Með öðrum orðum ekkert undarlegt
um mann, sem ekki getur verið með
öllum mjalla, ef hann talar í alvöru.
En hitt er undarlegt og allsendis
óskiljanlegt, að nokkur heilbrigður og
skynsamur maður skuli leggja nokk-
urn trúnað á nokkurt orð manns, sem
steypt hefir sér jafn-marga kollskíti og
talað jafn oft óráð eins og ritstjórr
„Isafoldar" hefir gert.
Þannig er ósamkvæmni „Isafoldar“
bæði skiljanleg og óskiljanleg.
Alt eftir því, hvort á hana er litið
frá sjónarmiði þess manns, sem hún
rennur úr eða sjónarmiði þeirra manna,
sexn hún rennur í.
í einu orði „Isafoldar-samkvæmni“.
Ríki — Land.
„Blaðtengslið“ Ingólfur, ísafold og
Þjóðólfur halda því öll fram, að nefna
hefði átt ísland „ríki“ en ekki „land“
í sambandslagafrumvarpinu.
Þetta á að vera önnur aðalmeinsemd
frumvarpsins.
En þessir vísu feður og ríkisréttar-
fræðingar gleyma því
1. að ríki og land þýðir alveg sama.
Til merkis um það má geta þess, að
í konungsbréfi 16. Nóv. 1863 heitir
Christian IX. þvi, að halda „ Rigets
Eorfatningslove", en í ríkistökubréfl
Friðriks VIII. 30. Jan. 1906, sbr. Stj.t.
1906, bls. 2, er talað um „Vort Lands
Forfatning“. — Tvö orð. — Samahugtak.
2. Gleyma þrímenningarnir því, að
Danmörk er eins og ísland alstaðar
kallað „land“ í frumvarpinu, en hvergi
ríki, og
3. Gleyma þeir því, að Þingvalla-
fundurinn þeirra krafðist að eins, að
Island yrði „frjálst land í konungs-
sambandi".
Þjóðólfur getur þess með berum
orðum 5. Júlí 1907, að Gísli nokkur
Sveinsson, líklega kirkjufaðir Ingólfs,
stúdent einn í Kaupm.höfn með því
nafni, hafi borið fram breytingartillögu
við 1. lið, að í staðinn fyrir „frjálst
land í konungs-sambandi“ komi „sjálf-
stætt ríki o. s. frv.“, en eftir nokkrar
umræður — segir blaðið — var sú
breytingartillaga tekin aftur, vegna
þess, að nefndartillagan var talin
full ákveðin“.
Svona var hijóðið í strokknum þá.
Undirritaöur tekur á móti pönt-
unum á allskonar vögnum, svo sem :
skemtivögnum •—- vöruflutningsvögn-
um — smjörvögnum og erfiðisvögn-
um af ýmsum gerðum.
Pantanir allar fijótt afgreiddar.
Vörurnar af fyrsta flokki.
FyrirP.H. T. Schmidts vagnaverksmiðju
í Björgvin.
Virðingarfylst.
Jón Guðmundsson
Grettisgötu 22.
H£7
Kaupavinna í boði á Aust-
fjörðum og Vestfjörðum og víðar.
Ráðningastofan í Lækjargötu 14.