Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.06.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 23.06.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 103 ilNUGHT s IÖLLUM HEIMINUM, brúka þúsindir húsfreyja Sun* light Sápu mikiu meir en nokkra a6ra, af því hún hreinsar fötin miklu betur, og gerir pað hel- mingi ódýrara, og án þess að skaða hendur né föt. Sunlight lengir frítíma yðar og léttir vinnu yóar. Farið eftir fyrirsögninni sem er gefin aftan á hverjum þakka og óhreinindin munu detta úr. 6S5 lenzk stjórnarvöld í sameiningu. Sé um löggjafarmál að ræða, þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. o. gr. Danir og íslendingar á íslandi og Islendingar og Danir í Dan- mörku njóta fulls jafnréttis. Þó skulu forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaup- mannahafnar háskóla óbreytt. Svo skulu og heimilisfastir íslendingar á íslandi hér eftir, sem hingað til vera undan þegnir her-þjónustu á sjó og landi. Um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörku og ísland skulu Danir og íslendingar jafn-réttháir m e ð - an 4. atriði 3. gr. er í gildi. 6. gr. Þangað til öðrn vísí verður á- kveðið með lögum, er rikisþing og alþingi setja og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig f y r i r h ö n d I s 1 a n d s með mál þau, sem eru sameiginleg samkv. 3. gr. Að öðru leyti rœður hvort landið að f u 11 u ö 11 u m sínum málum. 7. gr. Meðan ísland tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tekur það heldur ekki þátt í kostn- aði við þau. Þó leggur ísland fé á konungsborð og til borðfjár konungs-ættmenna, hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram um 10 ár í senn með kon- ungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands undir- skrifa. Ríkissjóður Danmerkur greiðir landssjóði íslands eitt skifti fyrir öll 1,500,000 kr., og eru þá jafnframt öll skuidaskifti, sem verið hafa að undanförnu milli Danmerkur og íslands, fullkomlega á enda ldjáð. Klukkur, úr og úrfestar, BömulciðU gull og silfurukraut- gripl borgar sig bezt að kaupa á Laugaregi ur. 12. Jóhaaa 1. Jéaazsaa. ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOO-I 8. gr. Nú rís ágreiningur um það, hvort málefni sé sameiginlegt eða eigi, og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sér. Takist það eigi, skal leggja málið í gerð til f u 11 n a ð a r - úrslita. Gerðardóminn skipa fjórir menn, er konungur kveður til, tvo eftir tillögu ríkisþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. Gerðar- mennirnir velja sjálfir oddamann. Verði gerðarmennirnir ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, er dómsforseti hœstaréttar sjálf- kjörinn oddamaður. 9. gr. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafist endurskoðunar á lögum þessum, þegar liðin eru 25 ár frá þvi, er lögin ganga í gildi. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sáttmála innan þriggja ára frá þvi, er endurskoðunar var kraíizt, má heimta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður að 5 árum liðnum frá því nefndur 3 ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal löggjaíarvalda beggja landa innan tveggja ára frá þvi endurskoðunar var krafist í annað sinn, og á k v e ð - u r konungur þá með tveggja ára fyrirvara, eftir tillögu um það frá ríkisþingi eða alþingi, að s a m - bandinu iz/n sameiginleg mál þau er rœðir um í 4., 5., 6., 7. og 8. tölulið 3. gr. skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi .... Athugasemdir. Stöðulögin, frumvarp Dana 27. marz og nefndarfrumvarpið eru prentuð hér samhliða til þess að gjöra mönnum hægra um réttlátan samanburð milli allra þessara gagna. Má þar af meðal annars marka, hvorir hafi slegið meira af, Danir eða íslendingar í nefndinni. Við stöðidögm. Danska löggjafarvaldið setti þau eitt án íhlutunar íslendinga. Það þykist því geta afnumið þau eða breytt þeim upp á sitt eindæmi. Lögin gjöra ísland að hluta Dan- merkurríkis, að hjálendu. Þau fá íslendingum að eins umráð yfir nokkrum flokkum alinnlendra mála. Og þau umráð voru meiri í orði en á borði meðan dómsmálaráðherrann danski gegndi ráðherraembætti íslands. Við samningsuppkast Dana frá 27. marz 1908. Aðalbieyt.ingar þess íslendingum í hag eru að eins þrjár. Fyrsta og bezta breytingin frá stöðu- lögunum er sú, að eftir því áttu ís- lendingar að fá samþyktaratkvæði um afstöðu iandsins til Danmerkur. I öðru lagi átti að geta landsins í heiti konungs, en þó ótiltekið hvernig. Og í þriðja lagi átti útborgun eitt skifti fyrii' öll að koma í stað „tillagsins". Að öðru leyti fór uppkastið sumpart fram á staðfestingu stöðulaganna og sumpart fram á breytingu á þeim ís- lendingum til baga. Það staðfesti stöðulögin að því leyti sem það hélt sérmálunum. Það fór fram breytingum til hins verra, að því leyti sem það áskildi Dönum hlutdeild um viður- kend sérm ál, ákvað að iöggjafarvaldið yfir öðrum málum væri hjá ríkisþingi og konungi án alls umboðs af vorri hendi, gjörði ráð fyrir, að danska fjárveit- ingavaldið gæti heimtað fé af ísl. fjár- veitingavaldinu og bendlaði ísland við ýms mál, sem engum fyr hefir dottið í hug að skyidu vera sameiginleg. Við nefndarfrumvarpið. Eftir því verður ísland frjálst og sjálfstætt land, konungsríki í ríÆ)asambandi við Danmörk, sbr. 1. gr. og titil konungs. Jafnframt er girt fyrir það, að land- ið verði nokkurn tíma látið af hendi undan íslendingum, sbr. orðin „er eigi verður af hendi látið“ í 1. gr. Því er játað, að landið hafi fullt og óskorað váld yfir ö 11 u m sínum málum, bæði hinum svokölluðu sam- eiginlegu málum og öðrum málefnum sínum, sbr. orðatiltæki 1. gr. „og þau mál, er báðir aðilar (ísl. og Danir) hafa orðið á s á 11 i r um að télja sameiginleg", og orðatiltæki 6. gr.: „að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum málum“. Munurinn á meðferð „sameigin- legra“ mála, og annara mála að eins sá, að Islendingar gefa dönskum stjórn- arvöldum u m b o ð til að fara með sameiginlegu málin eftir 3. gr. fyist um sinn í 25 ár, sbr. orðatiltæki 6. gr. „f y r i r h ö n d íslands“ og 9. gr. Ö11 u m öðrum málum en þeim, sem talin eru í 3. gr. ráða íslendingar einir, nema þeim, sem snerta bæði löndin, eins og póstsamband og síma- samband, og bæði löndin ráða jöfnu um. Af 8 eða öllu heldur 7 sameiginleg- um málum, geta íslendingar einir sér og íhlutunarlaust af Dönum, tekið dómsvald hæstaréttar að sér, þegar þeim þóknast. Því er játað með uppsagnarréttinum, að þeir hafi sérstakan þ e g n r é 11, sérstaka 1 a n d h e 1 g i, sérstakt f 1 a g g og sérstaka peningasláttu. Þeir geta flaggað, bæði á landi og í landlielgi með hvaða flaggi sem þeir vilja. Og eftir rúman mannsaldur geta þeir tekið öll þessi mál að sér til e i n k a umráða, þar á meðal siglt undir flaggi sínu til annara landa. Þeir hafa ekki að eins jafnrétti við Dani, heldur meir en það í sumum efnum. Þannig þurfa íslendingar ekki að leggja neitt fé fram til stjórnar sam- eiginlegu málanna, umfram lítilfjörlega konungsmötu. Þeir þurfa hvorki að leggja fram fé né mannafta til varnar landinu. Þeir þurfa heldur ekkert að leggja fram til þess að verja landhelgi sína. Og námsmenn þeirra eiga forgangs- rétt umfram Dani til mikilla hlunn- inda við háskólann. Stjórn sameiginlegu málanna hlyti að kosta ísland um 100,000 kr. Auk mannhættu, ef til ófriðar drægi, mundi hluttaka þeirra í hervarnakostn- aði móts við Dani kosta 549,052 kr. á ári (sbr. „Afturelding" Guðm. Hannes- sonar, bls. 73). Útgjörð „íslandsfálka“ eins kostar 90—100,000 kr. Og háskólastyrkur íslendinga er tal- inn nema um 35,000 kr. á ári. Þessa miklu fjárupphæð, er gengi til stjórnar sammálanna, til landhelgis- varna og til hertýgja, alls um 750,000 kr. á ári, getum vér með engu móti lagt fram sem stendur eða í náinni framtíð. Og þótt vér ættum kost á láni, þá gætum vér ekki risið undir árlegri afborgun og vöxtum. Lánið þyrfti að nema mörgum miljónum króna, að minsta kosti um 10 miljónum. Þó ekki væri gjörðir nema 8°/o á ári til af- borgunar og vaxta, þá þyrfti að a u k a s k a t t-tekjur landssjóðs fyrir það um 800,000 kr., eða um 80 kr. á hvert mannsbarn í landinu, ungt og gamalt. Stúdentar og aðrir unglingar, sem ekkert leggja til almenningsþarfa geta látið sér þetta í léttu rúmi liggja. En hvað mundu ráðnir og rosknir menn, skattgjaldendur landsins segja, ef löggjafarvald landsins færi að binda þjóðinni annan eins bagga að þarflausu. Og hverjar mundi innanlandsfram- farirnar, þær framfarirnar, sem heill landsins byggist á, verða, ef vér fær- um að íieygja jafnmiklu fé í annan eins hégóma og hervarnir og landhelgis- vörn hlytu að verða hjá jafn fámennri og fátækri þjóð eins og Islendingar eru. Hvað segja útlend blöð um frumvarp millilandanefndarinnar ? Hamburger Naehrlchten, aðalblað Bismarcks gamla flytur 22. f. m. rit- stjórnargrein um Danmörk og Island. Þar stendur meðal annars þetta: „Nú verður hætt að telja ísland með hjálendum hinnar dönsku krúnu. Það verður hér eftir frjálst og sjálfstœtt ríki*) jafnhliða Danmörku, og myndar ásamt henni mjög laust ríkjasamband*). Þetta samband má endurskoða eftir 25 ár, og leiði endurskoðunin ekki til samkomulags milli landanna, má meira að segja losa enn meira um það með uppsögn. Hervarna sambandinu er að öðru leyti svo varið, að íslendingar, sem eiga heima á íslandi, eru undan- þegnir herþjónustu og landið leggur fyrst um sinn engan kostnað fram í því skyni, en þó á hinn danski fioti að verja fiskiveiðar landsmanna við strendur landsins". Hehnsblaðið „The Tinies“ í Lund- únum flytur fregnir af sambandslaga- nefndinni samdægurs, og því farast orð á þá leið, „að frumvarpið veiti Islandi 1 raun og veru alt það, sem þjóðin, 80,000 manns, frekast. geti óskað sér“. hngmennska Jóns Ölafssonar. „Norðri“ flytur þá fregn, að hr. Jón Ólafsson muni gefa Sunnmýlingum kost á sér sem þingmanni. Yér vonum, að svo verði, og þá ekki síður, að Sunn- mýlingar kjósi hann. Hr. J. Ó. er einn hinna þinghæf.ustu manna meðal Islendinga. Hann er manna fljótastur að átta sig á málum, tillögugóður, mjög vel máli farinn, ein- lægur Heimastjórnarmaður, og síðast en ekki sízt eindreginn fylgismaður nefndarfrumvarpsins. Hann og t. d. hr. Jón Bergsson á Egilsstöðum mundu skipa sæti Sunnmýlinga á alþingi prýðisvel. *) Auðkennt í blaðinu sjálfu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.