Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 07.07.1908, Síða 1

Reykjavík - 07.07.1908, Síða 1
1R e$ k í a\> t k. IX., 28 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 7. Júií 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOQO. IX, 28 ALT FÆST í THOMSENS MAGASfNI. Oína o«: eldavélar selur Kristján Porgrimsson. „REYKJAVlK" Árg. [minn8t 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendii kr. 3,00—3 ah.— 1 doll. Borgist fyrir 1. .Túlí. Ella 3 kr. Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33V»°/o hwrra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Bitstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnús K. jBlönda.1 Þingholtsstræti 23. Talsími 61. Ritstj. er áreiðanl, að hitta heima á Yirkum dögum lil. 1S5—1 oíí t 5 síöd. Ileiðraöir kaupendur og útsölumeim „R.vikur“ áminnasA imi. aö gjalddagi blaðsins er 1. júlí. JLOO ára afmæli Konráðs 6isiasonar. Fyrir 100 árum, 3. júlí 1808, fædd- ist á Langamýri í Vallhólmi í Skaga- flrði ofurlítill sveinn af umkomulitlum foreldrum og var neíndur í skírninni Konráð Gíslason. Faðir hans var að vísu fátækur bóndi, en hafði fremur öðrum samtíðamönnum sínum tekið í erfð hina þjóðlegu íþrótt íslendinga að rita sögur, og munu allir kanDast við nafn hans, því að hver er það, sem ekki kannist við Gísla Konráðsson. Konráð litli ólst upp við smalamensku og önnur sveitastörf, en snemma bar á því, að hann hafði óvanalegar náms- gáfur, og svo kom, að honum var kent undir skóla, og fókk hann inntöku í Bessastaðaskóla 18 ára gamall; var hann útskrifaður þaðan 1831 með bezta vitnisburði og fór síðan til háskólans í Kaupmannahöfn til að halda þar á- fram námi sínu. Arið 1835 tóku 4 ungir íslendingar í Kaupmannahöfn sig saman um að gefa út tímarit, er þeir nefndu „Fjölni". Einn af þeim var Konráð Gíslason, en hinir þeir Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson og Brynjólfur Pétursson. Eitt af því, sem „Fjölnir" setti sem sitt helzta mark og mið, var viðreisn móðurmálsins, sem þá var í talsverðri niðurlægingu. Lífið og sálin í þessari stefnu „Fjölnis" var frá upphafi Konráð Gíslason, því að hann einn af útgef- endunum hafði málfræðislega þekking, samfara hinni skörpustu dómgreind og næmustu tilfinningu fyrir því, hvað væri rétt mál og ómengað og fagurt. „Við finnum", segir hann „að hin is- lenzka tunga er sameign okkar allra, og við finnum, að hún er það bezta, sem við eigum; þess vegna biðjum við meðeigendur okkar að skemma hana ekki fyrir okkur“. — „Fjölnir“ markar að þessu leyti (og fleiru) nýtt spor í íslenzkum bókmentum, og átti Konráð mestan og beztan þátt í þvi. Síðar hneigðist hugur hans meira og meira að íslenzkum fræðum og varð hann loks prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla í norrænni málfræði og hefir rir.að margar og merkiiegar ritgjörðir til skýringar íslenzku máli og íslenzk- um bókmentum, einkum fornum kveð- skap. En þó að hann eftir stöðu sinni fengist mest við forntunguna og hinar fornu bókmentir vorar, þá varð hann þó aldrei svo gamall, að hann gleymdi ástfóstri því, sem hann hafði tekið við nútíðarmálið, eins og það lifir í ræðu og riti nú á dögum, og ef því var misboðið, gat hann orðið beiskyrtur af gremju. íslenzk tunga á honum mikla skuld að gjalda, eigi sízt fyrir hina á- gælu dönsku orðabók hans með ís- lenzkum þýðingum. Hefir það rit mjög stutt að viðreisn íslenzkunnar. Hér er ekki rúm til að rekja vís- indaferil hans, en starf hans að endur- reisn móðurmáls vors mun aldrei fýrn- ast, meðan nokkur er til, sem mælir og ritar íslenzka tungu. Galdra-fluga „Isafoldar". Utanríkismál og hermál óuppsegjanleg um aldur og ævi. Algjörð ósaunindi. Það er á margra vitorði, að „ísaf.“- Björn hefir nú síðustu árin fengist við kukl og særingar, enda ber blað hans þess Ijósan vott. í því magnar hann hverja galdra- fluguna á fætur annari, er hann ætlar trúgjarnri alþýðu að gleypa til þess að æsa hana og æra. Standa af flugum þessum oft og ein- att gjörningaveður út um alt land. En svo er fyrir þakkandi, að veðrum þeim slotar alla jafna, er skygnir menn og heilbrigðir anda á móti og þá springa líka oftast nær galdra-flugur karlsins. Síðasta og versba galdra-flugan, er karlinn hefir magnað og mest gjörn- ingaveður hefir staðið af gegn sam- bandslagafrumvarpinu er sú, að sam- kvæmt því eigi utanríkismál og her- mál að vera öuppsegjanleg u m a 1 d u r o g æ v i. Galdra-flugu þessa hafa flestir fylgi- fiskar og snakkar „ísafoldar" gleypt sem heilagan og óyggjandi sannleika og engum þeirra hefir orðið á að líta í frv. eða álit nefndarinnar til þess að ganga úr skugga um, hvort þetta væri rétt eða rangt. En hvernig skyldi nú mönnum þess- um verða við, er þeir fá að vita, að orð þessi eða önnur jafngild þeim standa hvergi í frumvarpinu og hvergi nokk- ursstaðar í öllu nefndarálitinu, heldur er það þvert á móti tekið skýrt fram í nefndarálitinu, að samningur þessi eigi ekki að gilda um aldur og ævi? Ætli þá fari ekki að renna tvær grímur á suma? En svo er þetta nú í raun og veru, að það stendur hvergi í frv., að utan- ríkismál og hermál séu óuppsegjanleg um aldur og ævi. Til þess að sann- færast um það, þurfum vér ekki annað en lesa frv. I 3. gr. frv. eru talin upp sameigin- legu málin, 8 að tölu: 1. konungs- mata, 2. utanríkismál, 3. hervarnir, 4. gæzla fiskiveiðaréttarins, 5. fæð- ingjaréttur, 6. peningaslátta, 7. hæsti- róttur og 8. kaupfáninn út á við. Samkv. 6. gr. er dönskum stjórnar- völdum falið að fara með þessi mál fyrir íslands hönd, — „þan&til öðru- vísi verður ákveðið með Samkv. 7. gr. tekur ísland ekki þátt í kostnaðinum við rekstur þessara mála, meðan það tekur ekki þátt í meðfeið þeirra. 9. gr. kveður svo á, að endurskoða megi allan samninginn eftir 25 ár. En náist ekki samkomulag um endur- skoðun þessa, getur samt sem áður annar aðilinn sagt upp 5 síðustu sam- eiginlegu málunum, sem sé : landhelg- inni, fæðingjaréttinum, peningaslátt- unni, hæstarétti og kaupfánanum, og er konungur þá skyldur til að slíta sambandinu um þau mál. Þá eru eftir hin 3 málin : konungs- matan, utanríkismálin og hermálin. Af því, að hin 5 málin eru uppsegjan- leg hefir „ísafold" & Co. dregið þá á- lyktun, að þessi mál séu óuppsegjan- leg um aldur og ævi. En þetta er hreint og beint rökhnupl, sem orð- hljóðun frv. hvergi heimilar. Þvert á móti, eins og þegar er tekið fram, heimilar upphaf 9. greinar, að krefjast megi endurskoðunar á öllum samningnum eftir 25 ár, og náist þá samkomulag um þessi 3 mál þannig, að ísland, eins og ráð er fyrir gjört í 7. gr., leggi sinn skerf til utanríkis- mála og hermála, þá eru einnig þessi mál að sjálfsögðu líka orðin samninga- mál, er segja má upp, því að þá er það undir löggjarvaldi íslands komið, hversu lengi það vill bera þær byrðar, er leiða af sameiginlegum rekstri þeirra. Og þött ekki náist samkomulag um mál þessi að 25 árum liðnum, þá eru það hrein og bein ósannindi, að þau eigi að vera óuppsegjanleg um aldur og ævi. Yér þurfum ekki að fara. í neinar grafgötur um það, hvernig Danir sjálfir líta á það atriði sem og allan samninginn, því að það stendur með berum orðum í athugasemdunum ein- mitt við 9. greinina. Upphaf hennar hljóðar svo : „Þessi grein hefir verið það atriði, sem örðugast hefir verið að ná sam- komulagi um i nefndinni. Um tvent kom mönnum þó að vísu saman frá báðum hliðum, að samning þenna í heild sinni skyldi mega endurskoða, og eins hitt, að endurskoðun þessi skyldi þó ekki eiga sér stað fyrri en liðinn væri hæfilega langur frestur, því að annarsvegar gæti þessi ríkisréttar- samningur engu fremur en nokkur annar mannlegur samningur verið œtlaður til þess að gilda um aldur og œvi, en þar sem hann þó stofnaði ríkisréttarsamband milli tveggja landa, hlyti hann hins vegar áð vera ætlaður til þess að standa skilyrðislaust um nokkuð langan tíma“. Þarna sjá menn nú, hvernig „ísaf.“ umhverfir sannleikanum. Úr því, að samningurinn á að gilda um nokkuð langan tíma gjörir hún strax, að hann, einkum að því er kemur til utanríkis- málanna og hermálanUa, eigi að gilda um aldur og ævi. — Þetta er þá „ísafoldar-sannleikur eins og íleira. Það er hrein og bein blekking að halda því fram, að hervarnir og utan- ríkismál só óuppsegjanleg, þvert ofan 1 þau orð sem á undan eru farin, „að þessi ríkisréttarsamningur geti engu fremur en nokkur annar mannlegur samningur verið ætlaður til þess að gilda um aldur og ævi“. Svo er þá alt þetta hjal um óupp- segjanleik um aldur og ævi, um lög- festingu, innlimun, Gleipnis-fjötra o. s. frv. tómur hugarburður. Það má sanna það svart á hvítu einmitt með því að vitna í frv. og nefndarálitið. En er þá ekki ljóst, að „Ísaf.“-Björn, fer með tilhæfulaus ósannindi úr því að hann hefir sagst hafa allar nefnd- argjörðimar í höndum sér og þykist hafa gagnrýnt allar gjörðir nefndarinnar. Huginn. íjmjurinn i erminni. Hnífurinn frani úr erminni. Þó að hr. Sk. Thoroddsen sé ekki öfundsverður af lofi þeirra manna, sem hetja hann nú til skýjanna, þá þykir það rétt að sýna það eitt skifti fyrir öll, að hann á jafn vel ekki þetta lof skilið. Athugulir menn sáu alt af hnífinn í erminni á honum, þegar hann mint- ist á sambandsmálið á þingi í fyrra. Óbreytt orð hans verða því miður ekki rakin hér. En það nægir að til- færa þau, eins og liann hefir látið prenta þau eftir sér í þingtíðindunum. Á bls. 2780 í ræðupartinum stend- ur: „Óvíst þótt alþingismenn yrðu loks á einu máli við ríkisþingsmenn- ina dönsku, hversu heppileg niðurstað- an yrði. Þó að eitthvað frumv. frá nefndinni yrði lagt fyrir ríkisþing og alþingi, þá er viðbúið að öðrum hvor- um málsaðila, eða jafn vel báðum, þyki ástæða til að breyta því í ýms- um efnum“. Á bls. 2783 talar hann um „stað- festingu sambandslaganna, sem óvíst er nú hvort eða hvenær kemst fram“. Og á bls. 2787—88 segir hann; „Getur vel farið svo að hið ný-kosna þing verði á annari skoðun en sam- bandslaganefndin og breyti gjörðum hennar“.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.