Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 07.07.1908, Qupperneq 3

Reykjavík - 07.07.1908, Qupperneq 3
REYKJAVIK 111 HREINGJÖRNINQ HUSA. Veröur yður til gamans, í staðin fyrir hina tilbreytingarlausu stritvinnu, þegarþér hafib Sun- light yður til hjálpar. Pottar og pönnur, messing, tígulsteinar, gólf og mjólkur- könnur, Sunlight gerir alt skínandi og hreynt hvar sem hægt er að brúka hana. MuniA— Sunlight gjörir alla vinn* una fyrir hálft vert>, og á helmingi siittri tfma. 667 Hvaðanæva. Frá Persalandi. í eriendum blöðum frá miðjum fyrra mánuði er svo sagt, að alt virðist benda í þá átt, að ekki geti lengi verið að tala um sátt og samlyndi milli Persakeisara (Shahens) og þings og þjóðar, og hljóti þar von bráðar úr að skera eins og raun er nú á orðin og skýrt er frá í símskeyti á öðrum stað hér í blaðinu. Það þótti ills viti sem fyrir kom þegar keisarinn var krýndur fyrir hér um bil hálfu öðru ári síðan. Þegar stórvezíiinn setti kórónuna, sem öll er sett gimsteinum, á höfuð keisarans, þá var hún honum alt of stór og seig því niður á andlitið, svo að keisarinn varð að lyfta henni upp með hendinni. Stórvezírinn varð svo eftir litla stund að taka kórónuna af keisaranum og láta hana standa við hlið hans á meðan á krýningarathöfninni stóð. Keisarinn hefir frá fyrstu haft and- stygð á þingbundinni stjórn og stöðug óvild verið milli hans og hins nýmynd- aða þings þjóðarinnar. Hefir það staðið þjóðinni mjög fyrir þrifum bæði hvað stjórnmál og fjárhag snertir, og gjört alt viðskiftalíf ótrygt þar í landi. Keisarinn hefir hvorki erft stjórn- vizku afa síns né ástsæld föður síns. Honum hefir hvorki tekist að koma fram drottnunargirni sinni né að haga sér eftir kringumstæðunum og koma sér vel við þingið. Ýmist hefir hann haft í hótunum eða þá fullvissað um lotningu sína og virðingu fyrir stjórnar- skipuninni. Missættin óx mjög í fyrrahaust eftir að uppkomst um samsæri gegn þinginu. Nokkrir samsærismenn dularklæddir sem konur komust inn í þinghúsið og ætl- uðu sér að myrða nokkra helztu þing- mennina. Áform þeirra varð uppvíst á seinasta augnabliki. Múgurinn greip samsærismennina og drap þá sam- stundis án dóms og laga og keisari varð að auðmýkja sig fyrir þinginu. Sftir það fundust hvað eftir annað goooœoooooööoöoöoöooöooœ Ó Klukkur, úr og úrfestar, X V | sömuleiðia gull og silfurskraut- 15 v flripl borgar sig bezt að kaupa á g Ci Laugavegi nr. 12. g ö Jóhann 1. Jóaazsoa. 0 víðsvegar um höfuðborgina Teheran uppfestar áskoranir um að myrða keis- arann og rak svo langt að tilraun var til þess gjörð 28. febr., sem misheppn- aðist að eins af þeirri ástæðu að keis- ari var í öðrum vagni en ætlaö var. Þá rýrði það og mjög álit keisarans að eitt af blöðunum gagnrýndi óvægi- lega lifnaðarháttu hans og alt ástandið í landinu, hvernig alt gengi á tréfótum og væri í hinni mestu óreiðu og stjórn- leysi og lýsti keisaranum sem manni er engu sinti nema svallí og færði til þess fjölda af dæmum. Keisarinn lét höfða mál móti blaðinu, en tók kæruna aftur þegar ritstjórinn bauðst til að færa fram sannanir fyrir áburði sínum. Þetta varð til þess að blöðin gjörðu nú harðar árásir á keis- ara, og aftur fóru að finnast í höfuð- borginni uppfestar áskoranir um keisara- morð. Fyrir skömmu varð keisarinn, eftir kröfu margra hinna mest ráðand manna, að visa burt frá sér ýmsum af þeim mönnum er honum voru hand- gengnastir. Fór keisari þá og með leynd burt úr höfuðborginni og settist að í sumar-aðsetursstað sínum Boghshah. Flutti hann þangað með sér fjárhirzlu sífia og vopnaforða. Hann setti einn af foriugjum afturhaldsmanna yfir Teheran, lét Kósakka-hersveit halda vörð um þinghúsið, hnepti í fangeM ýmsa embættismenn er voru þingsins megin og gaf út skipun um að hai'ð- iega skyldi hegna öllum æsingamönn- um. Hélt keisari síðan með her manna og fallbyssur til Teheran, og segir símskeytið hvernig komu hans þangað var háttað. Indland. Á Indlandi verða Englendingar sí og æ að verja yfirráð sín með vopn- um. Ekki alls fyrir löngu eru þeir búnir að brjóta á bak aftur uppreistar- flokk þann þar í landi, er Zakka—Khelar heita og eru herskáir mjög. Þeir búa við landamæri Indlands og Afghanistan. En ekki var sú deila fyr á enda kljáð en nýir óspektarflokkar risu á fætur, og eru það nú Múhamedstrúarmenn, sem Englendingar eiga í höggi við þar eystra. Upptök þessa ófriðar eigna Englend- ingar Múhamedstrúarprestunum. Hinn 24. apríl síðastl. sló í bardaga með uppreistarhernum og liði Englend- inga, og biðu Englendingar talsvert manntjón, en ráku þó uppreistarherinn á flótta. En langt er þó frá því að uppreistinni sé þar með lokið. í blöð- unum í New York var þess nýlega getið, að Englendingar hefðu fengið vitneskju um, og þætjtust þess fullvissir, að mikiö af kúlubyssum og skotfærum hefði nýlega verið flutt frá Bandaríkj- unum til Indlands handa uppreistar- hernum. — Byssurnar voru sendar undir nafninu „saumavélar" og skot- færin kölluð „niðursoðin mjólk“. —' Farmar þessir voru fyrst sendir til Ítalíu, þaðan til Persíu og laumað svo yfir landamærin lil Afghanistan. Enn fremur hafa menn komist á snoðir um, að sprengikúlum og tundurvélum hafi á sama hátt verið laumað til Indlands. Bandankjablöðin halda því fram að Englendingahatrið á Indlandi hafi aldrei verið magnaðra en nú. í Neiv York er félag eitt sem nefnir sig „Indverska framsóknarfélagið“ og heitir formaður þess Myron H. Phelps. En jafnframt því sem Phelps þessi nýlega hefir iýst því yfir, að fólag þetta standi ekki í neinu sambandi við upp- reistarflokkinn, hefir hann einnig full- yrt að hatrið gegn Englendingum fari dagvaxandi á Indlandi. — „Það eru fáir Ameríkumcnn" segir hann, „sem kunn- ugt er um ástandið á Indlandi eins og það er í raun og veru, eða hafa hug- mynd um hina skelfilegu örbyrgð og volæði sem þar á sór stað og meira en 300 miljónir manna mega þola. Þessar miljónir manna hafa að meðal- tali sex dollara í árstekjur á mann, og það er sagt, að fullkomlega einn fjórði hluti þessara manna hafi aldrei á æfinni haft svo mikið undir höndum að þeir í eitt einasta skifti hafi getað étið sig sadda. Og hungursneyðarárin fara fjölgandi á Indlandi eftir því sem tímar líða. Prá 1800-—1850 voru þau 9, en á síðastliðnum aldarfjórðungi 19. Samt sem áður leggja Englendingar sig fram til að afstýra hungrinu og verja árlega til þess 40 miljónum punda sterling. En sú upphæð er eins og einn dropi í hafinu. Mikill hluti af tekjum Indlands geng- ur til þess að launa ensku embættis- mönnunum þar í landi, og þeir sem eru kunnugir málefnunum telja það eina af aðalorsökum hinnar sívaxandi hungursneyðar í landinu, að þessir em- bættismenn fiytji vellauðugir heim til Englands þegar embættistíð þeirra er á enda runnin, og sitji þar að krásinni það sem eftir er æfinnar. Eiig’in sál kom til fundar, sem Einar skáld Hjör- leifsson ætiaði að halda nú nýlega í Vík í Mýrdal. Hann var gerður út þangað hjeðan frá Reykjavík og pakk- hús rutt til fundarhaldsins. En það fórst fyrir af þeirri ástæðu, að eng- ivn kom áheyrandi. Einar kvað þó hafa haft há spil á hendinni, átti að tromfa þar út annaðhvort laufakongi eða laufagosa flokksins: bjóða Skaft- fellingum annaðhvort Björn Jónsson eða sjálfan sig fyrir þingmann. Svo átti hann að fara um sýsluna, að því ér Þjóðv. skýrir frá, og koma heim aftur með vasana fulla af góðum loforðum og efni í fjölda ísafoldardálka. En hann firtist af viðtökunum í Vík og sneri strax heim aftur, kom hingað á laugardaginn var og segir enga ferðasögu. [„Lögr.“j Siunarbústaður liarna í sveií. Allir vita hve lífsnauðsynlegt það er fyrir börnin að geta fengið mjólk að drekka og að geta verið úti í góðu lofti á skemtilegum og þokkalegum stöðum. Það eru víst flestir sem í þorpum og bæjum búa, sem finna til þess, að það er ekki holt fyrir börnin þeirra að vera í bænum á sumrin, bæði að því er snertir leikvelli þá er þau hafa þar, og svo hve erfitt er oft og tíðum að fá handa þeim næga mjólk. Mór hefir nú komið til hugar að reyna að ráða bót á þessu, með því að koma upp sumarbústað í sveit fyr- ir börn úr Reykjavík, ef foreldrar eða aðstandendur barna vilja sinna því og gefa sig frammeðl5—20 börn. Ald- ur barnanna ætti að vera 6—12 ára, þó mundu eldri börn og verða tekin. Meðgjöf með börnunum ætlast eg til að verði 50—60 aura og alt upp að 75 aura á dag eftir aldri og öðr- um ástæðum. Staðurinn er í Lambhaga í Mosfells- sveit, hór um bil 1 kl.st. keyrsla eða reið frá Reykjavík. Þaðan eru dag- lega ferðir til bæjarins, svo að aðstand- endur barnanna eiga hægt með að fá að vita hvernig börnunum líður. Þar er gott og heilnæmt loft, og indælar brekkur með berjalyngi. Börnin eiga að leggja sér til sæng- urföt, djúpan og grunnan disk, hnífa- pör, matskeið og teskeið og máske fleira, og geta menn fengið upplýsihg- ar um það og annað er þetta mál snertir, hjá herra Ástráði Hannessyni í bókaverzlun ísafoldar. Ef nógu margir gefa sig fram fyrir næsta föstudag, hefi eg hugsað að byrja fyrri part næstu viku. Munið eftir, hve gott loft og mjólk er holt fyrir börnin ykkar. Sigurbjörg Porláksdóttir kenslukona. Innan bæjar og utan. í síðasta blaði var getið um lát Lárus- ar prests Halldórssonar hór í bænum. Hann var sonur Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi í Yopnafirði og f. k. hans Gunnþórunnar Gunnlaugsdóttur dómkirkjuprests. — Séra Lárus var giftur Kirstínu dóttur Péturs heitins Guðjohnsen organleikara, sem lifir mann sinn ásamt syni þeirra Pétri nótnasetjara og dætrum þeirra tveim- ur, Guðrúnu konu Sigurbj. Á. Gísla- sonar guðfræðings og Yalgerði. Annar sonur þeirra hjóna, Halldór að nafni, er dáinn fyrir fáum árum; hann var hraðritari. Séra Lárus var vígður til Valþjófs- staðar 1877 og varð prófastur í Norður- Múlasýslu 1879. Árið 1883 var hann leystur frá embætti, þar eð hann ekki vildi fylgja öllum siðum þjóðkirkjunnar. 1886 varð hann prestur fríkirkjumanna í Reyðarfirði bg 1899 fríkirkjuprestur í Reykjavík, en hætti því 1901. Séra Lárus sat á alþingi sem 2. þm. Sunnmýlinga árin 1886-87-89 og 91. Séra Lárus heitinn þótti nokkuð ein- rænn í lund og óþjáll stundum, en gáfumaður mikill var hann og atgjörvis- maður til sálar og líkama. Útskrifaðir voru30. f.m. úr almenna mentaskólanum: i. Ásmundur Guðmundsson I. ágæt. eink. 105 st. 2. Tryggvi Þórhallsson I. — 99 — 3. Árni Gíslason ... II. — 76- 4. Hjörtur Hjartarson II. — 7 2 — Utanskólasveinar: 1. Jakob Jóhannesson I. — 99 — 2. Bogi Ólafsson ... I. — 98- 3. Jón Sigtryggsson . I. — 90 — 4. Jakob Lárusson . . I. — 89 — 5. Skúli Thoroddsen . I. — 88 — 6. Magniis Bjarnason I. — 85- 7. Sigurður Sigurðsson II. — 77 — Embættispróf við prestaskólann í f. m. tóku þeir: Brynjólfur Magnússon I. eink. 84 st. Guðbrandur Björnsson I. eink. 87 st. Þorsteinn Briem . . I. eink. 95 st. „Yesta“ kom frá útlöndum norðan og vestan um land 30. f. m. Margir farþegar voru með skipinu, þar á meðal Björn prófessor Ólsen, próf. Herrmann, Sigurður Jóhannesson kaupstj., Guð- mundur læknir Scheving o. fl.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.