Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 29.07.1908, Side 3

Reykjavík - 29.07.1908, Side 3
REYKJAVIK 127 REYND HÚSMÓðlR. veit aft hvað sem Sunlight Sápa er brúkuð til; sparast bæði tími og vinna. Hvort heldur heitt eða kalt vatn er brúkað, ekkert faer óhreinindin *vo fljótt úr og án skemdar eins og Sunlight Sápa. Sunlight gerir málaða veggl, tigulsteina, tréhluti og messing alveg eins og nýtt vaeri. 071 ' Eining’iii. Og þau eru gengin í eina sæng „ísafold" gamla og „Ingólfur", og sumir segja að þau haft „Þjóðviljann" til fóta — svona nótt og nótt. Og „Þjóðólfur" karlfauskurinn humm- ar við rúmstokkinn hjá hjónunum, og bergmálar alt sem þeim þóknast að segja. Og þeim þóknast að segja margt hjónunum þeim, bæði í vöku og upp úr svefni. — Alt um uppkastið. — Og alt er samræði, sammæli og sam- lyndi í þessu hreiðri. — Alt einskær eining. — En við og við kemur hljóð úr horni í herberginu þeirra — dularfuli rödd sem kveður þetta erindi úr „Háva- málum“ : Eldi heitara brennur með illum vinum friður flmm daga, en þá slokknar, er hinn sjötti kemur og versnar allur vinskapur. Ósjálfrátt ferðalag? ísafoldar-ritstjórinn er ákaflega æfur við ráðherrann af því, að hann leyfir sér að ferðast um landið og vera stadd- ur á fundum hér og þar. Þá vantar nú ekki ritprýðina á ísafold, þegar þessa er getið, allt úir og grúir af uppnefnum og fúkyrðum. Menn skyldu því ætla, að ritstjórinn í alvöru áliti það einhverja hina verstu óhæfu að vera að ferðast á fundi í héruðum landsins, og yflr höfuð að skifta sór nokkuð af því sem fram fer út um landið. Og það er ekki ráðherrann einn sem fær ofanígjöflna hjá ísafold heldur einnig allir aðrir Heimastjórn- armenn, sem farið hafa á stjórnmála- fundi utan sinnar sveitar. En hvernig hagar nú sjálfur ísa- foldarritstjórinn sér í þessu efni? Hann fór austur á Þjórsárbrúar- fundinn og ætlaði úr þeirri ferð aust- ur á Seljalandsfundinn en hætti við það þegar honum skildist, hve frammi- staða hans á Þjórsárbrúarfundinum hafði verið frámunalega bágborin og sannur „bjarnargreiði" málstað hans og fylgifiskum. Skömmu eftir að hann kom úr þessari frægðarför hélt hann af stað með „Sterling" til Stykkishólms og Flateyjar. í Stykkishóimi dvaldi hann einn dag til að bæta þar fyrir gömlum og nýj- um vini sínum L. H. Bjarnason, sem þar býður sig fram til þingmensku. Má nærri geta, að maðurinn heflr tek- ið nærri sór þann dag og mörgum svitadropanum úthelt, en flest er fyrir vin sinn vel gerandi, og þarf ekki að efast um góðan vilja hjá þeim manni, hverjar sem afleiðingarnar verða. Frá Stykkishólmi hólt ritstjórinn á- fram með „Sterling" til Flateyjar og kom þar að kvöldi dags og átti skipið að fara þaðan aftur að morgni, svo að ekki var um annan tima að gera en nóttina. En gamli maðurinn er dugnaðarsál. Hann rauk strax í land í Flatey til fundar við síra Sigurð Jensson þingm. Barðstrendinga. En sá maður er þeim ókosti búinn að hann er bróðir Jóns Jenssonar yflr- dómara, sem ísafold hatar nú manna mest næst ráðherranum. Segir ekki af viðureign þeirra kappanna annað en það, að um morguninn kom rit- stjórinn aftur um borð í „Sterling" móður og máttfarinn, en talsvert glað- legur á svip. Þóttust menn mega af því ráða að erindi hans hefði ekki orð- ið sem verst. Hélt hann svo með skipinu heim til Reykjavíkur. Ekki leið á löngu eftir heimkomu ritstjóra, að það fór að kvisast að hann hefði unnið síra Sigurð til að hætta við þingmenskuframboð, en ætlaði sjálf- ur að líta í náð til Barðstrendinga og gerast þingmaður þeirra. A sunnudagsmorguninn var, þegar menn koma á fætur í Reykjavík, var búið að tjalda á Austurvelli, á norð- vesturhorni vallarins. Stóð tjaldið þar allan þann dag og næstu nótt, og sást enginn fara þar út né inn, og þótti mörgum alt þetta kynlegt. En daginn eftir gekk sú saga hér um bæinn, að ísafoldarritstjórinn hefði legið í tjald- inu allan sunnudaginn og mánudags- nóttina undir húðfati og ekki bragðað mat og ekki talað orð. En á mánu- dagsmorguninn reis karl á fætur og kallaði Gvend miðil adjutant sinn fyr- ir sig. Ekki vita menn hvað þeim fór á milli. En eftir litla stund fóru þeir báðir um borð í „Ingólf" sem var ferðbúinn til Borgarness. Höfðu þeir með sér ferðaskrínur miklar, reiðfæri og tjald. Ýmsar tilgátur eru hér um þetta ferðalag gamla Björns. Er haft eftir þeim félögum að þeir ætli um hríð að stunda laxveiði við Norðurá. En önnur saga segir að þegai- karl lá í tjaldinu hafi andi komið í tjaldsúluna — því ekkert borð var í tjaldinu — og hafl andinn ávarpað Björn þannig: „Þó þú sért hin mesta fiskifæla skalt þú nú bregða við og fara ásamt Gvendi vini vorum upp að Norðurá og dorga þar fyrir lax. Mun þá koma til þín maður, sem þú ekki þekkir, því hann er dáinn fyrir 500 árum. Hann mun þrífa af þér laxstöngina og brjóta hana á hrygg þér, og segja við þig eins og sagt var við Pétur postula forðum: „Héðan af skalt þú menn veiða*. Hættu þá öllum laxveiða látalátum og far 1 skyndi að fjalla baki til Barða- strandar og boða þar evangelíum frum- varpsfénda. Munt þú verða Pétur post- uli annar í þínum eigin augum og þinna fylgiflska, og komast á þing fyr- ir Barðstrendinga". Sagt er að ísafoldar-ritstjórinn hafl ekki látið segja sér þetta tvisvar. Hafi rokið á stað með miðilinn upp að Norðurá og muni ferðinni vera heitið vestur á land þegar fyrirburðurinn rætist, sem enginn náttúrlega dirfist að efa. JE*iiig-niaiiiiaefiii höfuðstaðarins kvað nú vera búið að ákveða, af frumvarpsmönnum : Guðm. Björnsson landlæknir og Jón Þorláksson verkfræðing. Af Landvarnar-Þjóðræðismönnum: Jón Þorkelsson fornfræðing og Magnús Th. Blöndahl framkv.stjóra. Ótal fleiri hafa verið hér tilnefndir sem þingmannaefni af flokki Land- varnar-Þjóðræðismanna. Má t. d. minna á vísuna sem hér gengur nú um bæ- inn : „ísu“-lið er illa mennt ætlar því að senda á þing „Hara“ drauga-dirigent og „Dodda" yflr-vitflrring. Til Vestmaimeyja fór séra Ólafur fríkirkjuprestur með „Sterling" um daginn, og kom þaðan aftur með „Ceres“ á laugard. var. Séra Ólafur boðaði til fundar þar í Eyjunum og hafði fengið nokkra áheyr- endur, mestmegnis kvenfólk og ung- linga og um 20 kosningabæra menn. Séra Ólafur hafði talað mjög á móti sambandslagafrumv., en engir aðrir höfðu tekið þar til máls nema sýslu- maður, er var frumv. meðmæltur. Sagt er, að séra Ólafi lítizt ekki byrlega á í Eyjunum fyrir sig, og muni vera hættur við að hugsa þar til fram- boðs, enda segja gagnkunnugir menn, að hann muni með engu móti geta fengið fleiri en 20—25 atkvæði þar í Eyjunum. ____________ Á Sveinsstaöafundinum vildi Bjarni frá Vogi ekki kannast við það, að hann vildi fá frumvarpið felt, er ráðherrann bar það á hann. Innan bæjar og utan. Embættispróf í læknisfræði við læknaskólann hér tók nýlega Sigvaldi Stefánsson og fékk 2. einkunn. Fyrri hluta prófs við Landbún- aðarháskólann hefir tekið Páll Zóp- hóníasson frá Viðvík með 1. einkunn. Fyrri hluta prófs við Kaupm,- hafnar háskóla hafa tekið þeir Guð- mundur Skúlason Thoroddsen með 1. einkunn, Björgólfur Ólafsson, Magnús Gíslason og Vernharður Jóhannsson með 2. einkunn. Skipstrand. Gufuskipið „Giventu strandaði 18. þ. m. við Langanes. Það hefir í mörg ár verið í ferðum milli íslands og Englands fyrir kaupfélögin hér. í þetta sinn var það á leið til Sauðárkróks fermt kolum, en átti að taka þar aftur hrossafarm. Þoka var á er skipið strandaði. Það kvað vera svo brotið, að engin tiltök munu vera að ná því út. Menn allir björguðust af skipinu; með því voru þeir Jón alþm. i Múla og L. Zöllner. „Ceres" kom hingað frá útlöndum á laugard. var. Með skipinu kom frá útl. dr. Helgi Péturss. sem dvalið heflr um hríð erlendis. Hingað komu og þeir feðgar Einar Bessi Baldvinsson (sonur Baldvins Einarssonar) í Altona og Baldvin sonur hans í Berlín. Einar er á áttræðisaldri og heflr dvalið er- lendis síðan hann var 10 ára. Hann hefir haft á hendi embætti í Altona, en er nú hættur því starfl og hefir eftirlaun. Baldvin sonur hans er em- bættismaður í Berlín (í ríkisráðaneyt- inu); hann er um fertugt. Þeir fara aftur heimleiðis 1. ágúst. Baldvin fór að Þingvöllum en gamli maðurinn heldur hér kyrru fyrir. Vildi að eius sjá land- ið áður en hann dæi. Margt fleira far- þega var með „Ceres“. Sniíili og- Rakki. Irr, irr, bíttu hann ískrar Surtur smali milli tannanna, og Rakki þýtur af stað eins og ör af álmi, gjamm- andi og geltandi. Irr, irr — Voff, voff, kveður við hátt og lágt, út og suður. Surtur er að þjóna lund sinni, hann sigar á allt sem heilbrigt er. Og Rakki er að vinna fyrir sleikju. Rakki átti einu sinni góða vist, bú og buru, en var svo útsláttarsamur og jafnframt svo grimmur, að hann var rækur gjör frá öllu saman. Nú er hann að vinna fyrir nýrri vist. Irr, irr — Voff, voff. Bj. . . og Bj. . . . V eðupskeyti. Samkv. athugunum kl. 7 árd. Júlí 1908 Loftvog ( millim. et- <3 <x> o* p 3- 8. Veðrátta Hiti (C.) (Rv. 754.2 [A 4 Regn +11.5 Bl. 755.6 Logn 0 Léttskýj +15.0 Þd. 21. < Ak. 757.1 S 1 Þoka + 14.4 Gr. 724.0 SA 3 Heiðsk. +14.0 (Sf. 758.8 Logn 0 Hálfheið + 9.2 |Rv. 751.3 SSA 1 Léttskýj +11.1 Bl. 751.3 Logn 0 Skýjað +13.9 Mi. 22. < Ak. 751.6 Logn 0 Þoka +13.4 Gr. 718.0 SA 2 Skýjað +11.5 (Sf. 753.1 Logn 0 Alskýjað + 10.8 (Rv. 750.4 Logn 0 Heiðsk. + 11.9 Bl. 751.3 Logn 0 Skýjað -12.6 Fi. 23. {Ak. 750.7 N 1 Þoka -10.3 Gr. 718.6 ASA 2 Skýjað -10.7 Isf. 752.2 NA 7 Regn - 9.4 (Rv. 752.2 Logn 0 Skýjað [-12.2 Bl. 753.2 A 4 Skýjað + 10.4 Fö.24. < Ak. 752.0 NNS 1 Þoka +10.0 |Gr. 718.7 N 1 Skýjað + 7.6 Isf. 750.8 SA 1 Skýjað +11.6 (Rv. 752.5 Logn 0 Skýjað +12.4 Bl. 755.1 ASA 5 Skýjað + 9.9 Ld.25. ? Ak. 755.1 NNA i Þoka +10.0 |Gr. 720.5 SA s Skýjað + 9.2 ISf. 754.8 Logn 0 Regn + 8.4 (Rv. 753.2 Logn 0 Alskýjað +11.0 |B1. 753.7 ANA 4 Regn + 7.4 Sd. 2«. < Ak. 752.1 Logn 0 Þoka + 9.0 Gr. 717.7 NNV 1 Regn + 6.9 (Sf. 750.5 SSA 2 Létiskýj +12.3 (Rv. 758.2 ASA 1 Skýjað +10.9 Bl. 758.5 Logn 0 Skýjað + 8.6 Má.27. < Ak. 757 1 NNA 1 Þoka +11.0 |Gr. 724 4 S 2 Skýjað +10.6 Isf. 757.5 Logn 0 Skýjað + 10.9 Aths. Veðurhæðin er reiknuð í stig- um frá 0—12 : 0 == Logn. 1 = Andvari. 2 = Kul. 3 = Gola. 4 = Kaldi. 5 = Stinn- ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 = Snarp- ur vindur. 8 = Hvassviðri. 9. Stormur. 10. = Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri. Rv. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. — Ak. = Akureyri. — Gr. = Grímsstaðir. — Sf. = Seyðisfjörður.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.