Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.09.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 08.09.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 157 snætir y&wr á itiiðri leið. Qerir alla vintiu yðar á helmingi stittri ttma og er helmingi ódýrarl en grænsápa. Suniight varðveitir föt yðar frá skemdum, höndum yðar frá því að verða hrufóttar, og lífi yðar frá þrælavinnu. Hinn fullkomni hreinleiki hennar gjörir það einungis öruggt lyti1- fíngerða knipiinga J/''i^\ og léreft. um iíJ en að þeir iæri fyrst að koma sjálfir fram sem siðuðum mönnum sæmir, áður en þeir ætla sér að ráða lögum og lofum í landinu. Innan bæjar og utan. Fundur um sambandsmálið var haldinn í Good-Templarahúsinu laugard. 5. þ. m. um kvöldið og var til boðið andstæðingum frumv., þar á meðal þingmannaefnum andstæðinga, degi áður en fundinn átti að halda. Þing- mannaefnin komu ekki á fundinn, treystu sér auðsjáanlega ekki að halda uppi svörum fyrir sínum málstað, en hlupu til og boðuðu á fund í Bárubúð sama kvöid andstæðinga frumv. eina. Þeir vilja auðsjáaDlega ekki eiga orða- stað við aðra um sambandsmálið en þá sem eru á sama máli Og þeir, úr því að þeir notuðu ekki þetta tækifæri. Á fundinum skýrði Jón Jensson mjög vel sambandslagafrumv. fyrir mönnum og sýndi fram á hversu stórmikil réttarbót væri í því fólgin. Auk hans t.öluðu þingmannaefnin Guðm. Björns- son og Jón Þorláksson og sagðist báðum vel og að lokum hélt ráðherrann á- gæta ræðu, allir með frumvarpinu. Enginn af andstæðingum þeim er við- staddir voru hreyfði neinum andmæl- um. Á fundi þeim,sem andstæðingar héidu samtímis í Bárubúð, kvað séra Ólafur Ólafsson hafa haldið svæsna ræðu móti frumv., fulla af gífuryrðum og ósann- indum. Hallgr. Sveinsson Fiskup sækir um lausn frá embætti frá 1. október næstk. Hann hefir verið biskup lands- ins í rúm 19 ár. „Ceres“ kom frá útöndum norðan og vestan um land á laugard. var. Fjöldi farþega var með skipinu, þar á meðal fröken Anna dóttir Kl. Jónsson- ar landritara, frá Kaupm.höfn, Gunnl. Þorsteinsson umboðssali, írú Jörgína Andersen, frú Jóhanna Jónsdóttir frá Yiðvík, alflutt. hingað til Péturs banka- ritara sonar sins, KI. Jónsson landrit- ari af skattanefndarfundinum á Akur- eyri, Sighvatur Bjarnason bankastjóri, Sigtryggur Jóhannessou kaupm. á Ak- ureyri o. m. fl. Grlímumeimirnir komu nú heim úr utanför sinni, sem fræg er orðin. Á gr ip af ræðu Halldórs bæjarfógeta Daníelssonar á þingmálafundi Reykvíkinga 6. september 1908. Hann setti fyrst ofan í við M. Th. Blöndahl iramkvæmdastjóra, er talað hafði næst á undan, fyrir það, að ræða hans hefði lítið snert málefnið, sem um ætti að ræða, en verið í þess stað full ai gífuryrðum og að- dróttunum. Af slíku kæmi alt of mikið fram hjá okkur í umræðum um opinber mál, bæði í blöðum og á mannfundum, en það væri engra svara vert. Það, sem hann hefði tek- ið fram um málið, hefði alt verið fá- nýtt, en brígslyrðum hans og getsök- um mætti eins snúa upp á sjálfan hann. Efni málsins væri, að bera saman ástandið, sem nú er, og stöðulögin. Guðm. Björnsson landlæknir og Jón Þorláksson verkfræðingur hefðu gert þetta í ræðum sínum, og hann hefði ekkert fundið athugavert við iram- setning þeirra, en vildi þó bæta því við, að stöðulögin væru, að sínu á- liti, hjer gildandi, því að til þeirra væri vitnað í 8. gr. stj.skr. 1903, sem hefði verið samþykt at alþingi íslendinga á 2 þingum (1902 og 1903), og þar með væru þau orðin samn- ingur um rjettarstöðu íslands í sam- bandinu við Danmörku, þar sem þau áður hefðu verið einhliða lög, vald- boðin af Dönum. Ræðumaður vitnaði til byrjunar- orða frumvarpsins: »ísland er frjálst og sjálfstætt land“ o. s. frv. og kvaðst ekki geta betur sjeð, en að þau fælu í sjer fullveldi okkar yfir öllum okk- ar málum. Sá maður væri sjálfstæð- ur kallaður, sem rjeði öllum sínum málum og væri öðrum óháður, og eins væri hjer. Utanríkismálin og hermálin væru af andstæðingum frumvarpsins kölluð „óuppsegjanleg" mál, en þetta væri ekki rjett. I frumvarpinu stæði ekk- ert um það, að þau væri óuppsegjan- leg, en það væri, þvert á móti, gert ráð fyrir því gagnstæða í ástæðun- um eða athugasemdunum. Þessum málum væri að eins að því leyti öðruvísi fyrir komið, en hinum sam- eiginlegu málunum, að uppsögn á hinum síðarnefndu væri bundin við ákveðinn tíma, en engin tímatakmörk ákveðin um hermál og utanríkismál. Ástæðan er sú, að Dönum þykir ekki hlýða, að setja tímabundinn uppsagnarfrest um þessi mál, af þvf að þeir setja þau í samband við kon- unginn og telja frágingssök, að hafa sameiginlegan konung án þess að þessi mál sjeu sameiginleg. En að því er slit á sambandinu um þessi mál snertir, verður að fara eftir hlut- arins eðli, og hlutarins eðli er hjer hinn eðlilegi rjettur Islands til þess að ráða öllum sínum máíum, og sá rjettur er viðurkendur af Dönum, viðurkendur í frumvarpinu með því, að Danir hafa lýst því yfir, að þeir vilji ekki þröngva neinum dönskum yfirráðum upp á íslendinga. Ræðumaður sýndi fram á það með ljósum rökum, að deilan um þýðing- una á orðunum í 2. tölul. 3. gr. („göres gældende" og „Medvirkning") væri ástæðulaus, af því að sambandið og hugsunin í greininni sýndi það ljóslega, að íslenska þýðingin .væri rjett. Flitt! F1 1 Skóverzlnn og skösmiðavinnusloja Lárusar G, Lúðvígssonar er flutt úr Ingólfsstræti 3 í Pingholtsstræti 1x1*. Í2 (á neðra horni Pingholts- o-ar Bankastrætis). Munið þetla, pvi þnð er nauðsynlegt Jwerjnm, er kaupa viil vnndaðnn. fallegan og ódijran skófatnað. r 1 verður haldið áfram með sama fyrirkomulagi og að undanförnu. — Skólinn verður settur 1. okt. Öll börn velkomin frá 6 14 ára meðan rúm leyfir. — Fermdir unglingar geta átt kost á að taka þátt í sjerstökum námsgreinum fyrir afarlágft g-jald. — Menn, sem ætla að nota nefndan skóla, eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst, áður en rúm þrýtur. 10—14 ára börn geta fengið inngöngu í þennan skóla án undanþágu sbr. bréf borgarstjóra dags. 31. f. m. Umsókn fyrir þau börn þarf helst að vera komin til mín fyrir 18. þ. ni. Öll ritföiuí og sltólaáliölil fásl lijá undirrituðum. Reykjavík, 7. sept. 1908. Asgr. Magfnússon. Lítið þótti ræðumanni til þess koma, að sumir vildu nú gera Gamla sátt- mála að frelsisskjali og byggja á honum rjettindi landsins nú. Hann sagði, að sá sáttmáli hefði altaf, þegar hann mintist hans, freirur bakað sjer hugraun en hugfró, því að hann væri hið mesta afsal á rjettindum lands- ins, sem nokkru sinni hefði farið fram, og það, að sjálfstæði landsins hefði síðan farið þverrandi, ætti rót sína að rekja til þess sáttmála; sjerfræð- ingar í þeirri grein virtust nú vera orðnir samdóma um það, að verslun- areinokunin, hin stærsta meinsemd, sem gengið hefði yfir þetta land, stafaði frá Gamla sáttmála. Það væri fjarstæða, að ætla sjer að byrja nýja stjórnmálabaráttu á sllkum grundvelli. Ef frumvarpið yrði felt og stjórnmáladeilunni haldið áfram, gæti ekki verið um annað að tala en skilnað. En varhugavert væri að leggja út í þá baráttu. Frum- varpsandstæðingar virtust ætla, að Island gætu fengið hlutleysisviður- kenningu hervarnalaust, en þetta væri rangur skilningur. Einn af leiðtogum þeirra hefði nýlega sagt við sig, er ræðumaður hefði vakið eftirtekt hans á þessu, að þá væri ekki annað en fá vernd einhvers stórveldisins. En hvað eigum við að láta í stað- inn? hafði ræðumaður spurt. Leyfa því t. d. fiskiveiðarjett í landhelgi, svaraði hinn. Nú hefði nýlega verið reiknað út af frumvarpsandstæðingum, að Danir mundu taka frá okkur 240 millj. kr. með landhelgisveiðunum. En ræðu- maður spurði, hvað menn hjeldu að milljónirnar yrðu margar, sem t. d. Englendingar flyttu úr landhelginni, ef þeir fengju rjett til hennar fyrir verndina. í blaði, sem út kom daginn áður, hafði ræðumaður lesið, að kjósendur hefðu verið ámintir um að minnast hinnar alkunnu vísu eftir Jónas Hall- grímsson: „Veit þá engi’ að eyjan hvíta" o. s. frv., klippa hana út úr blaðinu og hafa hann með sjer á kjör- fund. Þó að svo gæti virst sem í þessu fælist nokkurskonar móðgun til kjósenda, þar sem gert væri ráð fyrir því, að þeir myndu ekki eftir því, að þeir væru að greiða atkvæði um velferð landsins og framtíð, þá gæti samt verið gott, að hata þessa vísu í huga, því að ræðumaður væri sann- færður um, að Island hefði aldrei att kost á að stfga jafnlangt skref til að „hrista af sjer hlekkina" og til tuils sjálfstæðis, eins og þeir ættu nú, með því að samþykkja þetta frumvarp. Tekjur landssímans um 2. ársíjórðung 1908. Símskeyti : Innanlands ............... Kr. 2304,60 Til útlanda ..Kr. 18,762,85 Þar af hluti útlanda — 15,104,39 Hluti íslands .............. — 3658,36 Krá útlöndum hluti íslands ... — 1434,38 Símasamtöl................. — 6153,80 Talsímanotendagjald......... — 824,55 ’Vextir.afgjöld ogaðrartekjur*)ca. — 1476,93 Samtals Kr. 15,852.62 *) Afgjald frá talsímafélagi Reykjavíkur er hér meðtalið fyrir 1. og 2. ársfjórðung, og er áætlað 750 krónur. Reykjavík 20. ágúst 1908. Forberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.