Reykjavík - 22.09.1908, Qupperneq 2
166
REYKJAVIK
arinnar á eld æstra tilfinninga barna
og unglinga, kveiktan og kyntan af
misjöfnum hvötum ýmsra miður vand-
aðra bjóðmálaskúma.
Ávextirnir verða eftir því, hverju
niður er sáð.. Úrslit kosninganna eru
ávöxtur kosningabaráttunnar, og fyrst
að hún var óhyggileg, ódrengileg og
rangsleitin, er ekki við öðru að bú-
ast en að kosningarnar séu eins. Þjóðin
hefir hafnað öllum þorra frambjóð-
enda frumvarpsmanna, og fylt þing-
bekkina af andstæðingum sambands-
málsins. Hún hefir hafnað fjölda marg-
reyndra dugandi þingmanna og fjölda
ákjósaniegustu þingmannaefna, en valið
sér í þeirra stað margan þann mann,
sem fáir munu hafa hugmynd um
hvert þarflegt erindi eigi inn í þing-
salinn.
Eitt með mörgu öðru, verður það
einkennilegt við þetta nýa þing, og
ekki sem heppilegast, að um fjórði hluti
allra þjóðkjörinna þingmanna er rit-
stjórar. Þó vér nú að sjálfsögðu ját-
um að ritstjórar geti verið ' nýt-
ir menn, þá er stöðu þeirra þannig
háttað, að þjóðinni mun vera hollara
að blaðstjórarnir standi utan við þing-
ið og dæmi um gjörðir þess sem
áheyrendur, en ekki sem þátttakendur
í því sem þar geri&t, eða með öðrum
orðum verði dómarar í sökum sjálfra
sín. Flokkur bænda og atvinnurek-
enda eykst ekki á þessu þingi, og æpti
þó þarfatól Landvarnar-Þjóðræðisliðs-
íns „ísafold“ ekki svo lítið um það í
vetur sællrar minningar
____^________X.
jjréf jrá Winnipeg
24. ágúst 1908.
Heiðraði ritstj. „Rvíkur".
í tilefni af öllum þeim frelsunar-
hávaða, lýðveldis-aðskilnaðarvizku etc.
ásamt þeim yfirlýsingahljómi vestan
að, lángar mig til að senda þér fáeinar
línur. Mér blöskrar svo ópin, lýgin og
-skrípaskapurinn, sem yður berst að
vestan, að ég get ómögulega setið á
mér að mótmæla, aðeins frá hálfu
Winnipegbæjar, rétt einstöku atriðum.
Að ætla að fara að elta það/allt, væri
ógjörningur. Ég byrja á að taka það
fram, að Vestur-íslendingar eru ekki
allir með Sk. Th., að það eru hér menn,
sem halda að hann hafi gjört ilia í
nefndinni, hafi unnið illt verk með því
að einangrast með ósanngjarnar og
óskynsamlegar kröfur; að hér eru
menn, sem álíta samningana góða, og
það bezta til frelsis og sjálfstæðis, sem
íslendingar hafa átt kost á síðan þeir
skrifuðu undir gamla sáttmála. Að
hér eru menn, sem álíta að með þess-
um samningum sé öllu því náð, er
Jón Sigurðsson fór fram á; að þetta stríð
á möti samningum sé ekki sprottið
af föðurlandsást eða frelsisþrá af hálfu
þeirra er harðast berjast og bezt vita
hvað þeir eru að gjöra; að Heima-
stjómarflokkurinn sé sá virkilegi fram-
faraflokkur, en þeir, sem nú berjast á
móti sambandslagafrv. séu reglulegir
afturhaldsdurgar,ogsumirþeirra séu sér
þess meðvitandi að þeir séu að níðast á
föðurlandinu, þar sem þeir eru að vinna
á móti samkomulagi við Dani og skyn-
samlegum samningum, er gefa íslandi
aðskilnað frá danska ríkinu og veg til
fulls sjálfstæðis og sjálfræðis, hvenær
sem íslenzka þjóðin er að fullu fær
nm að stjórna sér sjálf, þ. e. fær um
að gjörast lýðveldi.
Næst tek ég það fram, að hér hefir
verið mótmælt þessu aðskilnaðarhrópi
á Winnipeg-fundum, enda þó það væri
erfitt, þar eð hinir stóru(!) leiðandi menn
hér, afturhaldsdurgarnir verstu, kirkju-
legir og pólitískir, tóku höndum saman
með að viðhafa ójöfnuð og ofbeldi.
Hér hafa verið haldnir 3 fundir í
Winnipeg, 2 af hálfu afturhaldsmanna
en 1 af hálfu sambandsmanna.
• Hér hafa talað á fundum með frum-
varpinu 6 menn í allt, það ég man :
Jóhannes Sigurðsson bæjarstj. á Gimli,
Rögnvaldur Pétursson, prestur Únítara,
Guðmundur Árnason, prestaskólastú-
dent (Únítari), Jón Runólfsson skáld,
Sigurður Vilhjálmsson skósm., S. B.
Benediktsson útgefandi „Freyju“.
Og þessir menn og margir aðrir, sem
hneygðust að írumvarpinu, litu svo á,
að þessi fundahöld væru vitleysa og
atkvæðagreiðsla manna að eins til þess
að auglýsa fáfræði þeirra og skrílshátt.
Þess vegna gréiddu þessir menn ekki
atkvæði með eða móti, nema tiltölu-
lega fáir menn. Og það mun stíft að
segja að helmingur manna á fundum
hafi greitt atkv. með þessum gífurlegu
uppástungum frá þjóðfrelsisféndum, hvað
þá heldur meira, stundum minna. En
það var eins og sundrungarmönnum
sýndist sá einn vegur í þessu máli, að
ná atkvæðagreiðslu, og fyrir því börð-
ust þeir hart.
Með breytingum Skúla hafa talað hér
Lárus Sigurjónsson prestaskólakand.
(hann las langt erindi skrifað), Jón
A. Johnson (einnig skrifað), Jón
Bjarnason prestur, Friðrik Bergmann
prestur, J. Bfldfell W. H. Paulson,
Jóh. Sólmundarson prestur Únítara,
Skapti Brynjólfsson uppgjafa þingm. frá
Dakota, Finnur Jónsson trésmiður,
Sigurj. Jónsson málari, Matth. Þórðar-
son, Selkirk.
Blöðin bera með sér hverjir boðuðu
til fyrsta fundarins. En þar réri á bak
við Friðrik Bergmann, er setti J. A.
Johnson af stað. Átti að safna fé
meðal manna og senda svo þennan
J. A. Johnson heim með hrúguna í
kosningasjóð ísafoldar. Það var hug-
myndin og meir en það, því uppástunga
þess efnis kom frá þeim skriftlærðu,
Lárusi og Jóni, á fyrsta fundinum. Það
var Friðriks fluga, sem E. Hjörleifsson
skildi eftir í honum í fyrra. Þaðan
er allur þessi lýðveldis vísdómur kom-
inn til vor Vestur-íslendinga. Séra Jón
Bjarnason andæfði þessari peningasöfn-
un, og þeir, er hann elta, en hinir urðu
sterkari. Svo allt, sem þeir gátu gjört
fyrir þjóð sína, var að ráðleggja henni
að una í sama bandi og hún hefði
verið í. Neita samningum við Dani
og bara verða lýðveldi á vörunum, eins
og það heíði verið. Já, þetta varð öll
stjórnvizkan. Reyndar komu fram ýms-
ar hugmyndir frá þessum mönnum:
Matthías Þórðarson vildi að heim flyttu
4 fjölskyldur í hverja sýslu á íslandi,
til að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu og
fella stjórnina. J. P. Sólmundarson
vildi að allir ísl. kæmust heim til að
deyja. Skapti Brynjólfsson vildi að
einhver önnur þjóð gleypti ísland en
Danir, en taldi víst að það yrði gleypt.
Var hræddur um að Danir færu heim
til íslands til að fiska, þegar þeir gætu
fengið þegnrétt!! Svipað töluðu Sigur-
Úrsmíðavinnustofa
Oarl F. Bartels
Laogaregi <6. Tilifn( 137.
jón Jónsson og W. H. Paulson. Friðrik
Bergmann vfldi gjöra ísland að lýð-
veldi (Einars lýðveldi) og þetta var ráðið,
að neita samningnum, eða öllu heldur,
taka breytingar Skúla. Þetta var ann-
ars hálfhlægilegt frelsislið, en svo ein-
beitt og djarfmannlegt. Og þegar voru
samankomnir á einum palli 30 leið-
togar Vestur-ísl., þá bar á þeim, með
sauðina fyrir framan sig, ávalt reiðu-
búna til að þóknast höfðingjunum með
því að auglýsa fáfræði sína og flóns-
höfðaskap.
Þriðji fundurinn, er haldinn var af
sambandsmönnum, fékk hvorki sal
Únítara eða Good-templara, því vissir
menn voru alltaf á varðbergi til að
spilla fyrir þeim. Samt fundu sam-
bandsmenn sal, og þá skoruðu þeir á
5 menn úr hinum fl. að mæta sér,
en að eins 2 af þeim komu og talaði
hvorugur þegar til kom, og enginn fyrir
Skúla á þeim fundi nema Sigurjón
Jónsson, og hefði Skúli verið betur kom-
inn án hans. Sá fundur var til að
ræða málið og lesa upp úr blöðum að
heiman það, er þótti þess vert, til að
leiðbeina skilningi manna. Sá fundur
var aðallega mótmæla-fundur móti hin-
um fundunum, vegna þess hvað illa þeim
var stjórnað. Var þessi sambandsmanna-
fundur vel sóttur og fór að öllu vel
fram.
Öll vikublöðin hér eru með þjóð-
féndum. Og er því ómögulegt að skrifa
um þetta mál nema frá einni hlið.
Jón August gat fengið „Kringlu“ til að
skrökva því, að stjórnarblöðin, „Lögr.“
og „Rvík“ hefðu ekki þorað að láta sjá
sig síðan nefndarálitið hefði verið birt.
Þau áttu víst ekki að þora að láta
hann sjá sig. Þenna líka kappa. Þessi
J. A. 'gengur með $ 150 bankaávísun
frá manni í Chicago í vasanum, er
átti að fara í sjóð Skúla. Leiðinlegt
að þurfa að skila henni aftur.
Nú hefir verið boðað til almenns
fundar, til að neyða íslendingadags-
nefndina til að láta af hendi úr sjóði
peninga til að borga fyrir fundarsal
og símskeytasendingar. B. L. B. rit-
stjóri „Hkr.“ ætlaði bara að taka féð
úr sjóðnum, en 7 af 9 í nefndinni báðu
hann að láta sjóðinn kyrran. Þá reidd-
ist B. L. B. og kvaðst skyldu hafa þá
samt og tekur nú þetta ráð. Mun hann
fara að verða sér illa til minnkunar og
fá megna mótstöðu og verða frá að
hverfa. Svo ferst sundrungarmönnum
fjárheimtan.
Með vinsemd og virðingu.
S. B. Benedidsson.
Rakalaus ösannindi
eru það í „ísafold“ 19. Þ. m* 86111
„Ingólfur" svo náttúrlega étur eftir
henni næsta dag — að ráðherrann sé
boðaður utan á konungsfund. Ráð-
herrann heflr engin slfk boð fengið.
Annaðhvort hefir einhver, sem þekk-
ir vel trúgirni ísafoldar-ritstjórans,
bundið þetta upp á karlinn, til þess
að láta „ísafold“ og dilkana hlaupa með
það um landið, eða þá að það er
klaufaleg tilraun til þess að bendla
stjórn vora óbeinlínis við fráför danska
ráðaneytisins og Alberti hneykslið.
AtkYæðagreiðslan
við nýafstaðnar alþingiskosningar var
eingöngu miðuð við sambandslagafrum-
varpið. Menn greiddu atkvæði með
eða móti frumvarpinu, og hefir atkvæða-
greiðslan fallið þannig í kjördæmunum :
í Reykjavík 455 með frv. 579 á móti
- Borgarfj.sýslu 111 — - 168 - —
- Mýrasýslu 96 ' - 108 - —
- Dalasýslu 48 — - 156 - —
- Snæfellsness. 192 — - 276 - —
- Barðastr.s.*) 70 — * 274 - —
- V.-ísafj.sýslu 94 — - 157 - —
- ísafj.kaupstað 83 •— - 157 - —
- Strandasýslu 86 — - 99 - —
- Húnav.sýslu 157 — - 235 - —
- Skagafj.sýslu 181 — - 387 - —
- Eyjafj.sýslu 341 — - 106 - —
- Ak.eyr.kpst. 136 — - 146 - —
- S.-Þingeyj.s. 275 — - 115 - —
- N.-Þingeyj.s. 58 — - 107 - —
- N.-Múlasýslu 179 — - 181 - —
- Seyðisfj.kpst. 57 — - 56 - —
- S.-Múlasýslu 269 — - 221 - —
- A.-Sk.fellss. 41 — - 82 - —
- V.-Sk.fellss. 60 — - 90 - ’
- Rangárv.s. 234 — - 211 - —
- Vestm.eyjum 77 — - 43 - —
- Árnessýslu 182 — - 355 - —
- Glbr. og Kj.s. 82 — - 530 - —
Alls 3564 4839 - —
Verður þá á öllu landinu 1275 atkv.
fleira á móti frumvarpinu en með því.
í Norður-ísafjarðarsýslu fór engin
atkvæðagreiðsla fram, og verður því
afstaða kjósenda þar gagnvart frum-
varpinu ekki sýnd með tölum.
Y firlýsing'.
Að gefnu tilefni, lýsum vér undir-
ritaðir yfir því, að Ungmennafélag
Reykjavíkur hefir eigi á nokkurn hátt
átt þátt í neinu því, sem fram hefir
farið við nýafstaðnar alþingiskosningar
í Reykjavík.
Þessu til sönnunar viljum vér geta
þess, 1. að sérmál stjórnmálaflokka
geta alls eigi átt heima í félagsskap
vorum, sökum þess, að þar eru menn
úr öllum stjórnmálaflokkum, og er það
því öllum Ijóst, að félagsskapur vor
gæti alls eigi þrifist, ef slíkt ætti sér
stað.
2. að ávarp það, sem sent var til
kjósenda Reykjavíkurbæjar var sam-
þykt á fundi ungmenna Reykjavíkur
en alls eigi á fundi Ungmennafélags
Reykjavíkur, og félag vort eigi á
nokkurn hátt við það riðið. 3. að
félag vort átti ekki minnsta þátt í
róstum þeim, sem urðu á Vonarstræti
og göngunni suður Tjarnargötu kosn-
ingadagskvöldið, og því sem þar fór
fram. Er það því algjörlega rangt að
bendla nafn Ungmennafélags Reykja-
víkur við þann áburð.
Af þessu er það augljóst, að allur
orðasveimur um hluttöku Ungmenna-
félags Reykjavíkur við fyrnefndar kosn-
ingar er uppspuni einn og ósannindi,
og þeir menn ósannindamenn, er halda
því á lofti.
Annars er það algengt, að kenna
Ungmennafélögum um allar þær róst-
ur, sem fram fara á götum bæjarins,
jafnvel þótt þær séu eigi af völdum
annara en fyllirafta og götustráka, og
er þetta svo lúalegur óhróður, að eigi
er svara verður.
Reykjavík, 11. sept. 1908.
Stjórn Ungmennafélags Reykjavíkur.
Ásmundur Gestsson Ársœll Árnason.
Carel Sveinsson. Elías Pálsson.
Guðbrandur Magnússon.
Jóh. Óskar Láruss. Porkell P. Klemcnlt.
Það er ekki gott að verjast brosi,
þegar. maður ber saman framanskráða
yfirlýsingu Ungmennafél.stjórnarinnar
og þakkarávarp þingmannanna hér til
æskumanna bæjarins, sem þeir hafa
birt í blaðaþríeiningunni Isafold, Ing-
ólfi og Þjóðólfi. — Þar þakka þing-
mennirnir æskumönnunum með hjart-
næmum orðum fyrir það, sem st.jórn
Ungmennafélagsins fyrirverður sig fyrir
að íáta bendla æskumennina við.
*) Frumvarpsandstæðingarhafatalið Guðm.
Björnsson sýslumann andvígan sér, og ísaf.-
íitstjórinn bauð sig fram á móti honum, og
þykir þvi rétt að setja atkvseði þau er hann
fékk, frumvarpsmegin.