Reykjavík - 14.04.1909, Blaðsíða 4
80
REYKJAVIK
tælle til Belysning af mine private
Motiver til at holde af Danmark. Og
skönt jeg vei nok blandt islandske
Politikere anses for at være i særlig
Grad danskvenlig, er min Opfattelse af
Danmark ikke paa noget Punkt i Mod-
strid med mine Landsmænds. Der har
overhovedet paa Island kun en kort
Tid, i Begyndelsen af Halvfjerdserne,
hersket nogen Uvilje overfor Danmark,
en vis kölig Tiibageholdenhed, som
jeg iövrigt straks meget kraftigt be-
kæmpede. Men siden har der paa Js-
land kun været Onske om at bomme
i det bedst muligt Forhold til vore
Brödre i Danmark. Ðer er indenfor
mit Parti to eller tre Separatister, men
deres Tále om cn Adskillelse fra Dan-
mark anser vi andre, ja, jeg kan sige
det islandsbe Folk, for rent Fantasteri.
Der er hos os ingen Tvivl om, at
Dánskeme er det Folk i Verden, vi
staar oss bedst ved at være forenede
med. I hele den islandske Presse vil
man næppe for Tiden kunne flnde et
eneste tívenligt Ord mod Danmark.
— Lösrevne Ord, siger Retaktör
Jonsson med et Skuldertræk, kan man
jo altid lave et Ojedliks Sensation paa.
Revet ud af Sammenhængsn, pyntet
op med Gaaseöjne osv., kan et Citat
fra en islandsk Avis máaske bringe
Vort Lands Journalistér til at tfo paá
en islandsk Revolution. Men derfor
bryder dog ingen Revolution ud paa
Island. A. S.
Á. íslenzku:
Aístaða ínlandH til
Danmerkur.
Viðtal við væntanlegan ráðherra
Islands, Björn ritstjóra Jónsson.
Vér hittum Björn ritstjóra Jóns-
son á „Hotel Kongen af Danmark«,
því þar búa íslensku þingmennirnir
meðan þeir dvetja hér. Nú — eftir
viðtökurnar á Amalíuborg — var
hann fús til að láta í ljósi skoðanir
sínar á íslenskum stjórnmálum.
„Mér er það þvi ljúfara", sagði
hann, „sem útlit er fyrir, að hjá
sumum dönskum blöðum sé rikjandi
ótrúleg vanþekking á íslenskum hugs-
unarhætti. Þær móðganir, sem fram
hafa komið í „Vort Land“, einkum
gegn mér persónulega, fá hárin til
að rísa á höfði mér. Mér hefur
verið lýst eihs Og grimmum Dana-
hatara, og það hefur verið látið svó
sem Islendingár hefðu það eitt bak
Við eyrað, að brjótast frá Dánmörku,
að íslensk blöð bergmáli af hermd-
arópum gegn öllu dönsku. Það er
enginn fótur fyrir þessu! Danahat-
ur er álgerlega óþekt á Islandi, og
að einmitt Skuli vera bent á mig
eins ög dæmi upp á Dánahatara —
ekkert hef ég undrast meira nú í
margt ár".
— „Það eru nokkrar greinar, sem
stóðu í »Isafold« síðastliðið haust,
sem sjerstaklega hafa æst menn" —
En það er að gera heilan hænsna-
hóp úr einni lítilli fjöður. En svo
er mál með vexti, að þessar grein-
ar komu í blaðið meðan ég var að
heiman í kosningabarátíunni. Eg
sá þœr ekki sjálýur fyr en vitnað
var til þeirra í dönskum bl'óð-
um. Eg gat ekki að mér gert
að brosa að þeim; þær voru eftir
ungan faula, sem trnnaðarmaður
minn við blaðið hafði ekki haft
nægilega gát á. Ég hef aldrei rit-
að eitt einasta óvingjarnlegt orð um
Danmörku né Dani, meðal annars
vegna þess, að ég bæði frá stú-
dentaárum mínum og síðari dvalar-
tímum í Danmörku, og svo vegna
ætternisbanda við ýms dönsk heim-
ili, hef aðeins að geyma bjartar end-
urminningar frá Danmörku og gott
hugarþel til hinnar dönsku þjóðar.“
Og formaður þingsins segir af
mikilli kurteisi og brosir við:
„—Ég álít engar konur í heimin-
um eifls ástúðlegar og danska kven-
fólkið".
Og harifl bætir við:
Danskur læknir, prófessor Sax-
torph, bjargaði Iffi mínu með hold-
Skurði á Kommuflespítalanum — og ég
gæti fært tií sæg af‘líkum dæmum,
sem sýna, hverjar ástæður ég sér-
staklega hef tií að láta mér þykja
vænt um Danmörku. Og þótt ég
reyndar meðal íslenskra stjórnmála-
mánna sé talinn afbragðs-Danavin-
ur, þá er sá hugur, sem ég ber til
Danmerkur, eigi á nokkurn hátt ann-
ar en landa minna. Yfir höfuð
hefur ekki átt sér stað á íslandi
neini} J'mugustur fl? fáleika-kali
gegrt Danmörku nemá dálítinn tíma
eftir 1870 og gekk ég þá þeg-
ar fram móti honum mcð oddi og
egg. En síðan hefur það verið ein-
dregin ósk manna á íslandi, að koma
sér sem best við bræður vora í Dan-
mörku. Innan flokks míns eru tveir
eða þrír skilnaðarmenn, en tal þeirra
um skilnað við Danmörku teljum
við hinir fimbulfamb, og mér er
óhætt að segja, að íslenska þjóðin
er þar á sama máli. Vér erum í
engum efa um, að okkur er hagan-
legra að vera í sambandi við Dan-
mörku, en nokkra aðra þjóð í heimi.
Nú sem stendur er tæplega hægt
að finna óvingjarnlegt orð um Dan-
mörku nokkurstaðar í íslenskum blöð-
um.
Altaf er hægt að æsa í svipinn
með orðum, sem rifin eru úr réttu
sambandi, segir Jónsson ritstjóri og
yftir öxlum. Sundurlausar setningar,
rifnar úr réttu sambandi og skreytt-
ar með gæsalöppum geta ef til vill
komið blaðamönnunum við „Vort
Land“ til að trúa á íslenska stjórn-
arbyltingu. En þar fyrir verður samt
engin stjórnarbylting á íslandi.
[Framh.].
fordæma B. J. undantekningarlaust.
Skýrsla um stúdentafundinn.
Stúdentafundur var haldinn hér í
Höfn 1. þ. m. og hafði forsetum al-
þingis verið boðið á fundinn, en þeir
komu ekki. — Qísli Sveinsson var
frummælandi og talaði þungum og vel
völdum orðum um framkomu hins
nýja ráðherra Björns Jónssonar gagn-
vart dönskum blaðamönnum. Áleit
hann, að ráðherra hefði gert Islend-
ingum lítt bætanlegan skaða, því að
það væri ekki heppilegt að íslenzkir
stjórnmálamenn rynnu frá orðum sín-
um og gjörðum, er þeir ættu tal við
Dani. Kvað hann erfltt myndi verða
að bæta brot Bjarnar. Kvað hann nú
ekki annað fyrir hendi, en að stefna
beint að skilnaði. — Siguröur Ouö-
mundsson tók í sama streng og Gísli
og kvaðst hafa hinn mesta viðbjóð á
því, sem Björn ráðherra hefði trúað
dönskum blaðamönnum fyrir. Hann
furðaði sig á matarlyst Bjarnar Jóns-
sonar, að hann skyldi á fám dögum
geta hámað í sig marga árganga af
„ísafold", því að þéir mundu að öll-
um líkindum vera æði ónotaleg fæða.
Benti hann mönnum á hversu ólík
framkoma Bjarnar væri framkomu
Hannesar Hafsteins gagnvart dönskum
blaðamönnum, því að Hánnes Hafstein
hefði aldrei smjaðrað fyrir þeim. Ánri-
ars kvað hann athafnir Bjarnar ekki
hafa komið sér á óvart. — Jón Svem-
bj'órnsson svaraði árásum Gisla og Sig-
tirðar á íslenzku rieffldarmennina og
kvað það nú mundu fara að komá í
Ijós, hversu mikið glapræði það væri
að hafna frumvarpinu. Hann kvaðst
vera öldungis sammála Gisla og Sig-
urði, að því er snertir framkomu
Bjarnar Jónssonar og kvað það grun
sinn, að Björn mundi ekki verða lang-
gæður í ráðherrasessinum. — Oddur
Hermannsson sagði að gott væri, að
ferð forsetanna hefði orðið til þess að
lyfta hjúp þeim, sem hvílt hefði yfir
flokkabaráttunni undanfarin ár. Frum-
varpsféndur hefðu sífelt ranglega bríxl-
að frurrivarpsmörinum um liahádaður,
en nú gætu þeir það ekki framar, því
að forustumaður þeirra, nýi ráðherr-
ann, hefði náð því hámarki Dana-
smjaðurs, sem enginn dirfðist að full-
yrða, að nokkur íslendingur hefði náð,
eða yfir höfuð mundi geta komizt að.
Kvað hann Landvarnarmenn að nokkru
leyti geta sjálfum sér um kent, hvernig
komið væri, þar sem þeir hefðu verið
pólitiskir fóstbræður Bjarnar Jónssoriar
og hann hefði í raun og veru verið
forustumaður frumvaipsandstæðinga.
— Andrés Björnsson mótmælti því
harðlega, að Landvarnarmönnum væri
bendlað viö Björn Jónsson og kvað þá
enga ábyrgð bera á gerðum hans.
Kvaðst hann ekki geta þolað það, að
Birni Jónssyni væri klínt á Landvarnar-
menn. Sigurður og Gísli töluðu í líka
átt. — Jóhann Sigurjónsson skáld
talaði ágætt erindi um kosti þá, sem
frumvarp sambandslaganefndarinnar
hefði í sér fólgna. Sýndi hann Ijóslega
fram á, hve vanhugsað það væri, að
ætla sér að skilja við Dani fyrst um
sinn. Var harin sammála íyrri ræðu-
mönnum um athafnir Bjarnar Jóns-
sonar. Urðu svo nokkrar frekari um-
ræður um riýja ráðherrann.
FUndurínn fór í alla staði vel og
skipulega fram og var engin ályktun
gerð. En skorað var á stjórnina að
reyna að fá Björn ráðherra Jónsson til
að koma á furid kvöldið eftir. Stjórnin
varð við þeirri áskorun, en Björn Jóns-
son neitaði að koma á fund og bar
fyrir sig tímaleysi. Varð því ekki af
fundi og féll mönnum það illa.
Frá Akureyringum.
Hér ber ekkert til tíðinda í bænum.
Hugir flestra eru í Reykjavík um þessar
mundir. —
Leikið er hér af og til. Leikhúsið
er talsvert betra en það sem Reykvik-
ingar verða að nota. Það er eign
G.-T.-reglunnar, er kom því upp með
öflugri og einbeittri aðstoð Guðlaugs
bæjarfógeta, er fékk bæinn til að hlaupa
undir bagga. En nú fá Reykvíkingar
sennilega „þjóðleikhús" fljótlega og
verðum við þá í öðrum flokki.
í dag er afmæli eins hins mest og
bezt metna borgara Akureyrar Friðriks
konsúls Kristjánssonar og blakta fánar
víðsvegar um bæinn í tilefni af því.
Annars sjást þeir sjaldan nema við
skipakomur og jarðarfarir.
Skrítið þótti okkur að heyra að
Einar Hjörleifsson væri ráðinn skrif-
stofustjóri alþingis. En hann er ef til
vill reglusamur, duglegur, vandvirkur
og afkastamikill skrifstofumaðuv ? Og
svo er hann ennfremur gamall vinnu-
maður „ísafoldar" og á skilið trúrra
þjóna verðlaun. Akureyringur.
Reykjavíkurfréttir.
T í ð i 11
ágæt þessa daga.
Shipakomur.
„Sterling" kom á Páskadagskvöld
frá útlöndum og með henni fjöldi far-
þega. Auk forsetanna má nefna frú
Valgerði Benediktsson, Th. Thorsteins-
son kaupmann og son hans, Finn Ól-
afsson umboðssala, Boga Brynjólfsson
cand. jur,
Stúlka bi‘ehniir ínni.
Óguþlegitr bruni
varð hér í bænum á Páskanótt.
Brann húseign Samúels trésmiðs Jóns-
sonar við Skólavörðustíg til kaldra kola.
Það er hald manna að kviknað hafi
í húsinu af lampa er látinn var loga
í mannlausu herbergi á efra lofti. Varð
gömul kona fyrst eldsins vör og vakti
fólkið. Var þá alt komið í bjart bál
á efra lofti. Fólk bjargaðist út, og
björgunarliðinu, sem kom að í þeim
svifum, tókst að koma út miklu af
húsgögnunum á neðsta lofti. En meðan
á þeirri björgun stóð hafði stúlka ein
er bjó í húsinu, Elín Jónsdóttir að
nafni, dóttir konunnar er fyrst varð
vör við eldinn, farið inn í húsið og
sjálfsagt ætlað að bjarga einhverju af
munum þeirra mæðgna. Höfðu engir
veitt því eftirtekt að hún fór inn, og
brann hún þar til kaldra kola. Hefir
jafn hraparlegt slys ekki skeð hér í
manna minnum við slík tækifæri.
Á efri hæð hússins bjó Helgi Hann-
esson úrsmiður, varð litlu eða engu
bjargað af innanstokksmunum hans.
En þeir voru vátrygðir. Aftur á móti
tókst að koma út miklu af munum
Þorsteins Sigurgeirssonar sem bjó á
neðri hæðinni, en þeir voru óvátrygðir,
og hefir hann beðið allmikið tjón af
skemdum. Tiltölulega mestu tjóni
heflr þó móðir stúlkunnar sem brann
orðið fyrir, því hún misti þar aleigu
sína, og eigandi hússins Samúel tré-
smiður, heflr og orðið fyrir mjög til-
finnanlegu tjóni, þar sem munir þeir
er hann átti þar, voru óvátrygðir.
Sjálft húsið var auðvitað vátrygt.
Brunaliðinu tókst með dugnaði að
verja næstu hús, þar á meðal hús
sem var áfast við hús það sem brann.
Leikfélag Reykjavikur.
BóiAii á Iroii
verður leikinn sumind. 17. þ. m.
kl. 8V2 sídd. ■ Idn.iu.húsiiiu.
Tekið á móti pöntunum í afgr.
»ísafoldar«.
Prentsmiðjan Gutenberg.