Reykjavík - 17.04.1909, Blaðsíða 1
1R cy k í av í h.
x, &&z/.
Útbreiddasta blað laudsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 17. Apríl 1909
Áskrifendur í b » n u m
yfipJOOO.
X, 21*
gGT ALT FÆST 1 THOMSENS WAGASlWI.
Oflia Ojj; eldavélar selur Kristján Porgrimsson.
Augnlækning ók. l.rog 3. þrd. 2—3 á spítal.
Baðhúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Borgarstjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Póstbússtr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfófletaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7.
Bæjarsiminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið mvd. og ld. 11—12.
Islandsbanki 10—21/* og ö1/^—7.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7--8 e.m.
Landakotsspítalinn ÍO'/^—12 og 4—6.
Landsbankinn ÍO1^—2*/».
Landsbókasafnið 12—3 og 7—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. lx/a—21/!.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJAVÍK"
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlendia
kr. 3,50—4 sli.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afsl.
Auglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,60;
. og 4. bla. 1,96 — Útl. augl. 33*/»°/o hierra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýit.
Útgef.: Hlutafélagið „Beykjavik<(.
Afgreiðslumaður og gjaldkeri LúOvik Jakobsson,
Lækjargötu í A (bókverzlun Guðm. GamalielssonarJ.
Talsimi 36.
Rititjöri JTónas Guðlaugsson,
Suðurgötu 2. TalBÍmi 199.
Ritstj. „Reykjavikur4i
er að hitta á skrifstofu blaðsins í
Lækjargötu 6A (uppi) kl. 12—2 e. h.
Talsími 36.
Hpima í Snðurgötu 2 frá 4—5 e. m.
Talsími 199.
Afgreiðslum. og gjaldkera ,Rvíkur‘
er að hitta á virkum dögum í Laekjar-
götu 6 A kl. 8—10 f. h. og kl. 12—3
og 5—6 e. h. Talsími 36.
Xveðjuávarp konungs
til hins nýja islands ráðgjafa (B. J.).
ísafold birtir síðast svo hljóðandi
ávarp til hins nýja ráðherra á rík-
isráðsfundi hans 1. apr. 1909:
»Áður en umræður hefjastídag í
ríkisráðinu, finst Mér Eg þurfa að
biðja íslenzka ráðgiafa vorn hinn
nýja að vera hjartanlega velkominn.
Að vísu hafa öldurnar risið liátt á
íslandi við alþingiskosningarnar, og
þá komið ummæli fram, sem kunna
að liafa verið misskilin frá vmsum
hliðum. En það er sannfæring Mín,
sú er viðtal Mitt við ijðar hágöfgi
hefir staðfest, að öldurnar muni lægja
og misskilningurinn hjaðna, sem upp
hefir risið, svo að það muni verða
athugað með meiri gætni, hvernig
sambandinu verði nú sem hezt kom-
ið í það horf, er blessunarríkast
verði íslandi og Danmörku. Til þess
er Eg jafnframt viss um, að yðar
liágöfgi muni vilja gera alt sem yður
er unt. Með þeim orðum bið Eg
yður vera hjartanlega velkominn i
ríkisráð Mitt«.
Ávarp þetta sannar betur en nokk-
uð annað hvernig viðtal B. J. við
konung og Dani hefir verið, hvermg
hann hefir runnið ofan af kröfum
flokks síns og afneitað fyrri stefnu
sinni.
Konungur talar fyrst um, að »öld-
urnar hafi risið hátt á íslandi xúð
síðustu kosningar, og þá komið fram
ummæli sem haíi verið misskilin frá
báðum liliðum«. Hér er auðvitað
átt við baráttuna gegn frumvarpinu
í sumar, líklega ekki hvað sízt ærsla-
gang ísafoldar móti því og Dönum.
En eftir samtalið við B. J. telur kon-
ungur sig sannfærðan um það, að
sú barátta hafi stafað af misskiln-
ingi. Það kemur vel heim við þá
yfirlýsingu Björns, að hann haíi að
eins barist gegn Hannesi Hafstein, en
alls ekki gegn frnmvarpinu.
Og konungur segir enn fremur,
að B. J. hafi staðfest þá sannfær-
ingu sína, »að öldurnar muni lægja
og misskilningurinn hjaðna, sem
upp hafi risið, og framvegis verði
athugað með meiri gœtni, hverníg
sambandinu verði sem bezt komið
í það liorf, er blessunarríkast verði
íslandi og Danmörku«.
Hér getur ekki verið átt við ann-
að en Jiað að flokksmenn B. J. muni
slakatilí kröfumsínuin, verða gætnari
og nægjusamari, og kemur það á-
gætlega heim við yfirlýsingu Björns
Jónssonar, um að gera sig ánægð-
an með statusquo, sem hann ekki
hefir einu sinni rejrnt að klóra
yfir. Til þess að koma þessu á,
segir konungur ennfremur »er e g
jafnframt viss um að yðar
hágöfgi muni vilja gera alt sem
yður er unt«. Björnhefir með öðr-
um orðum lofað Dðnum að herjast
móti kröfum þeim, sem hann og
ftokkur hans setti fram í sumar.
Með þeiin orðum (skilyrðum! bíð-
ur konungurinn hann velkominn í
ríkisráðið danska, stássstofuna, sem
Björn liefir áður farið svo mörgum
fögrum orðum um.
Þetta hefir verið stór biti að kingja
fyrir Björn, en maðurinn er svo van-
ur kingingum, að sjálfsagt hefir
hann ekki tekið sér það ýkja nærri.
Framkoma tians öll erlíkust fram-
komu Gísla, sem bauðst til að fara
för á hendur Gretti sterka. Hann
talaði af miklum gorgeir áður en
hann fann Gretti og lést hafa ratað
í miklar mannraunir við hirð Knúts
helga, eins og Björn sparaði ekki
stóryrðin hér heima fyrir, áður en
hann fór á Dana fund. En er Gretti
hitti Gisla, varð minna úr kappan-
um, tók hann þá á rás, og kastaði
sínu klæðinu í hvert skifti er
saman dróg með þeim, þangáð til
hann stóð seinast á línklæðum ein-
um.
Þetta ávarp konungs sýnir ljósast
að Björn hefir verið orðinn fáklædd-
ur af skoðunum flokksins, um það
leyti sem hann öðlaðist ráðherra-
stöðuna.
Viðskiftum Gísla og Grettis lauk
svo sem kunnugt er.
Og er nú eftir að vita hvað þjóðin
kann að gera við Björn.
Kristján Jónsson talar i Dani.
Nationaltidende 29. marz 1909.
I gærkveldi gafst oss kostur á að
hitta háyfirdómara Kr. Jónsson að
máli. Hann skýrði oss ljúfmann-
lega frá hinu og þessu til nánari
skilnings á máli því er fyrir liggur.
»Tvö aðalatriði, sem í raun réttri
eru óskyld, hafa hér verið spyrðuð
saman«, sagði háyfirdómarinn: »ann-
að eru ráðherraskiftin, hitt er sam-
bandslagafrumvarpið.
Að öllum líkindum hefði rekið að
ráðherraskiftum, þó að sambands-
lagafrv. eklti hefði vakið óánægju
manna. Svo var komið, að flestir
voru orðnir móthverfir Hannesi Haf-
stein, sem að öðru leyti er góður
vinur minn. — En þetta er nú mál
sem aðallega varðar oss [ íslendinga]
og eg vil ógjarnan fara nánara út
i það.
Afstaða vor til sambandslagafrv.
er aftur á móti skýr og ákveðin.
Vér getum ekki gengið að þvínema
með töluverðum brejúingum. Það
sýnir flokkaskiftingin — 25 atkvæði
gegn 13.
En í þessu sambandi skal eg
geta þess, að ekki ber að skoða
mótspyrnuna gegn frumv. sem ósátt-
fýsi af vorri hálfu, og því síður sem
vott þess, að vér viljum helzt losast
úr sambandí við Danmörku. Eg
þori óhræddur að fullyrða — og eg
sagði Hans hátign konunginum það
í dag — að af öllum íbúum íslands
eru að minsta kosti 99 af 100 mót-
fallnir skilnaði frá Danmörku. Það
má ekki leggja of mikið upp úr því,
sem ábyrgðarlausir menn rita og
segja.
Eg ætla, að ástæðan til, að mála-
úrslitin á réttarsambandi Danmerk-
ur og íslands urðu svo óviðunandi
fyrir alla málsaðila liafi verið sú,
að hrapað var að málinu. Málið
hefir verið rætt undan og ofan af,
en ekki brotið til mergjar.
Þegarskipundönsk-íslenzku nefnd-
arinnar var gerð heyrum kunnug,
ug, sagði eg við sjálfan mig: Það
hefir varla mikið upp á sig. En við
skildum að ineiningin var góð og
Iðnaðarmenn I
Munið eflir að ganga í »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna«.
Sveinn Jónsson gjk.
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlððustig 10.
biðum eftirvæntingarfullir samninga-
úrslitanna. Þegar niðurstaðan varð
mönnum kunn, sögðu vonbrigðin
þegar í stað til sín. Og þó verð eg
að segja, að menn fóru að engu
óðslega. En síðan var málið gept
að pólitisku ágreiningsefni — og þá
risu boðaföllin. En má eg sþyrja,
þegar vér hugleiðum, hversu ólíkl
er ástatt í Danmörku og á íslandi,
er þá ástæða til að furða sig á, að
mál um afstöðu landanna sín á milli
þarf nákvæmrar rannsóknar og i-
hugunar við og getur ekki verið út-
kljáð í einni svipan. Annars vegar
er auðugt land og fjölbygt, mikil
menning, hagstæð lífskjör og upp-
fræðsla ötl á háu stigi. Hins vegar
er hrjóstugt land og strjálbygt með
óblíðu loftslagi og landslýður fátæk-
ur og mjög frábrugðinn Dönum, ekki
að eins hvað tungu snertir, heldur
pg að skaplyndiseinkunn og þroska.
Það er því óumtlýjanlegt, aðjafnvel
harðar skærur eigi sér stað í við-
skiftum þessara þjóða og ekki er
unt að kveða þær niður í skjótri
svipan. Bezta ráðið er, að báðir
málsaðilar leiti lags og taki tillit til
séreinkenna hvors um sig og varist
að svo miklu leyti sem því verður
við komið, að troða hvor öðrum
um tær.
Það sem vér heimtum er að eins
fá sjálfir umráð og úrskurðarvald
yfir sérmálum vorum*). Herra
minn trúr, sala íslenzks saltfisks á
Spáni og síldarverzlun vor í Noregi
eru þó ekki mál, sem bræður vorir
í Danmörku þurfa að vera að amstr-
ast í. Látum oss ráða oss, hafa
alla löggjöf í slíkum íslenzkum
málum með konungi vorum. Eg lít
svo á sem ekki sé viðlit að gera sér
í þessari ferð voq um nokkra nið-
urstöðu, að því er sambandsmálið
snertir. Ef menn af hálfu Dana
þykjast skilja oss og geta orðið við
kröfum vorum, þá skulum við auð-
vitað leggja málið með áorðnum
breytingum á ný fyrir Atþingi. En
AÚð búumst ekki við að fá því ráð-
ið til lykta i þessari ferð — vér ger-
um oss að eins von um að fá ráð-
herraskiftunum knúið fram. En
hvað tekur þá við, er ekkert verður
úr samningunum um sambandsmál-
ið«, segjum vér?
Þá helzt alt í gamla horfinu
fyrst um sinn, auðvitað samfara
hnippingum við og við. Sjálfur kýs
eg heldur status quo1) heldur en
eitthvað nýtt, er menn geta ekki sætl
sig við. Og þrátt fvrir erjur þær,
sem búast má við, mun sambandið
milli Daná og íslendinga enn hald-
ast langan aldur. Fyrst það hefir
tollað uppi síðan 1387, tollir það að
minsta kosti meðan eg lifi2. Mérer
nær að halda, að á íslandi húist
’) Auðk. af »Hvik«.
1) Hið núverandi 'stjórnarástand.
2) Sbr: hin alræmdu ummæli I.oö-
víks XV.: Aprés nous le déluge!?