Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 1
Nffista blað á Mánadaginn. 1R e v ft \ a v> í h. X, 55 Utbreiddasta blað landsifls. Upplag 4,200. Föstudag 26. Nóvember 1909 Áskrifendur 1 b æ n u m yflr 1000. X., 55 ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNÍ. < >Í11M Og eldtl^ é 1 al* selur Kristján Þorgrímsson. Baðliúsið virka daga 8—8. Biskupsskrifotofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasaín Alp.lestrarfél. Pósthv'isstr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsiminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið opið hv. virkan dag kl. 11—12. Islandsbanki 10—21/* og 6l/*—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m. Landakotsspítalinn ÍO1/^—12 og 4—6. Landsbankinn ÍO1/*—21/®. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd.ogfsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/?—21/?. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „EETKJAYÍK* Árg. [minuBt 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlendii kr. 3,50—4 ah.—1 doll. Só borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afal. Aaglýsingar innlendar: k 1. bli. kr. 1,60; 3. og 4. bli. 1,26 — Útl. augl. 83*/»°/o hierra. — Afsláttur að munf ef mikið er auglýit. Hlutafélagið „Reykjavík“. Ábyrgðnrm. Jón Óla.fssont alþingisni. Lindargölu 28. Fónn S9. yíjgretösla ,Reykjavíkur‘ er á Smiðjustíg 7. Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega að liitta þar kl. ÍO—11 f. m. og 2—4- e. m. — Fónn 199. Rltstjóri er til viðtsls virka daga, nema Mánudaga, kl. 4—5 síðd., Lindargötu 28. Vitjirringnr í ráðherra-sæti. I’ramkvæmdarstjóri og gæzlu- stjórar Landsbankans afsettir. — Þeir fá eliki að vita sakargiftirnar gegn sér, því síðnr að bera hönd fyrir liófað sér. — „Reykjavík“ sann- spá. — Stefnuskránni fram fylgt. „Reykjavik" sagði 6. þ. m. . „Sifeldar ofsóknir gegn bankastjórn- inni, í þeim sýnilega tilgangi, að því er virðist, að setja báða gæzlustjórana frá, til að útvega þar nýjan bitling handa einhverjum soltnum fylgiliðum". Á Mánudaginn (22. þ. m.) kom út írá ráðherranum svolátandi » Til lcy miiii g frá Stjórnarráði íslands. / dag hefir forstjórum Landshank- ans í Regkjavík, framkvœmdarstjóra Tryggva Gnnnarssyni og gœzlu- stjórnnum Eiríki Briem og Kristjáni Jónssyni, verið vikið frá stöðu sinni við bankann sölaim margvíslegrar, megnrar og óafsakanlegrar óreglu i starfsemi þeirra í stjórn bankans og fránmnalega lélegs eftirlits með hon- nm. Um leið og landsstjórnin tekur þuð fram, að ráðstöfun þessi er nauð- synleg og óumflýjanleg eftir því sem fram er komið frá rannsóknarnefnd Landsbankans, lýsir hún því hér með yfir, að bankinn heldur áfram störf- am sínum, og telnr hún sjálfsagt að stgðja bankann til þess að standa í skilum við alla sina skuldheimtu- menn á hverjum tíma sem er, og hefir hún, ef þörf yrði slikrar að- stoðar, gert þar að lútandi ráðstaf- anir utan lands og innan, og verður yfir höfuð gert alt, sem unt er, og jafnskjótt sem verða má, til þess að kippa bankanum i rétt horf. Hr. Björn Kristjánsson kaupmað- ur og alþingismaður er settur fram- kvœmdarstjóri bankans, og gœzlu- stjórar til bráðabirgða (nokkrar vik- urj þeir Karl Einarsson sýslnmaður og Magnús Sigurðsson yjirréttarmála- fœrslumaður, vegna sérstaklegs kunn- ugleika þeirra á högum bankans eftir rannsóknina. Stjórnarráð íslands, 22. Nóv. 1909. Iíjörn Jónsson“. Það fyrsta, sem hverjum manni hlýtur að detta í hug, þegar hann les þessa tilkynningu og athugar orðalag hennar, er það, að hér sé verið að stýla „fyrir fólkið“ — verið að reyna að réttlæta skipun rannsóknarnefndarinnar yflr Landsbankanum — þetta óðs manns æði, sem var ein af fyrstu tiltektum ins vitskerta manns, Björns Jónssonar, eftir að hann komst í valdasæti. Engum ókunnugum gat þó annað í hug dottið, en að bankastjórunum hefði að sjálfsögðu áður verið gefið til vitundar, í hverju það væri fólgið, sem þeim var geflð að sök og ekkert stendur um í tilkynningunni, nema gersam- lega óákveðin og því algerlega mark- laus almenn orðatiltæki. Engum gat dottið annað í hug, en að þeir hefðu svarað þeim einstöku kæruatriðum, en ráðherrann af svavi þeirra séð það, að þeir gátu engri gildri vörn fyrir sig komið. En því fór svo fjarri, að svona væri máli farið, að í miðjum afgreiðslutíma bankans, (22. þ. m.) voru lögð inn bréf til hvers bankastjórans um sig, samhljóða fyrsta málslið tilkynningar- innar, nema stýluð til hvers um sig, og framkvæmdarstjóra skipað að af- henda eftirmanni sínum peninga, skjöl og aðrar eignir bankans. Eft- irmaður hans var skjpaður Björn kaupm. Kristjánsson, en Karl Einars- son og Magnús Sigurðsson gæzlustjór- ar í stað inna burtreknu. Litlu síðar (kl. 1) komu inn landritarinn og einn skrif- stofustjóri stjórnarráðsins og fluttu þá skipun ráðherra, að bankanum skyldi loka samstundis. Framkvæmdarstjór- inn var að útfylla útgjaldaskipun á láni til utanbæjarmanns og átti að eins eftir að skrifa nafn sitt undir hana, og spurði hann, hvort hann mætti ekki skrifa nafnið sitt undir skjalið áður en bankanum væri lokað og hann skilaði af sér. Nei. Ráðherrann hafði stránglega boðið að bankanura yrði lokað þegar í stað. Tryggvi mátti ekki skrifa nafnið sitt og maðurinn varð að bíða afgreiðslu til næsta dags. En nú kemur það ótrúlega. Engum af bankastjórunum hafði verið tillcynt, að ráðherra hefði neina sök á hendur þeim. Enginn þeirra átti kost á að fá neina vitneskju um, hvað þeim væri geflð að sök, annað en þessi almennu orðatiltæki: „sölcum margvíslegrar, megnrar og óafsaJcanlegrar óregJu í starfsemi þeirra í stjórn banlcans og frámunalega lélegs eftirlits með honum“. Og ekki einu sinni þessa alveg ó- ákveðnu og alment orðuðu sakargift fengu þeir að vita fyr en jafnframt tilkynningunni um, að þeir væru af ráðherranum dæmdir til afsetningar og burtreksturs. Þeim var því enginn kostur ger á að bera hönd fyrir höfuð sér, því að þeim hefir engin tilkynning verið gefln um sakirnar enn í dag. Yér töluðum við tvo af þeim nokkrum mínútum síðar og þeir voru þá alveg í villu og svíma um það að geta upp á, hvað sér mundi vera geflð að sök; þeir vóru sér ber- sýnilega engrar sakar meðvitandi. Maður stendur alveg ráðalaus uppi að líkja þessu atferli ráðherrans við nokkuð það, sem nú á tímum þekk- ist í nokkru siðuðu eða hálfsiðuðu landi í þessari álfu. í öllum löndum eru jafnvel opinberir glæpamenn látnir vita, hvað þeim er gefið að sök, áður en þeir eru dæmdir, sendir til Síberíu eða í tukthúsið eða teknir af. En með Tryggva Gunnarsson bankastjóra, Eirík Briem prestaskólakennara og Kristján Jónason háyfirdómara er farið þeim mun verr en moð almenna bófa, að þeir eru dæmdir fyrst og dóminum fullnægt áður en þeir fá að vita nokk- ur tiltekin atvik eða gerðir, sem þeir séu sakaðir um. Ekki einu sinni þau óákveðnu, almennu orðatiltæki, sem algerlega órökstudd eru um þá höfð í tilkynningunni og framar mega kall- ast stráksleg skammyrði heldurj en sakargiftir, — ekki einu sinni þau fá þeir að sjá áður en dómurinn er upp kveðinn. I Rúslandi ber það til, að menn eru myrtir, og ekki trútt. um að stjórninni sé stundum um kent, að hún láti myrða menn. En það gerir IOnaOarmenn T Munið eflir að ganga »Sjúkrasjóð Iðnaðannanna.c Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. in. — Bókhlöðustig 10. hún þá leynilsga, af því að hún skammaat sín fyrir ódæðið. En þeg- ar hún dæmir menn opinberlega, þá kærir hún menu og gerir þeim kost á að verja sig, að minsta kosti að nafninu. En hér á landi er ekki haft fyrir slíku, hór á landi er vitskertur maður í ráðherrasæti, sem hyggur sig vera einvaldari heldur en Rúsakeis- ari. Hann rekur valinkunnnstu og merkustu menn landsins með háðung úr trúnaðarstöðu þeirra og lætur því fylgja aimenn svívirðingarorð um það, að þeir hafi samvizkulauslega svikist um skyldu sina. Hann reynir þannig — svo langt sem hans megn nær — að svifta þá því almenna heiðursáliti og trausti meðborgara sinna, sem þeir hafa að verðleikum notið. Og hann fyrirverður sig ekki fyrir þetta og fer ekki í launkofa með það. Nei, hann lætur prenta tilkynning sína með stóru letri, límir hana upp á gatnamótum 1 höfuðborginni, símar hana út um land- ið, býður að festa hana upp á síma- stöðvum landsins, símar hana flokks- þingmönnum sínum út um land og símar hana til birtingar í úlöndum samdægurs. Og hvers vegna fer maðurinn svona að ? Vitanlega til þess, að menn á fjarlægum stöðum skuli ætla að banka- stjórarnir hafi gert eitthvað stórkost- lega fyrir sór, líklega helzt eitthvað glæpsamlegt; gefur í skyn, að þessir menn muni vera búnir að leiða bank- ann á heljarþröm til gjaldþrota, svo að hann geti ekki af eignum ramleik goldið hverjum sitt, því þykist ráðh. hafa orðið að leita liðs utan lands og innan til að verja bankann falli. En hitt vita allir, að hagur bankans stóð nú vel kl. 1 síðd. Mánudaginn 22. þ. m. Ef bankanum verður hætt, þá stafar það eingöngu af því, að ráðh. með þessari fólskulegu tiltekt sinni gerir alt, sem auðið var að gera, til að veikja traust bankans, æsa menn til að taka út inneign sína og gera veðdeildar- bréfin óseljandi og verðlaus. Nú — og nú fyrst — er ástæða til að ugga um hag bankans. Símskeytin frá útlöndum sýna, að á 1. og 2. degi hafa áhrifin orðið þau, að verðbréf bankans eru óseljandi. Þau falla vitaskuld niður úr von og viti. Lánstraust kaupmanna, þeirra er við Landsbankann hafa skift, er í veði. Viðbúið að þeir missi alt láns- traust erlendis og að gjaldþrot mörg verði afleiðingin — gjaldþrot manna, sem ella hefðu verið velstæðir. Og það er hætt við að aJt íslenzkt lánstraust só farið erlendis. Híutabréf ísl.banka féllu daginn eftir um lV2°/o, og búizt við frekara verðfalli. Þetta er svo alvarlegt, að það er ekki of-mælt, að það sé harðasta á- fallið, sem ísland hefir fengið í lifandi manna minni. Ilafisárin og hallærið eítir 1881 geiði eJcJci það tjón, sem þetta Jilýtur að gera, ef ekki verður auðið að draga með einhverju móti

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.