Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 4

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 4
222 REYKJAVIK gerð. Hefur það þó hingað til ver- ið talin sjálfsögð skylda sæmilegrar stjórnar, þegar um ráðstöfun er að ræða, sem að nokkru er þessari lík. Þjer hafið dæmt mig, án þess að láta mig sjá sakargiftirnar, og án þess að heyra vörn mína. Þetta er eigi samboðið siðaðri stjórn. Jeg neita því gersamlega, að jeg hafi að neinu leyti sýnt vanrækslu í starfi mínu við bankann, og staðhæfi, að jeg hafi int miklu meira starf af hendi íyrir bankann en lögin heimta af mjer, og jeg hef haft svo nákvæmt eftirlit með bankanum sem hægt hef- ur verið eftir öllum atvikum, og lög- in ætlast til. • En aðallega skrifa jeg yður þetta til þess, að benda yður á það, sem yður virðist vera ókunnugt um, nfl. að eftir lögum nr. 12. 9. júlí 1909, mun jeg I. janúar næstkomandi taka sæti í stjórn bankans og mun frá- vikningarráðstöfun yðar eigi geta haft nein áhrif á stöðu mína þar. Alþingi (efri deild alþingis) hefur kosið mig fjórum sinnum gæslustjóra við bank- ann, sem sje 1897, 1901, 1905 og 1909 fyrir tímabilið frá 1908—1914. Nú síðast (1909) var jeg kosinn með öllum atkvæðum samhljóða. Þessar kosningar getið þjer ekki gert ón>t- ar, eigi fremur hina síðastnefndu þeirra en hinar fyrri. Lögin ákveða hinum þingkosnu gæslustjórum ársþóknun lyrir starfa þeirra, og er þóknun þessi eigi mið- uð við vikur, daga eða mánuði. Jeg mun því heimta fulla þóknun fyrir yfirstandandi ár, eins það sem eigi er þegar búið að greiða. Kröfu minni mun jeg framfylgja eins og lög segja til. Jeg skal eigi að þessu sinni minn- ast á það, að þjer hafið stofnað Landsbankanum í voða með rann- sóknarráðstöfunum yðar síðan í vor, eins og þeim hefur verið hagað, nje heldur skal jeg nú orðlengja um það, að þessi síðasta ráðstöfun yðar stofn- ar honum í hinn mesta háska. Það liggur yður líklega í ljettu rúmi. Þjer lýsið starfsemi minni og fram- komu með orðum, sem eru ósam- boðin heiðarlegum ráðherra, og mjer ómakleg, enda alveg tilefnislaus. Þjer beitið mig saklausan rang- læti rjett eins og það sje hjegóma- mál. Svo greindarleysisleg er aðferð yðar öll, að mjer hlýtur að detta í hug þetta gamla orðtak: „Quos vult perdere Jupiter, prius dementat". Að sjálfsögðu mun jeg kæra til næsta alþingis yfir aðförum yðar geSn mjer. Reykjavík 22. nóv. 1909. Krisíján Jónssomu f Erlendur Magnússon gullsmíður, einhver vandaðasti og heið- virðasti borgari hór í bænum, andaðist hér í dag. [Nánara um hann síðar]. Útdrátt úr skýrslu bankarannsóknarnefndarinn- ar hafði ráðherra sent öllum meiri hlutaþingmönnum út um land með póstum, og einnig sent hann meiri hlutaþingmönnum hér í bænum, fyrir nokkru — öllum, nema yfirdómstjóra Kristjáni Jónssyni, forseta e. d., —eina manninum, sem átti sjálfsagða heimt- ingu á að sjá skjalið. Aðalatriðið, sem ber vel að niinnast! Ráðh.-blaðið viðurkennir sjálft síð- ast, að viðlagasjóður bankans sé öruggur. Ekki hefir það blað né aðrir þorað að halda því fram að Landsbankinn hafi beðið nokkurt tjón. Peningaforða hans er fyrirvaralaust skilað upp í topp og kvittun tekin fyrir. Þetta lýsir bezt, á hve miklum rök- um ásakanirnar gegn bankastjórnni eru bygðar. jVIeiri ajleiðingar! Landmands - bankinn hefir símað hingað, að hann ætli að senda mann frá sér hingað, til að kynna sér hag Landsbankans. Skautarnir, margeftirspurðu, eru nú aftur komn- ir til Jónataus Þorsteinssonar. kom mjög mikið af nýjum vörum i allar deildirnar í K e p t i og Handsápur fæst mjög ódýrt hjá Ingvari Pálssyni, Hverfisgötu 13. JSpli, V ínber, Lauk, Hvítkál, Gtulrætur, Hödbeder lijá Jes Zimsen. Leikföng fyrir börn og myndarammar. Fæst ódýrast hjá Ingvari Pálssyni, Hverflsgötn 13. EPLI, Appelsinur og Lankur fæst í verzlun Ingvars Pdlssonar, Hverfisgötu 13. Það nemur tugum króna á ári hverju, er þér sparið með því aðfá stöðugan afslátt. Það er því sannarlega eigi þýðingarlaust fyrir yður að verzla að eins þar er þér fáið afslátt. Ég liefi í hyggju nýtt fyrirkomulag, sem er þannig varið, að hverjum kaupanda er óskar, afhendist bók, er skrifað verður í nlt það er hann kaupir í hvert sinn, og við uppgjörð bókarinnar livern Mánudag borgast £5°/0 afsláttur af vörunum, m e ð p e n i n g u m ú t í li ö n d. 24 Laugaveg 24 Magnús Porsteinsson. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC 9 laupy. u. Smjörverksmiíjan ,Orion‘ ijjörgvin.IawT'81 Norskt Margarine er viðurkent að vera ið bezta sem fæst. — Það ættu því bæði kaup- menn og bakarar að panta handa sínum viðskiftavinum. Sýnishorn og verðlistar eru á Langaveg 24. Þar eru einnig nokkrar birgðir af helztu tegundum, sem mega seljast með mjög góðum skilmálum. Yirðingarfylst Jón 44 uðiimiidwsoii. ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOoOOCOOOOOOOOOOOOOOOOÖ Talsími 58. Talsími 58. „Sitjid við þann eldinn sem bezt brennur“. U m' • Tj • , 11 l«r- w (0 \m\i imn 1 XI m selur fyrst um sinn lcol heimflutt í bæinn fyrir Kr. 3,30 — þrjár krinur og tnttugu aura -Kr. 3,30 hvert skippund. Verðið er enn þá lægra sé mikið keypt í einu. „Hitinn er d við hdlfa gjöf‘. Talsími 58. Talsími 58. tei. .Ratpaipr' Talsími 244. Lindargötu 41. Selur: Saltað Sauðakjöt — norð- lenzkt — góða Kseíit. Ágætt ísl. smjör, rililiiig1 og reykt líjöt. Skautar ódýrastir hjá Ingvari Pálssyni, Hverfisgötn 13. 10 aura bréjsejni af mörgum tegundum, fást í verzlun Ingvars Pálssonar, Hverflsgötu 13. Það er ekki rétt að gungast fyrir háum prósentum. Ákveðið verð er tryggast og hvergi Sveitamenn, sem koma til borgarinnar, ættu að verzla við Jön frá Yaðnesi, það borgar sig vel. — Góðar íslenzkar myndir teknar upp í viðskifti. jlSinnisverÖ tíðinði kaupir Pétur Zophóníasson. Reynið einu sinni vfn, sem eru undir tilsjón og efna- rannsökuð: rautt og hvitt PORTVIN, MADEIRA og SHERRY trá Albert B. Cohn, Kabenhavn. Aðal-birgðir í H. Th. A. Thomsens Magasin. Thomsens prima vinðlar lægra en hjá Jóni frrí Vaðnesi. NB. Allir velkomnir, hvaðan úr borginni sem þeir eru. Ilvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.