Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 3

Reykjavík - 26.11.1909, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 221 íUNLIl 10,000.000 stangir af Sunllght sápu eru seldar i hverrl vlku, og er þaÖ hin besta sönnun fyrir því, aÖ Sunlight sápa hefir alla þá kosti til a6 bera, sem henni eru eignaöir, og aö hún svarar til þeirra eptir- vœntinga, sem menn hafa gjört sjer um ágæti hennar 1585 m ] Ráðherra íslands hefir yikið okk- ur úr gæslustjórastöðu við lands- bankann. Hann hefir gert þetta án þess að gefa okkur til vitundar, hvað fund- ið er að starfi okkar. En hann, ráðherrann, sakar okkur um marg- víslega, meg'na og óafsakanlega ó- reglu i starfsemi okkar við stjórn bankans og frámunalega lélegt eft- irlit með honum. Þessi ákæra er alveg órökstudd, enda staðhæfum við, að hún sé allsendis rakalaus. Almenningi er nokkuð kunnugt um starfsemi okkar i bankanum. Við iiöfum daglega starfað í honum i augsýn viðskiftavina hans og þeir hafa verið allur almenningur. Þó viljum vér hérmeð gera nokkra grein fyrir, hvernig störfum okkar við bankann hefir verið háttað. Eftir lögunum annast fram- kvæmdarstjóri dagleg störf bankans og stýrir þeim undir umsjóngæslu- stjóranna og með aðstoð þeirra. í sambandi við þetta stendur ákvæði í'eglugjörðarinnar (8. gr.) um, að bankastjórarnir útkljái í sameiningu þau málefni, sem varða bankann. Þetta ákvæði hefir jafnan verið skil- ið svo og verður eigi skilið öðru visi en svo, að hér sé að ræða uin önnur störf en in daglegu störf bankans, sem eru útlán, vixlakaup o. s. frv. Málefni þau, sem 8. gr. ræðir um, eru almenn ákvæði um störfbank- ans, svo sem ákvarðanir um, hversu mikið megi gera að lánum á hverjum tíma, ákvaðning innláns- og útláns- vaxta og discontoar, kaup og sala verðbréfa í stærri stíl, fasteigna- káup og afsal, lántökur bankans, ákvæði um skuldainnheimtur, form skuldabréfa, ráðning starfsmanna o. m. fl. Þessum málefnum hefir ætið verið ráðið til lykta á sérstökum fundum, er við höfum verið kall- aðir til af framkvæmdarstjóra, og höfum við vissulega eigi að for- fallalausu vanrækt fundi þessa. Þeir liafa allajafna verið haldnir kl. 5 síðd. Ennfremur hafa á fundum þess- um verið teknar ákvarðanir um, livað mikið skyldi lána út á virð- ingarverð veðs, eftir Jiví hvað veðið væri og hvar það væri. Við in daglegu störf, er fram- kvæmdarstjóra einum ber að annast og stýra, höfum við ekki að eins aðstoðað hann, er hann liefir ósk- að þess, heldur hefur Jiað einnig verið samkomulag milli fram- kvæmdarstjóra og' okkar, að hann íylgdi þeirri reglu að veita ekki stærri lán eða lán til langs tíma, án þess að bera það undir að minstakosti annanhvorn okkar. Til þess að geta aðstoðað fram- kvæmdarstjóra í þessu efni þannig, að viðskiftamenn bankans þyrftu ekki að bíða baga af þvi, að annar gæzlustjórinn, sá er lánveitingu væri samþykkur ásamt framkvæmdar- stjóra, væri eigi viðstaddur, þá höf- um við jafnaðarlega báðir verið viðstaddir á afgreiðslutímanum eina klukkustund á dag og oft lengur. Með því höfum við gert meira en oss var skylt samkv. reglugerð bankans, sem að eins heimtar að annar gæslustjóranna sé J)ar við- staddur í senn. En við þetta höf- um við átt kost á að hafa full- komnara og áhrifameira eftirlit með lánveitingum bankans en ann- ars. Hvað snertir vixlakaup, smærri lánveitingar og lántilskamms tima, sem framkvæmdarstjóri hefir ekki leitað aðstoðar okkar við, höfum við haft eftirlit mcð þeim, með þvi að yfirfara bækur bankans á eftir. Að því er snertir bókfærsluna í bankanum, höliim við haft eftir- lit með henni, að hún væri full- tryggileg og greinileg að forminu til. En með J)ví að eftirlit með starfsmönnum bankans er sérstak- lega falið framkvæmdarstjóra, þá höfum við ekki látið það lil vor taka nema endur og eins. Að svo miklu leyti, sem ásak- anir þær, er okkur eru bornar á brýn, standa í sambandi við banka- rannsóknina, sem staðið hefir yfir siðan næstliðið vor, þá viljum við skýra frá þeim atriðum, sem nefnd- in hefir óskað upplýsinga okkar um. Rannsóknarnefndin lét á sér skilja, að heimild skorti til þess að veð- setja verðbréf tilhejrrandi bankan- um fyrir láni handa honum. En þetta er ekki rétt, því að banka- stjórnin hefir ekki að eins fulla heimild til að veðsetja verðbréf fyrir láni, heldur einnig að selja þau. Rannsóknarnefndin hefir fundið mjög að því, að skriflegar skip- anir um kaup og svokallaðar frain- lengingar á ýmsum víxlum hafi vantað. Hér til er því að svara, að framkvæmdarstjóri hefir stund- um gefið skipun munnlega, þótt hitt hafi verið það venjulega, og hefir hann fulla heimild til þess. Rannsóknarnefndin hefir einnig fundið að þvi, að registur yfir sjálfskuldarábyrgðir manna hafiekki verið haldið upp á síðkastið. Þar til er því að svara, að þótt það væri tekið upp um tíma að halda re- gistur þetta, þá kom það ekki að þeim notum, sem við höfðum gert okkur vonir um, og þótli okkur þvi ekki svo áríðandi að halda re- gistri þessu áfrani, .^i^okkur þætti tilvinnandi að bæta manni við fyrir ])á skuld. Rannsóknarnefndin hefir enn fremur látið á sér skilja, að eftir hennar áliti hefði framkvæmdar- stjóri ekki heimild til þess að veita nokkurt lán upp á sitt eindæmi. En þetta er ekki rétt, því að sam- kvæmt lögum og reglugerð bank- ans og venju þeirri, er fylgt hefir verið frá því hann var stofnaður, hefir framkvæmdarstjói'i vald til þessa. Önnur atriði, er nefndin kann að liafa drepið á við okkur, teljum við ekki máli skifta. Reykjavík 23. nóvbr. 1909. Eiríkur Briem. Ivi'iwtján Jónsson. öil ráðherra jslanðs. Stjórn Kaupmannnafélagsins og Kaupniannaráð Reykjavíkur læturí ljósi megna óánægju sína yfir gerð- um landstjórnarinnar lítaf að- ferö hennar að því er snertir frávikningu Landsbankastjórnar- innar og álíta að þessi ákvörðun muni liafa mjög ill og yfirgrips- mikil áhrif á lánstraust og við- skifti landsins utan lands og innan. Reykjavfk, 24. Nóv. 1909. Ásgeir Sigurðsson. B. H. Bjarnasón. L. Kaaber. Th. Thorsteinsson. Jes Zimsen. G. Olsen Vitfirring ráðherrans. Um nokkiu' ár hefir það ekki dulist kunnuguin mönnum, að Björn Jónsson væri, að minsta kosti með köflum, ekki með öllu ráði. — Mikiimensku- brjálsemi hefir lengi á hann strítt. í einu slíku kasti var það, að ’nann gekk um gólf í skrifstofu „ísafoldar" og tautaði í sífellu fyrir munni sér: Je suis Napoleon! Je suis l’empereur! (þ. e. ,Ég er Napóleon*. Ég er keis- arinn I). Önnur ástríða hans (og þó hinni skyld) er óstjórnleg löngun til að láta bera á sér, gera eitthvað — sama hvað —, sem dregur að honum augna- bliks-athygli. — Af þessari hvöt stafaði bændafundar-farganið. Af þessu (meðal annars) stafaði skipun rannsóknar- nefndar yfir Landsbankanum. Af sömn rót var runninn hégómaskapurinn, þegar hann fór sjálfur að símrita hinum og þessum mönnum út um heim, hvílíkt þrekvirlci hann hefði unnið, er kon- ungur undirskrifaði aðflutningsbanns- lögin. Auðvitað mætti hann þar engri mótspyrnu. Enqinn maður hafði snúið sér til konungs til að fá hann til að synja staðfestingar.' Allar sögur í þá átt rótlaus lygi. — Af sömu rótum rennur ekki að eins óhæfuverkið sjálft, afsetning bankastjórnarinnar, en sér- staklega aðferðin: lokun bankans á miðjum starfs-tíma; gífurlegu frekju- orðin um bankastjórana; auglýsing af- reksverksins á gatnamótum og síma- stöðvum og út um allan heim. Enn eitt vitfirringar einkennið er of- sóknar-brjálsemin, hræðslan við að ó- vinir ofsæki sig og sitji um líf sitt! Hugieysið — persónulega hug- ieysið — er einn þáttur brjálseminnar. Af hræðslunni við að missa af valda- hnossinu spratt allur skriðdýrshátturinn í Khöfn, er hann „át ofan í sig marga árganga af ísafold", eins og sagt hefir verið. Pakkalitir. Miklar birgðir af pakkalit- um seljast nú með þessu verði: 10 au. pakki á 7 aura 25 —--------- 18 — H/F Sápuhúsið Austurstræti 17. Af sömu hræðslunni spratt það að hann lagði drög fyrir, er hann kæmi - heim, að lögregluþjónar með aðstoð- armönnum mætti sér hér á bryggjunni og fyldu sér heim. Af lítilmenskulegri hræðslunni spratt það, að hann hefir fengið sérstakt lög- reglulið skipað til að vaka og halda vörð um hús sitt allar nætur síðan hann gerði skömmina af sér á Mánu- daginn. „Veit hundur, hvað étið hefir“, segir máltækið. Sálmasöngs-ástríðan í þessum söng- raddarlausa manni er eitt einkennið. Sálmsyngjandi hefir hann gengið hér um göturnar, suður um mela og út á nes. Sálmsyngjandi hefir hann legið út á nesi í flæðarmálinu. Sálmsyngj- andi var hann uppi í alþingishúsi (inni í efri deild) meðan fundur stóð íneðri deild. En hér verður ekki alt talið í dag. Merkin eru mörg og ótvíræð. En hart er það fyrir heiia þjóð, að hana skuli henda það slys — sú plága, sóttum öllum verri —, að fá vitskertann mann í æðsta valda-sess. Er ekki kominn tími til að reyna með löglegu og sæmilegu móti að gera vitfirringinn óskaðlegan? Koma hon- um frá völdum? Meiri-hlutinn á nóga menn með fullri rænu til að skipa í stað hans. Biéf fil láÉm frá Kristjáni Jónssyni dómstjóra. Herra ritstjóri! Eftirfarandi brjefi, sem jeg hef skrifað ráðherra Birni Jónssyni, vil jeg biðja yður að ljá rúm í blaði yðar. Kr. J. „Með brjefi, dags. í dag, hafið þjer, ráðherra íslands, vikið mjer úr gæslustjórastöðu við Landsbankann, og segið þjer, að það sje sakir marg- víslegrar, megnrar og óafsakanlegrar óreglu í starfsemi minni í stjórn bankans og frámunalega ljelegs eftir- lits með honum. Heimild til þessa þykist þjer hafa í 20. gr. bankalag- anna 18. sept. 1885; þessi lagagrein heimilar þó eigi að Víkja gæslustjóra frá, nema „um stundarsakir". Býst jeg við að skilja beri frávikningur.a á þá leið, svo að hún verði þó að minsta kosti á gfirborðinu samkvæm lögum. Eigi hafið þjer, ráðherra, áður tjáð mjer, hverjar mínar yfirtroðslur sjeu, og eigi hafið þjer gefið mjer kost á, að bera hönd fyrir höfuð mjer, eða koma með neina vörn af minni hálfu, áður en þessi ráðstöfun yðar var

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.