Reykjavík - 05.02.1910, Side 1
IRe^hJ a\>íh.
XI., 5
Útbreiddasta blað landsins.
Upplae 2,800.
Laug-ardag 5. Febráar 1910
Áskrifendur í b » n u m
yflr 1000.
XI., s
ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNI.
Carlslifirg skatlleTsiMi
Ljós lj Dimmur.
Fmasta bindindis-öl.
Dndir áfengismarkina.
Baðhúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Borgaretjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alp.lestrarfél. PósthvVsstr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjareíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2.
Islandsbanki 10—21/. og 61/*—17.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m.
Landakot88pítalinn 10*/»—12 og 4—6.
Landsbankinn 10l/«—2‘/s.
Landsbóka8afnið 12—3 og 5—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. i m. 10-2, 5-7.
Land8siminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1.
Náttúrugripasafnið sunnud. P/j—2l/«-
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„EETKJAYÍK"
Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis
kr. 3,50 — 4 sh. — i doll. Borgist fyrir 1. júlí.
Áuglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3f og 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33V>°/o hærra. —
Afsláttur aö raun, ef mikið er auglýst.
Ritstj. og ábyrgðarm. Stefán Hunólísson,
Pingholtsstr. 3. Talsími 18 8.
$greiðsla .Reykjavíkur'
er flutt í
Skólastrseti 3
(beint á móti verkfræðing Knud Zimsen).
Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9
árd. til tl. 8 síðd. - Talsími 199.
Ritstjólti er til viðtals virka daga
kl. 12—1. — Þingholtsstr. 3.
Ijalastjarnan.
Fimtudaginn 27. f. m. var jeg staddur
hjá Guðmundi landlækni Björnssini kl.
rúmlega 6 e. m. bá íónaði Lund lif-
sali til hans og sagði honum, að hala-
stjarna sæist í útsuðri. Við fórum
þegar báðir út og sáum sunnan til við
hávestur, nokkuð firir ofan sjóndeildar-
hringinn stjörnu með greinilegum hala,
sem hríslaðist frá henni upp á loftið
til austurs og líktist mjög norðurljósa-
vendi, að öðru enn því, að hann bragaði
ekki. Stjarnan sást allvel með berum
augum, enD þó betur í litlum vasa-
kíki. Hún var að sjá suður og vestur
frá Markab i Pegasus (Skákborðinu),
á að giska í Vatnsberamerki eða á
takmörkum milli þess og Fiskamerkis.
Jeg leit því miður ekki á klukkuna,
enn hún var 61/* eða vel það eftir
beltistíma (rúmlega 58/4 eftir sönnum
Reikjavíkurtíma). Um kl. 7 hvarf þessi
stjarna í móðu nálægt sjóndeildar-
hríngnum, enn þó sást halinn þá enn
nokkurn veginn eða partur af honum.
Jeg beið nú með óþreiju næstu
kvölda í von um að sjá þessa stjörnu
aftur. Enn sú von brást því miður,
því að himininn var altaf hulinn
skíjum og engar stjörnur sínilegar,
þangað til í gærkvöldi, miðvikudaginn
2. þ. m. Þá var nokkurn veginn stjörnu-
bert. Jeg fór þá ásamt lifsala M. Lund,
konu hans, sistur og mágkonu og Guð-
mundi lækni Magnússini upp á Landa-
kotstún til að gá að halastjörnunni, og
sáum við hana öll greinilega bæði með
berum augum og í vasakíki, nokkurn
veginn í sama stað og fir, á ská til
hægri frá Markab, 1 nokkurri fjarlægð
vestur og suður frá þessari stjörnu.
Þá var klukkan rjett 61/* síðdegis.
Kjarni halastjörnunnar sást glögt og
nokkuð af halanum, næst kjarnanum,
austur og upp írá honum, enn efri
partur halans hvarf bak við skíjadrög
og norðurljósarákir.
Þeir sem vilja sjá þessa fágætu sjón,
ættu að fara upp á háan stað, þar sem
ekkert birgir sjóndeildarhringinn í vestri,
t. d. vestur firir Landakotsskólann eða
upp að Skólavörðu, um kl. 6 síðdegis
næstu dagana, ef heiðríkt er. Fir sjást
stjörnur ekki greinilega sakir sólar-
bjarmans. Þá munu þeir, þegar dimt
er orðið, sjá halastjörnuna fremur lágt
á vesturloftinu sunnan til við hávestur.
Nærsínir menn ættu að hafa með sjer
vasakíki. Menn verða að nota hvert
tækifæri, þegar heiðríkt er, því að
innan skams kemst stjarnan svo nálægt
sól, að hún hverfur inn í sólarbjarmann.
Hún er á hraðri ferð að sólunni og
gengur öfugt meðal stjarnanna,þ. e. a. s.
frá austri til vesturs. Hún kemst í
sólnánd (næst sólu) 19. eða 20. apríl.
Mánuði síðar, eða 19. maí, er hún
næst jörðu, og verður þá að leita á
austurloftinu snemma á morgnana, enn
varla er líklegt, að hún sjáist þá sakir
bjartnættisins hjer á landi. Stjörnu-
fræðingurinn G. M. Searle í New York
hefur reiknað út, að jörðin muni á
braut 8inni fara gegnum hala hennar
18. maí, og má þá að líkindum búast
við stjörnuhröpum, enn vonandi er, að
ekki hljótist verra af.
Halastjarna þessi er gamall gestur
hjer í sólarheimi. Hún er kölluð
Halley’s halastjarna, kend við hinn
fræga enska stjörnufræðing Halley
(1656—1742), sem sá hana árið 1682
og reiknaði út braut hennar kringum
sólina. Hann fann, að umferðartími
hennar um sól er 75—76 ár og sannaöi,
að það var sama halastjarnan, sem
sjest hafði 1531 og 1607. Hann spáði
því, að hún mundi koma aftur að 75
eða 76 árum liðnum, og rættist það
árið 1759,17 árum eftir dauða Halley’s.
Sama árið og Haraldur harðráði fjell
við Stafnfurðubriggju og Vilhjálmur
bastarður vann England, árið 1069,
sást halastjarna, og halda menn, að
það hafi verið sama stjarnan. Hún
er minduð á hinu fræga Bayeux-tjaldi,
sem lísir ferð Vilhjálms bastarðs til
Englands. Á 19. öldinni kom hún
aftur árið 1835, 76 árum eftir 1759.
Og nú, 75 árum síðar, vitjar hún vor
enn á ní.
í þetta sinn urðu stjörnufræðingar
hennar first varir nóttina milli 11. og
12. september 1909, þó ekki beinlínis
í stjörnukíkl, heldur á stjörnu-ljósmind,
sem tekin var þá nótt af þeim stað,
þar sem hún þá var á himninum, í
Tvíburamerki. Sá sem mindina tók
og first fann halastjörnuna í þetta sinn
heitir Wolf og er stjörnumeistari í
Heidelberg á Þýzkalandi. Hún var þá
enn örlítil (16. stærðar), og mundi hafa
dulist, ef ljósmindin hefði ekki komið
upp um hana. Ljósmindir eru við-
kvæmari enn mansaugað. 22. nóv.
síðastl. sást hún í stjörnukíki sem
stjarna 10. stærðar, og var þá hjer
um bil 8 sinnum bjartari enu áætlað
hafði verið af stjörnufróðum mönnum.
Þá var hún í nautsmerki. í ársbirjun
fór hún um hrútsmerki og þaðan inn
í fiskamerki, altaf frá austri til vesturs.
í lok janúarmánaðar var hún enu hjer
um bil helmingi lengra frá sólu enn
jörðin, og þó enn lengra frá jörðunni.
Reikjavik, 3. febr. 1910.
Björn M. Ólsen.
Getnaðar-afmæli
Öskudags-ráðherrans
er á Miðvikudaginn kemur, — Ösku-
daginn.
Eins og kunnngt er, hefir lengi verið
ágreiningur meðal náttúrufræðinganna
um það, hvort sjálfsmyndun (generatio
aequivoca) gæti átt sér stað eða ekki.
En sú sannreynd þykir á orðin, að
hún eigi sér ekki stað — að minsta
kosti ekki framar, hvað sem líður
fyrsta uppruna lífs á jörðunni, og þykir
nú sú kenning örugg, að alt lifandi
komi úr eggi (omné vivum ex ovo).
Það veit því hvert barnið, sem nokkuð
hefir lært um líffærin, að í dýraríkinu
getur ekkert afkvæmi fæðst nema af
tveim foreldrum (ka,rldýri og kvendýri).
Og svona er þetta í mannheimi.
Það vita og allir, að alt of ólík dýr
geta ekki æxlast. Ekki geta griðungur
og meri eða graðhestur og belja getið
afkvæmi saman. Þó eru til ólík dýr
eins og asni og hross, sem geta æxlað
kyn sitt saman. Afkvæmi asna og
hryssu er múlasninn.
Pólitískur getnaður virðist ekki að
öllu leyti sömu lögum háður.
Að minsta kosti má álíta getnaí
Öskudags-ráðherrans einskonar sköpun,
sem orðið hefir við sjálfsmyndun.
Það er kunnugt að Landvarnarflokk-
urinn og Þjóðræðisflokkurinn ásettu
sjer í fyrra að geta sjer ráðherra, og
höfðu þeir alla viðburði til þess í marga
daga, en tókst ekki. Þessi kyn voru
of lík.
Það fór lengi um þessar sköpunar-
tilraunir þeirra eins og í vísunni segir:
Skrattinn fór að skapa mana
skringilegan á hár og skinn;
andanum kom hann ekki’ í hunt,
átti að heita Þórarinn.
Þar stóð hnífurinn í kúnni; Landvörn
vildi skapa ráðherra úr Skúla, og geta
hann við Þjóðráð, en Þjóðráður vildi
skapa hann úr Birni, og hafa Landvöm
að móður.
Svona stóð lengi á tilnefningunni
(getnaðinum); jafnmörg atkvæði voru
með hvorum. Skúli var of hæverskur
og ýtti sér ekkert fram, en Björn róri
og réri til að pota sér fram. En ekkert
dugði.
Skúli skoðaði sig sem frumefni, sem
skapa mætti ráðherra úr, en meira
ekki. Hann greiddi því ekkert atkvæði,
er atkvæði stóðu jöfn. En Björn var
ötulli; hann lét sér ekki nægja að vera
hlutlaust frumefni, sem skapa mætti
ráðherra úr, heldur lagði hann sjálfur
hönd á sköpunarverkið.