Reykjavík - 05.02.1910, Side 2
18
REYKJAVIK
f
Á öskudaginn tókst það; þá var
gengið til atkvæða árla nætur, og
Björn greiddi sjálfum sér atkvœði —
eítir því sem Skúli heflr skýrt frá í
„Þjóðviljanum" ómótmælt. Björn
skapaði sig þannig sjálfur sem ráð-
herraefni; tilnefningin marðist í gegn
á Öskudagsmorgun 1910 með einu
atkvæði, atkvæði Björns sjálfs — af
tému „valdalystarley8i“ eftir því sem
hann sjálfur hafði að orði komist í
tsafold.
Þetta má að vísu heita eins konar
ajálfsmyndun (generutio aequivoca). Svo
að í pólitíkinni er þá sjálfsmyndun til.
®il hennar þarf ekki annað en nógu
sterkan skamt af „ valdalystarleysi ‘‘.
,Hann pabbi! Maðurinn, sem þjóð-
in hefir sjálf kosið í æðsta valdasæti
landsins*, segja ráðherra-drengirnir.
ffEf einhver talar ekki nógu virðulega
um hann pabba, þá óvirðir hann þjóð-
ina, sem heflr kosið hann“.
Þetta segja þeir. Ég hef séð það
svart á hvítu í málsskjali fyrir 2 dög-
um.
En — þjóðin hefir ekki kosið
hann.
Hann heflr kosið sig sjálfnr —
flotið á sínu atkvæði sjálfs að eins.
Þetta verða menn að muna til að
skilja manninn rétt.
Hann man það vel sjálfur.
Hann veit að af 25 mönnum, meiri-
hlutanum á Alþingi, var með engu
móti, hvorki með fortölum né bæn-
um, auðið að fá nema 12 til að kjósa
bann til ráðherraefnis — minnihluta
að eins —, þar til er „valdalystar-
leysið" knúði hann til að kjósa sig
gjálfur, svo að hann fékk heillatöluna
13 í hlut.
Að hann kaus sig sjálfur og fleytti
sér þannig í sætið á sínu eina at-
kvœði, um það höfum vér vottorð hr.
Skúla Thoroddsens í „Þjóðviljanum",
vottorð, sem hvorki Björn né blað
hans hafa nokkru sinni dirfst að vé-
fengja — og kalla þau þó ekki ait
ömmu sína!
Hann er þannig ekki kosinn af
meiri hluta flokks síns, því síður af
meiri hluta Alþingis, og sízt af öllu
af þjóðinni.
Hann er kosinn af sjálfum sér, en
ekki þjóðinni. Hann á sjálfs síns at-
kvæði, en ekki þjóðarinnar, upphefð
sína að þakka. Hann er sjódfs sín
fulltrúi, en ekki þjóðarinnar.
Ef því einhverjum skyidi virðast
sem hann gæti hagsmuna og skaps-
muna sín og sinna öllu betur en
hagsmuna þjóðarinnar, þá væri það
ekkert undrunar-efni.
Hann veit, á hvaða grundvelli vald
hans stendur — meðan það stendur!
Jón Ólafsson, alþm.
Frá ritlönd mii.
Grikkland. Síðustu fregnir þaðan
3egja, að verið sje að semja um sættir
milli Tyrkja og Grikkja í þá átt, að
Tyrkir láti Krít lausa gegn hæfilegu
endurgjaldi, svo og því, að stórveldin,
sem haldið hafa verndarhendi yflr Krít,
heiti því á alþjóðafundi, að vernda
ríkisheild Tyrklands.
All-róstusamt er þar enn, einkum í
Aþenu, og er það herforingjasambandið,
sem gengst fyrir óspektunum. Hefir
það jafnvel hótað að koma af stað
íullkominni stjórnarbylting, ef það mæti
nokkurri mótstöðu.
Annars eru frjettir þaðan mjög á
slitringi. Og nú segir símskeyti 1. þ.
m. að kvatt sje til þjóðfundar á Grikk-
landi.
Flng í Signu. 25. f. m. er símað
frá Kaupmannahöfn, að flug í Signu
hafl gert feiknatjón í Parísarborg. Nú
segir símfregn 1. þ. m., að skaðinn,
sem það hafi valdið í Parísarborg, sje
metinn á þúsund miljónir franka.
Samgöngumálaráðherra Dana,
Jensen-Onsted, heflr beðist lausnar frá
embætti sínu, segir í símskeyti til
„Evíkur* 1. þ. m.
Bosenstand dáinn. Einkaritari
konungs, Rosenstand, er dáinn, en í
hans stað kominn fyrv. stjórnardeildar-
formaður Krieger, segir símskeyti til
„Rvíkur" 1. þ. m.
Kosningarnar á Englandi eru nú
um garð gengnar, og segir símskeyti
til „Rvikur" 1. þ. m., að frjálslyndi
flokkurinn (stjórnarflokkurinn) hafi
sigrað með litlum meirihluta.
„Snásaxast á liraina hans
$jörns mins“,
sagði kerling Axlar-Björns (eldra) hér
á árunum.
Eitthvað líkt má nú segja nm Björn
ráðherra og þinglið hans.
Af flokksmönnum hans á síðasta
þingi, sem vóru 25, að honum sjálf-
um meðtöldum, hafa nú 3 þegar snú-
ist í gegn honum opinberlega í banka-
málinu. — Þeir eru þessir: 1. Jósef
Björnsson, 2. Ól. Briem (á Skagafjarð-
arfundinum), 3. Jón Sigurðsson á Hauka-
gili (á Borgarness-fundinum], 4. Jón
Jónsson á Hvanná (í fundarboðí Norð-
mýlinga með aukaþingskröfu), 5. Krist-
ján Jónsson háyfirdómari að sjálfsögðu
(samkv. afstöðu sinni við bankann).
Heimastjórnarmenn á Alþingi eru
15, og munu þeir allir sem einn mað-
ur Ijá andstæðingum ráðherra í hin-
um flokknum lið í þessu máli.
Þar eru þá þegar orðnir 20 and«
stæðingar ráðherra opinberlega af
þingmönnum — réttur helmingur alls
þingsins.
Ég varð sannspár um daginn um
Mýramenn. Og eins og ég sagði þá,
hefl ég svo óræka vitneskju um, hvað
er að gerast í landinu nú, að ég get
fullyrt það, að það er að eins byrjun-
in, sem enn er í Ijós komin. Hann á
eftir að missa marga nýta og góða
liðsmenn enn á meðal þingmanna.
Undir eins og 2 neðrideildar-menn
til bætast við mótflokk hans í banka-
málinu, þá heflr þingið á valdi sínu
að rétta sinn hlut gegn honum.
En þeir verða — og þurfa líka að
verða -— fleiri. Því að það er að eins
í þessu eina máli, að andstæðingar
ráðherra halda saman.
Yér heimastjórnarmenn erum, og
hljótum til næstu kosninga að verða,
minnihluta-flokkur, sem ekki getur tek-
ið við, og ekki vill taka við völdum
án þess að vera í meiri hluta.
Fyrir því þyrftu andstæðingar Björns
innan „sjálfstæðisflokksins" að verða
fleiri en fylgismenn hans í þeim flokki,
til að geta ráðið eftirmann' Björns,
er hann hröklast frá. ElJa ráða lians
fylgiflskar því. — Vér heimastjórnar-
menn styðjum að eins mótspyrnuna
gegn honum, en viijum engan þátt
eiga í ráðherra-tilnefuingu. Hitt er
auðvitað, að vér reynum ekki að gera
óvært neinum sæmilegum eða viöun-
andi manni, er mótfiokkurinn kynni
að tilnefna. Vér munum að eina líta
á stjórnarathafnirnar en ekki á mann-
inn persónulega.
Nú er þá fyrir andstæðinga Bjöms
innan meirihlutans að herða sig.
Þeir og þeirra þingmenn riðu á
vaðið með aukaþings-kröfuna. Vér
minnihlutamenn fylgjum þeim þar í
sporiö og styðjum þá.
Andstæöingar Björns í meirihlutan-
um hafa byrjaö vel og drengilega,
unniö réttlætis verk, sem kjósendur
þeirra hljóta að meta viö þá, og gert
sitt til, að þjarga flokki sínum undan
ámæli.
Nú er ekki nema herzlumunurinn
eftir.
' Þeir verða að halda áfram.
Hverjir verða nú næstir?
Reykvíkingar ?
Láti þeir nú til sín taka!
Úr þessu fara hverjir að koma af
öðrum. En þeirra vegur vex ekki,
sem of lengi sitja hjá og bíða eftir
að veita þeim lið, sem fjölmennari
verði.
Jón Ólaísson, alþm.
Hvað er að frjetta?
Liátinn er nýskeð Einar B. Guðmands-
son i HaganesTÍk, er lengi bjó á Hraunum
í Fljótum. Hann var faðir Páls borgarstjóra
í Reykjarík og þeirra sýstkina. „Mesti
nytsemdarmaður, og fyrirmynd bænda að
framtakssemi, dugnaði og fyrirhyggju*.
Rannsóknarnefndsr - kostn-
adurinn kvað nú vera orðinn allt að
7,200 kr. Þar af höfðu 5,000 verið borg-
aðar úr landssjóði fyrir nýár, en nál. 2,200
úr Landsbankanum nú eftir nýárið.
Norðmýlingar og aukaþlng.
1. þ. m. er símað af Seyðisfirði: „Þingmenn
Norðmýlinga boða fulltrúafund að Eiðum
28. þ. m., að dæmi Skagfirðinga. Telja
þeir í fundarboðinu nauðsyn á aukaþiugi11.
EiOaskAlinn. Búnaðarskólastjóra-
staðan á Eiðum i Suður-Múlasýslu er laus
í næstu fardögum. Umsóknir eiga að send-
ast skólanefnd Eiðaskólá fyrir 15. apríl
næstk.
BorgflrOlngap og bankamállO.
Háyfirdómari Kristján Jónsson, þingmaður
Borgfirðinga, hefir nú tilkynt kjósundum
sínum, að hann verði á Akranesi 10. þ. m.,
til þess að gefa þeim skýrslu um banka-
málið. Töluverður hugur kvað vera í
Borgfirðingum að fjölmenna þangað.
BúnaOarnámaakeiOIO vlO
Þjórsárbrú. Eins og skýrt var frá i
2. tölubl. þessa blaðs stóð námsskeið þetta
yfir frá 10.—22. f. m. Aðsókn var með
minsta móti, að eins 10 nemendur fyrri
vikuna, en síðari vikuna fjölgaði þeim svo,
að þeir urðu 21 að tölu. Kenslan fór fram
i fyrirlestrum. Hjeldu kennarar 4 íyrirlestra
á dag, alla fyrri hluta dags. Siðdegis voru
fundahöld og á kvöldin upplestrar og í-
þróttir.
PóstafgrelOslumenn þessa skip-
aði ráherra 22. f. m.: Guðmund S. Th.
Guðmundsson á Siglufirði, Halldór Jónsson
kaupmann í Vík i Mýrdal, Iagimund Stein-
grímsson á Djúpavogi og Ólaf Böðvarsson
bakara i Hafnarfirði.
Laus lœknlshjePuO. Flateyrar-
hjerað í önundarfirði, Nauteyrarhjerað við
ísafjarðardjúp og Reykjafjarðarhjerað í
Strandasýslu. Árslaun í hverju hjeraði eru
1500 kr.
VfltpyggingapsjóOup sjó-
manna. Stjórn hans er nú fullskipuð.
Sjómannafjelagið Báran kaus í hana Ottó
N. Þorláksson skipstjóra, Utgerðarmanna-
fjelagið Tryggva Gunnarsson fyrv. banka-
stjóra, og ráðherra skipaði þriðja manninn,
Magnús Guðmundsson lögfræðing. Tryggvi
er formaður í stjórninni, Ottó skriíari og
Magnús gjaldkeri.
Botnvðrpungup strandar. f
síðastliðnum mánuði strandaði enskur botn-
vörpungur i Meðallandsfjörum í Skaftafells
sýslu. Það Tar i náttmyrkri og vonzku-
veðri. Skipverjar voru alls 11, og urðu
þeir að hafast við í reiðanum i nil. 12
klukkustundir, komust ekki fyr í lanft.
Einn þeirra (matsveinninn) drukknaði og
annar fótbrotnaði. Þegar þeir loksins kom-
ust upp i sandinn, og fóru að leita manna-
byggða, biru þeir fótbrotnafjelagann sinn i
fullar fjórar klukkustundir, en þá voru þeir
orðnir sro uppgefnir, að þeir urðu að -skilja.
hann eftir. Seint um dagisn komu þeir
loki til bsejar, en þar tkildi þi engian
maður, og gitu þeir þvi ekki gefið vitneskjn
usn manninn, sem þeir höfðu skilið eftir. -—
Dagian eftir var faril i fjörnr, og fanst þá
fótbrotni maðurinn, er var e*n i lífi. Hann
liggur nm þar oyitra, en hinir komu kingað
suður um minaðamótin og sigldu heimleiðis
með „Ceres“ 2. þ. m.
9sktaOup botnvðppungup. Ný-
skeð tók varðskipið „íslanda Falk“ þýzkan
botnvörpung við veiðar í landhelgi og hafði
hann með sjer hingað til Reykjavikur. Hann
hjet „Fritz Busse“ og var frá Geestemúnde.
Hann var sektaður um 1000 kr. og afli ojp
veiðarfæri npptæk. Aflinn, fullar 20 smá-
lestir, var seldur hjer á uppboði, en veið-
arfærin keypti sökudólgurinn aftur fyrir:
nál. 900 kr.
Landskjálftapnlp sem skýrt var
frá í næst síðasta blaði, gerðu einnig vart við
sig bæði á ísafirði og austur i Árnessýslu,
en þó lang mest á Reykjanesi syðra. Þar
funduet 25 hræringar, sumar mjög harðar
og ægilegar.
Yflrflskimatsmenn, sam skipa
itti um nýir samkvæmt lögum frá síðasta
þingi, skipaði ráðherra 11. f. m.: Þorstein
Guðmundsson dbrm. í Reykjavik, Einar
Finnbogason i Akureyri, Svein Árnason á
Seyðisfirði, Kristmann Þorkelsson í Vest-
manneyjum og Kristinn Magnússon á ísa-
firði.
Kross. Eítir tillögu ráðherra sæmdi
konungur 27. desbr. siðastl. Myklestad gamln
kláðalæknir riddarakrossi dannebrogsorðunn-
ar fyrir kláðalækninga-tilraunir hans hjer á
landi fyrir nokkrum árum.
Settup lœkntp. Frá 1. þ. m. er
Guðmundur Tómasson Bettur læknir í Flat-
eyjarhjeraði „fyrst um sinn“.
Símskeyti.
Khöfn, 5. febrúar.
Zahle erklærer Folketinget:
Regeringen betragter Udkastet
bortfaldet. 0nsker ikke Islands
Stillíng forandret. Statskassen er-
holder igen Trawlerboderne.
Islands Minister forsikret Woga-
Bjarni ingen politisk Mission. Lovet
Tilbagekaldelse hvis Woga-Bjarni
politiserer.
Á Islenzku.
Zahle skgrir þjóðþinginu frá, að
stjórnín álíti sambandslagafrum-
varpið fallið úr sögunni. Óskai'
ekki neinnar bregtingar á réttar-
-stöðu íslands.
Rikissjóður fœr aftur a/s botn-
vörpunga-sektanna.
íslands ráðherra fullgrðir, að
Voga-Bjarni hafi engin pólitísk
erindi. Lofar að kalla hann heim,
ef hann sje að tala um stjórnmál.
[Allar samningstilraunir eru írá,
drepnar af ísl. ráðherra og síðasta
Þingi.
ísl. ráðherra hefir eftir þessu heitið
að skila Dönum botnvörpu sektahlut-
anum, sem meiri hlnti siðasta alþ.
samþykti, eftir beinni tillögu Björns
ráðherra, að skyldi renna 1 landssjóð.
Nýtt fjárlaga brot! Sæmra að láta á-
kvæði alþ. 1905 vera óbreytt, en að
éta nú alt ofan í sig hrátt.
J. Ó.]