Reykjavík

Issue

Reykjavík - 09.04.1910, Page 1

Reykjavík - 09.04.1910, Page 1
1R e s k \ a \> í k. XI., 16 Utbreiddasta Uppise blað landsins. 2,800. Laugardag 9. -A.príl 1910 Askrifondur í b se n u m yflr IOOO. XI., 16 Ba9hÚ8i8 virka daga 8—8. Bi8kup88krif3tofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasaín Alp.lestrarfél. Pósthvisstr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—B og B—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2l/s og B1/*—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7-8 e.m. Landakot88pitalinn 10'/s—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Land88Íminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—21/*. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráöið 10—4. Söfnunar8jóður 1. md. i mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „EEYKJAYÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — l doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglý&ingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, og 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33*/s°/o hærra. — Afsláttur aö mun, ef mikiö er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefán JEJLianólfsson, Pingholtsstr. 3. Talsimi í 8 S. ýífgreiísla ,Reykjavíkur‘ er i Skóiastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsími 199. Mitstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Pinglioltsstr. 3. CvV HTH'ftTHOMSEN-r*^ % m •REYKJAYIK' e r u fj ölbreyttastar, beztar «« óíýrastar i Thomsens Magasín. Bankamál. i. Landsbankinn og gæzlustjórarnir. Á Fimtudaginn var dómur upp k.veð- inn á bæjarþingi Reykjavíkur x máli, því er gæzlustjóri Landebankans, há- yfirdómari Kristján Jönsson, höfðaði gegn bankanum til að fá hann dœmdan til að greiða sér gæzlustjóra-laun sín fyrir Janúarmán. þ. á. (en þar af leiðir auðvitað skyldu til að greiða launin áfram). Carlslnrg skattleysingi Ljós 0|| Dimmur. Finasta bmdindis-ól. Dndir áfengismarkinu. Kristján vann málið alveg og bank- inn var dæmdur í málskostnað. Dóm- urinn auðvitað (eins og íógetaúrskurð- urinn á sínum tíma) bygður á því, að Kr. J. sé löglegur gœdustjóri bankans. Þetta er nú raunar ekki mikilsverð nýjung, því að það er ekkert annað en sjálfsögð afleiðing af fógetaúrskurð- inum í vetur. Hann stendur óraslcaður. En honum er ekki Ixlýtt. Tveir ólöglegir gæzlustjórar eru skip- aðir við bankann af ráðherra í heim- ildarleysi allra laga. Landsstjórnin og bankastjórarnir neita að viðurkenna gæzlustjóra þá sem Alþingi hefir löglega kosið, þrátt fyrir úrskurð fógeta konungs. Þeir neita þannig að hlýða landslögum og dómsvaldi. Þess ber vel að gæta, að fógeta- ] úrskurðurinn er þess eðlis, að hann fellur ekki úr gildi við áfrýjun; honum er skylt að hlýða unz hann er úr gildi feldur með æðra dómi. Alþingi er með þessu svift löglegum eftirlitsrótti sínum með bankanum, og hluttöku í stjórn hans (ef bankastjóra greinir á). Dómsvaldið er fótum troðið. Þetta er það, sem veldur brýnni nauðsyn á að Alþingi sé kvatt saman til aukasetu ið allra bráðasta. Sigurður sýslumaður Þórðarson hefir ritað einkar-ijósa og rökstudda grein um ástæðuna til aukaþings í síðasta tbl. „Lögréttu". Það er grein, sem hvert, mannsbarn á landinu ætti að lesa, ijós, rökstudd og algerlega óhlut- dræg. Hiín væri verð þess, að hvert blað prentaði hana upp. II. Franski bankinn. Eitt virðulegt blað fann heldur að því hér um daginn, að ég skyldi geta um það sem altalað væri um, hvað stofnun þess banka liði; þótti ég seil- ast inn á verksvið „slúður-kerlinganna" með því, og taldi illa gert að „spilla fyrir“ svo þörfu og góðu fyrirtæki. Hvað þetta síðastnefnda snertir, þá er það ekki annað en misskilningur ins heiðr. blaðs. Ég lagði hvorki með né móti fyrirtækinu, lagði engan dóm á það, hvorki beinlínis né óbeinlínis. Hvað fyrra atriðið snerti — þetta um kjaftakerlingarnar —, þá duldi ég þess ekki, að ég færi að eins með orð- róm, en ég gat þess jafnframt, hvað mér gengi til að hreyfa málinu, það eitt, að reyna að fá þá er hlut áttu að máli, til að skýra almenningi frá, hvað málinu liði. Þetta hafa þeir nú að visu eigi gert enn þá. En nú veit ég úr áreiðanlegum stað (því að svo tel ég sögusögn þeirra sem eru með 1 að koma stofnuninni á fót), að það sem ég hafði eftir orðrómi, hefir verið alveg rétt hermt — og það er meira en ég jafnvel bjóst við. Þetta vona ég sætti vin minn í „lngólfi" við mig. En hvað hefir núgerstsíðan í málinu? Um það hefi ég að vísu ekki stofn- enda frásögn á fyrstu hönd, en þó hygg ég að ég geri rótt í að skýra frá því sem ég hefi heyrt síðan. Ég ábyrgist ekki að það sé alt, rétt eða nákvæmt, en hygg þó, að það fari ekki langt fjarri sönnu. Ég lauk þar sögu síðast, er stjóm Landsbankans var ósveigjanleg og bæn- heyrslu-ill við ráðherra; vildi ekki láta Landsbankann ganga í ábyrgð fyrir 3 milíónum króna fyrir stofnendurna, og vildi heldur ekki láta sjálfan Lands- bankann taka lánið. Þetta fanst sumum vel skiijanlegt. Ef þeir Tryggvi, Eiríkur og Kristján höfðu komið Landsbankanum svo á kné, að hann gæti ekki staðist eða, staðið í skilum af eiginn rammleik, svo að vor ráðsnjalli ráðherra þyrfti að leita hjálpar utan lands og innan handa honum, þá fanst mönnum skiljanlegt, að hann (Landsbankinn) væri ekki fær um að taka á sig ábyrgð fyrir 3 milí- ónum franka (ca. 2 mil. króna) fyrir annan banka. Hvernig hefði slíkt orðið varið, sögðu menn. Ef Landsbankinn hefði enn þann merg í beinum, að hann væri — með réttu — fær um að taka á sig milí- óna-ábyrgð —, ja, þá hefðu þeir gömlu bankastjórarnir ekki gerþurkað svo innan fjárhirzlu hans, sem í veðri var látið vaka. Og hins vegar vissu menn, að síð- asta Alþingi gaf þau lög, er heimiluðu landsstjórninni að taka 2 milíónir króna að láni, til þess að kaupa fyrir banka- vaxtabréf af Landsbankanum. Menn vissu, að stjórnin hafði enn ekki notað þessa heimild nema að þrem fjórðu hlutum, ekki enn tekið nema U/2 milí- ónar lán i þessu skyni, sennilega af því að Landsbankinn hefir ekki treyst sér til að ávaxta meira fé að sinni sér til arðs. Og menn vissu enn fremur, að bankastjórnin var í standandi vand- ræðum með að ávaxta féð; hafði enn ekki verið flutt hingað til lands af því nema 1 milíón, að sögn; hitt hefði orðið að lána Handelsbanken í Kaup- mannahöfn (sem hafði útyegað Lands- sjóði lánið), og ráða þykir mega í það, að Handelsbanken gjaldi lægri vöxtu af því, heldur en Landssjóður verður sjálfur að greiða. Sé þetta rétt, að .Landssjóður ís- lands taki fé að láni til þess að lána það Dönum aftur, þá virðist það bera vott um það, að Landsbankinn, sem ekki treystir sér að torga fénu, sjái sér ekki fært að ávaxta hér í landi meira fé að sinni. Auðvitað heyrum vér daglega, að menn eru að kvarta um, að þeir geti ekki fengið peninga hér í bönkunum, jafnvel þótt öruggar tryggingar sé fyrir, og segja þeir, að bankastjórax-nir í báðum bönkunum, beri fyrir peninga- leysi. En auðvitað er það fyrirsláttur einn, þetta peningaleysi; það er ekki annað en mjúkur vegur til að hafa menn af sér, í stað þess að segja þeim, að tryggingar þeirra sé ekki nógu góðar. Því að báðir bankarnir hafa nœgt ié, mörg hundruð þúsund að minsta kosti, til að verja til þess, sem þeir álíta nógu örugt og arðvænlegt. Hvað Landsbankann snertir, er þetta auðsætt af því sem áður er sagt, að hann getur ekki notað fé það sem Landssjóður hefir tekið að láni handa honum, því síður þá hálfu milión, sem enn er ótekin að láni. Og hvað íslandsbanka snertir,. skal ég víkja að honum í næsta kafla hér á eftir. — Þegar svona stóðu sakir, að Landsbankinn vildi hvorki ábýrgjast frönsku milíónirnar fyrir aðra, né heldur þiggja þær að láni sjálfur, þá segir sagan, að ráðherra hafi verið að hugsa um, að láta Landssjóð taka þær að láni. Sumir sögðu, að þetta gæti hann ekki gert án heimildar Alþingis. En það er ekki rétt. Hann gat vel tekið þær að láni handa landssjóði, ef hann varði þeim til þess að borga með þá

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.