Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.04.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 14.04.1910, Blaðsíða 2
6 REYKJAVIK ♦HE Itleð s/s „Sterling44: fyrir konur, Verzlunin Hið fjölbreyttasta og smekklegasta tv v A n tv t\ tt it úrval af karla 1 A :\KK M nýjum sumarvorum 1 / |J J 1 II J[1 og einnig mikið af allri og1 börn. vefnaðarvöru Reykjavík. ♦♦♦♦♦ ♦♦♦ -♦♦♦ Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavik selur hljómfögur, vönduö og ódýr --- Orgel-Harmonia. Atvinnu-rógur. Fiskkaupa-einokunin tómur uppspuni. Hún gekk hér staflaust í heila viku eða meira um bæinn sagan um ein- okunar hringinn, sem ég gat um í síðustu „Rvík“. Henni var alment trúað, því að hún var svo heimildum feðruð, og menn vóru sárgramir að vonum. En svo dró ég söguna fram í dags- birtuna, og sýndi það sig þá fljótt, að sagan þoldi ekki birtuna. Ég hefi nú átt kost á að sjá full gögn fyrir því, að ekkert er hæft í því, að ísl. banki sé við nokkur slík samtök riðin, eins og líka bréf það frá hr. bankastjóra Schou, sem hér kemur á eftir, ber með sér: „Reykjavík 11. Apríl 1910. Herra alþingism. Jón Ólafsson, Reykjavík. í tilefni af greinar-kafla yðar í síðasta blaði „ReyJcjavíkuru um ís- lands-banka og fiskkaupa-einokun vil eg láta yður vita, að Öll sögusögn um það, að íslands-banki hafi skuld- bundið sig til að lána að eins til teknum verzlunum fé til fisk-kaupa, er algerlega tilhæfulaus uppspuni. Bankinn hefir engan slíkan samning gert, og ekkert slíkt hefir komið til tals við bankann eða af bankans hálfu. Mér er gersamlega óskiljanlegt, hvemig svo fjarstæð kviksaga hefir getað kviknað upp og breiðst út, og ég hefði sízt ætlað, að þér munduð festa trúnað á slíkt, þar sem yður er kunnugt um, hve mjög íslands- banki hefir lagt sig fram um, að styðja verzlun landsmanna, og það þótt eigi hafi ætíð verið gróðavon fyrir bankann sjálfan. Ég vona, að þér teljið yður skylt, að taka sögu þessa aftur þegar í stað í blaðinu. Virðingarfylst Emil 8chou“. Það er mér full-kunnugt um, að ísl.-banki hefir lagt sig mjög fram um, að styðja ísl. kaupmenn til að koma afuröum landsins á markaði, og hefir jafnvel tekið fé til láns í þessu skyni erlendis, þá er vextir vóru þar svo háir, að ekki var gróði fyrir bankann að lána það út aftur hér með jafn- vægum kjörum og hann hefir gert. Engu að síður gat almenningi verið nokkur vorkunn, þó að menn leiddust til að trúa sögunni, því að mönnum hefir ekki getað komið til hugar, að slíkar kauphallar-flugur eða atYinnu- rógur væri kveiktur hér upp og gæti dreifst svo vítt út um bæ og svo lengi, án þess neitt væri borið aftur. Ég þykist því að vísu hafa gert bæði verzlunum þeim er í hlut áttu, og sér í lagi íslands-banka, góðan greiða með því, að koma sögunni til eyrna þeirra, því að annars hefði að líkindum dreg- ist, að hún yrði borin affur, að minsta kosti þar til er strandferðaskipin vóru farin. En að því má vísu ganga, að þeir sem söguna hafa kveikt, mundu ella sjá um, að hún flyttist í bréfum út um landið. Bankinn mun ekki vera í miklum vafa um, hvaðan sagan sé sprottin, og kunnugir hér geta ef til vill rent grun í það iíka. Höfundunum verður sagan væntan- lega ekki til mikillar gleði úr þessu — og er það að maklegleikum. En bankínn getur ekki haft neinn óhag af því, að hún hefir ekki annað á- orkað, en að gefa tilefni til, að benda á það, að framkoma bankans gagn- vart íslenzkri verzlun hefir verið svo, að menn hafa ekki ástæðu til, að verða fljótir til að trúa siíkum kvik- sögum 1 hans garð, ef reynt skyldi verða, að kveikja aðrar nýjar. Jön Olafssov., alþm. —■ V' firlýsingar. í 16. tölublaði XI. árg. blaðsins „Reykjavík", sem út kom þ. 9. þ. m. í grein með fyrirsögninni „íslands- banki og fiskkaupaeinokun" segir hr. alþingismaður Jón Ólafsson lesendum blaðsins frá hviksögum, er gangi hjer um að nokkrar stærri verzlanir hafi myndað einokunarhring um kaup og sölu á fiski hjer á landi, og í því augnamiði gert samning við íslands- banka um að hann ekki einungis veiti þeim nægt fje til fiskkaupanrra, heldur einnig skuldbindi sig til að láta engan kaupmann fá peninga til fiskkaupa, sem ekki væri í þessum samtökum. Yerzlanir þær er hjer ættu að eiga hlut að máli eru ekki tilgreindar í blaðinu, en á fjölmennum fundi hjer í bænum þ. 9. þ. m. var því lýst yfir að hviksögur þessar ættu meðal ann- ars við hlutafjelagið P. J. Thorsteins- son & Co. hjer. En með því að oll þessi ummæli og hviksögur eru bláber ósannindi hvað h/f P. J. Thorsteins- son & Co. snertir, þá mótmælum vjer þeim alveg afdráttarlaust sem gersam- lega tilhæfulausum. Oss er heldur ekki kunnugt um að neinn slíkur fjelagsskapur sje til, og höfum vjer hvorki beðið aðra kaupmenn nje þeir boðið oss að taka þátt í slíkum fjelags- skap. Af framanrituðu ætti það að vera fyllilega Ijóst hve tilhœfulaust það er að Islandsbanki hafi átt að veita oss liðsinni sitt sem meðlimum í slíkum fjelagsskap, og skulum vjer jafnframt taka það fram, að oss er heldur ekki kunnugt um, að nokkrir aðrir kaup- menn hjer hafi tryggt sjer eða reynt að tryggja sjer nein slík hlunnindi frá tjeðum banka. Jafnframt því sem vjer mótmœlum þessum rakalausu hviksögum viljum vjer skora á liöfund þeirra að gefa sig fram með nafni, svo þœr ekki lcomi til að brenna á baki manna, sem fyrir þeim eru bornir, en kunna að vera saklausir. Reykjavík þ. 11. apríl 1910. H/F P. I. Thorsteinsson & Co. Thor Jensen. Eggert Claesen. Út af þeim orðasveim sem gengið hefir um að 4 íslenzkir fisk-útflutnings- menn með aðstoð íslands-banka hafi gert samtök um, að einoka með fisk- verzlun, leyfi jeg mjer hjer með fyrir hönd verzlunarhússins J. P. T. Bryde, að lýsa því yfir, að nefnt verzlunar- hús á engan þátt í þessu, og að áður- nefndur orðasveimur er hvað snertir verzlunarhúsið J. P. T. Bryde með öllu ástæðulaus. Þess skal getið, að verzlunarhúsið J. P. T. Bryde hefir heldur ekki snúið sjer til íslands-banka með beiðni um væntanlegt lán til fisk-kaupa í ár. Reykjavík 11. apríl 1910. Carl Olsen (júgn.). Sje átt við okkur í grein þeirri, sem birtist í blaðinu „Reykjavík" í dag, undir 3ja lið greinarinnar „Bankamál", þá lýsum við hjer með yfir, að við höfum engan þátt átt í því, að mynda hring til einokunar á fiskverði, hvorki beinlínis nje óbeinlínis. Enn fremur að hvorki hefir íslands-banki leitað til okkar eða við til hans í þeim tilgangi. Reykjavík 9. apríl 1910. Copland & Berrie (1908) Ltd. Oeo. Copland. Yerzlunin Edinborg. Asgeir Sigurðsson. Leikhúsið. Um síðustu helgi sýndi Leikfjelag Reykja- víkur leik eftir hið heimsfræga frakkneska leikritaskáld J. B. P. Moliére. Er það í fyrsta skifti, sem leikfjelagið sýnir leikrit eftir þann höfund, og varð fyrir valinu leikrit, sem á íslenzku er kallað „ímyndun- arveikin“. Leikrit þetta er heimsfrægt, og hafa allir kýmnileikarar sótzt eftir þvi, að fá að reyna sig á aðal-hlutverki þess (hin- um ímyndunarveika). Þykir það alstaðar góður leikari, sem innir það hlutverk sóma- samlega af hendi. Ekki er Moliére neitt teprulegur í orðum, þegar honum býður svo við að horfa, en þó er einhver yndis- leíkur og stíll (elegance) yfir öllum þessum gömlu leikritum, sje rjett með farið. En aðal-einkenni þessa leikrits er þó fjörið; fjörið i samræðunum, og fjörið í viðburða- rásinni, ef svo mætti að orði komast. Sje þetta hvorttveggja látið njóta sín sæmilega, og aðal-hlutverkið vel leikið, er ótrúlegt, að mönnum þyki það ekki gleðiauki, að horfa á leikinn. Og ekki verður annað sagt, en að þetta hafi tekizt vel frá leikfjelagsins hálfu, þótt mest sje það auðvitað að þakka þeim leikanda (Árna Eirikssyni), sem leikur aðal-hlutverkið, því að það má svo að orði komast, að leikurinn átandi eða falli með því hlutverki. Engu að síður geta þó hinir leikendurnir (Toinetta, kona Argans, Kam- ferius eldri og yngri) átt mikinn þátt i, að gera leikinn skemmtilegan, sje rjett á haldið og heppnin er með. En þótt þeirra leikur megi víða heita mjög góður, þá kemst hann ekki í neinn samjöfnuð við leik Argans (Árna Eiríkssonar). Það, sem mest skilur, er vandvirknin, bæði í kunnáttu og með- ferð setninganna, og fylgið. Krafturinn og fylgið er einn af aðal-kostum Á. E. sem leikara, og eru það góðir kostir, sem bera yfir marga torfæru. Gerfi leikarans (Á. E.) er ágætt, og sömuleiðis allur andlitsleikur hans. Hefir honum ekki tekizt öllu betur við neitt hlutverk, síðan hann ljek Ásleik prentara í „Þjóðníðingnum11, sem er óefað langbezti leikur þessa leikanda, þótt marg- ur hafi góður verið. Allur útbúnaður frá fjelagsins hálfu er góður og vel samstilltur. Sömuleiðis eru gerfi flestra leikendanna mjög góð. Yfir höfuð er það hin bezta skemmtun, að horfa á þennan sjónleik. Vjer viljum ráða öllum til að fara og sjá þennan sjónleik, því að bæði er það bezta skemmtunin, sem völ er á hjer sem stend- ur, og óvíst, að tækifæri gefist aftur til að sjá leikrit eftir Moliére í bráð. Þetta verð- ur að öllum líkindum síðasta leikritið, sem sýnt verður í ár, og kunnugir segja, að allt sje enn í óvissu um það, hvernig um leik- ina fari næsta ár. Listavinur. Gjöf frá íslendingi vestan hafs. Minningargjafir komi í stað „kransau. íslenskur maður í Chicago, A. J. Jolmson að nafni, hefur sent mjer að gjöf skrautlega bók og fagra hugmynd frainan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á líkkistur, í heiðursskyni við minn- ingu hins Iátna og samhrygðar- skyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fylgir sá ó- kostur, að þar fer mikið fje til ó- nýtis, í moldina. Höldum þvi, sem fagurt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið til þess er það, að láta minningargjafir koma í stað kransanna, svo að það íje, sem nú fer til ónýtis, komi að einhveiju góðu gagni. Bókin, sem mjer er send heitir Artíðaskrá Heitsuhœlisins,'. Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (alskinnuð), pappírinn af bestu gerð strykaður til hægðarauka og með prentuðum fyrirsögnum efst á hverri síðu. Er svo tilætlað, að blaðsíð- urnar í vinstri hendi verði ártiða- skrá, þar verði skráð nöfn látinna manna, staða þeirra, aldur og dán- ardœgur, einnig dauðamein, ef þess er óskað. Á móti hverri því likri skrásetningu koma, á blaðsíðurnar í hægri hendi, nöfn þeirra, er gefa minningargjafir, og til tekin gjöf hvers þeirra. Kransagjafirnar eru útlendur sið- ur og ný til kominn. Hjer í Reykja- vík eru kransarnir flestir gerðir úr útlendum blómlíkneskjum; i þeim er litaður pappi og ljerept. Þessi erlendu ljereptsblóm fljúga út. Oft verða lcransarnir svo margir, að tugum skiftir, og verð þeirra þá að samanlögðu yfir 100 kr., stundum langt fram úr því. Artiðaskrásetning er rammíslensk- ur siður og mjög gamall (frá því á 12. öld). Jeg þykist því vita, að *) Nafninu og gérð bókarinnar hef jeg fengið að ráða.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.