Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.04.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 14.04.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 63 Hreinar verksmiðjur og hrein og ómenguð sápa standa i nónu sambandi við hrein löt. Það stafar engin hætta af Hún er óreiðanlega hrein og omenguð. 1684 margur muni verða til þess, að láta minningargjöf koma i staðinn fgrir krans— gefa Heilsnhœlinn það, sem krans mgndi hafa kostað. Artiðaskrá Heilsuhœlisins verður geymd fyrst um sinn í skrifstofu minni, Amtmannsstíg 1. Þar verður hún til sýnis á hverjum virkum degi kl. 5—7, og mun ritari minn, Jón læknir Rósenkranz, taka á móti minningargjöfum. Herra A. J. Johnson hefur einnig gefið Holdsveikraspitalanum og Geð- veikrahœlinu ártiðaskrár, og verða þær afhentar læknum þessara sjúkrahúsa. Bækurnar eru nýkomnar.**) Jeg kann honum bestu þakkir fyrir gjöfina. Heilsuhælinu hafa þegar hlotnast tvær minningargjafir, önnur frá Johnson sjálfum, til minningar um móður hans (50 kr.), hin frá Bjarna prófasti Símonarsyni á Brjánslæk; hann kom tii mín, sá bókina og gaf minningargjöf (5 kr.) til minn- ingar um barn, sem ljest fyrir tveim árum í sókn hans. Menn út um land eru beðnir að senda minningargjafir handa Heilsu- hœlinu til Jóns lœknis Rosenkranz, sem er fulltrúi Heilsuhælisstjórn- arinnar. Hverjum þeim, er gjöf gefur, verður fengið eða sent viðtöku- skírteini. Þau verða vönduð að útliti; bœjarbúar geta sent þau i stað kransa, og á þann hátt látið í ljósi samhrygð sínaþegar jarðað er. Hvað sem öðrum líður — þegar kemur að mjer, vildi jeg mælast til þess, að »kransarnir«, ef nokkrir yrðu, væru látnir fara í Heilsu- hælið en ekki í gröfina mína. G. Björnsson. Úr riki ráðherrans. Hvað hefir þingmaður Barðstrendinga gert fyrir kjördæmi sitt? Fyrir hvað á hann þakkir skilið ? Á kjörfundi hjer veotra sagðist hann vera mótfallinn þvi, að sýslufjelög yrðu krafin um styrk til landsíma. Og hann taldi það sjálf- sagt, að styrkur sá, sem Barðastrandarsýsla hefir lofað til landsímans, yrði gefinn eftir á næsta eða næstu þingum. Og lieyrt hefi jeg, að hann hafi lofað því — eftir að hann gerðist ráðherra — að hann skyldi sjá svo um, að Vestur-Barðastrandar- *’) Pappírinn sendi gefandinn mjer, en jeg hef annast prentun og band fyrir hann, á hans kostnað. Af inum mikils metnu neyzluföngum með malt- efnum, sem DE FORENEDE BRYGGERIER framleiða, mælum vér með: er framúrskar- andi hvað snertir mjúk- an og þægileg- an smekk. Hefir hæfilega mikið af ,ex- trakt1 fyrir meltinguna. Hefir fengið meðmæli frá mörgum mik- ilsmetnum læknum. Bezta meðal við hósta, haesi og öðrum kælingarsjúkðómum. Mjöltirlíil í Böftjaiít setur væntanlega útibú á Laugaveg 46 eftir næstu mánaða- mót. — Hin auglýsta mjólkursala á Laugaveg 24 á elilcei-t skylt við Mjólkurbóið á Laugaveg 13. &tjórn cMjóIRurSt’isins á JSaugavog 12. sýsla yrði ekki krafin um styrk til landsim- ans fyrst um sinn — að minsta kosti ekki nema að einhverju litlu leyti. Vegasjóðslán, sem á sýslunni hvíla, voru í upphafi vega sinna 6000 kr. Mikið af þv er borgað, en mikið enn ógoldið, og lofaði þingmaðurinn því, að sjá svo um, að eftir- gjöf fengist á upphæð þeirri, sem ógoldin ír, og nema mun um 2,000 kr. En slíkum smámunum er gleymt, þrátt fyrir það, þótt þingmaðurinn væri minntur á það eftir að þing kom saman siðastliðinn vetur. Þá eru það vegirnir hjer vestra. Á kjör- fundinum hjer fórust honum orð á þessa leið : „Jeg sje, að ykkur vantar vegi, og jeg hefi sjálfur orðið var við það á ferð minni. Og verði jeg þingmaður ykkar, þá skal jeg sjá um, að hjer verði vegabætur gerðar sem allra fyrst“. En það hefir víst ekki unnizt tími til þess, fremur heldur en hins, að halda þingmáia- fundi hjer í sjslu. Þeir hafa, sem kunnugt er, engir verið, og virðist slíkt engin fyrir- myndar-framkoma gagnvart kjósendum sín- um. Eitt loforðið hans var það, að hann skyldi sjá um, að viti yrði byggður á Bjargtöngum. En það hygg jeg, að fæstir sjófarendur hafi fengið glýju í augun af því Ijósi, enn sem komið er. Þarna eru loforðin. Manni verður á, að spyrja um efndirnar. Niðurstaðan er og verður sú, að þing- maðurinn hefir ekki gert neitt fyrir Barða- strandarsýslu, enn sem komið er. Og þó hafa nokkrir menn bjerí„ríki ráð- herrans11 látið hafa sig til þess, að skera upp herör og safna undirskriftum undir trausts- yfirlýsingu til þingmannsins — og ber þess að geta, sem gert er. Nokkrum dögum eftir það, að sýslu- nefndarmaður Patrekshrepps hafði á sýslu- fundi samþykkt áskorun til þingmannsins um að efna það loforð sitt, að fá vegasjóðs- ánið eftirgefið, efnir hann til undirskrifta, til þess að fá kjósendur til að þakka þing- manninum fyrir þingmennskuna, og lýsa vel- þóknun sinni á honum, enda þótt allir vissu og sæi, að hann hafði ekkert gert — ekki einu sinni efnt neitt af loforðum sínum. En um árangur undirskrifta-skjalsins þarf varla að efast, og hygg jeg, að þar megi mörg nöfn sjá, því að þeir, sem hafa sent það út, hafa bolmagn mikið, og minnti sumt, er jeg sá í þessu fyrirmyndar-skjali, mig á þessi orð skáldsins; „Jeg veit, hvað svöngum vetur er — þú veizt það kannske líka“. En það eitt veit jeg fyrir víst, að ekki eru öll þau nöfn, sem þar standa nú, rituð þar af einskærri sannfæringu, heldur af hinu, að gera það fyrir menn, „að vera með, til þess að fylla flokkinn“, og veit jeg þá með vissu, að jeg segi ekki of mikið. Patrekur. Reykjavíkurfrjettir. Málverkasýning ný verður opnuð í Góðtemplarahúsinu (uppi) mánudaginn 18. þ. m., kl. 11 árd. — Það er Einar Jónsson málari, sem þar sýnir myndir sínar í fyrsta skifti. Menn ættu að fjölmenna á sýningu þessa, því að þar verður sjálfsagt mörg lit- fögur málverk að sjá. Til dæmis má nefna stóra mynd af hinum forna sögustað Illíð- arenda i Fljólshlíð, nieð útsýni alla leið til Eyjafjallajökuls og Vestmanneyja. Á sýningu þessari verður sjálfsagt tækifæri til þess, að eignast fallega sumargjöf. Norðanveður með nál. 7 stiga frosti gerði hjer síðastl. sunnudag, og hefir það haldizt síðan, vægara þó síðustu dagana. Slysfarir. Þilskipið „Seagull“ kom inn í fyrra dag, og hafði það misst út mann. Hann hjet Sœmundur Jóetsson, unglings- maður hjeðan úr bænum. Tveir skipverjar aðrir höfðu slasazt t sama skifti, annar svo mjög, að hann var þegar fluttur á sjúkra- hús. Um bjargráð íslands flutti hr. Stefán B. Jónsson á Keykjum í Mosfellssveit fyrir- lestur hjer í bænum laugardagskvöldið 2. þ. m. AðaÞáherzluna lagði hann á það. að rækta landið, og verður það aldrei of oft brýnt fyrir mönnum. Fyrirlesturinn var langur og rækilegur, og bar vott um mik- inn og lofsverðan áhuga á málefninu. Hvað er að gerast? Franski bankinn. Það er sagt, að Landsbankinn haíi ákveðið, að taka 2 milj. króna af hinu svo kallaða franska láni handa sjálf- um sér, og að ábyrgjast 1 milj. króna handa fjármálamönnunum Páli Torfa- syni, Ara assistent o. fl. Það er sagt, að þessar 3 milj. eigi að endurborgast innan 18 mánaða, eí þingið fáist ekki til að ábyrgjast þær. Það er sagt, að vegna þessarar á- hættu ætli Landsbankinn ekki að brúka sinar 2 milj., heldur ætli að leggja þær í hlaupareikning í Landmands- bankanum, til að hafa þær til taks, enda þó að hann fái með því móti lœgri vexti, en hann verður að borga af franska láninu. I Manni er ekki kunnugt um, að nein bráð hætta vofi yfir landinu, sem leysa þurfi það úr með nýju láni, enda fer nú óðum að styttast til þings, og margir búast við aukaþingi. Það er sagt, að forgóngumenn þessa franska brasks ætli sér 90 þús. kr. af milíóninni, sem þeir eiga að ávaxta, svo sem ómakslaun. Og þá yrði ekki nema 900 þús. kr. til útlána. En til að koma þeim út, er þó sagt, að ekki nægi færri en 3 bankastjórar, þar á meðal þeir Páll T. og Ari assistent. Hver er nú tilgangurinn með því, að taka lánið nií þegar, og með því, að hafa lánstímann svona stuttan! Er með því verið að setja snarvöl á alþingi? Lánið verði vitanlega ekki borgað á tilsettum tíma, að minsta kosti ekki milíónin, sem nefndir fjár- málamenn eiga að ávaxta, og því neyðist Alþingi vegna ábyrgðar Lands- bankans til þess, að ábyrgjast alt saman. Alþingi mundi aldrei óneytt ábyrgjast stórt lán fyrir prívat-menn, ekki einu sinni fyrir þessi nýupprunnu finans- geni. En sé nú tilgangurinn ekki þessi, hver er hann þá? Og hvers vegna er farið með þetta franska brask, sem varðar almenning stór-miklu vegna ábyrgðar Landsbankans, sem manns- morð væri? Og hvernig getur sérstaklega Lands- bankinn forsvarað það, fyrir öðrum húsbónda en B. J., að ábyrgjast 1 milj. fyrir alls óbankafróða og eignalausa eða eignalitla menn? Hvar er heimild til slíkrar ábyrgðar í lögum bankans? Og hvernig getur Landsbankinn enn fremur forsvarað það, fyrir öðrum en B. J., að skapa sér keppinaut með jafn hœthcsamri ábyrgð? Vill ekki einhver úr Landsbanka- stjórninni svara þessu, annað hvort annar hvor hinna löglegu bankastjóra eða annar hvor hinna ólöglegu gæzlu- stjóra? Spurull. Til leigu I stofa með eigin inngangi 14. maí. Óðinsgötu 7. Herbergi til leigu í Þingholtsstræti 22.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.