Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 11.05.1910, Síða 3

Reykjavík - 11.05.1910, Síða 3
REYKJAVlK 79 Ávarp. Hjer með leyjum við undirritaðir oss að geja til kynna, að Iðn- aðarmannafélagið í Reykjavík hefur ákveðið að stofna til íslenskrar iðnsýningar í Reykjavik sumarið 1911, og hún skuli verða opnuð 17. júní á aldursafmœli þjóðmœringsins íslenska, Jóns Sigurðssonar. Er það því ósk vor, að allir vildu styðja þetta þýðingarmikla fyrirtœki, með því að búa til smíðisgripi og senda á sýningu þessa; enn fremur óskum vjer eftir að fá á sýninguna alls konar vel unnin heimilisiðnað, vel smiðuð áhöld, búsgögn, og fleira þess háttar. Með strandferðaskipunum verða sýningargripirnir fluttir á sýn- ingarinnar kostnað, og sýning þeirra eigendum að kostnaðarlausu, nema um mjög umfangsmikla muni sé að rœða. Pað óskast tekið fram, lwort gripirnir skuli vera til sölu á sýn- ingunni, og þá fyrir hvaða verð, mun þá sýningarnefndin annast um sölu á þeim, Allar nánari upplýsingar viðvikjandi sýningunni gefa iðnaðar- mannafjelögin í aðalkaupstöðum landsins, og vjer undirritaðir. Reykjavík 2. apríl 1910. í sýningarnefnd: Jón Halldórsson, Th. Krabbe, Jónatan Þorsleinsson, Skólavörðustíg 6 B. Tjarnargötu 40. Laugaveg 31. TÓMSTUNDÍR ERU Því A-Ð EÍNS MÖGULEGAR, að Sunlight sápan sje notuð. Hún fjölgar tómstundum vegna þess, að hun sparar vinnu. hin hreinasta sápa. __________ 1589 Til þess liggur það svar, að slíkt getur stundum borgað sig, er það miðar til að halda uppi verðinu. Er fram- boðið minkar, eykst eftirspurnin og verðið hækkar. Ég ætla að enda á að segja vini mínum sögu af atburði, sem við bar fyrir ekki mörgum árum. Enskur auðmaður var um vetrar- tíma á gangi í Parísarborg, í þeim hluta borgar, þar sem margir fornbóka- salar eru. Hann leit í gluggana á búðum þeirra. Alt í einu staðnæmd- ist hann við búðarglugga, og gekk inn í búðina: „Hvað kostar bókin sú arna?“ spurði hann og benti á bók í glugganum. „3000 franka“, var svarið. Maður- inn keypti bókina orðalaust og borgaði hana. Það skíðlogaði í ofni í búðinni, Englendingurinn gekk að ofninum, opnaði hann og fleygði bókinni dýru í eldinn. Bóksalinn hélt hann vera vitskertan og náði í lögregluþjón, til að taka manninn. En hann reyndist vera með allan mjalla. „Hvað gat yður gengið til að brenna bókina?“ „Ég á annað eintak af henni“, sagði Englendingurinn. „Ég héit það væri eina eintakið, sem til var i heiminum, og taldi mér það 4000 franka virði. Ef tvö vóru til, hlaut mitt að falla í verði. Nú tel ég mér það 7000 franka virði; að minsta kosti sel ég það ekki fyrir minna*. Skilur ekki vinur Björn iærdóminn i þessari sögu. Jón Olafsson. Hvaö er aö frjetta? Magnús Thorfason bæjarfógeti á fsafirði er ekipaður setudómari í málinu gegn fyrv. ritstjóra Birni Líndal á Akur- eyri. Bjðrn Þórðarson cand. jur, er skipaður setudómari í þrætumáli út af Stykkishólmsbryggjunni. VoOaharðindln eru enn sögð hin sömu að austan, norðan og vestan. Menn úr Eljótsdalshjeraði, sem fóru að heiman um mánaðamótin síðustu, segja að hvergi hafi sjezt dökkur díll, hvorki í Hjeraði nje í Fjörðum, Hallormsstaða- og Egilstaða-skóg- ar allir í kafi; og símfregnir segja, að snjór- inn hafi heldur aukizt en minkað síðan. — Or Þingeyjai'sýnlu er í nýkomnu brjefi sagt til dæmis um snjóþyngslin þar, að á bæ þeim, sem brjefið er frá, taki snjórinn upp í aðra gluggaröð á tvílyftu húsi, og hafi menn orðið að gera sjer göng af efri hæð- inní, til þess að komast út og inn — og þó 8je bær þessi á bersvæði, þar sem snjó skafi venjulega af jafnóðum í öllum meðal- vetrum. — Úr öðrum hjeruðum norðanlands eru svipaðar frjettir, og engu betri eru þær af Yesturlandi. — Heylitlir eru menn sagðir alment viðast kringum land, sumir heylausir og fáir aflögufærir. Fregnir berast um það, að i flestum hjeruðum sjeu menn, fleiri eða færri, farnir að skera kýr og jafnvel annan fjenað, vegna heyleysis, en vonandi eru þær fregnir mjög orðum auknar. Ljúfast að leggja engan trúnað á þær. — — f Rang- árvallasýslu og Árne6sýslu er snjólaust að mestu, og sömuleíðis í Gullbringusýslu og Borgarfjarðarsýslu. En allar skepnur þó á gjöf enn þá vegna illveðurs. — í þeim sýsl- um flestir heybirgir nokkum tíma enn, nema ef vera kynni á útigangsjörðunum í upp- sveitum Árnessýslu, og margir sem gætu hjálpað öðrum nokkuð ef á þyrfti að halda. En vonandi að vorið fari nú að koma. | t W- Sunnmýlingar halda stjórnmálafund að Búðum í Reyðarfirði 12. þ. m. Mark Twain dáinn. Ameríska kýmniskáldið heimsfræga, Mark Twain, andaðist 21. f. m., 74 ára að aldri. Hann var fæddur í Florida í Missourifylkinu 30. nóv. 1835. Lærði fyrst prentaraiðn og stundaði hana nokkur ár, varð síðan ferjumaður á Mississippe, en þegar ferðir um fljótið minnkuðu vegna járnbrautanna, varð hann skrifari hjá bróður sínum, er var varalandstjóri í Nevada. Ekki var hann þar lengi samt, og gerðist þá gullnemi, en var óheppinn. Varð hann þá ritstjóri að blaði einu í Vir- giníu. Skírnarnafn hans var Samuel Langhorne Clemens, en þegar- hann fór að gefa sig við ritstörfum, tók hann sjer gervinafnið Mark Twain. Hann varð brátt frægur um allt fyrir kýmni- sögur sínar. Hann ferðaðist víða um heim og skrifaði ósköpin öll, mest stuttar en stórfyndnar kýmnisögur, sem allir dáðust að. Um hann hefir það verið sagt, að enginn maður hafl komið fleiri mönnum til að hiæja, en hann. ____ _____ Fjárkláða-spurningar Hr. ritstjóri! Vilduð þjer Ijá eftir- fylgjandi spurningum rúm í heiðruðu blaði yðar? — Aftur og aftur flytja blöðin okkur fregnir um það, að fjárkláða hafi orðið vart í þessum eða hinum staðnum, og enginn sjer enn þá fyrir endann á slíkum fregnum. Venjulega er víst skipað að baða fjeð á þeim bæjum, þar sem kláðans verður vart í það og það skiftið, en svo gýs kláðinn upp aftur, ef ekki á sama stað, þá á öðr- um stöðum. Hvað á þetta að ganga lengi? Eru engin ráð til þess, að út- rýma fjárkláðanum með öllu? Og er ekki hætt við, að hann geti magnazt aftur, og orðið að landplágu, ef ekkert er frekar að gert?— Þegar Myklestad gamli var fenginn til þess hjerna um árið að útrýma fjárkláðanum, og jeg heyrði, að lækninga-aðferð hans væri einungis íólgin í böðun — böðun úr tóbakslegi í eitt skifti, — þá datt mjer þegar í hug, að þetta gæti ekki orðið annað en kák. En jeg þagði. Jeg hjelt að dýralæknar og fjárkláðasjerfræðing- ar hlytu að vita, hvað þeir voru að gera, vita, hvað til þess þurfti, að út- rýma fjárkláðanum með öllu. En nú heflr reynslan sýnt, að grunur minn var á rökum byggður. Fjárkláðinn er hjer enn. Það er langt, frá því, að tekizt hafi að útrýma honum. En hver er orsökin? Jeg hefl oft hugsað um þetta; en —jeg er enginn kláða- fræðingur — hefi ekki einu sinni sjeð kláðamaur á æfi minni. Jegveitþess vegna ekki, hvort það, sem fyrst kom mjer til að efast um, að baðanir Myklestads yrðu að liði, hefir verið rjett hugsað eða ekki. Getur verið, að orsakirnar til þess, að þær mistók- ust, hafi verið allt aðrar. En er þá ekki kominn tími til að leita þeirra? Það er sjálfsagt fengin full reynsla fyrir því, að tóbakslögur drepur kláða- maurinn. En er það nóg? Er það nóg, að drepa maurinn sjálfan? Verp- ur hann ekki eggjum, eins og hvert annað skordýr? Getur frjómagn þeirra ekki varðveitzt um lengri eða skemmri tíma? Og ef svo er, er þá ekki nauð- synlegt, að eyða þeim líka — baða fyrst úr tóbakslegi til þess að drepa maurinn, og svo sama daga eða næsta úr öðrum legi, sem leysi eggin sundur — eyði þeim? Sjálfsagt auðvelt að finna efni, sem ónýtir eggin t. d. einhverja sýru, og ekki óhugsandi, að það mætti blanda því í tóbakslöginn. En tóbakslögurinn einn mun ekki gera það, eða hvað? Vill ekki dýralæknirinn gera svo vel, að svara þessum spurningnm, svo að jeg geti hætt að hugsa um þær? Ef þær eru á engu viti byggðar, þá nær það ekki lengra; en hafi jeg rjett fyrir mjer, þá álít jeg þær ekki of snemma upp bornar. Fjármaður. Reykjavíkurfrjettir. Þilskipin. Frá þvi er síðast var skýrt frá afla þeirra hjer í blaðinu, hafa þessi komið inn: „Hafsteinn'1 með 17,500; „ísabella* með 10,000; „Ester“ með 9,000; „Sæborg“ með 14,000; „Margrjet“ með 12,500; „Björgvin“ með 13,000; „Bergþóra“ með 10,000; „Töjler“ með 7,000; „Björn Ólalsson“ með 13,500, og „Hildur“ með 10,000. ' Botnvövpungarnir islenzku. Þessir hafa nýlega komið inn: „Valurinn11 með 15,000; „Freyr* með 23,000; „íslendingurinn“ með 20,000; „lvlarz“ með 20,000; „Jón for- seti“ með 31,000; „Snorri Sturluson* með 20,000; „Valurinn11 aftur með 5,000, og „Freyr* með 12,000. Bazar heldur Hjálpræðisherinn i Iðn- aðarmannahúsinu í þessari viku. Dáin er nýlega hjer i bænum frú Karítas Markúsdóttir, 70 ára að aldri, ekkja síra ísleifs sál. Gíslasonar, er síðast var prestur að Arnarbæli í Ölfusi. Seldar fasteignir. Þingl. 28. f. m. Tryggvi Gunnarsson fyrv. bankastjóri og Ásgeir kaupm. Sigurðsson selja Lárusi H. Bjarnason lagaskólastjóra 1200 faðma lóðúr Melkotstúni, suðvesturhorn þess við Tjam- argötu og Skothússtig fyrir 1500 kr. Dags. 8. apríl. Hjálmtýr Sigurðsson verzlunarm. selur Jóhannesi Lárussyni trjesmið húseignina nr. 34 og 34 B við Laugaveg með tilheyrandi Dags. 9. april. ólafur Theodor Guðmundsson trjesmiður selur Hjálmtý Sigurðstyni verzlunarm. hús- eignirnar 34 og 34 B við Laugaveg með- tilh. Dags. 16. okt. 1909. Jóhannes Lárusson trjesm. selur Hjálmtý Sigurðssyni verzlunarm. húseign nr. 12 A við Lækjargötu með öllu tilheyrandi. Dags. 11. apr. 1910. Sami selur Olafi Theódór Guðmundssyni trésmið húsið nr. 34 B við Laugaveg. Dags. 13. apríl. Páll Guðmund8son trjesm. selur Davið Johannessyni húseignina Efri-Vegamót (Grettisg. 1) með tilheyrandi fyrir 5,400 kr. Dags. 12. april 1906. Árni Thorsteinsson landfógeti, L. E. Svein- björnsson háyfirdómari, Björn Jónsson rit- stjóri og Guðbrandur Finnbogason kaupm. selja Júlíusi Scou steinhöggvara geymsluhús neðst og nyrzt á lóð húseignar nr. 14 við Vesturgötu. Dags 1. júlí 1896. Pjetur Zóphóníasson ritstj. selur Agli Eyjólfssyni skósmið i Hafnarfirði */* ár hús- eign nr. 10 við Ingólfsstræti með tilheyr- andi fyrir 5000 kr. Dags. 22. apr. síðastl. Þakkarávarp. „í»akklœti fyrir göðgjðrð gjalt guði, og mönnum líka“. Hjer með þakka jeg innilega af hrærðu hjarta, bæði mín og barna minna vegna, ö 11 u m þeim, er á svo margvislegan hátt hjálpuðu og gáfu okkur og hughreystu bæði mig og mann minn sáluga Hjörleif Hákonar- son í hans löngu banalegu. — En af því að hjer yrði oflangt mál að telja upp öll nöfn þeirra skildra og vandalausra, þá leyfi jeg mjer að eins að geta þeirra góðfrægu læknishjóna hjer, hr. Á. Blöndals og frúar hans, er bæði tvö lieimsóktu okkur svo iðug- lega og gjörðu allt sitt til þess að hjálpa okkur og hughreysta, einnig faktorshjónanna P. Nielsen og frúar hans, sem alþekkt eru hjer fyrir hjálpsemi og meðaumkun við alla þá er 5 nauðum eru staddir, einnig ekkju Kr. sál. Jóhannessonar, Elínar Sig- urðardóttur, er sjálf hefir svo mikils misst, sömuleiðis kvenfjelagsins hjer, er öllum vill gjöra gott af litlum efnum,og Goodtemplara- fjelaganna. — í einu orði: Jeg bið guð al- máttugan að launa ö 11 u m þeim, nefndum sem ónefndum, er hjer eiga hlut að/máli, velgjörðir þeirra okkur til handa, þegar þeim mest á liggur. Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, 1. maí 1910. Guðbjörg Gunnarsdóttir. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflatningsmaðnr. Fósthósstr. 17. Talsimi 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.