Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.07.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.07.1910, Blaðsíða 1
1k ft j av t ft. XI., 33 Laugardag^ 30. Jtilí 1910 XI., 33 Reykjavik - Hamborg - Kaupmannahöfn. Baflhúsið virka daga 8—8. Bi8kup88krifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alþ.lestrarfél. Pósthásstr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið hvern virkan dag kl. 12—2. jslandsbanki 10—2V® og 6'/s—7. Laga8kólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspítalinn lO’/a—12 og 4—6. Landsbankinn 101/®—2* * * 1/®. Landsbókasafnið 12—3 og 6—8. Landskjalasafnifl á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Land88Íminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. l^/s—2'/». Pósthúsifl 8—2 og 4—7. Stjórnarráflifl 10—4. Söfnunar8jóflur 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md.ll—12. „EEYKJAYÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — I doll. Borgist iyrir 1. júlí. Aaglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, og 4. bls. kr. 1,86. — Ötl. augl. 33•/••/• hærra.— A/tláttar að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stef&n RvinOlfHoon, Þingholtsstr. 3. Talsími i 8 S. yfygeiðsla ,Reykjavikur‘ er í Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. - Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Hngholtflfltr. 3. frá styrjölíinni. Eftir Jón Ólafsson. III. Bardaga-aðferðin (framhald). Ég sagði, að spjótið væri tvíeggjað. Það mun reynast svo. Ég hefði ef til vill heldur átt að segja tví-oddað. Því að það getur stungið þann sem fyrstur veifar því fult svo sárt sem oss, er fyrst er að vegið. Það átti að nota það til þess að koma blöðum stjórnar-andstæðinga íyrir kattarnef. Það tekst nú aldrei, þó að níðast megi á oss 3—4 mönn- um. En höfuðmálgagn og eignarblað ráð- herrans, „ísafold", er nú að fá smjör- þefiun af þessu Iíka. Það munu vera fult 90 meiðyrðamál höfðuð gegn henní, en um 50 til á döfinni, og nægt efni í mörg enn ; auðveldlega geta þau orðið 160—200, ef menn vilja. Ég hefi t. d. ekki höfðað nema 12 enn þá, en hefl nægt efni í 20—30 alls. En svo var- lega hefir farið verið í málshöfðanir allar af andstæðinga hálfu, að í liverju einu er honum víst dómsáfelli; þarf ekki nema leggja stefnurnar og eintök af meiðyrðunum fram fyrir dóm; ekkert undanfæri til sýknu í neinu þeirra. Auðvitað eru sakarefni mis-stór,’ en næg til dóms í öllum, og stórþung í sumum. Og ekkert mál hefir enn verið höfðað gegn neinu af liinum stjórnarmálgögn- unum. En ærin eru þar efni til, ef í það skal fara. Það er nú ekki mitt að meta, hve dýrt þetta spaug verður ritstj. ,ísafoldar‘. Hann getur eflaust farið nærri um það sjálfur. Og þá man hann eflaust eftir því, að hvert af þessum málum, sem fyrir hæsta-rótt fer (og þangað fara sum þeirra, ef eigi verða hæstu sektir dæmdar eða fangavist), — hvert af þeim, sem þangað fer, kostar hann, hvernig sem fer, 4—500 kr. að minsta kosti í máls- kostnað þar fyrir rétti að eins. Má vera að hann gangi á þeim Papeyjar-buxum, að hann hafi ekkert sér eða þjóðinni þarfara við fé sitt að gera. Hann um það. Um oss, sem málsókna ofsóknin var byrjuð við, ætla ég ekki að ræða neitt í þessu sambandi. Ég fyrir mitt leyti er orðinn svo gamall, að ég kann að taka með jafnaðargeði hverju sem að höndum ber. Eu enginn má lá oss það,er slík styrj- öld er hafin, þó að vér reynum að verða óvinunum svo skeinuhættir, sem fram- ast verða föng á, „gera hrið þá er þeim svíði“,og sjá, í hvoru liðinu meira mann- fall verður — af hvorri hliðinni fleiri liggja í valnum um það er iýkur nösum. IV. Meiðyrfla-löggjöf vor, heimskuleg, rang- lát og úrelt. „Allir dagar eiga kvöld einhyem tíma um síðir“. Og svo fer væntanlega um þessa Sturlunga-öld, sem fejörn Jónsson hefir vakið — þessa Sturlunga-öld mála-. ferlanna. Málaferlum þessum lýkur einhvern tíma á einhvern hátt. En þá vaknar eðlilega sú spurning: Er sú löggjöf, sem tilefni gefur til slíkra gráleika, viturleg, réttvís og samboðin réttarmeðvitund vorra tíma ? Þetta ættu skynsamir og sanngjarnir menn að geta litið allir einum og sömu augum á, hverjum pólitiskum flokki sem þeir tilheyra. Það vill svo til, að ég mun hafa í fórum mínum skriflegt, með eigin- handar undirskriftum okkar Björns Jónssonar og fleiri manna, það álit, að meiðyrðalöggjöf vor sé óréttvís og úrelt. Mundi nú ekki mega ætla, að óhætt væri að taka okkur Björn Jónsson, ásamt þeim heiðursmönnum, sem með okkur eru undir þetta álit skrifaðir, sem nokkurnegin áreiðanlega fulltrúa réttarmeðvitundar manna í þessu efni? Það verð ég að ætla. En sé svo, þá ætti að vera gerlegt að fá þá breyt- ing á löggjöf vora í þessu efni, sem flestir munu nú játa að brýn þörf sé á. Ég skal reyna að rökstyðja mál mitt. Eins og lögin eru nú, má dæma mann í 400 kr. sekt eða 6 mánaða fangelsi fyrir það eitt, að horfa óvirðu- legu augnaráði til annars manns, eða jafnvel fyrir að brosa háðslega að því sem annar maður segir eða gerir, því að háðið mun jafnan talið fremur til óvirðingar. — Ef tveir vottar bera það, að maður hafi litið þannig til annars manns, þá er hann dóms sekur. In dæmalausa 219. gr. hegningar- laga vorra segir svo: „Fyrir hverja móðgun í látœði eða annari athöfn, sem lýsir óvirðingu, skal gjalda sektir alt að 200 rd. [=400 kr.] eða það varðar einfóldu fangelsi alt að 6 mán- uðum“. Er nú nokkurt minsta vit i öðru eins? 210. gr. hegningarlaganna aftur á móti segir: „Ef maður vegur annan mann eða veitir honum töluverðan áverka í einvígi (206. gr.)1 *), þá varðar það að minsta kosti 3 mánaða fangelsi. Einvígi (hólmgöngur) vóru áður af- teknar löngu hér á landi, en hegningar- lögin dönsku, sem vér íslendingar lög- leiddum 25. Júní 1869, lögleiða þannig á ný einvígi hér. Það er óhætt að segja, að það að drepa mann í einvígi stendur fyrir réttarmeðvitund almennings hér á landi sem hvert annað manndráps). En eftir þessum bandvitlausu lögum, sem giida nú hér í landi, getur maður sloppið með þriggja mánaða einfalt fangelsi fyrir að drepa mann eða limlesta til örkumla; en fyrir að brosa háðslega að manni (t. d. er hann er að grobba af samvizkusemi sinni), má dæma mann í 6 mánaða fangelsi. — Er auðið að hugsa sér nokkurn skapaðan hlut, sem gangi meir þver- öfugt og særandi ofan í alla réttar- meðvitund íslenzks almennings ? Er auðið að hugsa sér meira skrípi af löggjöf ? Lítum svo eitt augnablik á, hvað ósakncemt er eftir þessum sömu lögum. Benedikt Gröndal yngri hafði einu sinni þá fyrirsögn fyrir kvæði8): „Eins konar vísa, sem állir skilja, sem vilja, eD enginn skilur, sem ekki vill“. Er ekki auðvelt, að rita urmul blaða- greina svo, að þvílík fyrirsögn væri fyllsta réttnefni? ') Þar (í 206. gr.) er töluverður áverki talinn t. d. að limlesta mann, gera hann blindan eða heyrnarlausan o. s. frv. a) Þessu hjelt Jón heitinn Guðmundsson og fleiri fram á þingi, er lög þessi vóru þar til meðferðar, en urðu að lúta í lægra haldi. 8) Prentað í því safni „kvæða“, sem tólf- álna-kvæðið var fyrst prentað í; fyrirsögn- inni er breytt í inni nýju útgáfu kvæða hans. Er ekki auðvelt, að rita hvers kon- ar óhróður og ærumeiðingar um mann, á þann hátt, að hver maður, sem les, skilji, hvert stefnt er, hvern við er átt, en þó án þess að nefna nokkum mann, eða stíla svo, að auðið sé að sanna gegn neitun höfundar eða út- gefanda, að átt sé við þennan eða þennan mann? Þetta má gera í dæmisögu formi eða skáldsögu eða í almennum orð- tækjum, sem allir þó skilja. Er t. d. nokkur maður í vafa um, við hvaða mann og hvaða blað Dr. Grímur Thomsen átti í kvæðunum „Milli skers og báru“ og „Svarthöfða- bergmálið", sem prentuð eru á 105. og 106. bls. í „Ljóðmælum“ hans (Rvík 1906 — útgáfu Jóns Þorkels- sonar)? Það er fullkomin œntmeiðing í „Milli skers og báru“, en sá, sem við er átt, lifir mitt á meðal vor, allir skilja illmælið, en haDn stendur varn- arlaus uppi. Var nokkurt mannsbarn á landinu í vafa um, við hvern átt var með grafskriftinni yflr græna hundinn í „Fjallkonunni“? Sá sem við var átt fór í mál; og vitni hans báru það, sum, að sér hefði undir eins dottið hann í hug, er þaulásu; önnur, að þau væru í engum vafa um, að við hann væri átt. En útgefandi blaðsins neitaði því, að hatin hefði skilið þetta svo, (hann var ekki sjálfur höfundurinn), og sá sem málið höfðaði, hafði ekki nema skapraun og kostnað upp úr málshöfð- uninni, þar á meðal það, að sanna það sjálfur með vitnum, að allir álitu ummælin eiga við sig!!! Menn geta sagt, að þetta sé gloppa á lögunum. En er auðvelt að fylla hana með því réttarfari, sem nú höf- um vér, þar sem hér eru ekki til kviðdómar? Og er það til siðferðisbóta, að ala upp, og svo að segja verðlauna, slík- an rithátt, með því að leggja sektir og fangelsi við ummæli, sem alls ekki meiða æru eða mannorð? Með því að leggja óeðlileg höft á frelsi manna til að segja á prenti það, sem hver maður talar við annan sín á milli og enginn hneykslast á? „Ertu vitlaus, maður?“ segir maður einatt þykkjulaust við bezta vin sinn. Það hneykslar engan, meiðir engan. En ef einhver athöfn, sem manni virðist ógætnisleg, fautaleg, er kölluð „óvita-verk“, þá getur sá, sem við er átt, þotið í mál og fengið mann dæmdan. Svo bætir hér nú ekki úr, að dóm- urum vorum, sem allir hafa fengið lagavit sitt í Danmörku, hefir hætt til að dæma íslenzk orð eftir danskri mál- venju — þvert ofaa í uppruna og alla íslenzka málvenju. Danir gera skarp- an mismun á „Legn" og „Usandhed*. Eftir íslenzkri málvenju er enginn munur á að Ijíiga og segja ósatt; í voru máli þýðir að Iji'tga blátt áfram að segja ósatt — það og ekkert ann- að. — „Nei, nú lýgurðu“, segja menn dags-daglega í öllu bróðerni hver við annan, og enginn styggist við; með því er ekki átt við annað, en: nú segirðu ekki satt. Þekkir ekki hver maður annað eins

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.