Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.08.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.08.1910, Blaðsíða 1
1R e\> fc í a v í h. Laugardag 30. Agúst 1910 XX., 36 Baðhusið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthdsstr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og B—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið hvern virkan dag kl. 12—2. jslandsbanki 10—21/* og 5l/s—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7—8 e.m. Landakotsspitalinn lCP/a—12 og 4—5. Landsbankinn ÍO1/*—2'fa. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. l‘/s—2*/s. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md.ll—12. „REYKJAVÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júlí. Auglgsinqor innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, og **. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33l/*°/o hærra.— Afsláttur aö mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábjTgðarm. Stefán JRunólfHSon, Pinglioltsstr. 3. Talsími 1 8 8. ^jgdísia ,Heykjavíkur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholtssfr. 3. Smá-liugleidingap um stj ó r narskr ár-br ey tingar. Eftir Jóti Ólafsson. I. Inngangur. Sá flokkur, sem nú er í meiri hluta á þingi, var í minni hluta 1907; ég man nú 'ekki glögt, hvað hann nefndi sig J)á mánuðina, — nöfnin eru orðin svo mörg og hafa breyzt svo oft á því barni — gott ef hann hét ekki þjóð- ræðisflokkur, eða var það framfara- flokkur eða framsóknarflokkur? En hvað sem því líður — sami flokkurinn er það, og telur sig vera. Reyndar var hann eitthvað orðinn Landvarnar-bíldóttur á snoppunni á síðasta þingi, og með loðna Landvarn- ar-rófu, eða að minsta kosti einhverja Landvarnartýru á skottinu. En nú er hann genginn úr hárum, síðan hann varð stjórnflokkur, og hefir kast- að öllum landvarnarlit. En alt er sama tóbakið. Sami flokk- ur, sömu foringjar. Því að þó að Björn frá Djúpadal ætti þá ekki sæti á þingi, þá var hann þó flokksins Jjós og leiðarstjarna. Hr. Skúli Thórodd- sen lét hann leiða sig þá, og hann fylgir honum víst enn í öllum aðal- atriðum. Kristján háyfirdómari var einn helzti maðurinn í því liði, og hann er í því enn. Hitt má ekki villa mann, að hvorugur þessara er nú í náð hjá Birni ráðherra, þó að Björn frá Djúpa- dal, ísafoldar-maðurinn, gæti brúkað þá. Sú náð hvarf, þegar þeir urðu keppinautar hans um ráðherra-stöð- una. Þá var þessum ílokki mesta áhuga- mál, að fá breytingar á stjórnarskránni. Kvenréttindin og afnám konungkjör- inna þingmanna „þoldu“ þá „engabið", að því er flokkurinn sagði einróma. Heimastjórnarflokkurinn var á sama máli um það, að breytinga væri þörf á stjórnarskránni. En af því að þá var verið að undirbúa sambandsmálið, vildu heimastjórnarmenn láta stjórnar- skrár-endurskoðunina bíða næsta þings, enda óskuðu þeir helzt að mákð yrði pndirbúið af stjórninni, því að það var litt undirbúið í þetta sinn (1907). Svo kom Alþingi 1909, og vóru þá orðin þau umskifti á, að flokkurinn fjölbreytilegi með mörgu nöfnunum var kominn í meiri hluta, en heimastjórn- arrnenn í minni hluta, og hann fá- mennan. • Fráfarandi ráðherra (H. H.) lagði þá fyrir Alþingi, ásamt sambandslögunum, kgl. frumvarp til stjórnarskrár. Það var vandlega undirbúið og hafði inni að halda allar þær breytingar, er helzt hafði verið óskað, og auk þess var það samið sem stjórnarskrá hvers annars konungs-ríkis, því að það hygði á sambandslaga-frumvarpinu og skýrði þau. Björn Jónsson lét yfirleitt vel yfir þessu frumvarpi, og það munu þing- menn úr báðum ílokkum hafa gert. Björn vildi þó breyta því töluvert, t. d. af taka alla efri deild, og hafa óskift þing í einni deild. Þegar hann fór utan, um mitt þing, talaði hann svo um í nefndinni, sem fjalla átti um sambandsmálið og stjórnarskrármálið (en hann var þá formaður hennar), að nefndin skyldi ræða stjórnarskrár-mál- ið meðan hann væri burtu. Það hefði nefndin og getað gert, væntanlega með einhverjum árangri, því að um þau atriði, sem ekki stóðu í óslítandi sam- bandi við sambandslagafrumvarpið, virðist ekki hafa verið neinn flokksá- greiningur, þó að einstaka menn kunni að hafa greint á um einstök atriði. Þegar Björn Jónsson fór utan, varð Skúli Thóroddsen formaður í nefnd- inni. Hann kvaddi svo sem aldrei til funda í nefndinni í fjarveru Björns; vildi hann fá minni hlutann til að hætta samvinnu í nefndinni, en minni hlutinn vildi það ekki; vildi fá stjórn- arskrármálið rætt. En það fekst ekki. Og þá hætti formaður að halda fundi. Skúla skoðun var sú, að með því að frumvarp meiri hlutans i sam- bandsmálinu gæti eigi náð samþykki hins málsaðiJa og staðfesting konungs, þá væri tilgangslaust („óviðfeldið“, sagði hann) af þinginu að senda frá sér stjórnarskrár-frumvarp á því bygt, sem hlyti að standa og falla með því. En hins vegar taldi hann það ekki takandi í mál, að afgreiða frumvarp, er miðaði við sambandsástand það sem nú er, því að með því hefði þingið játað, að sambandslaga-frumvarp meiri hlutans væri alveg vonlaust, algerlega andvanafætt. En svo hreinskilinn var hann þó, að játa berum orðum, að „nauðalitlar líkur væru til þess, að“ sambandsl.-frv. meiri hlutans „næði fram að ganga“. Hitt virðist honum hafa yfir sést, að vel mátti ræða málið á þingi og láta frumvarpið komast gegnum neðri deild og til tveggja umræðna í e. d., án þess að það yrði afgreitt til full- naðar frá þingi. En þá hefði verið skýrari grundvöllur til umræðna um málið milli þinga, er kunnug var orð- in afstaða þingsins (og þar með ein- stakra þingmanna) til einstakra greina og atriða málsins. Hins vil ég ekki til geta, að hann hafi gert þetta af slægð, til að forðast að meiri hlutinn þyrfti að taka fasta afstöðu, svo að auðveldara yrði síðar að draga málið með nýjum ágreiningi, er hefði kunnað að jafnast að miklu leyti, ef málið hefði verið tekið til meðferðar þá þegar. Eg vil ekki geta þess til, af því, að ég hygg Skúli vilji fá ýmsum breyt- ingum á stjórnarskránni framgengt. Björn mun aftur hafa verið skamm- sýnn í því, að vilja láta ræða málið meðaií hann var burtu, því að honum er það óefað ið mesta áhugamál, að hindra framgang nokkwra stjórnar- skrárbreytinga fyrri en 1913, að nýjar kosningar eiga fram að faia hvort sem er. Honum getur ekki staðið eins mikill stuggur af neinu eins og nýjum kosningum — af skiljanlegum ástæð- um. Vér megum því vænta þess, að á næsta þitigi verði barátta milli Björns ráðherra og hans nánustu fyJgismanna af annari hálfu, Skúla hinsvegar og hans fylgismanna, og auk þess allra annara, sem alvara er með breytingar á stjórnarskránni. Björn í'restar að kveðja saman þing til Maí n. á., og hefir þá fengið sér sex „peð“ í efri deild, því að eftir hans skoðun eiga konungkjörnir þing- menn ekki að vera annað en peð, sem ráðherrann gæti teflt með, eða svo talar blað hans. Hann vinnur þar tvent í einu: hann tryggir sér örugt fylgi efri deildar til að fella eða svæfa allar stjórnarskrár- breytingar: hann hefir þar þá ætíð sex „peðin“ og svo Sigurð Hjörleifs- son, Gunnar og Ara, hvað sem hinum öðrum meirihlutamönnum þar kynni að líða. Og á sama hátt skapar hann sér sjálfur sex dómara um aðgerðir hans í bankamálinu. Hann getur þá flotið á „kongs-peð- um“ sínum, þó aðhann fengi meiri hluta neðrí deildar móti sér, og jafnvel þótt bann fengi meiri hluta allra þjóðkjör- inna þingmanna gegn sér. Pað má því ganga að því vísu, að engin stjórnarsla’ár-breyting nái fram að ganga á næsta þingi. Öll loforð meiri hlutans um stjórn- arskrár-breytingar verða því ekki til fyrirstöðu. Það mun sannast þegar þar að kemur. Engu að síður virðist rétt, að hug- leiða ýmsar breytingar á stjórnar- skránni, svo að menn geti rætt þær á þingmáiafundum. XI., 36 II. Aðferðin við stjórnarskrár-breytingar. Tvær aðferðir aðallega getur verið um að ræða. Önnur aðferðin er sú sem hingaðtil hefir verið höfð. En álitamál gæti verið, hvort hin gæti ekki verið heppilegri. Fyrri aðferðin er sú, að reyna að koma fram í einni endurskoðun öllmn þeim breytingum, sem hver fyrir sig álítur æskilega. Sú aðferð hefir það til síns máls, munu þeir segja er halda henni fram, að með þvi móti þurfi ekki að endurskoða stj.skrána nema með mjög löngu millibili ára. Telja þeir það óheppilegt, að oft sé verið að gera breytingar á henni. Þetta síðasttalda er rétt, ef um breytingar á sömu atriðum er að ræða; því að tíðar breytingar á sömu atrið- um bæru vott um staðfestuleysi þjóð- arinnar, og er sízt á þann eiginleik þjóðarinnar bætandi. Hins vegar hefir þessi aðferð þann galla, að þá er fjölnjargar breytingar er um að ræða í einu, þær er ekki standa í óslítandi sambandi hver við aðra, þá er mjög hætt við að það verði hrossakaupa-stjórnarskrá, sem samþykt verður. Ég skal taka dæmi: einum er mest áhugamál t. d. að þing sé óskift í deildir, en er andvígur kvenfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju. Hann vinn- ur það til, að greiða atkvæði með kvenfrelsinu og trúfrelsinu, til að fá atkvæði annara þingmanna, er þau mál voru mest áhugamál, til íylgis við óskift þing. Þingmaður, sem annast er af öllu um aðskilnað ríkis og kirkju, eða annar, sem annast er um kven- frelsið, eða inn þriðji, sem annast er um að fá inn ákvæði gegn bráða- birgða-fjárlögum, geta vel leiðst til að greiða atkvæði fyrir óskiftu þingi, þótt þeim sé það móti geði hverjum um sig. Með þessu móti getur svo farið, að óskift þing verði samþykt, þótt meiri hluti þingmanna mundi hafa greitt at- kvæði móti því, ef það atriði hefði ekki verið samferða öðrum ákvæðum, sem þeir vildu allt til vinna að koma fram. Á sama hátt gæti hin atriðin (og mörg önnur) orðið samþykt, þó að meiri hluti væri í raun og veru móti þeim liverju út af fyr.ir sig. Pannig fengjum vér þá hrossakaupa- stjórnarskrá. Ekki er til neins að halda því fram. að þjóðin mundi kippa hér í taumana og lagfæra þetta; hún fái svo sem tækifærið við þingrof og nýjar kos- ningar. Eins og þingið er ekki annað en allir einstakir þingmenn til samans, eins er þjóðin ekkert annað en ein- stakir kjósendur allir til samans. Hver kjósandi liti vitanlega oftast fyrst á það, að framgengt yrði þeirri breyting, eða þeim breytingum, sem honum væri hvað mest umhugað um, og sætti sig þá heldur við aðrar breytingar, sem hann væri mótfallinn, heldur en að eiga á hættu að missa af þeim endur- bótunum, sem honum væru mest keppi- kefli.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.