Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 1
1Res&javth. Laugardag 3. September 1910 XI., 38 ISaðliúsið yirka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóra8krif8tofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjar8iminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið hvern virkan dag kl. 12—2. jslandsbanki 10—2’/* og n'fi—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspitalinn lO’/s—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—2’/2. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. i m. 10-2, 6-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—2'/*. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. i P.str. 14, 1. og 3. md.ll—12. „REYKJAVÍK” Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sli. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; •3. o? 4. bls. kr. 1,25. — Dtl. augl. 33*/»°/o liærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefán Runólísson, Pinglioltsstr. 3. Talsími 18 8. ^ffgeiðsla ,Reykjavíkur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholtsitr. 3. Smá-hugieiðingar um stjórnarskrár-breylingar. Eftir Jón Ólafsson. III. Fyrir hálfu-öðru ári var afnám kon- ungskosninga til Alþingis einhver sjálf- sagðasta stjórnarskrárbreytingin álitin af báðum flokkum, og er vafalaust talin sjálfsögð enn. En af því að hún stendur í nánu sambandi við annað mikilvægt atriði, þá vík ég ,að henni síðar í sambandi við það. Nú mun öllum mest umhugað um, sem stendur, að tryggja þingið og þjóðina sem bezt á einhvern hátt gegn einræði ráðherra — tryggja það sem bezt að föng eru á, að sem minst slys og tjón geti af því leitt, ef illa tekst með ráðherravalið. Til þessa hafa menn meðal annars hugsað sér, að hafa þrjá ráðgjafa; einnig hefir verið talað um árleg þing, og fleira hefir mönnum hugsast, og mun á sumt af því minst. Að hafa ráðherra þrjá, hefir mönn- um að vísu lengi leikið hugur á, og kom það oft fram áður í stjórnarskrár- frumvörpum. Margt mælir með því, ug að vísu flestalt. Það sem réð því, að ráðherra var loks hafður einn að - eins, var vafalaust eingöngu kostnað- minn. Það er neyðarúrræði að una við einn ráðgjafa. Einum manni getur ekki verið jafn-sýnt um alt: fjármál, reikn- ingsmál, atvinnumál, dómsmál, fræðslu- mál, kirkjumál o. s. frv. — hve vel sem maðurinn er gerður, hve fjölhæfur sem hann er og hversu mikill starfsmaður. Það verður jafnan ofhlaðið á einn mann, að demba öllu á einar herðar, hver af- burðamaður sem ráðgjafi er. Og vér eigum ekki það mannval, að vér getum ávalt búist við afburðamönnum í þá stöðu. Síður en svo. Yér megum kalla vel gefast, ef ekki þarf að seilast alt of djúpt, alt of langt niður fyrir meðal- menn, eftir einhverjum „undirmáls“- mönnum í þá stöðu. Auðvitað eru ráðgjafar, hvort sem eru einn eða fleiri, aðallega í þá stöðu kvaddir af pólitiskum ástæðum, sam- kvæmt því trausti, sem þeir njóta hjá flokksbræðrum sínum á þingi og hve vænlegir þeir eru til að halda vinsæld alþýðu til handa stjórnarflokknum á þingi. Og auðvitað hefir ráðgjafi þekk- ing og reynslu inna föstu skrifstofu- manna við að styðjast til fræðslu og ráðaneytis sér. En engu að síður verð- ur þó að ætlast til, að hann hafi nokk- ura almenna þekking og nokkurn sér- stakan áhug á þeim málum, sem undir stjórn hans eru lögð, enda á hann einn að bera ábyrgðina af öllum stjórnar- athöfnum. En þá er það og auðsætt, að eigi getur venjulega verið að vænta góðrar stjórnar i öllum greinum, ef einn maður á að stjórna öllum inum sundurleitustu málum. Því er verkaskifting nokkur nauð- synleg. Við því má búast í hverju landi, að mishepnast kunni stundum val ráð- gjafa, og hjá fámennri þjóð og reynslu- lítilli má búast við að þetta komi eigi all-sjaldan fyrir. T. d. hjá oss. En þá er mikil bót í máli, að ráðgjafar sé fleiri en einn. ^ Sé t. a. m. 3 ráð- gjafar hjá oss, og einn bregðist sér- staklega vonum, þá er auðið að skifta um mann í það sæti, án þess að öll stjórnin fari frá. Auðvitað ræður forsætisráðherra vali hinna tveggja. En hann er í því vali oftast talsvert bundinn. Hann verður að veljá menn, sem eitthvert talsvert traust hafa- í sinum fiokki; og oft er og tillit tekið til þess, hve líklegur maðurinn er til samvinnu við mót- stöðumenn. Þeir geta oft borið for- sætisráðherra ráðum, ef þeir eru svo vel látnir, að hann kinnoki sér við að losa sig við þá. Um mjög mikilvæg mál halda ráðgjaf- arnir allir fundi, og álíti þá tveir, að einn fari fram háska-ráðum eða vilji berast nokkuð það fyrir, er mikið tjón geti að orðið, geta hinir tveir (eða jafnvel annar þeirra) Iosnað við hann úr ráða- neytinu (fengið hann til að segja af sér, eða fengið konung til að leysa hann frá starfi). Þá er enn sá kostur, að sé flokka- skifting svo á þingi, að þar sé fleiri flokkar en tveir (t. d. þrír) og enginn einn flokkur hafi fullan meirihluta á þingi, þá má mynda stjórn, er sinn ráðgjafi sé úr hverjum flokki (eða einn úr næstfjölmennasta flokki), og má oft „vel við það una um sinn, og stundum getur það dregið talsvert úr flokkahatri og sundrungu, einkum þar sem flokkar myndast að talsverðu leyti um persónur, eða ekki eru stórmál á dagskrá þjóðar- innar. Margt má fleira telja til kosta 3 ráð- gjöfum. En svo er að líta á hina hliðina, og þar verður kostnaðurinn sú flísin, sem við rís fastast. IV. Það er tvent á að líta með kost- naðinn. Fyrst það, að launin eru ekki eini kostnaðurinn. Hvað lítið sem embættismanni er goldið, hve illa sem honum er launað, þá getur hann orðið geipi-dýr, ef hann bakar landinu tjón, annaðhvort með því sem hann gerir eða með því sem hann ógert iætur. Verði verkið betur unnið af þremur en af einum, þá er sjálfsagt ódýrara að borga þrenn laun en ein. Það er sá heimskulegasti sparnaður, sem til er, að spara sér í skaða. Annað, sem á er að líta, er það, hvort eigi megi spara neitt annað upp í kostnaðinn. Hvar þar sem þingræðisstjórn er, eins og hér, þar fer ráðgjafastjórnin í raun réttri með konungsvaldið. Innan laganna takmarka hefir stjórnin eigin- lega fult konungsvald, svo Tengi sem hún er við völdin. Auðvitað ber hún ábyrgð á því, hvernig hún fer með það, og tapi hún trausti þingsins, verður hún að fara. En valdið sem hún hefir, meðan hún er við völd,- er æðsta vald í ríkinu, ótakmarkað af öðru en lög- unum. Ég þekki engin dæmi þess neinstaðar í heiminum, að nokkur þjóð trúi einum manni fyrir öllu þessu valdi — nema á íslandi.1) Öllum öðrum þjóðum hefir vaxið í augum að leggja allt þetta mikla vald í eins manns hendur. Og ég efast um að nokkrum hugs- andi manni hér af vorri þjóð blandist nú orðið hugur um, að þetta getur verið ísjárvert. Ráðherra hefir nú 8000 kr. í kaup, 2000 í risnufé, og auk þess ókeypis húsnæði. Kaup og risnufé er þannig samtals 10,000 kr. Sé risnuféð of lágt, sem vel má vera, þá er líka kaupið að sama skapi full-hátt; það kemur minst undir, hvað er kallað kaup, og hvað risnufé. Upphæðin er sómasamleg einsoghún er. Væru nú 2 ráðgjafar aðrir, þá væri sennilegt að ætla þeim 6000 kr. laun hvorum. Af þeim er ekki ætlast til neinnar sérstakrar risnu. Þetta eru 12,000 kr. í aukin útgjöld. En hvað fæst í staðinn? Fyrst og fremst betri stjórn. En hve miklu það nemur í peningum ár- lega, er eigi auðið að segja. En væntan- lega má ætla nokkurs virði þá trygg- ingu gegn tjóni og skakkaföllum, sem fyrirkomulagið á að gera mikið um að veita þjóðinni. En hvað má spara á móti? >) Einhverjura kynni að detta i hug að nefna forsetann í Bandaríkjunum. En það nær engri átt; hann er ekki ráðherra, en tekur sér ráðherra, án alls tillits til þings. Hvorki hann né ráðherrarnir mega mæta á þingi. l’ar er ekki þingræðisstjórn, heldur fyrirkoraulag með öllu ólikt Norðurálfu- stjórnarfari. Að surau leyti er stjórnin þar óháðari þinginu, að sumu leyti miklu háðari — alveg undirgefin því. XI., 38 Fyrst og fremst má lækka laun landritara um 1200 kr. á ári. Auð- vitað getur ekki sá sparnaður orðið meðan núverandi maður er í embætti. En eftir það má koma því á. 4800 kr. er full-sæmilegt kaup. Svo má afnema með ollu eftirlauna- rétt ráðherra. Það var glappaskot í öndverðu, að ákveða ráðherra eftirlaun. Ég hefi frá öndverðu verið mótfall- inn því, að ráðherra hefði eftirlauna- rétt. Ég man eftir því, að um það leyti er stjórnarskrárbreytingin var að ko.mast á, átti ég að minsta kosti tví- vegis tal um þetta mál við góðkunn- ingja minn, vitran mann, embættis- mann, er þá var þingmaður eg er það enn. „Þú skalt sanna til“, sagði hann, „að ef við fáum sérstakan ráðherra, sem búsettur verður hér, þá verða ekki tíð í'áðgjafa-skifti hjá okkur. Ráðgjafi verður hér við völd að lík- indum ein 12—16 ár, svo að það verður ekki oft, að hér kemst ráðgjafi á eftirlaun". '„Iila þekki ég þjóðina okkar þá“, svaraði ég, „ef hún verður alt í einu svo stöðuglynd. En hitt er það, að þó að ráðgjafaskifti verði hér ekki svo fátið (og ég býst við að þau verði það ekki), þá eigum við svo sárfáa hæfa menn, sem treysta má til þess starfa, að ég býst við, að það verði svo sem tveir, eða í mesta lagi þrír, menn, sem geti komið til mála, svo að þeir skift- ist á eftir því sem flokkarnir fá yfir- hönd á víxi í landinu". Ég býst nú við að reynslan sýni, að ég hafi farið nær sönnu en hann um staölyndi þjóðarinnar. En í einu vórum við báðir jafn- skammsýnir. Hvorugum okkar kom til hugar, að eftirlauna-rétturinn mundi verða til þess, að menn færu að keppa eftir ráðherrasætinu að eins fyrir eftir- launin; að menn myndu jafnvel leggja sannfæringu sína í velferðarmálum landsins á blótstallinn, til að greiða sér götu í ráðherrasætið — til eftir- latina-réttarins. Hverjum dettur nú í hug að neita því, að vér eigum það á hættu, að ráðherrastaðan verði gerð að ellistyrks- máli, gróðamáli, máli um forlagseyri fyrir ónytjunga, vegur til að bjarga fjárhag einstakra manna? Varla nein- um, sem hefir orðið þess áskynja, hve margir og hverjir menn ganga nú með ráðherra í maganum — menn, sem engum hefði fyrir 1—2 árum komið til hugar að nefndir gætu orðið í sam- bandi við þá virðulegu stöðu — nema sem fyndni til spotts og athlægis. Af hverju þessi breyting er á orðin hugum manna, það skal ég ósagt láta. En engum, sem gefur gaum teiknum tímanna, getur blandast hugur um, að í þessa átt er hugsunarhátturinn að breytast hjá alt of mörgum. Hvort það er fjárþrönginni að kenna. sem yfir landið hefir gengið, eða hverju, skal ósagt látið, en hitt dylst engum, að sú spilling er að fara í vöxt, að geía sig við þjóðmálum í ávinnings skyni. Sorglegur vottur þess er það, er ónytjungar og óreiðumenn, sem

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.