Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 2
14C> REYKJAVIK I Góðverðs Útsalan S-á-p-u-h-ú-s-i-n-u er framlengd enn þá í 14 til Laugardagsins liimii 17. september. Notið tækifærið ! Sápuhúsið og Sápubúðin Austurstr. 17. Laugaveg 40. ekki nenna að vinna fyrir sjer, slá sér á þjóðmál og gerast pólitiskir skrum- postular, láta „setja sig á aktíur", til að halda sér við fjárhagslega. Og þó má gott heita meðan einstakir flokks- menn Iáta taka sér blóð í þessu skyni; en þá fer gamanið að grána, ef farið er að láta landssjóð undir einhverju yfirskini borga brúsann. Það er bráð nauðsyn á, að gera ráðherrastarfið eftirlaunalaust,' svo að alveg óhæfir menn fari ekki að sitja um það sér til forsorgunar á eftir- launum. Sé embættismaður tekinn fyrir ráð- gjafa, er nálega ávalt auðgefið að setja mann í embættið, en halda því óveittu, unz ráðherra fer írá völdum. Eða ef annað jafn gott embætti losnar, þá má og halda því óveittu, en veita ið fyrra, ef svo þykir betur henta. — Skyldi það nokkru sinni fyrir koma, sem lítt hugsandi er, að þessu verði ekki við komið, þá ætti ráðherra, sem frá völd- um fer, að vera skyldur til að taka við hverju því embætti, er laust er eða fyrst losnar (og fái þá biðlaun á meðan), af þeim embættum, sem hann er hæfur til að þjóna. Sé það launa- lægra, en það embætti, sem hann hafði áður en hann varð ráðgjafi, mætti bæta honum launamuninn. Þá er maður verður ráðgjafi, sá er ekki var embættismaður áður, er alveg ástæðulaust að veita honum eftirlaun. Hann getur þá tekið sína fyrri atvinnu fyrir aftur, og væntanlega stendur hann betur að vígi við atvinnu sína eftir að hafa verið ráðgjafi. Það álit, sem það veitir honum, er fémætt fyrir hvern mann. Hafi hann svo arðsama atvinnu, að hann þykist ekki standast við að verða ráðgjafi eftirlaunalaust, þá er fyrir hann að neita stöðunni. Með þessu móti yrði ráðherrastaðan ekki skoðuð aðallega sem veglegur aðgangur að ómagaforlagi, Hún væri samt svo sæmilega launuð, að hver maður ætti að vera skaðlaus af að þjóna, og vel af sæmdur. — Nýtir menn og hœfir, sem áhuga hefðu á að vinna þjóð sinni gagn, mundu í hana fást. En hún yrði síður svo uiikið keppikefli fyrir eigingjarna menn, að þeir legðu stórfé í sölurnar til að vekja úlfúð í landinu að ástæðulausu, að eins til að komast að soðpottinum. Eftir því sem útlitið er, má búast víð því (ef sömu lög haldast sem nú eru), að vér eftir fá ár, og upp frá því, megum halda að minsta kosti eina 3—4 ráðherra á eftirlaunum, og eru það jafnmikil útgjöld árlega, eins og laun 2 iáðgjafa, ef þeim yrði við bætt. Þannig yrði fult svo ódýrt, að ráð- gjafar væru þrír alls, eftirlaunalausir, eins og að ráðherra sé að eins einn, og hafi eftirlaun. — Hitt er auðvitað, að slík lög geta ekki svift eftirlauna- rétti þá, sem þegar hafa verið ráð- herrar eða þann sem verður í emb- ætti, þá er lögin koma út. Enginn verður með lögum sviftur rétti, sem hann éinu sinni hefir öðlast. Þó að telja megi víst, að vér fáum betri, og væntanlega í flestum tilfell- um gætnari stjórn með þrem ráðgjöf- um, en einum, þá er það fyrirkomu- lag þó engan veginn nein fall trygging gegn gerræði stjórnar. Mun ég því næst taka til íhugunar hver helzt væri tiltækileg ráð í því skyni. [Meira]. Kaíli úr ræðn, er Hannes Ha/stein flutti í samsæti, sem kjósendur hans í Eyjafirði hjeldu honum 21. f. m.: „Það kynni mörgum að finnast, að jeg, sem nú hefi dvalið hátt á 5. mán- uð hjer nyrðra og á að heita þing- maður ykkar, hefði átt að verða fyrri til, til þess að biðja ykkur að koma saman til þess að tala um landsins gagn og nauðsynjar og þingmál kom- andi þings. — Jeg hefi líka oft verið að velta því fyrir mjer, hvort jeg ætti ekki að boða til fundar einhvern sunnu- daginn í surnar. En margt hefir valdið því, að jeg hefi komizt að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri í þetta sinn vert að ómaka kjósendur frá sumarsiörfun- um til slíkra hluta. Svo jeg að eins nefai einá ástæðu: Mjer hefir þótt það litt bærileg tilhugsun, að koma á fund með kjósendum mínum, og geta ekk- ert um það sagt nje við það ráðið, hvort alþingi einu sinni foér að koma saman á lögskipuðum tíma, til þess að ráða ráðum sínum og gæta hags- muna lýðs og lands, nje auk heldur þá vitað um hitt, hvort næsta alþing, ef einhverntíma kann að þykja ómaks- ins vert, 0g stjórninni óhœtt, að kalla það saman, verður þannig skipað, að til nokkurs hrærandi hlutar sje fyrir oss hjer, sem ekki erum fylgjandi sömu stefnu og núverandi landsstjórn, að gera oss nokkura von um fram- gang nokkurs eins einasta smáatriðis af því, er vjer álítum þjóð vorri fyrir beztu, hvað þá meira. — Því svo er nú komið alþingi íslendinga, eins og raun bar vitni um á síðasta þingi, að jafnvel ekki meinlausir vegspottar, bráðnauðsynlegir og ákveðnir eftir rjett- um tiltöluhlutföllum af verkfræðingi landsins, geta fengið framgang, ef veg- spottinn liggur í kjördæmi sem ekki hefir „kosiðrjett“ að dómimeiri hlutans. Og verði svo, sem eftir öllum eyktar- merkjum verður að álíta, að ráðherr- ann varni konungi þess, að kalla al- þingi saman, þangað til hann hefir getað fyllt efri deildina með fullkom- lega eindregnum fylgismönnum sínum, þá getur sá flokkur varnað framgöngu hvers einasta máls, stórs og lítils, sem mislikar þessum eina manni eða þeim sem hans vilja stjórna, felt hverja viðleitni til þess að koma íram nauð- synlegum og langþreyðum bótum á stjórnarfarinu og jafnvel eyðilagt og komið í veg fyrir það, að alþingi í heild sinni láti uppi . álit sitt eða að- hafist nokkuð út af bankayfirgangin- um eða öðrum miður heppilegum ráð- stöfunum núverandi stjórnar. — Undir slíkum kringumstæðum virðist æði þýðipgarlítið fyrir þá, sem standa fyrir utan þennan hring, að ræða og gera ályktanir um einstök atriði, svo sem um skattamál landsins og slíkt, sem annars væri ekki vanþörf að minnast á. En nú vitum við ekki einu sinni, hvort þingið fær að taka þau mál til alvarlegrar meðferðar. Það er sagt, að efst sje á baugi að íresta þessu fyrst um sinn, ef til vill fram undir næstu kosningar, og þá auðvitqð líka framkvæmd aðflutningsbannslaganna, sem ráðherra og flokkur hans hefir fengið svo mikla dýrð og vegsemd fyrir. — í öllu falli fær enginn að vita neitt endanlegt um þetta fyr en á þing er komið. Undir þessum kringum- stæðum, segi eg, virðist ekki vera annað fyrir hendi fyrir þá, sem ekki eru í „borg“, en það, að halda fast saman um meginatriðin, aðalstefnuna. En um hana erum við, vona jeg, sammála allflestir,' og þurfum ekki nein fundarhöld til þess að ryfja það upp fyrir okkur.---------------— ----- Starfið, sem jeg hef haft á hendi hjer nyrðra í sumar heflr ekki ætíð verið mjer þægilegt, þar sem fjárhagsaðstaða landsins og fjármálahorfur hafa neytt bankann, sem jeg hefi starfað við, til þess að synja mörgum lánbeiðslum, sem undir öðrum kringumstæðum hefðu verið veittar viðstöðulaust, og færa saman seglin eftir því sem unt hefir verið. Að hve miklu leyti þetta, og yfir höfuð peningavandræðin í land- inu, stafa af stjórnarástandinu í land- inu og aðförum ráðherrans og síðasta alþingis, það skal jeg ekki fara út í hjer. Hitt er vist, að enginn getur tölum talið það tjón, sem landið varð fyrir við mótspyrnu og synjun sam- bandslagafrumvarpsins og upptöku þeirrar stjórnmálastefnu, ef stefnu skyldi kalla, sem nú dynur yfir þetta land og horfir við útlöndum hjeðan. Enginn getur metið til verðs það stór- kostlega tjón, sem vjer höfum beðið í álitsmissi, lánstraustsspjöllum og samhygðarglötun hjá öðrum þjóðum, og er þó, því miður ekki sjeð fyrir endann á því enn. Hverju land voit hefir glatað og fyrirgert, inn á við, fyrir ýmsar aðgerðir siðasta þings og núverandi stjórnar, verður tíminn að sýna. Þó svo sje að vísu, að hver sje að nokkru leyti sinnar lukku smiður, hver þjóð hafi þá stjórn, sem hún hefir til unnið, og megi sjálfri sjer um kenna þau glapræði, sem starfs- mönnum hennar helzt uppi að gera, þá má þó ekki kasta þungum steini á íslensku þjóðina fyrir það, hvernig tókst til við siðustu kosningar. Hið svonefnda þjóðræði, skilyrðislaus meiri- hlutadrotnan, hefir sína kosti, en hefir einnig ætíð haft og mun ætíð hafa sína miklu ókosti. Hugtakið þingræði er gott, en vegurinn til þess að það verði holt og gott og hættulaust í reyndinni, er þröngur og þyrnum stráð- ur. Hann er sem sje i einu orði þjóðaruppeldi, mentun og aftur ment- un allrar alþýðu, sem atkvæðisrjettinn hefir og þar með valdið, ekki yfir- borðsmentun í hjegómlegu lærdóms- tildri, heldur mentun hugsunarháttar- ins, holl og rjett sjálfsþekking, sann- gjörn viðurkenning á annara rjetti og kostum, útrýming ástæðulausrar tor- trygni, þjóðardramt>s og persónuhaturs, yfir höfuð sem mest þroskun í þeirri erfiðu list, að elska sannleikann af öllu hjarta, og náungann eins og sjálf- an sig. Engin þjóð í heimi er svo langt komin, að hún hafi náð þessu takmarki nje svipað því, þó að fram- tíðarvonirnar verði þangað að stefna. Það er því engin furða, þó að ung og fámenn þjóð, sem eftir margra alda ósjálfstæði alt í einu fær í hendurfull ráð yfir málum sínum og hag, verði fyrst að reka sig á og kenna til, áður en hún verulega kemst inná þá braut, sem knýr almenning til þess að nota vel valdið yfir framtíð föðurlandsins. Þegar svo er enn í löndum, þar sem alþýða lengi hefir ráðið lögum og lof- um og þingræði ríkt, að einstakir lýð- skrumarar geta á svipstundu afvega leitt fjöldann, meira, en hundrað vitr- ingar geta aftur bætt á löngum tíma, þá má það vissulega ekki þykja furða, þó að íslenzkir kjósendur, ný búnir, að kalla, að fá vald sitt í hendur, Ijetu glepjast í svip í öðru eins tilfinninga- máli eins og sjálfstæðismálið var orð- íð í kosningahríðinni 1908. Vjer vilj- um vona, að hjer sje um barnssjúk- dóm að ræða, æskubrek, sem síðar verði til varnaðar. Svo sem stendur er það ekki lysti- legt nje vandalaust verk að sitja á ai- þingi íslendinga og eiga þátt í stjórn- málaþrefinu og flokkafarganinu utan þings, eins og alt er nú í garðinn bú- ið, og er það engin furða, þótt ýmsir, sem fyrir rás viðburðanna hafa staðið í þessu undanfarin ár, vilji nú gjarn- an draga sig í hlje og sjá til, hvort eigi koma í þeirra stað aðrir færari menn og vitrari, megnugri þess að vinna landinu og þjóðinni gagn -og hrinda þjóðlífinu inn á rjettar brautir. Jeg segi fyrir mitt leyti, að enginn skyldi fagna því meira en jeg, ef kjós- endur mínir fengju í minn stað annan mann, aí sömu megin reglu og eg hefi fylgt, en fremri mjer að pólitískum dugnaði og framkvæmd. En svo lengi sem kjósendur mínir hjer bera það- traust til mín, að jeg geti eitthvert gagn gert á þingi þjóðarinnar fyrir þeirra hönd, mun mjer vera Ijúft og skylt og jafnframt sæmd í því, að gegna því starfi, enda mun svo vera um flesta, sem við landsmál hafa fengist, að þó að þeir annað veifið finni til vanmáttar síns til að reisa rönd við því, er þeirn finnst aflaga fara, þá hafa þeir þó ekki frið með- sjálfum sjer, nema þeir reyni að gera það, sem þeir geta, til þess að sporna við því, sem þeir álíta ilt og hættu- legt fyrir land og lýð, og margur, sem þykist sjá það tákn tímanna, að tíð- arandinn sje orðinn svo spiltur og- pólitíkin svo meini blandin og marg- víslegum háðungum, að naumast sje mannskemdalaust við hana að fást, kemst þó að þeirri niðurstöðu, að einmitt þess vegna verði menn með- einlægum vilja og hreinum hvötum að kasta sjer út í stríðið, til þess að- reyna að stemma stigu við spilling- unni og stuðla að því, að sem minnst verði unnið landinu til tjóns". Viðvörun. Guðmundurlæknir Hannesson skrifar langa og rækilega grein í síðustu „ísaf.“, til þess að vara almenning við auglýsing dr. Kidds, sem birt hefir verið nokkrum sinnum í flestum Reykjavikur-blöðunum. Sýnir hann þar fram á, að auglýsingin sje að eins til þess gerð, að ginna fje út úr auðtrúa mönnum, og Þykir senni- legast, að þessi Kidd sje alls ekki til, heldur sje hjer að ræða um glæpsam- legt gróðabrall ólæknisfróðra misendis- manna. — Hjeraðslæknirinn hefir eflaust rjett fyrir sjer í þessu; en sennilega er viðvörun hans með öllu óþörf, því að auglýsingin er þann veg orðuð, að ó- skiljanlegt er að nokkur maður glæp- ist á henni. — „Reykjavíkin" er bundin föstum samningi við sænska auglýsinga- skrifstofu um að flytja auglýsingu þessa fjórum sinnum alls, og á hún þá eftir að flytja hana tvisvar sinnum enn þá. Hún sjer enga ástæðu til að rjúfa þann samning, en þótti hins vegar rjett, að geta um viðvörun þessa. íbúðir til leigu við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, I’ingholtsstærti, Bókhlöðnstíg. Grísli Porhjörnssoii.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.