Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 03.09.1910, Blaðsíða 3
REY KJAVIK 147 Hreinar verksmlðjur og hrein og ómenguð sápa standa i nánu sambandi við hrein föt. Það stafar engin hætta af með öðru en hjegóma. IHún er áreiðanlega hrein og omenguð. "1S84 Jeg var staddur í Rvík í vor 17. júui, fæðingardag Jóns Sigurðssonar. Síðari hluta dagsins sá jeg að búið var að festa upp á strætum og gatnamótum tilkynning frá sjálfstæðis-landvarnarflokki, að minnast ætti dagsins með skrúðgöngu — minnir mig það væri nefnt — er hafin yrði á ákveðirmi stundu um kvöldið frá þinghúsinu og til grafar forsetans, og þar lagður á krans og ræða haldin. Með því að jeg hafði lokið flestum erinda- gerðum mínum i bænum í það sinn, lnigsaði jeg mjer að vera nærstaddur þessa skrúð- göngu. Jeg kom á tiltekinni stundu — hugsaði að Reykvíkingar væru stundvísari en við sveitakarlarnir — en sú hugsun reyndist ekki rjett. Menn voru að sveima fram og aftur um göturnar í kringum Austurvöll, en stórmennin — eða stóru mennirnir — hjeldust aðallega við fram undan þinghúsinh. Jeg held að beðið hafi verið eftir að messufært yrði — eða hvað það nú á að nefnast -— svona leið meira en hálf klukkustund. Nú var komið með þrjú stúdentaílögg. Jeg veit ekki hvort jeg má nefna þau íslandsflögg, jeg hefi aldrei sjoð, að þau væri löggilt eða viðurkennd — getur verið að svo sje, jeg fæ nefnilega ekki öll stjórnartíðindin, þrátt fyrir ítrekaða umkvört- un. ÍTögg þessi voru hafin upp, en — tvö af þeim voru mjög þvæld og óhrein, — jeg óskaði með sjálfum mjer, að hvatirnar, sem rjeðu þessari skrúðgöngu, væru þó hreinni. Með þetta skrúð(!) er svo lagt á stað suður í kirkjugarð og staðnæmst hjá gröfinni; þar steig Þorst. Erlingsson upp á eitthvað og hjelt stutta ræðu. Jeg stóð meðal þeirra vztu og heyrði að eins fá orð, er vindurinn feykti til mín. Jeg sá bankastj. 15. Kristj- ánsson með stóran krans, er lagður mun Iiaí'a verið á gröfina. Síðan var' haldið á stað í fljti úr garðinum, svo lá við ofmiklum troðningi, og haldið ofan í bæ, og á meðan leikið lítisháttar á horn, og mun svo allt hafa verið búið. Nokkrir menn úr Heimastjórnarttokknum höfðu í kyrþey lagt blómsveig á gröfina um morguninn. Næsta ár er hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar, og verður þá væntanlega heiðruð minning hans á einhvern liátt, en kransaálagning finnst mjer ávalt hjegómi, og á að minni hyggju sist við að heiðra minnig hins hispurslausa og óeigingjarna Játna mikilmennis með þeim íitlenda hjegóma. Mjer hefir, síðan í vor, komið til hugar, hvort ekki mundi vera nær anda hans og stefnu, að hundrað ára minning hans yrði heiðruð á þann hátt, að gengist yrði fyrir saniskotum um allt land, og myndaður af því sjóður, er bæri nafn Jóns Sigurðssonar, og varið skyldi vöxtum af til að styrkja fátæka og heilsubilaða fjölskyldumenn til að dvelja á berklaveikrahselinu. Ekki væri úr vegi, að skrá yfir gefendur yrði samin og prentuð til útbýtingar. Þetta ættu heimastjórnarmenn að taka til íhugunar, því að þá hygg jeg nú fylgja bet- ur stefnu Jóns Sigurðssonar, hcldur en aðra stjórnmálaflokka hjer á landi. Olafsey í júlí 1910. Olafur Jóhannsson. V Hvað er að írjetta? Sam8aeti allfjölment hjeldu eyfirzk- ir kjósendur þingmanui sínum, Hann- esi Hafstein 21. f. m. Hann hefir dvalið á Akureyri í sumar, haft á hendi forstöÖu íslandsbanka-útbúsins þar, en lagði af stað þaðan með Austra 28. f. m. í samsæti þessu hjelt H. Haf- stein tölu til kjósenda sinna, og er útdráttur úr henni á öðrum stað hjer í blaðinu, tekin eftir „Norðurlandi". Dáinn er 19. f. m. Stefán bóndi Pálsson á Stóru-Vatnsleysu, 72 ára að aldri. Fiskafli hefir verið óvenjulaga góð- ur á Austfjörðum í sumar, bæði á vjelabáta og opna smábáta. Sumir bátar á Eskifirði og Norðfirði búnir að fá alt að 200 skpd. Sól og sumar hafði verið á Norð- urlandi siðari hluta ágústmánaðar. Rættist því miklu betur úr með hey- feng manna, heldur en útlit var fyrir. Tún alhirt og mikið af útheyi. Engjar í góðu miðallagi. Við Ísaíjarðariljúp hefir verið einkar góð tið, siðan leið á sumarið. Nýting á töðu varð þar góð, og hey- skapur í meðallagi, og má það gott heita, jafn seint og byrjað var að slá. í Fljótsdalslijeraði náðu menn alment heyjum sínum um og eftir miðjan ágúst, en mikið af þeim var farið að hrekjast. En niðri í Fjörð- um var tíðin erfiðari. Stúlka drukknar í mógröf. Á Krossi á Berufjarðarströnd í Suður- Múlasýslu vildi það slys til nýlega, að siúlka, Margrét Magnúsdóttir frá Streiti í Breiðdal, fjell í mógröf og drukknaði. (Fjk.). Dáinn er 5. f. m. merkisbóndinn Bunólfur Jónsson, dbrm. í Holti á Síðu, 83 ára að aldri, fæddur á Búlandi í Skaftártungti 29. nóv. 1827; Hyaiur náðist frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd nú nýlega. Sást á reki skammt frá landi, og var róinn upp í fjöruna. Haldið, að hann hafi sloppið frá hvalveiðamönnum, en drepizt siðan af skotinu. (Vestri). Raflýsing ætlar Eskifjarðarkaupstað- ur að koma á hjá sér á næsta ári. Fteddir, í'ermdir, giftir, dánir 1909. Árið sem leið fæddust 1243 sveinar og 1106 meyjar, samtals 2349. Af þeirri tölu 66 andvana. Nú fullur 8. hluti óskilgetinn, áður setið við Dio. Fermrir voru alls 1836. Hjónabönd 453; fækkar ár frá ári, verið þó fyrir skemmstu 500 á ári. Dánir als 1329, sem mun vera með minsta móti. Tvær konur andast, á aldrinum milli 95 og 100 ára. Sex karlmenh hafa fyrirfarið sór. Dáið hafa af slysförum 54, af þeim 40 druknað. Af slysför- um andazt 48 karlmenn og 6 konur. (N.kbl.). Dáinn 24. f. m. Ólafur N. MöUer, kaupmaður á Blönduósi. Banamein heimakoma. Slys. Maður ofan úr Kjós, Ólafur bóndi á Kiðafelli, fótbrotnaði síðastl. sunnudag á heimleið hjeðan frá Rvik. Hesturinn datt með hann uppi í Mos- fellssveit. Samferðamenn hans sneru þegar aftur með hann hingað til bæj- arins, og liggur hann nú hjer á spítala, sagt að báðir leggirnir séu brotnir. Fuudið lík. 19. f. m. fann dreng- ur af ísafirði lík af karlmanni í flæð- armálinu milli ísafjarðar og llnifsdals. Var það lítt þekkjanlegt, en haldið að það sé af Helga Gunnlaugssyni í Graf- arósi í Skagafirði, er hafði verið for- maður í Hnífsdal, en horfið þaðan skyndilega í sumar. c2ocji tfirynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Aii8turstræti 3. Heima Kl. 11—12 og: 4—5. Talsími 140. ReykjaYÍkurfrjettir. Vígsiubiskupsvígslan fór fram síð- astl. sunnudag, eins og til stóð. Kirkjan var troðfull af forvitnum áhorfendum. Jens pvófastur Pálsson lýsti vigslunni. 14 hempu- klæddir guðfræðingar sátu í kórnum, og 4 rykkilínsklæddir prestar aðstoðuðu við vigsl- una. Þórhallur byskup flutti vígsluræðuna, og rykkilínsklæddu prestárnir lásu sinn ritningarkaflann hver. Vigsluna sjálfa fram- kvæmdi svo biskup samkvæmt helgisiðabók- inni nýju. Nývigði vígslubiskupinn séra Valdimar Briem flutti síðan ræðu út af guðspjalli dagsins. Og að siðustu voru biskuparnir og nokkuð af prestunum til altaris. Þar með var þessax-i athöfn lokið. 10. júli i sumar var hinn vígslubiskupinn, séra Geir Sæmundsson á Akureyri, vígður norður á Hólum, og var þar að sögn eins mikið eða jafnvel meira um dýrðir. Vígslubiskuparnir bafa því nú báðir tekið við titlum sínum. „Víglubiskupamir — veslings mennirnir, jeg sárkenni í brjósti um þá, þessa valin- kunnu sæmdarmenn, að verða að burðast með þennan vandræða-titil, þetta dæmalau9a hjegóma-tildur, sem hlýtur að vera hverjum manni til athlægis, innan lands og utan“, sagði einn mikilsvirtur guðfræðingur bæjar- ins, þegar tilrætt varð um vígslubiskupsvígsl- una. Götuljósin. í fyrrakvöld var í fyrsta skifti kveikt á nýju götuljóskerunum. Sjálf- sagt hefðu flest hús bæjarins staðið auð þetta kvöld, ef veðrið hefði ekki verið jafn hlálegt við menn, og það var — húðarigning alt kvöldið — unga fólkið myndi að minsta kosti hafa þurft að sýna sig og sjá aðra við gasljós potta fyrsta kvöld; en nú varð það að láta sér nægja að horfa út, og sýna þeim fáu, sem áræddu út á göturnar, andlitið á sér úti við gluggana. — Götuljóskerin eru 207 að tölu — hálfu fleiri, en þau voru áður — og verður þó nokkrum bætt við enn á Framnesvegi og ef til vill víðar. Ljósmagn hvers ljóskers er fullum a/s meira heldur en gömlu ljóskeranna, og verður þó kostnaðurinn við hvert Ijósker hinn sami, eins og áður hefir verið, 27 kr. alt árið. Auðvitað verður lýsing gatnanna dýrari nú en áður. en það stafar að eins af fjölgun ljóskeranna. Gömlu strætaljósin voru með öllu ónóg, sárlítið hetri en engin, og kost- uðu þó stórfé. Nú hefir bærinn fengið stræta- lýsingu, sem er vel viðunandi, og auk þess tiltölulega margfalt ódýrari. Hannes jHannesson Þingvallapóstur vill láta þess getið, að það sje ekki hann, heldur annar póstmaður, sem kom frá Þing- völlum með ósannindasögu þá, er minst er á í síðasta blaði. Virðingaverð röggsemi. Siðastl. laugardagskvöld, fám stundum eftir að síð- asta blað Reykjavíkur kom út, kom til bæj- arfógeta skipun ráðherraum að mál skyldi höfða gegn frakkneska konsúlnum, Brillouín, fyrir sakir þær, sem á var minnst í síð- asta blaði. Hannes Hafstein bankastjóri og frú hans komu með „Austra“ 31. f, m. norðan al' Akureyri. Hann befir verið þar útbús- stjóri íslandsbanka síðan í vor. / rökkrinu. Alt af raula eg og syng, þó annað láti betur. Enn er viðvært! Ekkert þing — alt þar til í vetur! Enaltaf pjáist r.......'] af „raudskefting". Landsfólkið í svefn ég syng, seinn er bóndi í spori. Enn er fjarlægt þetta þing — þar til kannske’ að vori! En alt af fjdist o. s. frv. Draugar í myrkri dansa’ í hring, drcgur af alt gaman. Fjandinn hafi þetta þing — þegar það kemur saman! Og r....... er rúmfastur í „rauðskefting". A r i ó f r ó ð i. ') Ólæsilegt. Á ef til vitl að lesast: »ræiilskai'I«. Rilsljóri. Pjetur: „Jón Hannesson er allra mesti ágætismaður“. Páll: „Svo-o...? Jeg sá hann þó um daginn gera það við konuna sína, sem jeg vildi ekki einu sinni gera við hundinn minn“. Pjetur: „Erþaðsatt? Hvað gerði hann ?“ Páll: „Hann kyssti hana!“ Úrsmíðastoían Rvík. Hvergi vandaðri úr. Hvergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgö. Stefán Runólfsson. » 43 .leg hratt upp hurðinni að herbergi hennar. Þar leit allt út eins og hún hefði nýskeð verið þar — á borðinu við gluggann voru bækur, sem Christian prins hafði færí henni, litla, svarta þríhyrnan, sem hún hafði oft yfir höfðinu, og vöndur úr hagablómum i krystalls-skrautkeri. Rokkurinn með filabeins-skrautinu hafði verið seltur litið eitt til hliðar. Mjer fannst sem jeg sæi enn þá hvitu hendurnar hennar teygja úr lopanum, og yndislega fótinn hennar á fótafjölinni. »Frederikka, Frederikka!« stundi jeg upp í ofurharmi mínum. ))í3etta er blátt áfram ómögulegt, það hlvtur að vera draumur, hræðilegur draumur. Þú hlýtur að koma aftur — allt hlvtur að verða eins og áður var, nei, miklu betra, miklu sælla og hamingjuríkara. Hvað hefi jeg gert þjer, sem hefir veitt þjer rjett til þess að sprengja hjarta mitt?« En allt var hljótt — hljótt eins og gröfin — og þarna lá jeg fyrir 1‘raman stólinn hennar, klukkustund eftir klukku- stund, óg þrýsti vasaklútnum að augunum og brennheitu enninu, þar til myrkrið skall á, og tiiið i stundaklukkunni minnti mig á það, að timinn nemur aldrei staðar. t3á heyrðist skarkali mikill og mannamál úti fyrir, og óp og kveinstafir i konu Jobst gamla, og þegar jeg hljóp út að glugganum, sá jeg við sfeimuna frá kyndlum veiðimannanna — konuna niina! Christian prins bar hana i fangi sjer, og lagði hana á steinbekkinn litla undir linditrjenu. Og þarna lá hún nú svo undarlega staursleg og föl, og vatnið draup hreint og tært úr langa, glóbjarta hárinu hennar. Hjartað í mjer hætti að slá. Jeg varð að styðja mig við vegginn. Fólkið var koinið inn i forsalinn, og hafði nu al- gerlega hljótt um sig. Það var dauðaþögn yfir öllu. Jeg ætlaði að hlaupa til liennar, og fleygja mjer niður hjá henni. En Christian prins tór i veginn fyrir mig, og I

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.