Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.10.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 29.10.1910, Blaðsíða 2
184 REYKJAVIK laus iUgirnis-getsök ísafoldar er, að nokkur íslendingur hafi skrifað þetta. Þessa vanþekking dansks blaðs not- aði svo Bj. J. sér til þess að fá vott- orð forsætisráðherrans danska um, að danska ráðaneytið hefði ekki kallað sig utan. Og með þessu alls óþarfa vottorði flaggar hann svo í ísu síðast. En hitt var aðalatriðið — mergurinn malsins —, hvort Björn var „kallaður utan“ eða ekki. En um það þegir Björn og blað hans. Því þora þau ekki að neita, að hann var „kallaður utan“. En allir vita, að það er kon- ungurinn einn, og enginn annar, sem til þess hefir vald. Og því mun hr. Bj. J. ekki dirfast að neita — gœti það ekki sannleik- anum samkvæmt — ,að konungur „gerði orð efti'r honum til viðtals". Björn Jónsson situr nú í Höfn. Hann hefir talað við konung. En hví kemur hann þá ekki heim aftur? Hvað er hann að gera þar eftir að hafa lokið viðtali sínu við . konung ? Hví kemur hann ekki heim og rækir embætti sitt — ef hann er til þess fær ? Það er ekkert leyndarmál, að hann hefir farið fram á það við Jconung, að fá hann til að fresta þingi. Og hvaða ástæður hefir hann tjáð konungi til þessa tiltækis? Hann hefir sagt konungi, að hér vœri svo ill veðrátta að vetrarlagi, snjóar og ís, að engar samgöngur vasru um það leyti árs, ófœrt fyrir þing- menn að Jcomast til EeyJcjavíJcur. Þetta hefir ráðherra Bjöm Jónsson tjáð Hans Hátign Konunginum! „Alt má segja Dönum“ er máltæki ísafoldar og ráðherrans. Hann er bú- inn að endurtaka svo oft þessi um- mæli, að hann virðist vera farinn að trúa þeim sjálfur. í þetta sinn hefir þó bogalistin brugð- ist að því leyti, að konungi var full- kunnugt um, að Alþingi hafði nýlega samþykt lög, og konungur staðfest, um að þing skuli koma saman 15. Febr. Honum var líka kunnugt um, að gufu- skipaferðunum hefir með samningi ein- mitt verið hagað svo, að auðvelt sé fyrir alla þingmenn að nota þær ferðir til þings, einmitt um þann tíma árs, er aldrei bagar hafís. Aðrar ástæður en þessar hafði hr. Bj. J. ekki fært konungi fyrir þing- frestuninni, er póstskip fór frá Höfn hingað síðast. Hann hafði eJcJci minst á þörf sína á að fá nýja konungkjörna menn á þing, svo að hann gæti með þeirra að- stoð felt í e. d. hverja stjórnskrár- breyting, og látið þannig eíri deild fría sig við að efna loforð sín í því eíni. — Hann hafði eJcJci neínt afmælisdag Jóns Sigurðssonar. Það sem ég hefi sagt hér um þetta efni, er engin getgáta. Ég veit að þetta er rétt hermt — nákvæmlega rétt. Þetta var hijóðbært í Khöfn meðal allra, bæði hvað hr. Bj. J. sagði kon- ungi, og að konungi er kunnugt um samgöngufæri hér. Ekki hafði B. J. enn árætt, er skip fór, að bera þingfrestunar-málaleitun sína upp opinberlega í ríJcisráði fyrir konungi. Veit, sem er, að ef hann gerir það og konungurneitar að fallast á haná, þá verður ráðherra að fara frá völd■ um. En það er ekki það sem B. J. óskar — að fara frá völdum! En í Höfn situr maðurinn áfram, í stað þess að vera hér og rækja stöðu sína. Það er sagt, að hann sé þar að bræða handa oss ný skattalög með aðstoð sér glöggvari manns, hr. Jóns Krabbe. En þó að hr. Krabbe sé vitrari maður og hyggnari en hr. B. J., þá skortir hann eitt á við embættismenn stjórnarráðsins hér heima. Hann skortir kunnugleika á landi og iandsmönnum, hag þeirra og hugsunarhætti. En úr því að það virðist nú orðin ósigrandi ástríða hr. B. J. (eða „póli- tísk nauðsyn"?!), að fá þingi frestað, og úr því að hr. B. J. hefir rekið sig á, að trúarsetning hans: „Alt má segja Dönurn" á ekki við konung vorn, þá fara nú að verða góð ráð dýr. En einn veg getur hann auðvitað reynt — þann, að sitja úti í Höfn sem lengst og segja svo við konung- inn: „Eg hefi haft svo mikið að gera, fyrst í sumar við að ferðast um land- ið til 10-minútna-embættiseftirlits hjá sýslumönnum, og til að þiggja íagn- aðar-læti landsmanna og virkta-við- tökur þeirra, ríða út í Vaglaskóg með fríðu fylgiliði af börnum og vinnukon- um, og við önnur mikilsverð land- stjórnarstörf, og nú síðast við að semja afsakanir í Kaupmannahöfn, að ég hefi engan tíma haft til að undirbúa fjárlögin eða nokkurt annað lagafrum- varp fyrir næsta þing, og því er mér eJcJci auðið að hlýða fyrirmælum stjórn- arskrárinnar um að leggja fjárlaga- frumvarpið fyrir í þingbyrjun, því að eg hefi það ekki tilbúið, og þvi verð- ur Yðar Hátign nauðug viljug að samþykkja þingfrestunartillögu mína“. Þetta úrræði er ekki aiveg óhugs- andi að ráðherra reyni; þó að orðin verði ekki nákvæmiega þessi, þá geta þau verið eitthvað í svipaða átt. Auðvitað er fjárlagafrumvarpið víst hér um bil eða alveg fullsamið hér i Stjórnarráðinu. En hvað um það: „Alt má segja Dönum“. En — má segja konungi alt, hvað sem vera viil? Er það rétt? Og er það alveg víst að konungur láti bjóða sér alt? Gæti ekki hugsast að hann segði eitthvað á þá leið: „Ef þú hefir ekki mannskap og dugnað til að sjóða sam- an eitt fjárlaga-frumvarp, þá ert þú ekki fær um að vera ráðherra. Þú verður þá að benda á einfivern í þínu liði, sem færari er enn þú til að gegna ráðherrastarflnu". Er það óhugsandi? Hr. Björn Jónsson virðist eiga úr vöndu að ráða. , . * * * En hvað segja þingmenn úr stjórn- arflokknum um þetta? í sumar, er meiri hluti allra al- þingismanna óskaði aukaþings, var það viðkvæði þeirra þingmanna, er ekki voru með þeirri ósk, að það væri ó- þarft, af því, að eJcJci væri nema fáir mánuðir til þess að reglulegt þing yrði Jialdið. — Sama sagði málgagn ráðJierra — þá! Heyrt hefi ég þau orð í sumar eftir einum merkasta þingmanninum í stjórn- arliðinu, þeirra er voru mótfallnir auka- þingi: „Aukaþing er óþarft. En haldi ráðherra ekki þing á lögmætum tíma, þá fylgja Jionum engir nema sJcriðdýr“. Ég þykist nú vita, að sá þingmað- ur geri sig ekki að „skriðdýri" ; en skyldu þau ekki verða einhver til samt. Það hefir ekki verið tiifinnanlegur hörgull á þeim í því liði. En nú fáum við að sjá! Ráðherrann gerir alt sitt til að fá þingi frestað — hvort sem honum tekst það nú eða ekki. Jón Ólafsson, alþm. Það mun vera fremur fágætt að menn séu að skama sjálfa sig, bera sjálfum sér á brýn ranglæti, hlutdrægni og aðra ókosti. Upp á þessari nýjung hefir hr. al- þingismaður Benedikt Sveinsson fundið nýlega.. Ekki er mér kunnugt um, að hann hafi keypt patent-rétt á upp- fundingunni. En það er líka vísast óþarft —varla líklegt að nokkur mað- ur verði til að stæla hann í þessu. Hann stýrir blaði, sem fáir lesa, og sumir menn vilja ekki einu sinni nefna, og skal ég ekki gera það heldur. Ég sé það blað sjaldan sem aldrei, en fyrir atvik léði maður mér síðasta tölublað þess, dags. 25. þ. m. Þar segir alþingismaðurinn, að „Landsreikningurinn fyrir 1907“ sé nfyrir sJcemstu kominn fyrir almenn- ings sjónir". Hann lá þó prentaður og endurskoð- aður fyrir Alþingi 1909 — fyrirnær- felt 2 árum! Athugasemdir yfirskoðunarmarma, svör stjórnarinnar og tillögur yfirskoð- unarmanna, og tillögur nefndar þeirr- ar er um þá fjallaði á þingi — alt lá þetta fyrir Alþingi 1909 og var rætt þar og reikningarnir samþyktir — í einu hljóði í báðum deildum. Hvað er nú Benedikt þingmaður að segja um þetta mál? Fyrst er hann að segja frá því, að hann, þingmaðurinn, hafi ekki orðið þess var, að reikningurinn fyrir 1907 sé „kominn fyrir almennings sjón- ir" fyrri en nú „fyrir skemstu". Sýnir hann með því, að hann hcfir aldrei lesið liann þegar hann lá fgrir Alþingi og hann sjálfur greiddi at- kvœði um hann. Því að það veit ég, að Benedikt hefði aldrei farið að skrökva því, að reikningurinn hefði ekki komið fyrri en nú „fyrir skemstu" fyrir almenn- ings sjónir, ef hann hefði vitað betur Svo hefir hann nú loks farið að lesa reikning þenna, en — því miður — lesið eins og skollinn biblíuna. Fyrst segir hann, að „Hafsteins- stjórnin“ hafi sett skilyrðin fyrir út- boði réttarins til að flytja stjórnar- valda auglýsingar „með allmikilli hlut- drægni". Þetta eru einhverjir draum- órar hr. alþingismannsins, sjálfsagt af algerðum ókunnugleika. Skilyrðin voru í engu hagkvæmari blöðunum, er aug- lýsingarnar fyrir 1907 vóru boðnar upp, en áður hafði verið. Og stjórn- inni var alls ekki auðið að vita, er hún setti skilyrðin, hver hæst mundi bjóða, ekki einu sinni hverir mundu bjóða. Af hendi útgefenda „Reykjavíkur" var boðið í réttinn árlangt 811 kr. 50 au. Eitt af skilyrðunum fyrir boðinu var það, að taka mætti auglýsinga- réttinn af því blaði, er hrepti hann, ef stjórninni þætti ástæða til, enda skgldi þá „falla burtu tiltölulegur hluti árgjaldsins". — Auglýsingarétt- urinn var tekinn af blaðinu frá 1. Október. Þá var spurningin: hvað átti blaðið að borga mikið? Markús Porsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavík tekur að sjer allskonar aðgerð á ---- Hljóðfœrum. ------- Svarið veitur á því, hvaða skilning- ur er lagður í orðið „tiltölulega". Blaðið hafði boðið tiltekna upphæð fyrir auglýsingar þessar á öllu árinu, og miðað boð sitt við það sem vænta mátti að þær næmu á árinu. Það hafði ekki boðið eftir mánaðatali, svo og svo mikið i mánuðinn, enda vissu allir, stjórnin jafnt sem útgefendurnir, af reynslu undanfarinna ára, að það voru síðustu mánuðir ársins, sem vanir vóru að gefa mestar tekjur af þessum auglýsingum. Og svo regndist einnig þetta ár. Þegar árið var úti, kom í ijós, að upphæð sú sem auglýst var fyrir 1. Jan. til 30. Sept. þetta ár, nam um 7s af auglýsinga-upphæðinni alt árið (auðvitað talað um stjórnarvalda-aug- lýsingarnar að eins). Með öðrum orð- um: 5/8 af tekjunum féllu til á mán- uðum 1. Okt.—31. Des. Samkvæmt þessu buðu útgefendurnir að borga (og borguðu) „tiltölulegan“ hluta af kr. 811,50, eftir tiltölu auglýs- inga-teknanna þann tíma af árinu, sem blaðið flutti þær. Stjórnin haíði fyrst farið fram á, að útgefendur borguðu tiltölulega eftir tímalengd (9 mánuði af 12 í árinu), en félst á, að skilningur útgefendanna á „tiltölulegur" væri sanngjarn, er henni var bent á það. Stjórnin færði því til í Landsreikm- ingnum 1907 þessa upphæð (303 kr. 47 au.), sem útgefendur greiddu, og taldi ekki neina skuld hjá þeim í „eftirstöðvum11 af „óvissum tekjum". En er yfirskoðunarmenn spurðu um, hvort ekki væri ótilfærð í eftirstöðv- um skuld frá útgefendum blaðsins, skýrði stjórnin þeim frá málavöxtum. Yfirskoðunarmenn fundu ekki ástæðu til að gera neina tillögu um þetta, vísuðu því til Alþingis. Alþingi gerði enga bregtingu á upphæð „eftirstöðva" af „óvissum tekjum" þetta ár (þær eftirstöðvar voru taldar kr. 44,62, og vóru fólgnar í alt öðru, og felast aftur í „tekjueftirstöðvum landssjóðs 31. Des. 1907 .. . kr. 77,400,42). Þannig er landsreikningurinn sam- þykktur af Alþingi 1909, með öllum atkvæðum, þar á meðal atkvæði hr. Benedikts Sveinssonar. Það er þannig samþgkt með lög- um, að útgefendur blaðsins standi í engri skuld við landssjóð af þessu tilefni. Það var þannig ekki „Hafsteins-stjórn- in“, sem réð því, að samþykkja skiln- ing útgefendanna, heldur var það Al- þingi. Hr. Bened. Sveinsson hefir greitt því atkvæði, og hr. Björn Jóns- son hefir ritað nafn sitt undir lögin og ber alla ábyrgð á staðfesting þeirra. Og það getur hann vel gert, því að' skilningur sá, sem jeg hefi skýrt hér frá að útgefendur héldu fram og Al- þingi samþykti með lögum, er réttur. Enginn dómstóll hefði dæmt öðruvísi. Ef starfsbróðir minn á Alþingi hr. B. Sv. hefir greitt atkvæði um lögin um samþykki á landsreikningnum 1907 i blindni án þess að hafa lesið þau, eða án þess að vita, að reikningarnir voru komnir út á prent — Þá finnst mér hann ætti sem minst um það að tala. Slíkt getur hent nýjan og óvanan þing- mann, að hann greiði atkvæði i ógáti (og það þrisvar sinnum1) án þess að 1) Þ. e. við 2., 3. og eina umr. í n.d.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.