Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.12.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 22.12.1910, Blaðsíða 1
1R e $ k \ a x> í h. XI., 50 Fimtudag- 22. Desember 1910 XI., 50 Jólasala Avextir til jólanna: Kassa-eplín ágætu. Appelsínur, margar teg., þær beztu í bænuia, Bananas, hvergi ljúffengari. P e r n r. Dresselhuys & Nienwenhuysen: stk. 72 kassi 0.18 8.50 Golden Cross . 0.15 7.00 Blue — . 0.16 7.50 Green — . 0.10 4.75 Red — . 0.10 4.50 Yellow — . 0.12 5.75 ^White — . 1/i kassi La Musica........ 0.10 9.50 Kaiser Cigarre ... 0.13 12.00 Oig-ai-illos margar tegundir er kosta frá 0,80 til 2,00 y2 kassi 9.50 6.75 6.25 5.75 4.50 3.75 Perla de Vera Cruz Ri Solas........... Cesares............ Ping Pong..........' Caravana ......... Operas ............ Enn er dálítið eftir af II V E I T I að eins 12 aura pundið. ALlui «sinir um Eítir Einbúa. II. Á víð og dreif. [Framh.]. JEf lántakandi er hygginn maður, þá lætur hann það, eftir hæfilegan, ákveðinn tíma, vera sitt fyrsta verk, að athuga, hvort hann hefir grætt eða tapað á láninu, hvort sem það var nú stórt eða lítið. Hið sama ætti landið að gera, og sömuleiðis hvert bæjarfjelag eða sýslu- fjelag, sem Ján hefir tekið. f>að var mikið rætt og ritað um peningavandræðin um aldamótin 1900. Þá höfðum við einn banka, 14 ára gamlan. Það var Landsbankinn. Eins og öllum er kunnugt, var hann stofn- aður samkvæmt lögum 18. okt. 1885, og tók til starfa 1. júlí 1886. Hann byrjaði með 340 þúsund krónur í seðl- um, og svo sparisjóðsfjeð, sem var um 343 þúsundir. Það var Sparisjóður Reykjavíkur. (Sparisjóðsinneign lands- manna á öllu landinu árið 1887 var 454 þúsundir). Landsbankinn hafði því til umráða í byrjun 683 þúsundir króna. Ekki kom mönnum fremur þá en nú saman um það, hvaða upphæð væri hæfilega stór fyrir bankann. En þó munu fleiri hafa verið á því þá, að þessi upphæð mundi nægja. Eftir því sem sjeð verður á ýmsum greinum síðar um bankann og banka- málið, einkum á mjög fróðlegri grein í Andvara 1898 eftir H. Jónsson banka- fjehirði, þá mun borgunarfresturinn venjulega hafa verið 10 ár. Ekki verður sjeð, að neinum þætti þau lánskjör slæm í fyrstu. En eftir 10 ára tíma- bii fóru menn að sjá, að borgunar- fresturinn var allt of stuttur, lánskjörin •ómöguleg með öllu. Árið 1898 er mikið ritað um peningavandræðin, og hin illu og óhafandi lánskjör. Og hljóðið í mönnum var alveg hið sama þá og nú. T. d. segir „Þjóðólfur'* þá um landbúnaðinn : „—---------En þetta er ekki ein- hlítt, og verður því fleira að koma tii greina. Landssjóður einn getur heldur ekki hrokkið til að fullnægja þörfun- um. Yjer þurfum að fá sjerstaka lánsstofnun, er veiti bændum miklu aðgengilegri kjör en Landsbankinn. Það heflr lengi verið kvartað yfir því, og eigi að raunalausu, hvað Lands- bankinn heflr reynzt óhentugur, og meira að segja óhæfur sem aðgengi- leg lánsstofnun fyrir allan almenning. Svo er talað um, að hann hugsi meira um sinn hag en almenning — hafl gert það til þess að koma undir sig fótunum". Svo kemur þessi eftirtektarverða setning: „Það eru ekki vextirnir, sem gert hafa landsmönnum viðskiftin við bank- ann svo erflð, þótt þeir sjeu full háir, heldur er það eingöngu hinn alt of stutti afborgunarfrestur. Að heimta lánin endurborguð á 10 árum, eins og bankinn gerir nú, er svo hart að göngu, eftir því sem tilhagar hjer á landi, að fæstum iántakendum en unt að standa í skilum“. Halldór Jónsson bankafjehirðir ritar, eins og jeg hefl áður sagt, ágæta grein í Andvara. Hann kemst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu, að menn geti ekki borgað lánin að fullu á svo stutt- um tíma, 10 árum, og segir, að bank- inn hafi oft orðið að veita skuldu- nautum frest, til þess að þurfa ekki að ganga að eignunum. Aðalefni greinarinnar er að sýna fram á það, hver þörf sje á lánsstofnun, sem láni til lengri tíma. Og tíminn, sem hann nefnir, er 52, 44, 38, 31 og 27 ár. Og hann sýnir töflu yflr það, hve mik- ið lántakandi þurfi að borga af hverju hundraði í vexti og afborgun á hverju ári, eftir því hvað lánið er veitt til margra ára. Til fróðleiks set jeg hjer þá töflu < <D M (D (*3 Endinn varð sá, eins og allir þekkja, að íarið var að lána til 15, 20, 25 og 30 ára. Auðvitað var þetta bót frá því sem verið hafði. Afborgunarfresturinn var lengdur um helming og alt upp í 2/í hluta. Og samt vantaði mikið á, að hann væri nógu langur. Nú er talað um 60 ár og alt upp í 90 ár. Þá tölu sá jeg fyrst í Lands- hagsskýrslunum árið 1908 eftir skrif- stofustjóra Indriða Einarsson. Þessi 60 ár og 90 ár er álíka mikið stökk eins og farið var þegar veðdeildin komst á, og — jafn nauðsynlegt. Jeg er því mjög þakklátur skrif- stofustjóra Indriða Einarssyni fyrir þessa athugun hans, og mjer finnst hann byggja hana á mjög heilbrigð- um grundvelli. Jeg vona, að athugun hans verði tekin til greina, því að allir vita, að hann er manna færastur til þess að koma með tillögur í þessu máli, og hefir mestan kunnugleik í þessu efni allra íslendinga. Það sannfærist maður fljótlega um, er maður á tal við hann um þetta mál. Hann vill einnig koma þeirri breyt- Magnús Porsteinsson, kaupm., Bankastræti 12, biður þess getið, að ritvilla hafi verið í auglýsingu sinni um Súkkulaði í síðasta blaði: Honsum kosti 95 a. og vaninle- súkhulaði 65 a. ingu á, að lánsstofnanirnar (bankarnir) láni út á góðar fasteignir ®/s og jafn- vel 4/n hluta virðingarverðs, t. d. út á steinhús. Mönnum þykir þetta sjálfsagt stór breyting hvort tvegga. En þegar vel er að gætt, þá er breytingin ekki eins mikil og hún sýnist i fljótu brágði, því að það er líklega óhætt að full- yrða að fáir eða engir af þeim, sem t. d. byggja hús eða kaupa jarðir, eigi sjálfir nema sem svarar 2/s eða jafn- vel ekki nema Vs hluta verðsins. Hina 8/5 eða *U hluta verðsins verða þeir þvf að fá að láni á einhvern hátt. Og ætli það fari ekki svo nú, eins og sagt var um bankann 1898, að banka- stjórnin verði að veita lántakendum frest á frest ofan, og endinn verði sá, að lánið standi alt að 60 árum. En þótt svona kunni að fara um ýms lán, þá er þetta fyrirkomulag samt sem áður með ðllu óhafandi, vegna þess að venjulega reyna menn að standa í skilum íyrstu árin, reyta sig inn að skyrtunni, og geta því ekki gert neitt, er til framfara horfir. Við skulum taka til dæmis bónda, sem kaupir jörð með þeim lánskjörum, sem nú eru. Hann verður .að verja hverj- um eyri, sem honum áskotnast, í vexti og afborganir, og ganga svo nærri sjer þegar í byrjun, að hann getur hvorki bætt jörðina nje aukið bústofn sinn, og jörðin verður honnm því ekki að hálfum notum. Gott ef hann þarf ekki að farga einhverju af gripumsín- um, til þess að geta staðið í skilum, og sjá allir að hann getur ekki haldið þvi áfram til lengdar svo að vel fari. Mjer dettur í hug í samanburði við þetta ýms lán, sem þingið hefir veitt

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.