Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.12.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 22.12.1910, Blaðsíða 2
224 REYKJAVÍK Kaupið Jólagjaíir DAGSBRUN Afsláttur af öl frá 10§ til 25§. ýmsum sýslu- og bæjarfélögum til stórfyrirtækja — flest afborgunarlaus fyrstu 5 árin, og vextir 4 eða jafnvel 3 af hundraði. — Hjer liggur auð- sæilega sú hugsun á bak við, að menn eigi erfiðast með að borga mik- ið fyrstu árin, enda er það æfinlega svo. Og því er nákvæmlega eins farið með einstaklingana, eins og sýslu- eða bæjarfélögin, og þess vegna eru sams- konar lánskjör engu síður nauðsynleg þeim; því að auk þess, að flest fyrir- tæki eru þannig vaxin, að þau gefa lítinn eða jafnvel alls engan arð á fyrsta ári, þótt annars sjeu vel arð- vænleg, og auk þess sem þekkingin er oft lítil, svo að menn verða að feta sig áfram hægt og variega fyrst í stað, þá hafa þeir oft og einatt lagt alla sína vinnu í 6—12 mánuði i fyrir- tækið, og hijóta þá allir að geta sjeð, að þeim er flestum með öllu ókleift, að borga þar á ofan þegar á fyrsta ári samtals alt að 10. eða 12. hluta alls lánsins í vexti og afborgun. Enda hefir svo farið fyrir nokkrum — þótt furðu fáir sjeu — að þeir hafi orðið að gefast upp, hætta á fyrsta ári eða svo — þótzt góðir, ef þeir hafa sloppið með tvær hendur tómar, þó að fyrirtækið væri annars gott og bæri sig vel, þegar fram liðu stundir og allt var komið í gott lag. * * * * í 47. tölubl. „Reykjavíkur" þ. á. sýndi jeg fram á það, að geymslufje landsmanna hefði árið 1909 verið 486 þúsund krónum meira, heldur en allar þinglesnar veðskuldir á landinu voru 1908. Og jeg kallaði þetta góða af- komu — góðan búskap. Eða mundi ekki sá maður þykjast standa sig vel, sem ætti jafn mikla peninga íyrir- liggjandi, eins og hann skuldaði alls, eða meira þó. En jeg geri ráð fyrir, að einhverjir muni segja sem svo: „Þetta, að lands- menn standa sig svoaa vel eitt ár, er engan veginn full sönnun fyrir því, að þeir hafi haft hag af því, að fá pen- inga inn í landið, með öðrum orðum, hag af því, að geta fengið lán“. En ef jeg gæti nú sannáð það, að því meiri peninga sem landið hefir haft til umráða, til þess að lána út, því meir hafi geymslufje landsmanna aukizt, og því hægara hafi þeir átt með að borga allar þinglýstar veð- skuldir, með geymslufje sínu — þá finnst mjer sönnunin komin. Og með yfirliti því, sem hjer fer á eftir, tel jeg sönnunina fengna. Það nær yfir full 30 ár, og er tekið eftir þeim beztu sönnunar-heimildum, sem þil eru : Ár Upphæð banka- reikninga með veðdeild í þús. Virðingar verð húsa í þús. Þinglesn- ar voð- skuldir í þús. Sparisj* in lánsfje verðbrj ef inneign á hlaupar. í þús. 1879 n 1665 253 175 1880 1796 267 206 1881 n 1967 383 240 1882 n 2549 436 3)6 1883 n 2750 504 357 1884 n 3178 422 419 1885 n 3476 469 447 1886 418 3628 499 437 1887 906 3863 808 425 1888 777 4023 896 454 1889 1033 4062 953 482 1890 1190 4143 1004 636 1891 1257 4252 1016 780 1892 1301 4354 1091 964 1893 1381 4517 1135 926 1894 1601 4781 1152 1051 1895 1797 4979 1267 1310 1896 1909 5269 1309 1500 1897 2175 5816 1499 1774 1898 2111 6460 1592 1937 1899 2046 7213 1911 1976 1900 2858 7643 2156 2186 1901 3571 8099 2340 2323 1902 4518 8539 2758 2738 1903 5653 10169 3240 3561 1904 6586 11737 3942 4027 1905 13169 12657 4671 4909 1906 15659 14025 6526 6506 1907 18831 16514 8058 7112 1908 20686 18708 10038 9447 1909 21603 20008 11850 11751 Aths.: 1. 1886 er Landsbankinn stofnaður. — 2. 1888 er farið eftir jaínaðarreikn- ingi bankans. — 3. 1902 er útbú Landsbankans á Akureyri stofnað. — 4. 1904 er stofnað útbú Lands- bankans á ísafirði — 5. 1905 er íslands banki stofnaður. — 6. Síðasta árið (1909) er yirðing- arverð húsa og þingl. veðskuldir áætlaðar upphæðir. í yfirliti þessu hefi jeg, að því er geymslufjeð snertir, stuðst við Spari- sjóðsyfirlitið eftir Þorstein Þorsteinsson í Landshagsskýrslunum 1908. Til 1890 miða jeg geymslufjeð að eins við Sparisjóðs-upphæðirnar á hverju ári. Það verður ekki sjeð, að annað geymslufje hafi verið til. Og þótt auðvitað megí ganga að því vísu, að á því tímabili hafi nokkuð margir átt marga krónuna í kistuhandraðan- um, þá þori jeg að fullyrða, að þær hafi ekki verið fleiri þá, en að öllum jafnaði síðan. Þá voru það að eins nokkrir menn, sem nokkur peningaráð höfðu, en nú hefir allur almenningur eitthvað af peningum milli handa, þótt peningaráðin sjeu enn lítil hjá mörg- um. Árið 1886, sama árið, sem Lands- bankinn var stofnaður, voru þinglesnar veðskuldir..............kr. 499 þús. en geymslufje ... — 437 — Mismunur kr. 62 þús. Árið eftir breytist þetta enn stór- kostlega til hins verra, því að þá eru þinglesnar veðskuldir . . kr. 808 þús. en geymslufjeð.... . — 425 — Mismunur kr. 383 þús. Og sama má segja um öll árin til 1890. Og þá voru þó þinglesnu skuld- irnar sannverulegar, því að þá þekkt- ust varla afborganir. Ekki myndi þessi samanburður á þinglesnum veðskuldum og geymslufje þykja glæsilegur nú, því að árið 1889 var geymslufjeð fyllilega helmingi minna, heldur en þinglesnar veðskuldir. Á næsta 5 ára tímabili, 1890 til 1894, er geymslufjeð allt af minna, heldur en þinglesnar veðskuldir, en mismunurinn fer þó ætíð minkandi. Og 1895 er geymslufjeð orðið 33 þús- undum meira, heldur en þinglesnar veðskuldir. Næstu 10 ár á eftir varð geymslufjeð ætíð meira, þetta 50 til 300 þúsundum meira, heldur en þing- lesnar veðskuldir. En 1906—1909 vaxa þinglesnu veðskuldirnar aftur lít- ið eitt meira hlutfallslega, heldur en geymslufjeð, og stafar það auðvitað af hinum geysimiklu húsabyggingum og öðrum stór-íyrirtækjum þau árin. 1910 er geymslufjeð vafalaust orðið hlutfallslega eins mikið aftur, ef ekki meira. Jeg vona að landshagsskýrsl- urnar fyrir 1910 sýni það á sínum tíma, að þinglesnar veðskuldir sjeu ekki yfir 11,000,000 króna. Geymslufjeð á árunum 1890 til 1900 er aðallega sparisjóðsfje, og svo fje á hlaupareikmngi. Árið 1890 var inni- eign á hlaupareikningi, eftir því sem sjeð verður af bankareikningunum, 4 þúsund krónur, en 5 árum síðar er það orðið 153 þúsundir og 1899 er það 236 þúsundir. Eftir það fara menn að kaupa verð- brjef, veðdeildarbrjef. Auðvitað geng jeg út frá því, að einstöku maður hafi og áður keypt ýms verðbrjef, konung- eg ríkisskuldabrjef o. s. frv., en jeg hygg óhæt.t að fullyrða, að landsmenn eigi eins mikið í þeim brjefum nú, eins og þá, ef ekki meira, og valda þau þá engri skekkju á þessum athuga- semdum mínum. Nú hefir mjer áður hjer í blaðinu talizt svo til, að lands- menn eigi tvær miljónir króna í veð- deildarbrjefum (bankavaxtabrjefum), og að þeir hafi eignazt þær á 10 árum.. Það verða að meðaltali 200 þúsund krónur á ári. Þá hafði mjer einnig talizt svo til, að_ landsmenn ættu eina miljón króna í íslandsbanka-hlutabrjefum og öðrum innlendum verðbrjefum (hlutabrjefum), og að þeir hefðu eignazt þau á 5 síð- astliðnum árum. Það eru að meðal- tali aðrar 200 þúsund krónur á ári. Það getur vel verið, og er enda lík- legt, að þessi jöfnuður á árin sje ekki nákvæmur. En það gerir í sjálfu sjer enga skekkju, því að á þessum 10 ár- um samtals hafa landsmenn eignazt 3 miljónir króna í verðbrjefum. Geymslufjeð í lok ársins 1909 heft jeg talið þannig: Sparisjóðir og inn- lánsfje..........kr. 6,370,000,00' Verðbrjef.........— 3,000,000,00 Innstæða á hlaupa- reikningi........— 1,798,000,00 Innlán gegn við- tökuskírteini ... — 583,000,00 Samtals kr. 11,751,000,00 Jeg hefi í yfirlitinu hjer að framan sett til fróðleiks og samanburðar virð- ingarverð húseigna á landinu öll arin, og sömuleiðis upphæðir efnahagsreikn- inga bankanna með útbúum og veð- deild eftir að það komst hvottveggja á. Það sýnir hvað allt vex. Og það er eftirtektavert, að upphæðir banka- reikninganna, virðingarverð húsa, þing- lesnar veðskuldir og geymslufje vaxa svo jafnt, haldast svo nákvæmlega í hendur, að þar er aldrei stórvægileg- ur munur á. En sá munur, sem er, bendir í þá átt, að því hœgara sem er að fá lán, og því betri sem lánskjörin eru, því meiri er gróðinn — sá gróði, á jeg við, sem allur heimurinn hefir viðurkennt að byggja mætti á, sem sje geymslufjeð. H Austurstræti 17. Laugaveg 40. Mesta, bezta og fjölbreyttasta úrval af hreinlætisvðrum i bænum. Fjórar tegundir grænwápa, hver ann- ari ódýrari og betri. • Fjórar teg’undir af hinum alþekta Blegsóda. 11 li s íxi æður munið eftir, að hvergi er betra að kaupa: i Kardemomnmðropa, Hatidssípur, Vanillo-lyftiduft, sem Ilindberjadropa, llmvötn, alrei er hægt að hafa Kirsuberjadropa, Fatabnrsta. nægar birgðir af. Sítrónudropa, Hárbursta, Fiórians-Eggjaduft, aí Vanilledropa. Gólfbursta. öllum viðurkent hið Möndludropa, o. m. 11. bezta i bænum. i F Sápuhúsið. Sápubúðin. Talsími 155. Talsími 131.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.