Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 1
1R ep h ( a v t íi. Lau^ardag 14. Jamíar 1911 XII., 3 „REYKJAYlK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doli. Borgist fyrir U júlí. Auglítingor innlendar: á 1. bls' kr- 1.50; 3. OF ». bls. kr. 1,85. — Útl. augl. 33'/.°/. hasrra. — Aftldttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stetón Xiunólfseon, Pingholtsstr. 3. Talsimi 18 8. jfflgeiðsla ,Heykjavíkur‘ er i ^kól^stræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Talsími 199. Rltstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholfsstr. 3. Skattamál og tollmál. XIX. Ég er nú að vona, að flestir sann- gjarnir menn hafi getað fylgt mér í tillögum mínum það sem af er. Ég vona, að enginn finni neiua ó- sanngirni í þeim, og að engin sérstök stétt manna hafi fundið sér nærri gengið með þeim. Áætlanir mínar vona ég að munu reynast nærri lagi, óvíða of háar, en \íða helzt til lágar, svo að upphæðin yfirleitt af þeim tekjugreinum, sem ég hefi haldið fram, verði 1 reyndinni heldur hærri. Tillögur, þær sem ég hefi komið fram með til þessa, munu fylla 210,000 kr. Þá er eftir að ná í einar 65,000 kr. Og nú reynir á ósérplægni manna, er um þær tillögur er að ræða, sem eg kem með til að fylla það skarð. Þá kemur það í ljós, hvort fylgi sveitanna við bannlögin er af fullri einlægni. Sé svo, sem ég vona, þá hljóta menn að hafa gert sér ljóst, að eitthvaö yrðu þeir á sig að leggja í staðinn, til þess að bæta upp tekju- hallann. Landbúnaður vor nýtur miklu meira stuðnings af landssjóði, heldur en sjáv- arútvegur og iðnaður til samans. En j afnframt ber lcuidbúnadurinn lang- minstar byvðar af öllum atvinnuvegum landsins. Meira að segja má með sanni segja, að hann 'beri í rauninni alls engar byrðar, beri engan hluta af öllum gjöldum landssjóðs, ef þess er gætt, að úr landssjóði er til þessa at- vinnuvegs goldið meira honum til stuðnings, heldur en alt það sem í landssjóð er greitt af honum. Þetta er ekki sanngjarnt til lengdar. Ég er ekki að telja eftir eða lasta, að landbúnaðurinn heflr verið borinn þann- ig á höndum sér af hinum atvinnu- vegunum. En það verður hver sanngjarn mað- ur að játa,að ekkert vit eða sanngirni getur verið í, að þetta haldi áfram um aldur og ævi. Til hvers er landssjóður yfir höfuð að styrkja hvern atvinnuveg, sem er? Auðvitað til þess að hann skuli eflast svo, að hann verði arðbærari en áður og geti betur tekið þátt í byrðum landssjóðs. 65,000 kr. er ekki stór upphæð, í samanburði við bll gjöld til lands- sjóðs. ' Og þar sem sjávarútvegurinn hefir til þessa einlægt verið íþyngt og hann látinn bera stór fjárframlög árlega til landbúnaðarins, þá virðist nú tími til kominn, að landbúnaðurinn fari að taka ofurlítinn þátt í gjöldum til landssjóðs. Og annað en ofurlítill þáttur er það ekki, þó að þessar 65,000 kr. (sem eftir eru af 280,000 kr.), leggist sem afarlágt óg léttbært útflutningsgjald á útfluttan landvarning. XX. Hrossa-útflutningur héðan af landi er mjög mis-mikill. En heldur virð- ist hann vera að aukast, en hitt, og markaður heldur að vaxa. Ekki mun of mikið áætlað, að gera, að út verði flutt að meðaltali um 5000 hross á ári. Ég legg nú til, að lagður sé 2 kr. útflutningstollur á hvert hross. Alþingi hefir sett lög um útflutning hrossa, og landssjóður kostar upp á eftirlit með útfiutningnum. Þetta er gert í því skyni, að styðja að því, að toll-markaði vorum erlendis verði siður spilt með útflutningi lé- legra hesta, og það ætti að hafa. þau áhrif að hækka meðalverðið svo mikið, að sá munur einn geti borið tollinn og þó orðið hagur að fyrir seljendur umfram það sem áður var. Þessi tekjugrein ætti í meðalári að gefa ekki minna en 10,000 kr. Útflutningur á lifandi sauðfé virðist heldur líklegur til að fara í vöxt. Annars hefir það verið ákaflega mis- jafnt, hvað að honum hefir kveðið. Ef ráðgera má, að ávlega verði fluttar út 30,000 sauðkindur að meðaltali, og 50 au. útflutningsgjald væri lagt á hverja sauðkind, þá væru það 15,000 kr. 2,750,000 pd. geri ég að útflutt verði af saltkjöti, og legg til, að 1 eyris tollur verði lagður á pundið. Yitanlega er jafnaðarlega flutt út miklu meira, frá 3 til 4 milíónir punda. En ég geri ekki ráð fyrir meira en 28/4 milíón, af þeirri ástæðu, að verði minni útflutningur, en ég ráðgerði, af lifandi fé, svo að sú tekjugrein verði undir áætlun, þá verður þau sömu ár Þeim mun meira flutt út af kjöti, heldur en ég hefi áætlað, og fer þá sá tollur fram úr áætlun minni, og bætir hitt upp. 1 eyris útfl.tollur af kjötpundi gerir 27,500 kr. landssjóði. Og Það mun óhætt að áætla, að tollurinn af útfluttu fé og keti saman- lagður verði aldrei undir 42,500 kr. Landssjóður hefir stutt mjög að því að kenna mönnum betri verkan kjöts- ins, enda eru sláturhúsin árangur þeirr- ar auknu þekkingar, og við það hækkar kjötið í verði. Það er því mjög sanngjarnt að lands- sjóður fái dálítinn hlut í þeim verð- auka, sem hann hefir stutt að, og reyndar er honum að þakka. Af ull er hér árlega útflutt talsvert yfir 1,250,000 pund að meðaltali. Verð hennar er talsvert breytilegt, svo að varla verður sagt að menn finni mikið til, hvort ullarpundið er 2 au. hærra eða lægra. 2 au. útflutningstollur legg ég til að lagður verði á ullar-pundið, og yrði það 25,000 kr. tekjur landssjóði á ári. Þá eru hér komnar 10,000+15,000 +27,500+25,000=77,500 kr., eða 12,500 Jcr. meira, en á biast til að fylla skarð vínfangatollsins. XXI. Ég skal nú til glöggvunar gefa stutt yfirlit yfir tekjur þær sem ég ætlast til að landssjóður fái eftir tillögum mínum hér að framan: 1. Af tóbaks-einkaleyfi . 100,000 kr. 2. Stimpilskattur (alm.) 30,000 kr. 3. Stimpilsk. (af víxlum) 25,000 — 55,000 — 4. Breytingáaukatekjum 60,000 — 5. Útfl.gjald af nrossum 10,000 — 6. — - sauðfé . 15,000 — 7. — - saltkjöii 27,500 — 8. — - ull . . . 25,000 292,500 kr. XXII. Ég ætla engum landsmanni það, að hann hafi ekki hugleitt, er hann greiddi atkvæði fyrir aðflutningsbanni áfengis, að tekjumissi, þann er af þeim lögum leiðir, verða landsmenn að bæta lands- sjóði upp á annan hátt. Og þann smásálarskap ætla ég eng- um góðum dreng, sem er einlœgur bannvinur af sannfæringu, að hann hafi hugsað um, að velta uppbótar-gjaidinn af sjálfum sér yfir á aðra. Gera má ráð fyrir, af því að hver- vetna er misjafn sauður i mörgu fé, að til hafi verið (þótt undantekningar sé) þeir menn, er hafa greitt atkvæði með bannlögunum og fylgt því máli yfirleitt sér til lýðhylli, en ekki af sann- færingu. En ráðlegast væri þeim að koma því nú ekki upp um sig, með því að sýna í verki, að þeir vilji ekkert fyrir góðan málstað vinna. En það gera þeir, ef þeir vilja ekki bera hver sinn fulla hlut af inum nýju álögum. Sveitabændur hafa til þessa komist undan nálega öllum gjöldum, sem nokkru nema, til landssjóðs. Sé þeim full alvara með að vilja út- rýma ofdrykkjubölinu með aðflutnings- banni, þá munu þeir ekki skorast und- an þeim lágu útflutningstollum á hross- um og sauðfé (eða sauðfjár-afurðum), sem hér er farið fram á. Eftir því sem nú er lagt af lands- sjóði til eflingar landbúnaði á ýmsan hátt, er þetta sem hér er fram á far- ið frá þeim, ekki nema lítill hluti (ekki V3) þess fjár, sem árlega er lagður úr landssjóði beinlínis til eflingar land- búnaði, og þá alls ekki með talið það sem óbeinlínis er til hans lagt, svo sem það íé, er landbúnaðurinn hefir mestalt gagnið af, eða sameiginlega við aðra landsmenn. Eiginlega ættu framlög landssjóðs til eflingar atvinnuvega að vera svo löguð, að hver atvinnuvegur fengi styrk nokk- uð í hlutfalli við það sem af honum geldst 1 landssjóð, svo að enginn at- vinnuvegur (að minsta kosti enginn aðaZatvinnuvegur) verði að staðaldri eða til langframa ómagi annara atvinnu- vega. XII., 3 Aðalfundur „ÍsQelagslns viö Faxaflóa“ verður haldinn á „Hótel Reykjavík" mánud. 30. jan. þ. á. kl. 6 e. h. Árseikningar framlagðir. Einn maður kosinn í stjórn fjelagsins, og tveir endur- skoðunarmenn. Tryggvi Gunnarsson. Einstaklingarnir í hverjum atvinnu- vegi greiða sinn skerf til gjalda þjóð- félagsins; en þjóðfélagið styrkir svo aft- ur þau fyrirtæki atvinnuvegarins (fræðslu, framkvæmdir, tilraunir 0. s. frv.), sem eigi er auðið að ná fó sam- an til með frjálsum samskotnm eða samtökum. Með því verður landssjóður samvinnusjóður atvinnuveganna, bæði hvers um sig og allra til samans. XXIII. Ég hefi þá lagt minn skerf til, mín- ar tillögur, til umræðanna um, hversu vínfangatolls-skarðið megi fylla, án þess að mjög tilfinnanlegt verði, og án þess að leita örþrifsráða eins og almenns vörutolls, sem hlýtur, auk alls annars éða hvað sem sanngirni hans líður, óhjákvœmilega að leiða til geipi-dýrrar tollgœzlu, er hlýtur að kosta meira, heldur en vínfangatollurinn hefir num- ið— yrði tollurinn því að nema tvö- faldri upphæð vínfangatollsins, og reyndar að vísu miklu meira, að 6- töldum væntanlegum eftirlaunum þessa hers af tollembœttismönnum. En bendi einhverjir aðrir á ennrétt- látari eða enn léttbærari vegu til ab fylla upp 280,000 króna skarðið, þá skal það engan meira gleðja en mig. Ég get m. a. vel hugsað mér, að þeir sem fallast á sumar tillögur mínar í greinum þessum, sjái eitthvað betra en sumar aðrar af mínum tillögum. Þær eru í 8 liðum, og má vel skifta um og finna annað betra fyrir hvern einn og einn þeirra án þess að það raski hinum. Tillögur mínar eru 8 sjálfstæðir lið- ir, sem ekki þurfa að standa og falla hver með öðrum. XXIV. Einu vil ég vara menn við, og það er þetta: Undir tillögum un\ almenna vöru- tolla (af aðfluttum varningi) sem hljóta að hafa í för með sér 200 nýja toll- embættismenn, getur búið sá tilgang- ur, að stofna á kostnað landssjóðs urmul stjórnarembœtta, sem stjórn, sú er við stýrið er í hvert sinn, geti notað til að launa með atkvæðasmölum og öðrum pólitiskum flokks-gæðingum eða — flokk-þurfamönnum I Er það holt og gott þjóðlífi voru? Er ekki pólitíkin nú orðin nægilega mikil kjötpotts-pólitík? Er á það bætandi? Er vinnandi til að rista blóðörn á bak alþýðu í því skyni? Þetta er svo alvarleg hætta, að ekki er vert að láta teygja sig blindandi út í það íorað. Jón Ólafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.