Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 2
10 REYKJAVÍK Símskeyti. Khöfn 10. Jan. 1911. r>Bei'lingat(ðindi segja: ráðherr- ann (íslenski) heimsótti ritstjórn blaðsins (Berl. tíð.) til þess að gefa upplýsingar um íslensk stjórnmál, en bannaði (förböd) að opinbera samtalið. Fáum tímum síðar narraði (fralokkede) Dahl (kunn- ur blaðamaður við Politiken) út úr ráðherranum samtal það, sem birt er í »Politiken«. Khöfn 13. fan. 1911. Ráðherrann hefir heimsótt rit- stjórnir »Nalionaltíðinda«, »Riget«, »Köbenhavn« og »Vort Land«. Fullvissað um hollustu og þegnskap. Skffrl frá sljórnmálastefnu sinni. Vísað til skrifstofustjóra Krabbe, sem sameiginlegs fréttamanns fgrir dönsk blöð um íslenzk stjórnmál. Beðið mjög fyrir, að ekki vœri opinberað það, sem hann sagði. Álitsskjal frá hafnarneíndinni og frurayarp ura hafnarbygging í Reykjavík. [Frh.]. ---- En þegar því takmarki er náb, þá fyrst er unnið það verk, er mun hafa hina mestu og happasælustu þýðingu, eigi að eins fyrir Reykjavík, heldur fyrir landið í heild sinni. Höfnin mun efla innlenda verzlun, greiða fyrir stofn- un iðnaðarfyrirtækja og verða undir- staða undir mikilli framför í fiskiveiðum. í verzlunarlegu tilliti mun hafnar- bygging í Reykjavík hafa þá þýðingu, að gera bæinn að miðstöð verzlunar alls landsins miklu fremur en verið hefir hingað til. Fraktir mundu verða ódýrari, ferming og aíferming fljótari, greiðari, áhættulaus, og væntanlega kostnaðarminni; þar með væru fengin undirstöðuskiiyrði fyrir því, að Reykja- vík gæti birgt hina aðra kaupstaði upp með útlendum vörum, er yrði til þess að gera verzlunina innlenda. Eins og nú stendur, er hafnleysið á suðurhluta landsins beint því til fyrir- stöðu, að stóriðnaður geti komizt á fót eða námurekstur. Bæði er það, að góð útskjpunarhöfn er nauðsynlegt skiiyrði fyrir því, að þær atvinnugreinar geti þrifizt, og svo er ómögulegt að koma á land stórum og þungum hlut- um, er þarf tii stórra vjela og verk- smiðja, en þetta er, að sögn þeirra manna, er fást við að koma slikum fyrirtækjum á stofn, einn þröskuldur- inn í veginum fyrir því, að það tak- ist. Úr þessu hvorutveggja væri bætt með góðri höfn í Reykjavík. En vjer álítum þó, að góð höfn í Reykjavik mundi hafa iangmesta þýð- ingu fyrir efling fiskiveiðanna. Hver- vetna þar sem fiskiveiðahafnir hafa verið bygðar, hafa þær sýnt sig að vera undirstaða mikilla framfara í fiskiveiðunum, og þar með aukinnar framleiðslu. Og hvergi mnn nauð- synin vera meiri til slíkrar hafnar, og hvergí mein líkindi til góðs árangurs en hjer. Fiskiveiðarnar eru sem stendur aðal-atvinnuvegur bæjarbúa, og eru þær þó ekki nema lítið brot af þvi, sem þær gætu og ættu að vera. Þær má auka takmarkalaust., og framtið bæjarins er að miklu leyti undir því komin, að það verði gert. Ekkert má því láta ógert, er stutt getur að eflingu þess atvinnuvegar, og að því, að gera þann atvinnuveg sem arðvænlegastan. Og við hyggjum að það verði ekki gert með öðru betur en góðri hafnar- bryggju hjer. Eins og nú stendur, er þessi atvinnuvegur hjer í voða vegna hafnleysis. Stór óhöpp geta komið fyrir hvenær sem er, og hafa nýlega komið fyrir, allt vegna hafnleysis. Vegna hafnleysisins er meira hik á mönnum en ella mundi að leggja fram fje til eflingar fiskiveiðunum. Og nú er hafnarbyggingin hjer orðin bein nauðsyn til þess að standast sam- keppnina í fiskiveiðunum við erlendar þjóðir. Hin nýja veiði-aðferð, og skip þau, sem notuð eru við hana, út- heimta miklu fremur en áður góða höfn á hentugum stað, sem undirstöðu þess, að veiðarnar verði arðvænlegar. Við erum ekki í neinum vafa um það, að bygging fullkominnar og öruggrar hafnar í höfuðstað iandsins mundi fremur en flest annað stuðla að því, að fiskiveiðarnar verði innlendar og arðmeiri en ella, og að miðin kringum landið verði smátt og smátt auðsupp- * spretta fyrir landsmenn eina, eins og þau eiga að vera, en hætti að vera fjeþúfur útlendinga. Einnig frá þessu sjónarmiði skoðað er hafnarbyggingin ekki síður iandsmál en bæjarmál. Vjer væntum þess, að landsstjórn og löggjafarvald líti einnig svo á, að hjer sje jafnt um landsmál sem um bæjarmál að ræða, og taki höndum saman við bæjarstjórnina til þess að fá fullkornna höfn byggða, þar sem það mundi veiða bænum eða hafnar- sjóði ofvaxið, að útvega og greiða vexti og afborgun af þeim 1600 þús- undum, sem til þess þarf. Alþingi hefir jafnan tekið vel í að leggja fram fje til bryggjubygginga, þar sem þess hefir þótt þörf, t. d. á Akureyri, Blöndu- ósi og Stykkishólmi. Vjer leggjum því til, að alþingismenn bæjarins verði beðnir að flytja á næsta alþingi frum- varp um fjártillag til hafnarbyggingar- ínnar og um höfnina, og leggjum vjer hjer með uppkast að slíkum lögum fyrir bæjarstjórnina. í frumvarpi þessu er farið fram á, að landsjóður leggi fram sem styrk til hafnarbyggingarinnar sem svarar helmingi af hinum áætlaða kostnaði, eða 800 þúsund krónur, gegn jafnmiklu framlagi úr hafnarsjóði. Bæjarstjórnin ræður byggingunni og kemur henni í íramkvæmd og bærinn eða hafnarsjóð- ur verður eigandi hafnarinnar, greiðir allan árlegan kostnað við hana, en fær tekjurnar. Þessar 800,000 krónur ætlast nefndin til að greiddar verði á 8 árum með 100 þúsund krónum á ári, talið frá þeim tíma, þegar byrjað verður að byggja. Bæði er það, að styrkurinn verður með þeim kjörum ijúfara veittur, og svo teijum vjer það heppilegra fyrir bæjarbúa, að hafnaibyggingin standi yfir iangan tíma. Það má reyndar vera, að verkið yrði nokkru dýrara með því móti, en hins vegar er þeSs að gæta, að ef vinna ætti verkið á mjög | stuttum tíma, þá mundi það geta I truflað aðra atvinnuvegi bæjarins. Hitt verður þvi mikið affarasælla, að láta vinna verkið sem mest á veturna, þegar verkamenn og sjómenti eru at- vínnulausir. Og fyrir bæjarstjórnina æbti það að verða hin mesta hvöt til að koma þessu máli í framkvæmd, að þá er um ieið um næstu ár ráðib fram úr því, sem síðustu árin hefir b.igað bæjarbúa raeira en nokkuð ann- að, af.vinnuleysið á vetrum. Megníð af kostnaðinum við hafnarbygginguna verður verkalaun, og það, sem meira er um vert, er, að starfið má einnig vinna á veturna. Þá er í frumvarpinu ákvæði um, að ráðherra íslands veitist heimild til fyrir hönd landsjóðs, að taka að sjer ábyrgð á láni því, er bæjarsjóður þarf að fá til hafnarbyggingarinnar. Slík ábyrgð landstjórnarinnar ev einkar mikilvæg, því gera má ráð fyrir, að lánið þá fáist með betri vaxta og afborgunar- Kjörum. Hins vegar er sú ábyrgð hættulaus fyrir landið, þar sem í lög- unurn jafnframt er ákvæði um, að bæjarsjóður eða bæjarfjelagið ábyrgist láp hafnarinnar og greiði til bráða- birgða það, sem vanta kann til að tekjur hafnarinnar hrökkvi fyrir vaxta- og afborgunar-greiðslu, ásamt viðhaids- og stjórnar-kostnaði. Stjórnarráðið hefir einnig yfir-umsjón með stjórn hafnarinnar, staðfestir hafnargjalds- skrárnar, og getur þá ákveðið skipa- og vöru-gjaldið svo hátt, að nægi t.il lúkningar vöxt.um og afborgunum og viðhaids-kostnaði. í sambandi við þetta er það ákveðið í frumvarpinu, að höfnin skuli vera eign út af fyrir sig með sjerstökum tekjustofnum og hafnarsjóður algerlega aðgreindur frá bæjarsjóðnum, að sjer- stök áætlun skuii gerð fyrírfram fyrir hvert ár um tekjur og gjöld hafnar- sjóðsins, er samþykkt skuli af stjórnar- ráðinu, og sarnþykki stjórnarráðsins þurf! til þoss, að framkvæma sjerhverja þá aðgerð og aukning á hafnarvirkj- unum, sem hefir svo mikinn kost.nað í för með sjer, að hinar árlegu tekjur ekki nægja til að greiða hann, eins og líka samþykki sjórnarráðsins þarf t.il þess að afhenda eignir hafnarsjóðsins og taka lán handa honum. Ef nú er gengið út frá því, að lands- sjóður leggi til helminginn af byggingar- kostnaðinum og að höfnin kosti sem næst eins og hafnarstjóri Gabríel Smith hefir áætlað, eða 1600 þús. krónur, þá áætlum vjer að hin árlegu útgjöjd hafnarsjóðsins verði sem hjer segir : Vextir og afborgun af 800,000 kr. á 6°/o.............. kr. 48,000 Viðhald l°/o af stofn- kostnaðinum, 1600 þ. — 16,000 Laun starfsmanna og rekst.urskostnaður. . — 3,000 Samtals kr. 67.000 Hinar áriegu tekjur hafnarinnar þurfa því að nema þeirri upphæð, og tekjur þessar hugsum vjer oss fengnar af gjaldstofnum þeim, sem vjer leggj- um til að heimilaðar verði í hafnar- lögunum, og það á þann hátt, er hjer segir: Lestagjald. Þetta gjald verður að innheimtast af öilum skipum, sem leggjast á höfninni, hvort heldur er innan eða utan skjólgaiðanna. Vjer hugsum oss gjaldið ekki hækkað að neinum mun frá því sem nú er á- kveðið í hafnarreglugjörðinni, en nð eins bætt við sem gjaldskyidum skip- um þeim, er fara milli hafna innan- lands og utanbæjar innlendum fiski- íeik/él. Reykjavíkur « KmÉissfÉr Eftir C. Hauch. Lcikið næstkoin. laugar* og sunnuílag kl. H síöd. í Iðnadarinaienaliiisiiiu. Tckið á inóti iiöntunum í atgrciðslu Isafoldar. cJunéur í „cFram*, verður næstk. laugardagskvöld kl. 8V2 stðdegis í Goodtemplarahúsinu. Málshefjandi: Jón l’orláksson. Umræðuefni: Útlent fjármagn. skipum. Skipafeiðir hjer hafa aukist mjög hin síðari árin, og eiga væntan- lega fyrir sjer að vaxa enn meir, ef höfn vevður byggð. Yfir.standandi ár hafa þær verið meiri en nokkru sinni áður. Skrár yfir ailar skipakomur hafa ekki vei'ið færðar, heldur að eins skrá yfir skip þau, er gjaldskyld hafa verið eftir núgiidandi hafnarreglugerð. Sam- kvæmt skipaskrá bæjarfógeta þett.a ár hafa þessi skip verið um 400 að tölu, rúm 230 útlend fiskiskip, að rúmmáli samtals 21600 smálestir, og rúrn 160 flutningaskip (skemmtiskip ekki talin með) með rúmmáli samtals um 71800 smálestir. Lestagjaldið af þessum skipum eftir núgildandi taxta verður um 10,000 kr. Verði lestargjaldið einnig tekið af skipum, sem ganga milli hafna innanlands og af utanbæjar- fiskiskipum innlendum, mun mega gera ráð fyrir 1000 kr. áriegum tekjuauka. Ennfremur hugsum vjer oss, að fast árlegt lestagjaid verði iagt á öll innan- bæjar fiskiskip, er svo án sjerstaks gjidds mættu leggjast innan skjólgarð- anna. Fiskiskipafloti Reykjavíkur er alls, að bátum fráskildum um 3700 smálestir. Væri lestagjaldið ákveðið 30 aurar af smálest hverri, yrði gjald þetta um 1000 kr. á ári. Af iestagjaldi mun því alls mega væntaum 12000 kr. tekna á ári hverju. Vörvgjald. Þetta verður að vera aðal-tekjustofninn, enda sanngjarnt að svo sje, því höfnin á að gera alla upp- skipun og útskipun miklum rnun ó- dýrari en hún er nú. Skattauki af þessu gjaldi verður þá því að eins, að uppskipun að því meðtöldu yrði dýrari en hún er nú. Gjaldið verður að á- kveða mismunandi fyrir hinar ýmsu vöiutegundir með tilliti til þyngdar þeirrar, rúmferðar,verðmætis, og erfið- leika við uppskipun þeirra. Gjaldið verður að sjáifsögðu að greiðast. af öllum vörum, sem settar eru i land, hvort heldur er utan eða innan skjól- garðauna. Sömuleiðis af vörum, sem umskipað er í önnur skip á höfninai, nema þær samkvæmt farmskrá flutn- ingsskipsins eigi að flytjast á aðrar hafnir innanlands, enda sjeu vörurnar fluttar í þau skip, sem flytja eiga þær aleiðis tii ákvörðunarstaðarins. Eftir því vörumagni, sem nú flytst til Reykjavíkur, hugsum vjer oss gjaid- skrána og tekjurnar af þessum gjald- stofni eitthvað á þessa leið: (vöru- magrnð tekið eftir verzlunarskýrslunum 1908, nema koiin árið 1910); *

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.