Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 14.01.1911, Blaðsíða 4
12 REYKJAVÍ K Heimastjórnarfélagið .Fra opnar í dag skrifstofu. í ^föalstrœti nr. & (Breiðíjörðshúsi, á 2. gólfi, 1. sal) til leidbeiningar Heimastjórnarmönnum og til annara flofiksþarfa. Skrifstofan verður opin kl. 8—10 siðdegis hvern virkan dag. Reykjavík, 13. Janúar 1911. *3?álagsstjérnin. 8. Fundargerðir veganefndar frá 3. þ. m. voru til umræðu. Eftir tillögum hennar var þessi samþykkt gerð : „Að stofnuð verði bæjarverkfræðingssýslan með 2700 kr. byrjunarlaunum, en bærinn kosti skrifstofu hans. Borgun fyrir þetta hvorttveggja fari ekki fram úr 3000 kr. fyrir 1911. Uppsögn af beggja samningsaðila hálfu 6 mánaða frestur. Að bæjarverkfræðingurinn hafi á hendi byggingarfulltrúastarfið og slökkviliðsstjóra- starfið, hið síðara frá þeim tírna, er bæjar- stjórnin siðar tiltekur. Að hann hafi á hendi öll störf fyrir bæj- arstjórnina, sem útheimta verkfræðislega þekkingu, og vinni að undirbúningi, um- sjón og framkvæmd allra mannvirkja, sem bæjarstjórnin lætur gera, að svo sniklu leyti sem hans eigin starfskraftar leyfa. Án sam- þykkis bæjarstjórnar má hann ekki hafa nein önnur störf á hendi. Að bæjarverkfræðiugssýslan verði veittfrá 1. apríl næstkomandi, og Að borgarstjóra sje falið, að útvega bygg- ingarfulltrúa til bráðabirgða þangað til, og heimilað að greiða kostnað við verkfræð- ingsstörf í bæjarins þarfir þangað til, ef nauð. syn krefur. 9. Brunabótavirðingar samþykktar: a. húseign Ól. Jónssonar eg Markúsar Grnðmundssonar, Framnesveg 26, kr. 2928,00; b. húseign Þórðar Þórðarsonar í Laugar- nesi kr. 2316,00; c. húseign Guðriðar Jóns- dóttur, Laugaveg 33, kr. 20,718,00. 10. Kosinn fyrir heilárigðisfulltrúa bæjar- ins Árni Einarsson, fátækrafulltrúi. 11. Bæjarverkfræðingur kosinn Benedikt Jónasson, verkfræðingur. Undureamlegan árangur heflr það haft, að nota Waldemar Petersens lieimsfræga Kfna-lífs-elixír. Yflrlýsingar frá læknnm, sem og þns- nndir af viðnrkenningum og þakkarbrjefum frá öllum löndum, sanna að fullu hina ágætu eiginlegleika elixírsins. 16 Ai-a þjAiiliijsar. Halldór Jónsson, Hlíðarhús við Reykjavfk, skrifar: Eftir að hafa verið mjög lasinn á 16. ár og þjáðst af magakvcfl og lyst- arleysi, hefi jeg fengið fullkomna heilsubót með því a'ð nota Waldemar Petersens Kína-lífs-elixír. I>ómnr lælniisiinis. Doktor T. Rodian, Kristjaníu, skrifar: Jeg hefi notað Waldemar Petersens Kína-Iífs-elixir handa sjúklingum mínum, og orðið var við læknandi áhrif í ýmsar áttir eftir notkunina. Jeg álít elixírinn ágætt meltingarlyf. JNyrna.tseri:ng£ í 14 íir. Jóhnnna Sveinsdóttir, Simbakoti, Eyrar- bakka, skrifar: Eftir að hafa þjáðst af nýrnatæringn í 14 ár, og þar af leiðandi vatnssýki, hægðaleysi og höfuðverk, reyndi jeg Waldemar Petersens Kína-lífs- elixír, og fann þegar, er jeg hafði eytt úr fám flöskum, töluverðan bata, Jeg hefi nú notað elixírinn um nokkurn tíma, og jeg er þess fullviss, að með stöðugri nautn elixírsins muni jeg fá fulla heilsubót. Illkynjiid magaveiki. Steingrímur Jónatansson, Njálsstöðum, Húnavatnssýslu, sknfar; Jeg hefi í tvö ár þjáðst mjög af illkynjaðri magavelki, og leitað margra lækna árangurslaust, en með því að nota Waldemar Petersens Kína-lífs-elixír, er jeg orðinn fullkomlega hraustur og heilbrigður. Hinn eini ekta Kína-lífB-elixír kostar að eins 8 krónnr flatslxan, og fæst hvervetna á Islandi. Varió yður á því, að taka við og borga elixírinn, fyr en þjer hafið gengið úr skugga um það, að á flöskunum sje hið skrásetta vörnmerki, Kínverji með glas f hendi, og sömuleiðis firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Kobenhavn, og að á flöskustútnum sje merkið VSL‘ á grænu lakki; annars er elix- frinn falsaður og ólöglegur. _________________________________ 2 Forskriv selv l)eres Klædeyarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. brodt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet finnlds Hlæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun 10 Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 3*/4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14* Kr. 50 0. Er Yarerne ikke efter 0nske tages de tilbage. [íh. b. lár Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Aöalfundur „ Þilskipaábyrgðarfjelagsini viö Faxaflóa44 verður haldinn á ,Hótel Reykjavík1 laug-ard. 4. febr. næstkomandi kl. 6 e. h. Ársreikningar verða lagðir fram. Laga- breyting rædd. Elnn maður kosinn í stjórn og tveir endurskoðunarmenn. Tryggvi Gunnarsson. © Fineste hygn. Gummivarer •endes overalt mod Forudbetaling (ogsaa Frim.) elltu Efterkrav yderst diskret (f. Eks. poste restante) 90 Ore, - 2’ 3 °z 4 Pr; I>us Send I •/, Kr. i Frimærker, og De faar tilsendt en 1‘rove aí hver Sort med l’ro mekt over sid«te Nvhfder Sullivan. Kobenhavn IC Hvar á að kaupa öl og vín?| En í Thomsens M a g a s í n. Prflnt8miðjan Gutflnberg. 22 »Nú sem stendur hefi jeg engan tíma til þess; en jeg skal koma svo fljótt sem jeg get«. »Gott, þá bið jeg eftir yður«. Parker var þegar kominn áleiðis ofan tröppurnar, þegar hann allt í einu sneri við aftur. »Jeg hefi dregið það lengi, að leita yðar, en það augna- blik getur komið fyrir, er maður verður að verja sig. Vinir mínir hjeldu, að jeg hefði kvongazt peninganna vegna«. Hann barði sjer á brjóst. >,En þegar það er komið svo langt, að hún fer að heiman um hábjartan daginn, klædd eins og litilmótleg blómasölukona, talar við einhvern óþekktan ná- unga í rifnum frakka, og lætur hann meira að segja leiða sig eftir götunni, þá held jeg að flestum mundi vera nóg boðið. — Verið þjer sælir, jeg bið yðar þá heima hjá mjer«. * ^ * * Þegar leynilögreglumaðurinn kom heim til Cyrils Maj- endie, kom Majendie hlaupandi á móti honum fram að dyr- unum og rjetti fram báðar hendurnar. Föt hans voru öll í ólagi. »Kæri herra Campnell, guði sje lof að þjer komuð. . . . þjer eruð ágætismaður! Má jeg ekki bjóða yður eitthvað að drekka ?« »Nei, þakka yður fyrir«. Majendie ætlaði að hella vini í glas handa sjálfum sjer, en Campnell tók af honum ráðin. »Gerið það fyrir mig, að drekka ekki, fyr en þjer hafið sagt mjer alla málavöxtu«, mælti hann. »Þjer hafið rjelt fyrir yður, jeg skal ekki drekkal Hafið þjer nokkurn tíma heyrt nokkuð um konuna mína og mig?« »Ekki nokkurt orð«. 23 »Konan mín er horfin!« »Það er svo«. »í síðastliðinni viku lentum við í rifrildi. Við rifumst allt af, en í þetta skifti var það í verulega illu. Það er allt saman henni að kenna — þessari ólukkans frú Parker, og það hefi jeg sagt Nóru. Frú Parker getur aldrei fengið hana til að eyða og sólunda nógu miklu. En hvar í þremlinum á jeg að taka alla þá peninga ? Jeg hefi nú orðið að taka 5000 króna lán — og ef jeg get ekki borgað það aftur, þá er jeg alveg frá. Jeg sagði henni það. Hún grjet og kvein- aði, og íór svo út úr stofunni. Morguninn eftir sá jeg hana ekki. Þegar jeg kom heim um kvöldið, sögðu stúlkurnar, að þær hefðu ekki sjeð frúna um daginn. Herbergisdyrnar henn- ar voru lokaðar, og hún svaraði ekki, þégar jeg barði að dyrum. Jeg sprengdi þá upp hurðina, en hún var ekki inni. Svo í morgun fann jeg þetta í vösunum á gömlu buxunum mínum«. Majendie sýndi leynilögreglumanninum þrjá litla böggla, sem hringar hennar og skrautgripir voru í. Lögreglumaðurinn athugaði það vandlega. Allir skraut- gripir hennar vafðir innan í gamlan umbúðapappir úr búðun- um! Hjer og hvar á pappirnum voru einhverjir ógeðslegir dökkrauðir blettir, sem voru ekki ólíkir blóðblettum. Majendie skalf eins og hrísla, og spurði í hálfum hljóðum: »Haldið þjer að hún hafi fyrirfarið sjer eða . . . .« »Það veit jeg ekkert um«. Campnell greifa lá við að brosa. »Fyrst um sinn geymi jeg þessa böggla«. Majendie var kominn með hendina grunsamlega nærri glasinu og ílöskunni, sem stóð fyrir framan þá á borðinu. »Látið þjer þetta kyrrt!« mælti greifinn skipandi. »Mjer

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.