Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.02.1911, Qupperneq 1

Reykjavík - 25.02.1911, Qupperneq 1
1R ft \ a\> í h. XII., 9 Laug’ardag' 25. Febrúar 1911 XII., 9 „REYKJAYÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlondis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist íyrir 1. júli. Aaalitingar innlendar: A *• bls- kr. 1.50; 3. °P *. bls. kr. 1,85. — Öd. augi. 33Vi0/« hærra. — ÁfMláttur að mun, ef mikið «r auglýst. Ritsy. 0g ábyrgðarm* Runólfeson, Þingholtsstr. 3. T q 18 i tn i 18 8. $grei8sla ,Reykjavíkur‘ er i ^kólastrœti 3 (beint á móti verkfræóing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. - Talsimi 199. Rltatjórl er til viðtals virka daga kl. 1—1. — Þingholtsstr. 3. A lþingi. Pingniannafrumvörp. í síðasta blaði er getið tveggja þing- mannafrumvarpa, er þá voru fram komin. Siðan hafa þessi bæzt við, öll lögð fyrir neðri deild: 3- Frumv. til lQga um lögheiti á nokkrum stofnunum á jsiandit FJutn- ingsmenn: J. Þork., Ben. Sv., Bjarni frá Vogi (alstaðar þjóð i staðinn fyrir land o. s. frv.). 4. Flm.: Vogi. krumv. til laga um prentsmið/ur. J. Þork., Ben. Sv., Bjarni frá 5. Frumv. er breylir gildandi á- kvœðum um alm. auglýsingar og dómsmálaauglýsingar. Flm.: J. Þork., Ben. Sv., Bjarni frá Vogi og Björn Kr. 6‘ ^ri"nv- til lagu um samþgkktir um heyasetning og hey/orðabúr. Flm.: Sig. Sigurðsson. 7. Frumv. til viðaukalaga við lög nm verzlunarbœkur. FJm.: j£n qj 8. Frumv. um breytingar á stjórn- nrskipunarlögum Íslands. Flutnm • Jón Ólafsson og Jón frá Múla. 9- Frumv. til laga um breyting á *óknargjöldum. Flutnm.: Sig. Sig- urðsson og jón á Hvanná. 10. Frumv. til laga um búpenings- skoðun og hegásetning. FJm.: Sig. Sigurðsson. 11. Frumv. ttt iQga um bregting á lögum um aðra skipun á œðstu nmboðsstjórn landsins. Fim.: Jón bork., Bjarni frá Vogi, Jón á Hvanná( Ben. Sv. og Sig. SigUrft880B (Ráft_ herra-eftirlaun 1200 kr. á árj j jafn. mörg ár og hann hefir því embætti gegnt). Og í efri deild: 12. Frumv. til laga um skoðun i síld. Sig. Hjörl. ^ögsályktunartillögur. í síðasta blaði var getið einnar. Siðan hafa þessar komið fram: J neðri deild: .,2' . Ura skilyrbi fyrir styrkveitingu til bunaðarfjelaga. plm.: Sigi Sig. 3. m skipun 5 manna nefndar til þess a 1 uga dómaskipun landsins og koma með tillögur um það efni. Flm.: Jón Þork. og M. Bl. 4. Um skipun 7 manna nefndar 1 að ílluga peningamálefni landsins og koma með tillögur um það mál. Flm.: M. Bl., J. Þork. og Bj. Kr. 5. Um skipun 7 manna nefndar til að íhuga hag Landsbankans og fyrir- komulag veðdeildarinnar. Flm.: M. Bl., J. Þork. og Bj. Kr. 6. Um að lýsa vantrausti á ráð- herra, og skora á hann að beiðast lausnar þegar i stað. Flm.: Ben. Sv., Bjarni frá Vogi, Jón á Hvanná, Skúli Thoroddsen og Jón á Haukagili. 7. Um að skora á landsrtjórnina að gera nú þegar ráðstöfun til þess að gæzlustjóri Landsbankans, sem kosinn var af efri deild, geti tekið sæti sem gæzlustjóri við Landsbank- ann, og sjái um að honum verði greidd þóknun sú, sem honum er ætluð sem gæzlustjóra, frá þeim degi, er honum var vikið frá starfinu. 8. Um skipun 5 manna nefndar til að rannsaka Landsbankamálið. Flm.. Hálfd. Guðjónsson, Sig. Gunn., og Björn Sigfússon. í e f r i d e i 1 d: 1. Um skipun 5 manna nefndar til að ransaka gerðir landsstjórnar- innar í Landsbankamálinu og fleiri málum. Flm.: Lárus H. Bjarnason. 2. Um að lýsa vantrausti á ráð- herra. Flm.: Ari Jónsson, Kr. Jóns- son og Sig. Stefánsson. Fyrirsparn til ráðherra hefir ein komið fram, frá Jóni á Hvanná, um árangur af þingsályktunar- tillögu síðasta þings um aðskilnað ríkis og kirkju. Rannsóknarnefntl á ráðherra. Svohljóðandi þingsályktunartillaga frá Lárusi H. Bjarnasyni var 22. þ. m. samþ. í efri deild með 11 atkv. gegn 2: „Efri deild alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka gerðir landsstjórnarinnar í Landsbankamálinu og fleiri málum. Nefndin hefir vald til að heimta skýrslur, munnlegar og brjeflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum, samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar". Umræður stóðu yfir í 6^/a klukku- stund, og voru oft all-harðar. Móti tillögunni greiddu atkvæði Ari Jónsson og Sigurður Hjörleifsson. í nefndina voru kosnir með hlut- fallskosningu; Lárus H. Bjarnason, August Flygenring, Stefán Stefánsson, Siguröur Stefánsson, Sigurður Hjörleifsson. Tantraustsyfirlýsing til ráðherra. Hún var á dagskrá í gær í neðri deild og hljóðar svo: „Neðri deild alþingis álgktar, að lýta vantrausti sinu á núverandi ráð- herra Islandsn. Flutningsmenn Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Jónsson á Hvanná, Skúli Thoroddsen og Jón Sigurðsson á Haukagili. Viðaukatillaga frá öllum sömu flutn- íngsmönnum, nema Jóni á Haukagili: y>og skorar á hann, að beiðast lausnar þegar i staðn. Umræður stóðu yfir frá kl. 12—3, Stóra rýmingarútsalan hjá Arna Eiríkssyni Austurstræti 6, stendur yfir ennþá. 10-40§ afsláttnr af öllu. frá 5—8 og frá 9—l1/* eftir miðnætti. Aðalflutningsmaður var Benedikt Sveins- son, en auk hans töluðu með tillög- unni: Jón í Múla, Jóhannes sýslu- maður, Skúli Thoroddsen og Jón á Hvanná, og á móti henni ráðherra (nærri 4 klukkustunda ræðu fyrst og svo styttri ræður síðar), Björn Krist- jánsson, Sigurður Gunnarsson, HáJfdan Guðjónsson og Magnús Blöndahl. Um- ræður voru yfirleitt hógværar. En „Jærdómsríkar“ voru þær margar, og lýstu sumar vel mönnunum og sum- ar málefninu. Skaði, að geta ekki, rúmsins vegna, flutt ágrip af sumum þeirra. Atkvæðagreiðsla fór þannig, að að- altiJlagan var samþykkt með 16 atkv. gegn 8, og viðaukatillagan með 17 atkv. gegn 7 að viðhöfðu nafnakalli. Við aðaltillögunni sögðu: Já: Nei: Eggert Pálsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni Jóneson, Einar Jóneson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón á Hvanná, Jón frá Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón á Haukagili, Pjetur .Tónsson, Sig. Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson. Björn Þorláksson, Björn Kristjánsson, Björn Sigiússon, Hálfdan Guðjónsson, Magnús Blöndahl, Ólafur Briem, Sig. Gunnarsson, Þorleifur Jónsson, Jón Þorkelsson, 1. þ. m. Reykvík- inga, neitaði að greiða atkvæði, og var þvi talinn með meiri hlutanum. Um viðaukatillöguna fjellu atkvæði eins, að öðru en því, að um hana neitaði síra Hálfdan Guðjónsson einnig að greiða atkvæði, og taldist því með meiri hlutanum. Ekki ljet ráðherra líklega með það, að hann mundi taka vantraustsyfir- lýsingu þessa til greina. Sagðist reynd- ar hafa gefið vilyrði fyrir því á flokks- fundi, að ef futlur helmingur sinna flokksmanna yrði með vantraustsyflr- lýsingu og þeir gætu komið sjer sam- an um eftirmann sinn, þá myndi hann máske fara frá völdum. En það væri óverjandi, að fara úr sæti, meðan ekk- ert útlit væri fyrir, að þeir 4, sem um sætið kepptu, gætu komið sjer saman um það. Annars kvaðst hann ekkeit hafa afráðið um það enn þá, #hverja stefnu hann tæki“. Vandræða-forseti. „Reykjavík“ fór í síðásta blaði þeim orðum um kosningu séra Jens Páls- sonar til forseta í efri deild, að hún hefði verið „neyðarúrræði", því að hann væri engan veginn því starfi vaxinn. BJaðið mun einkanlega hafa haft þar fyrir augum þá reynslu, sem af honum var fengin í hittiðfyrra, þá er haDn var varaforseti og gegndi um stund forsetastarfi. Þá var sagt að svo hefði verið spilað með hann, að hann hefði verið látinn bera upp til atkvæða mál, sem búið var að fella í hinni deildinni. Nú á Miðvikudaginn kom það í.ljós, svo berlega sem fremst mátti verða, að hann er ekki íorsetastöðu vaxinn, og það af miklu alvarlegri ástæðu heldur en þeirri, þó að hann sé svo óskýr, að luglist við uppburð málatil atkvæðagreiðslu. Það kom þá í Jjós, að blint flokksfylgi leiðir hann til þeirrar hlutdrægni, sem með öllu er ósamboðin forseta á þingi og óhjá- kvæmilega hlýtur að leiða til spillingar öllum sæmilegum þingsiðum. Það kom í ljós á þinginu í hit.tið- fyrra, að í meiri hlutanum á þingi höfðu slæðst inn nokkrir þeir menn, einir þrír eða svo í neðri deild og einn eða svo í efri deild, sem ekki kunnu siðaðra manna háttu í orðum sinum, en beittu sauryrðum og persónulegum meiðyrðum um aðra þingmenn í rök- semda stað. Slíkt þykir hvervetna svívirðing þeim, er þann sið tíðka. Auðíitað bregður því fyrir á fleiri þingum en voru, að mönnum, sem eigi kunna að stilla geð sitt, hrýtur óþingmannlegt orð; en þá gætir for- seti þess jafnan að taka fram í og heimta af þingmanninum að hann taki aftur in óþingmannlegu ummæli; geri hann það ekki, er orðið þegar tekið af honum og hann fær ekki að halda áfram ræðu pinni og eigi fær hann aftur að taka til máls á þingi í því máli né öðru, fyrri en hann hefir aft- urkallað ummæli sín og gert afsökun sína. Yanræki forseti að gæta þeirrar skyldu sinnar, að þola engum þing- manni óþingmannlegann og ósæmileg- ann munnsöfnuð, þá leiðir það eðlilega til þess, að hver sá þingmaður, sem misgert er við, tekur rétt sinn sjálfur

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.