Reykjavík - 25.02.1911, Blaðsíða 2
34
R E Y K J A V I K
teikfjelag Reykjaviknr
Haínarmálid
eftir
Pórfilfnr í Nesf
(frumsaminn islenzkur sjónleikur)
verður leikinn í Kvöld (Laugardag
25. febr.) og Sunnudag 26. febr.
Kl. 8 síAd. í IAnaðarmanna*
tiúainu.
og, ef svo ber undir, notar einnig 6-
þingmannleg meiðandi orð um þann
þingmann, er forseti leyfði óátalið að
syndga fyrri í þessa átt. Sé nú for-
setinn óhlutdrægur, eins og forseti n.
d. var í hittiðfyrra, þá leiðir of mikið
umburðarlyndi til þess að sljóvga vel-
sæmistilfinningu þingmanna og lækka
velsæmistóninn í öllu þinginu niðurfyrir
lágmark það sem löggjafarþingi er sam-
boðið.
í e. d. er séra Jens svo blindaður
af ofstæki flokksfylgisins, að hann líð-
ur flokksmönnum sínum hvers konar
skítyrði og meiðyrði um mótflokksmenn
sína, en vítir mótflokksmennina ef þeir
gjalda líku líkt, enda þótt miklu væg-
ara sé.
Þetta kom Ijóslega fram í e. d. á
Miðvikudaginn. Þar helti Ari Jónsson
persónulegum meiðyrðum og sauryrð-
um yfir Lárus Bjarnason, kvað hann
hafa borið saur inn í deildina, lýsti
honum sem þarfanauti deildarinnar o.
s. frv. Alt var þetta algerlega að til-
efnislausu frá Lárusar hendi; hann
hafði ekki talað nokkurt óþingmann-
legt orð. Lárus svaraði illyrðum Ara
ekki öðru en því, að hann kvað Ara
hafa líkt sér við farfanaut; hann
sagðist ætla að senda honum orðið
aftur, að eins klippa „þarfann" fram-
an af og nefna hann bara naut. Þá
hringdi forseti undir eins og vítti
þetta orð.
Síðar hélt ráðherra ræðu heila stund-
æJjórð, og var sú ræða ekkert annað
en tóm heiftarorð og fúkyrði til Lár-
usar, en snerti alls ekki umræðuefnið
einu orði. Þetta leið forseti óátalið;
seildist að vísu til bjöllunnar ofurlúpu-
legur og gaut homauga til ráðherra,
en glúpnaði og hikaði og þorði ekki
að hringja. Þetta gekk svuna til
hneykslanlegs athlægis fyrir allann
þingheim alt þar til ráðheira hafði
svalað sér og lokið skammarokunni.
Þá hringdi forseti og áminti — ekki
ráðherra, sem hafði brotið þingsköpin,
heldur þingmenn alment um að hafa
ekki óþingmannleg orð.
ðll þessi framkoma forseta hneyksl-
aði jafnt alla sanngjarna menn af báð-
um flokkum.
Það eru vandræði fyrir e. d. að
þurfa að burðast með séra Jens fyrir
forseta. Það er svo lítil bót í því,
þótt þeir sem manninum eru kurmug-
astir telji víst, að hann hafi enga með-
vitund um það sjálfur, hve óréttvís-
lega hann breytir, heldur sé það fiokks-
ofstækið, sem starblindar á honum
sálarskjáinn. J. 01.
fást fyrir að eins 58 Kr. .30 au.
hjá
Axel Meinliolt, Ingólfsstræti 6.
Stefán B. Jónsson.
[Niðurl.] -----
Hin þriðja meginástæða er sú, að
háfnarbyggingin muni efla og auka
fiskiveiðarnar hjer stórkostlega, og
smámsaman útiloka fiskiveiðar útlend-
inga hjer við land, af því að menn
verði þá óragari en nú, að leggja fje
í fiskiúthaldið o. s. frv. — Mikil er sú
trú. — Það er auðvitað, að hafnar-
byggingin hefir þýðingu fyrir fiskiveið-
arnar í og umhverfis Reykjavík. En
ekki er mjer kunnugt um, að menn
hjer sjeu ragir að leggja peninga sína
I fiskiveiða-fyrirtæki, enda hafa þau
fyrirtæki yfirleitt gefið hjer mjög mik-
inn arð umfram kostnað í flestum ár-
um, þrátt fyrir hafnleysið og slysin
sem svo oft koma fyrir; en flest þeirra
hafa þó átt sjer stað utan Rvíkur-
hafnar. — Hins hefi jeg meira orðið
var, að menn vantar fje, til að leggja
í slík fyrirtæki, sem önnur. — í þessu
sambandi dettur mjer í hug, hvort
það væri ekki skynsamlegra ráð, til
að burtrýma fiskiveiðum útlendinga
hjer, að landssjóður legði þessar 800
þúsund kr. í 8—10 botnvörpuskip með
tilh. veiðarfærum, að láni gegn afborg-
unum og vöxtum, eða til annara álíka
aTÍvæn\egia.framleiðslu-fyrirtœkja,meb
góðum kjörum, upp á endurgreiðslu með
vöxtum, ef hann annars væri fær um
að láta af hendi slíka fjárhæð, umfram
það vanalega, heldur en að gefa þá
upphæð að þarflausu til hafnargerðar-
innar, í sama tilgangi. Auk þess sem
Rvikur-búum gæti líklega verið meiri
styrkur í því almennt, en jafnvel
hafnarbyggingunni, þó hún sje einnig
nauðsynleg. — Enda ætti þetta hvort-
tveggja að geta orðið samfara, eftir
því sem jeg iít á málið.
Jeg vona nú að allir sjái, að hafnar-
byggingin er alls ekki jafnt landsmál
sem bæjarmál. Meira að segja, vona
jeg að allir sjái, að hún er alls ekki
landsmál, fremur en ótal margt annað
sem ekki er talið landsmál. í því sam-
bandi dettur mjer í hug bæjarbryggjan
í Rvík. — Viðgerð Efferseyjar. — Haf-
skipa-aðgerðarstöðin í Rvík. — Skipa-
ábyrgðarfjelögin. — Hin almennu pönt-
unarfjelög og kaupfjelög. — Rjómabúin.
— Tóvinnuvjelar.— Sláturhús o. fl. o. fl.
Þannig væri lengi hægt að telja upp,
meira eða minna almenn nytsemdar-
fyrirtæki einstakra manna og hjeraða,
en sem einnig liafa nytsemd í för með
sjer fyrir þjóðina í heild sinni.
Ein aðal-ástæðan fyrir umsókn
hafnarnefndarinnar um lándssjóðs-
styrkinn til hafnarbyggingarinnar í
Reykjavík, er sú, að ómögulegt sje að
framkvæma verkiö án þessa tillags frá
landssjóði, vegna þess, að tekjur fyrir-
tækisins muni ekki duga til að borga
meira en árlega vexti og afborganir
af helmingi stofnkosfnaðarins, auk
reksturskostnaðar, eftir hennar út-
reikningi. — Sje þessu þannig varið
j raun og veru, er auðvitað út-talað
um það mál. — En sje hægt að auka
árlegu tekjurnar svo, að þær nægi til
að bera vexti og afborganir af 'óllum
höfuðstólnum árlega, auk reksturs-
kostnaðar o. s. frv.; án þess þó að
íþyngja notendum hafnarinnar með því,
umfram það sem tilsvarar hagnaði
þeirra af fyrirtækinu að öðru leyti, —
og það hygg jeg vera vel mögulegt —
þá er sú ástæða fyrir iandssjóðstillaginu
þar með fallin.
Jeg geng nefnil. að því sem sjálf-
sögðu, að hafnar-aðgerðin mundi verða
þess virði, að greiða talsvert hærri
gjöld fyrir notkun hennar í hverju til-
felli en nú er, eða tíðkast hefir hingað
til, svo framarlega sem nauðsynin á
bygging hafnarinnar er eins mikil og
af er látið — sem jeg efa ekki. Það
virðist því óþarft, að óttast hækkun
lestagjalds af skipum, vegna þess, að
þá muni skipin forðast höfnina, eins
og nefndin þó heldur fram ; úr því að
þau hafa ekki forðast hana til muna
hingað til, fyrir það lestagjald sem nú
er og hefir verið; með þvi að þá fyrst
ætti það að vera virkilega borgunar-
vert íyrir skipin, að mega leggjast á
höfninni, þegar stórfje hefir verið varið
til þess að gera hana fulltrygga og að-
gengilega. — Það væri því fullkomlega
sanngjarnt, að mínu áliti, þó lesta-
gjaldið væri hækkað um helming, frá
því sem nefndin ætlast til, og nú er.
— En það eitt mundi auka árstekjur
hafnarinnar um 12,000 kr.
Nokkuð líkt má segja um „vöru-
gjaldið“ (upp- og útskipunar-gjaldið).
Nokkur hækkun þess frá áætlun nefnd-
arinnar ætti að þykja viðunanleg, ef
þess gerðist þörf. Nefndin áætlar það
innan við 5 au. á 100 pund að meðal-
tali, eða 49,000 smál. (tonn) á 45,000
kr. Hve hátt það gjald er nú að
meðaltali, er, að jeg held, ekki gott
að segja, en líklegt þykir mjer að það
sje yfir 10 au. á 100 pd. til jafnaðar.
Ef það gjald yrði ákveðið, S9m svarar
segjum, rúmir 8 au. á 100 pd. til
jafnaðar — og það mundi hafa þótt
heldur gott til þessa, til móts við
10—15—25 aura á stykkið, — Þá
mundi það út af fyrir sig auka árs-
tekjur hafnarinnar um alt að 36,000
kr., sem í viðbót við 12,000 kr. tekju-
auka af lestagjaldinu, gerir 48,000 kr.
— En það er einmitt upphæðin sem
vantar, eftir áætlun nefndarinnar, til
þess að hafnarbyggingin borgi sig, án
landssjóðsstyrksins. — Það er 6°/o
árlegir vextir og afborganir af helm-
ingi stofnfjárins, 800,000 krónum.
Veriö getur, að vel mætti hækka
hin önnur áætluðu gjöld af notkun
hafnarinnar, ef með þyrfti; en um
það skal jeg ekki fást nú, með því að
sú hækkun sem á er minst hjer að
framan, fullnægir til þess að sýna að
fyrirtækið getur borgað sig, og það
vel, án fjegjafa, og það á það líka að
geta gert.
Hins vegar álít jeg það mjög sann-
gjarna og eðlilega kröfu, að landssjóð-
ur ábyrgist lán, svo sem með þarf,
til hafnarbyggingarinnar, gegn þeirri
tryggingu sem nefndin gerir ráð fyrir,
enda ætti það að vera fullnægjandi.
Jeg minnist þess nú, í sambandi við
þetta mál, að jeg var staddur á fje-
lagsfundi í Rvík fyrir nokkurum ár-
um, þar sem hafnarmálið eða viðgerð
Reykjavíkurhafnarinnar kom til um-
ræðu meðal annars. Var því þá hald-
ið fram af einum fundarmanni (J. Þ.),
að hafnarsjóðurinn væri einfær um að
standa straum af bygging hafnarinnar,
eða skipakvíar í Rvík. Enginn fund-
armanna mótmælti þeirri staðhæfingu
á þeim fundi, enda voru sennileg rök
færð fyrir henni, að því er virtist, þó
jeg muni ekki að tilfæra þau nú, nje
þær tölur er þar komu til greina.
Síðan þetta var eru nú liðin um 5—7
ár, og hefur hafnarsjóðurinn sennilega
auðgast talsvert á þeim tíma, fyrir
það fyrsta um alt að 10,000 kr. ár-
lega (hið árlega lestagjald), samanber
áætluD hafnarnefndarinnar, auk ár-
legra vaxta og vaxtavaxta af öllum
eignum sínum, sem væntanlega eru á
vöxtum. Það er því alls ekki ólíklegt,
að hafnarsjóðurinn, sje nú orðinn fær
um að takast í fang fyrirtæki þetta,
fyrir eigin reikning, án fjegjafa, en
með ábyrgð laDdssjóðsins fyrir því
láni sem til kynni að vanta, jafnveí
þó að bygging hafnarinnar, eftir fyrir-
liggjandi áætlun, sje mikið dýrari, en
búizt var við fyrir nokkurum árum,
sem mjer er þó ókunnugt um:
Hvað hefi jeg nú sagt hjer að framan ?
Jeg hefi sagt og sýnt með rokum, sem
jeg vona að ekki verði hrakin, að
hafnarbygging í Rvík er ekki lands-
mál á þann hátt sem nefndin heldur
fram, heldur bœjarmál, og verðskuldar
á þeim grundvelli tekið nauðsynlega
aðstoð hins almenna, en ekki fjegjafir,
meðfram af því, að höfnin er vel fær
um að bera kostnaðinn af að byggja
sig upp sjálf, ef landssjóður ábyrgist
henni að láni það fje, sem til þess
kann að skorta.
Lán og ábyrgftir fyrir lánuna til
nauðsynlegra fyrirtækja í landinu
á landssjóður að velta, með |>eim
beztu fejörum gera unnt er; e*
íjcgjafir (styrkveitingar) í stórura
stíl, á hann að forðast eins og
heitan eld, undir öllum feringum-
stæðum. — Annars, — já annars er
framtíð vor í voða.
Um íslenzkan lanðbúnað.
Eftir Jén J. Bildfell.
[Frh.].
Árið 1909 veittist mjer sú ánægja
að heimsækja ættland mitt; jeg ferð-
aðist um flestar sýslur þess, og ber
því ekki að neita, að á þeim 23 ár-
um, sem jeg befi dvalið hjer í
Ameríku, hefir landbúnaðurinn ís-
lenzki tekið mikluin breytingum, og
í sumum tilfellum að mínu áliti í
rjetta átt. En að um efnalegar fram-
farir í þeirri grein sje að ræða, er
víst vafamál. Það eru ekki fram-
farir í efnalega átt, þótt framleiðsla
hafi aukizt, þótt búskapurinn hafi
batnað, þótt tún hafi stækkað, ef
kostnaðurinn við þessar framfarir
og framleiðslu, er meiri en arðurinn
af henni. Ef peningar þeir, sem
teknir eru til láns til þessara fram-
kvæmda, ekki gera meir en borga
vexti og viðhald, þá eru menn að
tapa — eru að fara aftur á bak
efnalega.
En þetta er þó nákvæmlega það
sem komið hefir fyrir í plássi því,
er jeg áður dvaldi i á íslandi. Stofn
bændanna hefir minkað. Skuldir
þeirra hafa vaxið. Skuldlausar eign-
ir þeirra minni nú en þ®r voru, og
þarf þá ekki nein rök að þvi að
færa, að afkoman hlýtur að vera
verri; og því ver mun þetta ekki
vera sjerstakt fyrir þetta ezna hjerað,
heldur mun slíkt böl sameiginlegt
um land allt. Og að svo sje, byggi
jeg á sögusögn bændanna sjálfra,
byggi það á því, að nú á undan-
förnum áruin hafa bændur hópum
saman þyrpst úr sveit til sjávar;
landbúnaðurinn hefir verið þeim svo
erfiður og arðlaus, að þeir hafa gefist
upp á honum, og kosið sjer heldur
tómthúsvist í Reykjavík, en »bænda-
býlin þekku« í sveitum íslands. Og
ef frekari sannana þyrfti við, mætti
benda á skýrslu milliþinganefndar-