Reykjavík - 11.03.1911, Page 2
42
R E YKJAVÍK
4. Þingsál. t i 11. umfjölgun
viðkomustaða strandbáts-
ins í V.-ísaf. sýslu. Flm.: Kr. D.
5. Þingsál.till. umaðsetja
5 manna nefnd til að íhuga
stjórnarskipunarlög lands-
ins. Flm.: Sig. Stefánsson, Lárus
H. Bjarnason og Stefán Stefánsson
(kennari).
6. Þingsál. till. um gufu-
skipaferðir. Flm.: Sig. Stefáns-
son, Lárus H. Bjarnason og Stefán
Stefánsson. (Um að skipa 5 manna
nefnd, til að athuga ferðaáætlanir
sam.gufuskipatjelagsins og »Thore«-
fjelagsins, og koma fram með tillögur
um haganlegra fyrirkomulag á þeim
en nú er).
7. Þingsál. till. um strand-
ferðir og m i 11 i 1 a n d a f e r ð i r
gufuskipafjelags. »Thore*
Flm.: Gunnar Ólafsson. (Landsstjórn-
in hlutist til um að viðunanlegt skip
komi í stað „Perwie". og að viðkom-
um skipanna verði fjölgað á suður-
ströndinni.
8. Þ i n g s á 1.1 i 11. um i n n-
setning gæzlustjóra efri
d e i 1 d a r (Kr. jónss.) v i ð L a n d s-
b a n k a n n. Flm.: Meiri hluti rann-
sóknarnefndarinnar (L. H. Bjarnason,
St. Stefánsson, Sig. Stefánsson og
Aug. Flygenring).
Bankamálið í efri deild.
Rannsóknarnefnd sú, sem efri deild
kaus til þess að rannsaka gerðir lands-
stjórnarinnar f bankamálinu, heflr
unnið af kappi alla tíð síðan hún vár
kosin, haldið fundi á hverjum degi og
stundum marga á dag, og yfirheyrt
íjölda manna, er eitthvað hafa verið
við málið riðnir. En mikið á hún þó
óstarfað enn þá. Hún hefir nú kom-
ið fram með nefndarálit um innsetn-
ing gæzlustjóra efri deildar í Lands-
bankann.
Allir nefndarmennirnir, nema einn
(Sigurður Hjörleifsson) hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að ráðherra hafi að
vísu eftir 20. gr. bankalaganna frá
1885 haft að forminu til heimild til
að víkja bankastjórninni frá, en gæzlu-
stjórunum þó ekki nema »um stund-
arsakir«. En sú heimild hafi fallið
niður 1. jan. 1910, er hin nýju banka-
lög frá 9. júlí 1909 gengu í gildi, því
að með 8. gr. þeirra laga sje 20. gr.
bakalaganna 1885 numin úr gildi með
berum oröum. Ráðherra hafi því brot-
ið lög, er hann varnaði hinum þing-
kosnu gæzlustjórum að taka sæti í
stjóm bankans eftir 1. jan. 1910. —
Auk þess sýna þeir fram á það með
Ijósum rökum, að ástæður ráðherra til
burtvikningarinnar 22. nóv. 1909 hafi
verið einskis virði.
Meiri hluti nefndarinnar (þeir Lárus
H Bjarnason, Stefán Stefánsson, Sig-
urður Stefánsson og August Flygenring)
ber þess vegna fram svohlóðandi til-
lögu til þingsályktunar:
„Efri deild alþingis ályktar, að skora
á ráðherra, að hlutast tafarlaust til
um það, að tekið verði nú þegar við
Kristjáni Jónssyni háyfirdómara sem
gæzlustjóra í Landsbankanum, að hon-
um verði greidd lögmælt gæzlustjóra-
laun frá 1. desbr. 1909, og að honum
verði endurgoldinn útlagður kostnaður
hans til að sækja rjett sinn og deild-
arinnar gagnvart ráðherra og banka-
stjórn Landsbankans".
Tillaga þessi verður tekin til umræðu
eftir helgina.
Nýi ráðherrann.
í dag er írestur sá á enda. sem
konungur gaf alþingi til að koma sjer
saman um nýja ráðherann, en ekki er
fullsamið um það enn þá, þrátt fyrir
marga fundi og mikið rifrildi. Yænt-
anlega verður þó eitthvert samkomu-
lag fyrir kvöldið.
1. Bíldfell
og landbúnaðargrein hans.
Landbúuaðargrein sú, sem verið hef-
ir í síðustu blöðum, er fyrst prentuð í
Lögbergi 19. jan. í vetur. Höfundur
hennar er Jón Jónsson Bíldfell, sonur
merkisbóndans Jóns Ögmundssonar, er
lengi bjó á Bíldsfelli í Grafningi, en
flutti sig til Ameríku 1886. JónBíld-
fell ferðaðist hjer víða um land í hitt-
iðfyrra og kyntist þá búskap og bún-
aðarháttum manna. —• Ritstjóri „Lög-
bergs fer svoíeldum orðum um höf-
undinn og þessa grein hans:
„Það er ekkert efamál, að ritgerð
sú, sem birt er hjer í blaðinu á öðr-
um stað, eftir herra J. J. Bíldfell,
fasteignasala, muni vekja mikla at-
hygli, sjerílagi meðal Austur-íslendinga,
því að til þeirra er málinu snúið. Hjer
er og að voru áliti um svo mikið al-
vörumál að ræð, að oss virðist óhjá-
kvæmilegt fyrir þjóðina heima að gefa
því miklu meiri gaum, heldur en gert
hefir verið, og íhuga vandlega þær
skynsamlegu og góðgirnislegu lillögur,
sem herra Bíldfell ber fram því við-
vikjandi.
Hr. Bíldfell hefir fyrir skemstu heim-
sótt ætlland sitt og kynnt sjer ítar-
lega ástand alt og landsháttu, sem nú
eru. Hann er maður athugull í bezta
lagi, og hefir orð á sjer meðal landa
sinna fyrir hagsýni, hyggni og skarp-
skygni; honum hefir því eigi dulist
það, hvað landbúnaðinum heimastend.
ur mest fyrir þrifum. Honum hefir
ekki dulist, að það, sem þar skortir
tilfinnanlegast, er þekking og reynsla á
hinum nýrri og hagkvæmari landbúnaði
ar aðferðum, sem tíðkaðar eru meðal
annara þjóða. Og nú ber hann fram
ýmsar tillögur. er miða að því að laga
það sem að er. Hann leggur til mjög
skynsamleg ráð til þess að efla land-
búnaðinn á íslandi, svo að hann verði
ábyggilegur og öruggur atvinnuvegur.
Vjer höfum persónulega átt tal um
þetta við herra Bildfell, og er kunnugt
um það, að hann hefir bjargfasta trú
á landkostum íslands og framtiðar-
vænlegum landbúnaði þar, ef rjett er
á haldið. Og hann vill að stjórnin
sýni og sannfæri almenning um þetta.
og vist er það ekki nema eðlilegt og
vel við eigandi. Hvað gæti landsstjórn-
in líka gort, sem betra væri og heilla-
vænlegra fyrir atvinnuvegi landsmanna,
en að stuðla að því, að þingið veitti
fje til þess að koma landbúnaðinum í
þolanlegt horf? Ekkert — alls ekkert.
Vjer erum þeirrar skoðunar, að hr.
Bíldfell hafl bent stjórn íslands á mjög
hyggilegt ráð til þess. Tillögur hans
eru ekkert kák. Þær eru þvert á móli
skarpskygnisleg ráðagerð til stórstígra
framfara, er að öllum líkindum mundu
valda gagngerðri breyting á islenzkum
landbúnaði, gera hann hægan, skemti-
legan og arðvænlegan — spara vinnu-
fólkshald, en fá þó meiri arð af ís-
lenzkum bújörðum en almennt mun
hafa verið álitið mögulegt. En hins
vegar hlytu bújarðirnar stórum að
hækka í verði við það að gróðursettir
væru og girtir akurblettir á þeim, sem
gæfu mikinn og notadrjúgan arð af
sjer. Ekki mundu þær neitt Ijelegri til
sauðfjárræktar þó að teknar væri af
þeim svo sem áttatíu til hundrað ekr-
ur til akurreitar. Það mundi verða
hægt að framfleyta á þeim sama sauð-
fjárstofni eftir sem áður, svo að ekki
Þyrfti sú atvinnugrein að minka þó að
kúabúið yxi.
Vjer ætlum svo ekki að fara fleiri
orðum um þetta að sinni, en væntum
þess, að blöðin heima taki þetta mik-
ilvæga mál til ítarlegrar umræðu, og
í annan stað, að stjórnin láti sjer
skylt að íhuga tillögur herra Bíldfells
og koma upp fyrirmyndarbúi til efl-
ingar íslenzkum landbúnaði, eins og
hann bendir á.
Vjer vitum, að hún hlýtur að víkj-
ast skjótt og vel við jafn-mikilvægu
velferðamáli lands og þjóðar eins og
hjer er um að ræða“.
HYertsem Ieiðin þin liggur,
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf,
gefðu sjerhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
Klappa blíðlega á barnskoll
og brostu þeim mót,
sem að harmana hylja
við hjarta sins rót.
Það er samhygðar sólskin,
sem sæld veitir mest,
það er langfegurst lífið
og lífsyndið bezt.
Sjerhvert sann-kærleiks atlot
og sann-ástarhót
er vort eilífa lífið
og almeina bót.
Hvert sem leiðin þín liggur,
þá lít þangað hýr —
sem að sárdöpur sorgin
í sinninu býr.
Sjerhvert hugtak og handtak
sje hlýlegt og þýtt,
sjerhvert orðtak og andtak
sje ástlegt og blítt.
Það er margt sem að mæðir
þá mótlætis sál,
sem alt finst sjer ögri
sem óslíðrað stál.
Hjer er heimsauðn svo helköld
sem haííssins gljá
þeim, sem alls lausir æðrast
og engin ráð sjá.
Hvert sem leiðin þín liggur,
þá legðu þeim ráð,
sem að dauðvona dreymir
um drottins síns náð;
gel þeim dug þinn og djörfung
að dafna sinn þrótt;
gef þeim söng þinnar sálar
að syngja burt nótt.
Sjerhvert vinarorð vermir
sem vorsólarljós;
sjerhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós. —
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf,
getðu sjerhverjum sólskin
og sumar að gjöf.
Þ. Þ. Þorsteisson. [Heimir].
Pingvísur 1911.
12.
Þd er þingmenn komu úr kirkju og
gengu til þinghúss þingsetningardaginn,
varð Ari viðskila við hóþinn og var lokað-
ur úti. Þd kvað Einar Jochumsson:
Lofið honum Ara inn,
elakulegu vinir!
Þetta’ er valið þægðar-skinn
og þingmaður sem hinir.
13.
Ara-gloría.
Sþánnýr Sþarkverja-sdlmur. Gengur uþþd
pd melódíu: „Margt er manna böliðv..
Ef vér tökum Ara,
okkar fríðum skara
eru völdin vís
enn um tugi ára;
eftir þrenging sára
glæst oss gullöld rís.
Landssjóð þá
vér iendum á.
Þjóðin borgar,
burt flýr sorgin,
buddu-orgin þagna.
2.
Ef vér tökum Ara,
alt hér vel mun fara,
ekkert ógna’ oss grand ;
franska bankann fáum,
frankana vér sjáum
liða yfir land;
fyllast vasar,
þverrar þras,
Brellu-Jóni
blítt menn þjóna,
blómgast Frón á lánum.
3.
Ef vér tökum Ara,
ekkert mun hann spara
sína vini við;
mun hann sízt um synja,
svangir þegar stynja,
þeim að leggja lið.
Bita feita
fær vor sveit;
allir digna —
ofan rignir
alls kyns tign á sveina.
4.
Ef vér tökum Ara,
Einar vor til svara
verður, vit ef þver.
Kjarklaus Ari’ ef kveinar,
kankvis mælir Einar:
„Ari, eg er hér!
Á mig vona
æ, minn son;
mínu á bandi
er öflugur andi,
af sem grandi stýrir.
6.
Ef vér tökum Ara,
öll mun þjóðin svara :
„Bravó ! bætt er mein!
Ari excellence
— engu sagt í glensi —
það er ósk vor ein“.
Veljum hann,
þann vitra mann!
Islandia,
Arabía
er þitt nýja heiti.
Rdðleysingi-
14.
Um vantrausts-lýsinguna flytur „Logr.“
þessar vísur:
„Fóls í hami fyrstur trað
fram á völlinn Bensi;
vóð að Birni í von um, að
verða exellensi",
En sagi var, að valdalystin vasri þó mest
hjd Ara. Um það er þessi visa, framhald
af hinni'-
„Ég skal fella’ hann“, Ari kvað.
„Ekkert skuldar Bensi.
En guð veit: það er gustuk, að
gera mig excellenci".
Svo var farið að rœða d flokkafundun-
um, hver við skyldi taka, og þd var þetta
kveðið:
Mörgum það til rifja rann,
að ræna Skúla vonum.
Flestir sögðu: „Fjölskyldan
er fjölmennust hjá honum“.