Reykjavík - 11.03.1911, Síða 3
REYKJAVIK
43
1B.
Sparkvcrja-vísa.
Sprikla smáir Sparkverjar,
spyrna í þráir Bjössarar,
nudda fláir Nesarar,1)
nú er báglegt stjórnarfar.
16.
Doktor Forni.
Aldrai kveið ég ósigri,
oft þó seið ég magnaði,
en að greiða atkvæði
er mér neyð og kvalrseði.
17.
Skottnlækna-málið.
B. Kr. hilt miklar varnarrœdur fyrir
skottulcekningum »g trúarlœkningum. „ Vog-
Bjarni" veitti Btrni harda atlögw.
Skottu-brallsins veik er vörn,
Vogí karl er snjallur,
liggur fallinn Banka-Björn,
brotinn skallinn allur.
E.
18.
Medan málaleitun Skúla til heimastjórn-
at-manna um stuðning var ósvarað, var
þetta kveðið:
Tiðin líður dauf og dimm,
draga þeir alt á langinn;
enn eru dagar eftir fimm,
eg er skolli banginn,
að ég fái aldrei neitt i svanginn.
19.
Dragsúgs-vísa nr. 4.
{Þá er dr. J. Þ. var kosinn i rotiu-
nefndiná).
Til að deyfa dragsúgs-þraut,
dugir kann-ske’ eg reyni
rottu-eitur út i graut
austan frá Dvergasteini.
20.
Vog-skáldið sér vatt á burt
úr vistinni hjá Fúla,
býst ei við að borða þurt
í buxna-vasa Skúla.
21.
Um plus og minus prédikaði preatur státinn,
milli plns og minus var hann,
magra frœgð af hólmi bar hann.
1) Dregið af Hannes.
□þrottamótið 1911.
(Niðurl.).
Kúluvnrp.
Kúlan á að vera úr málmi, óhol
og vega 7V4 kílógr. Sá, sem varp-
ar, stendur á svæði afmörkuðu á
tjóra vegu með trjeræmum 2,50 m.
á lengd. Eru þær fastar í jörðu.
Hægrihandarvarp: 1. Menn standa
rjettir út við trjeræmuna og snúa
bakinu í öfuga átt við kaststefnuna.
2. Menn taka kúluna í hægri hönd.
3. Hægri hendi er haldið jafnhátt
öxlinni; handleggurinn kreptur, lóf-
inn snýr upp. 4. Vinstri fótur 30—
50 cm. framar en hægri. 5- Hægri
öxl er sveigð aftur á við. 6. Vinstri
handlegg er haldið beint upp. 7.
Menn lyfta vinstri fæti og standa i
jafnvægi á hægri, 8. hoppa áfram
á hægri fæti 1 m. af öllu afli. 9.
Um leið og stokkið er, snúa menn
sjer V4 úr hring til hægri. 10.
Stíga vinstri fæti niður n.ogvarpa
kúlunni af öllum mætti fram og upp
á við.
Reiptog.
1. í hvorum hóp sjeu jafnmargir
menn, vanalega 8. Eigi baðir að
vera jafnþungir, skal vega mennina
rjett áður en kappleikurinn hefst. 2.
Reipið skal vera 100 millimeter að
gildleik. Á því mega eigi vera
hnútar nje aðrar ójöfnur, er að hand-
festi megi verða. Reipið skal vera
svo langt að hverjum manni sje
ætlað 1,25 m. og sje þó 3,5 m. af-
gangs af hvórum enda. (Sjeu þátt-
takendur 16 verður reipið að vera
30,5 m.). A miðju reipinu skal vera
glögt mark, og tvö önnur út frá því
l. 75 meter til hvorrar hliðar. 3.
Svæðið verður að vera lárjett og
sljett. Á miðju svæðinu er rekinn
niður hæll og út frá honum, 1,75
m. til hvorrar hliðar, tvær merki-
stikur. Fremstu menn flokkanna
standi fyrir utan þessar stengur. 4.
Þegar byrjað, er skal reipið vera
strengt og miðjan á því yfir mið-
hælnum. Engin keppinauta má
vera i skóm með göddum eða öðru
slíku neðan í sólunum. Holur fyrir
fæturna má heldur ekki gera áður
en byrjað er. 5. Keppinautar taka
til ettir skipun. Sá flokkur vinnur,
sem togar hliðarmark mótstöðu-
flokksins yfir merkistöng hans.
Auk þeirra íþrótta, sem nú hafa
verið taldar, verða lyftingar, hjól-
reidar, knattleikur (fótknöttur), leik-
fimi, grísk-rómversk og íslensk glírna.
í báðum glímunum verður keppend-
unum skift niður í flokka eftir þyngd.
Auk þess verður, í íslensku glímunni,
glímd fegurðarglíma án flokkaskift-
ingar. Á þann hátt verður kept
um, hver sje besti glímumaður íslands.
Það eru vinsamleg tilmæli vor, að
önnur blöð vildu gera oss þann
greiða, að taka þetta upp.
Framkvœmdarnefndin.
Eftirmæli.
Þann 11. nóv. f. á. andaðist ekkjan
Kristín Þórarinsdóttir að heira-
ili sínu Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði, á 96.
aldursári.
Hún var fædd 29. apríl 1815 á Dísastöð-
um í Breiðdal. Foreldrar hennar voru
Þórarinn bóndi Grunnlaugsson og Guðlaug
Runólfsdóttir. Bróðir átti hún engan, en
systur 6, og var hún elzt þeirra. Hún var
fríð sýnutn, hörundsbjört og svarthærð, á
yngri árum, beinvaxin og í meðallagi á hæð.
Árið 1835 giftist hún Þórði Árnasyni,
Steingrímssonar bónda og Lísibetar Bersa-
dóttur, er bjuggu á Núpi á Berufjarðar-
strönd.
Þórður sál. Ijezt á Hvttasunnudag árið
1904, 93 ára gamall, höfðu þau þá lifað
saman i hjónabandi 69 ár.
Búskap byrjuðu þau í Bakkagerði í
Stöðvarfirði sama ár og þau giftust, og
bjnggu þar 8 ár; síðan fluttu þau að Hval-
nesi í sömu sveit og bjuggu þar góðu búi
í 22 ár. Á Þverhamn í Breiðdal bjuggu
þau 1 ár. Þaðan fluttu þau að Kirkjubóls-
seli i Stöðvarfirði, sem þau þá keyptu; þar
bjuggu þau síðan milli 20 og 30 ár, eða þar
til þau fyrir ellisakir ljetu af búsijórn, og
einkasonur þeirra, er Þórarinn heitir, tók
við búsforráðum, ásamt konu hans.
KrÍBtin sál. var snyrtileg og látprúð í allri
framkomu, búsjslukona mikil, reglusöm og
stjórnsöm á heimili, enda voru þau hjón vel
við efni allan sinn búskap.
Síðustu 14 árin sem hún lifði var hún í
rúminu, sökum þess að annar fóturinn
krepptist um hnjeð; að öðru leyti voru
likamskraftar hennar óskertir, og vann hún
því um nokkur ár ýmsa handavinnu. Sálar-
kröftum sínum hjelt hún óskertum, var
glöð í anda við alla sem við hana töluðu,
og fylgdist með í öllu, sem við bar, utan
húss og innan.
Sjón, heyrn, mál og rænu liafði hún fram
að andlátinu.
Um langan tima gegndi hún Ijósmóður-
störfum hjer í sveitinni og heppnaðist það
jafnan vel. Á búskaparárum sínum fóstruðu
þau hjón upp 4 umkomulaus börn, sem öll
urðu dugandi menn. Þau voru vel látin af
sveitungum sínum, og þótti gott að leita til
þeirra, er eitthvað li við.
Sem dæmi upp á framkomu þeirra við
sveitunga sina, vil jeg birta hjer brot úr
ljóðabrjefi frá einum nábúa þeirra, sökum
þess að þar kemur fram dómur eins af sam-
tíðarmönnum þeirra, sem nú er fyrir löngu
látinn. Kvæðið er ort um 1840.
Til hans talar maðurinn á þessa leið :
Þjer jeg þakka, þundur stakka —
þar um flakka minnið fer —
greiða fína gjafir þínar,
greitt er sýna vannstu mjer.
Um hana kemst skáldið svo að orði :
1. Áfram líður auðarhliðin fríða
svo sem blíðust Bumartið,
sú er pryði mest hjá lýð.
2. Ertu hrundin afbragð sprunda flestra
lifsins stundin ljenast hjer
löng i mundu þar fyrir.
Jarðarför hennar fór fram 21. nóv.
fylgdu margir henni til grafar.
Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Fundnr 16. febr.
1. Felldur úrskurður um bæjarsjóðs-
reikninginn 1909. Tillögur til úrskurðar
frá fjárhagsnefndinni voru allar Bamþykktar,
eins og þeim hafði verið útbýtt, ásamt at-
hugasemdum og svörum. Þó var út af 14.
gr. samþykkt svohljóðandi umboð :
„Bæjarstjórnm ákveður, að gefa borgar-
stjóra umboð til þess að ná inn öllum ó-
loknum holræsa-tillögum með málsókn, að
svo miklu leyti sem hann telur ekki málsókn
tilgangslausa vegna fátæktar gjaldenda eða
af öðrum ástæðum".
34
»Hverjir búa i húsinu aðrir en ungfrú Darling?«
»Hún býr þar ein með þjónustustúlku sinni«.
»Hvarf þar nokkuð fleira en skjalið og skrautgripirnir?«
»Það veit jeg ekkert um. Jeg veit ekki annað en það,
sem hún sagði mjer. Jeg kem beint þaðan núna. Hún er
víst töluvert út undir sig«.
Leynilögreglumaðurinn stóð upp.
»Jæja, við skulum nú sjá. Jeg skal skreppa út í hús
þetta, undir eins og jeg hefi tíma til þess. Ef til vill hittumst
við þar aftur«.
»Já — jú, jeg skal koma þangað. Þakka yður fyrir 1«
Og svo fór hann.
Þegar þjónninn hafði hleypt greifanum út, kom hann
inn aftur til þess að tilkynna nýja heimsókn. Það var ein-
hver maður, sem neitaði að segja þjóninum nafn sitt.
»Spyrjið hann, hvað hann vilji mjer«, mælti leynilög-
reglumaðurinn.
En þá heyrðist svarað með hásri röddu i dyrunum :
»Það skal jeg sjálfur segja herra greifanum«.
Það var þessi ókunni maður, er nú hafði komið inn
óboðinn.
Leynilögreglumaðurinn virti hann fyrir sjer — og
þekkti þegar að þetta var alkunnur þorpari, sem Hiles hjet.
Hann var ákaflega æstur og dauðadrukkinn.
»Farið þjer burtu«, mælti leynilögreglumaðurinn við
þjóninn.
Þjónninn fór.
»Hvað viljið þjer mjer? Segið það fljótt 1«
31
að geta sigrazt á meiri örðugleikum en það — og gera það
lika, sem betur fer. Jeg var svo heppinn að rekast á rjetta,
nýja þjóninn, þennan Perkins. Hann þorði ekki að segja
mjer neitt — var svo hræddur um, að hann færi þá á mis
við einhver laun, sem honum hötðu verið heitin. Jeg gat
heldur ekki fengið af mjer, að vera að leiða hann í freistni.
Jeg skildi það þegar, að konur hlytu að vera með í leiknum.
Konurnar gera mest að þvi, að múta náunganum, en þær
hafa líka minnst tyrir því, að afla sjer peninganna. Jeg
sleppti honum þess vegna. Jeg hugsaði mjer, að reyna fyrst
»adressuna« á blaði því, sem var utan um einn skrautgripinn
yðar«.
»Blaði —?«
»Já«.
Hann tók gamlan umbúðapappir úr vasa sínum.
»Þetta blað var vafið utan um einn skrautgripinn yðar,
og á því er firmanafn sætindasalans, sem er hjerna í
húsinu. Hafið þjer þegar gleymt því, frú mín góð?«
Já, því hafði hún alveg gleymt. En nú mundi hún
það. Þær höfðu farið þangað inn, vinkonurnar, og keypt
sjer kökur og . - . .
»Og verið svo nýtnar, að nota umbúðapappírinn!«
»En allur hinn pappirinn utan um hina bögglana?*
spurði frú Majendie gröm i geði.
»— Var ekki frá sætindasalanum, frú, en hefði ef til vill
getað gefið upplýsingar, ef gamla máltækið hefði mót venju
reynst óábyggilegt: »Sækja konur þangað, sem sætindin erU««.
Svo hneigði hann sig kurteislega fyrir hvorutveggja hjón-
unum, og ljet þau ein um að jafna sig.