Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 1
1Re^k javtk. Langardag' 18. Marz 1911 ur líklegastan til að fara vel með stjórnina til bráðabirgða („Forretnings- minister"), og auðvitað verður þá ið allra-fyrsta að rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga. Auðvitað getur þá ekki um full þingrœði verið að tala. En samkvæmt þingræðisreglunni er það, að konungur kveðji einhvern líklegasta manninn úr þeim flokkum, er með atkvæðum sín- um hafa valdið fráför síðasta ráðherra., Því að svo verður að líta á, að sá flokkur, sem tjáði sig samdóma inum fallna ráðherra, hafi jafnt sem hann fengið vantraustslýsing frá þeim meiri hluta, sem samþykti vantraustslýsing- una til ráðherra. Sá flokkur á því siðferðislega engan rétt á að hafa nein áhrif á ráðherra- skipun konungs. XII., 13 Arni Eiríltsson Austurstræti 6. Rýmingar-útsalan með ÍO—40°|0 afslsetti, endar miðvikudag1 22. marz. XII., 13_____________________________ .REYKJAYÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist íyrir 1. júlí. Auglýsingor innlendar; á 1. b*s- ^r* U50; 3. off 4. bls. kr. 1,25. — ttl. augl- 33'/»°/o hærra.— Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Sitstj. og ábyrgðarm. Hunólfsson, Pingholtsstr. 3. Talsími 18 8. ýtjgreiísla ,Reykjavíknr‘ er i S Uá I astræ ti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. - Talsimi 199. Tvö eða þrjú herbergi með eldhÚBÍ *ru til leigu frá 14. noaí næstk. Afgr. vísar á Pingræði og ráðherraskipun. Hver á að skipa ráðherra? Það getur konuDgur einn gert, og enginn annar. Það er konunglegur frumréttur (præ- rogativ) að kjósa sér ráðherra og skipa hann. Móti því ber enginn heilvita maður. Þessum rétti hefir aldrei neinn kon- ungur í neinu ríki afsalað sér. Enda ▼æri það nokkurnveginn sama sem að veltast úr konungdómi. Hvað er þingrœði? Það er sú regla. sem konungar víð- ast fylgja nú, að taka sér ráðherra úr þeim flokki, er meiri hluta hefir á þingi, þann er treystir sér til að hafa fylgi ineiri hluta á þinginu. Konungar eru því vanir að snúa sér tii einhvers manns og spyrja hann, hvort hann treysti sér til að hafa fylgi meiri hluta á þingi. Sakir fjarlægðarinnar milli konungs og þings hagaði konungur þessu svo hér 1908, að hann bað að benda sér á einhverja þrjá menn, er meiri hlutinn vildi fylgja. Meiri hlutinn þá neitaði þessu, og vildi að eins benda á einn mann. Þetta gat konungur auðvitað eigi látið sér lynda, því að það var sama sem að taka af honum réttinn til að velja sér ráðherra. Því tók hann það ráð, að boða á sinn fund alla forseta þings- ins, sem hann varð að álíta að sam- kvæmt forsetastöðu þeirra nytu trausts meiri hlutans. Þetta var konungur neyddur til að gera, til þess að mótmæla á þann hátt þeim barnaskap meiri hlutans, að meiri hlutinn ætti að velja ráðherra og taka valréttinn frá konungi, sem að eins ætti viljalaus að skrifa nafn sitt undir. Að hann í það sinn kaus • Björn Jónsson, en ekki Hannes Þorsteinnsson eða Kristján Jónsson, var víst að eins fyrir tiliögur fráfarandi ráðherra Hann- esar Hafsteins, sem mun hafa viljað fara aem næst vilja þingsins, eftir að konungur hafði skýrt markað rétt sinn. Én ef enginn meiri hluti er til á þinginu? Hvernig fer þá? Þá hefir konungur óbundnar hendur að kjósa sér þann mann, er hann tel- Við ráðherraskiftin hér nú stóð svo, að enginn maður í veltiliðinu („spark- verja“) hafði neitt meiri hluta fylgi. Heimastjórnarflokkurinn, sem flest atkvæðin hafði lagt til með vantrausts- iýsingunni, hefði vel getað bent á eina 4—5 menn, eða fleiri úr sínum ílokki, er fengið hefðu getað hver um sig 13—16 manna eindregið fylgi. Sá flokkur (ásamt miðflokknum) er lang- auðugastur af mannvali — af mönn- um, sem frambærilegir eru og færir til ráðherrastöðu. En sá flokkur vildi ekki við völd- um taka. í sparkverja^-flokknum voru einir tveir menn, er nokkurt teljandi fylgi höfðu: Skúli Thoroddsen hafði fglgi einna 6 manna, eða 7 að sjálfum sér með töldum; Kristján Jónsson hafði 5 manna fylgi, eða 6 að sjálfum sér með töldum. Þetta: 6 og 5, eða 7 og 6, var fglgi það sem hvor um sig hafði. „Húnverjar“2 3) höfðu ritið Sparkverj- um, og tjáð þeim, að þeir vildu enga samvinnu við þá eiga um bending á ráðherraefni. Nú vóru góð ráð dýr. Það var auðsætt, að nú varð eigi af komist ún þess að leita á náðir heimastjórn- armanna og miðflokksmannaaJ. Hvor um sig, Skúli og Kristján, leituðu þvi samninga við Heimastj.fi. um liðsinni. Skúli skrifaði Heimastj.fi. bréf og fór fram á, að þeir lofuðu sér því, að „láta sig óáreittan“ út þetta þing, ef hann yrði ráðherra, en iét ekkert uppi á móti, um þingrof eða því um líkt. Kristján fór fram á, að heimastj.- flokkurinn yrði ekki með til þess að greiða atkvæði með vantraustsyfirlýs- ing gagnvart sér „að tilefnislausu", ef hann yrði ráðherra, en lét jafnframt í Ijósi, að hann mundi rjúfa þing nú 1) ísaf. kallar þá úr fyrveranda stjórnar- flokki, sem sneruEjj; móti Birni Jónssyni, „sparkverja“ og „sparkara“ og „sparklið“. 2) Svo nefnist fylgilið Björns Jónssonar. ffúnn merkir björn, og allir þingsins 4 Birntr eru i því liði. 3) í miðflokki þimgsins, sem oft, en eigi évalt, er í bandalagi við heimastjórnarflokk- inn, eru þeir Jóhannes bæjarf, Jón áHauka- gili og Stefán kennari. í vor og kveðja til nýrra kosninga (og þannig skoða sig sem bráðabirgða- -ráðherra að eins). Heimastj.-flokkurinn bar sig saman um máialeitanirnar við miðflokksmenn. Og eins og eðlilegt var eftir því, hversu málaieitunum var hagað, hvað sem annars mönnunum ieið, þá varð svar Heimastjórnarflokksins það, að neita málaleitun Skúla. Málaleitun Kristjáns var svarað á þá leið, að honum var heitið þvi einu sem hann fór fram á, en jafnframt skýrt frá, að Heimastjórnarflokkurinn héti honum að öðru leyti engu fylgi. Heimastj.fi. mun hafa litið svo á, að það væri skylda sín við þjóðina, að vera ekki að baka henni kostnað með óþörfum og tilgangslausum ráð- herraskiftum, og valda hreinni óstjórn í landinu, eða þá styðja að því, að Björn Jónsson yrði að gegna ráðherra- störfum áfram — enda álitið, að bráða- birgðaráðherra, sem aðallega á að gegna óhjákvæmilegum störfum og rjúfa þing, þyrfti strangt tekið engan meiri hluta stuðning. Skúli fór nú að skríða aftur undir tjaldskörina hjá Birni Jónssyni. Og af því að Björn Jónsson og annar Björn til hata engan mann eins og Krist- ján Jónsson, þá vanst liðveisluheit frá mörgum Húnverjum, þó ekki öllum. Alls hafði Skúli fengið heitorð eitt- hvað 11—12 manna, auk sinna 6 fylgismanna, um að þeir mundu þola hann út þingið. Segist jafnvel hafa haft munnlegt heitorð eins eða tveggja til um sama. En um hitt þegir hann, að sumir af þessum höfðu í Ijósi látið, að þeir mundu hvorugum verða til að veita vantraustslýsingu, hvor sem yrði ráð- herra. Og af þessum er það vitan- legt, að sumir höfðu lýst því, að þeir vildu Kristján heldur, þótt þeir vildu ekki hjálpa til að hrinda Skúla, ef hann yrði skipaður ráðherra. Kristján þóttist eiga vísa von á sams konar stuðning^frá 22—23 þing- mönnum. Eftir þessu er auðsætt, að algerlega tilefnisleust er að bregða nokkrum þingmanni um einurðarleysi eða tvö- feldni, þó að þeir hafi iýst því, að af þessum tveim mundu þeir hvorugan vilja fella, ef hann yrði kvaddur til ráðherrastarfs. Samkv. skýrslu Isaf. um flokksfund „sjálfstæðismanna" hér, að kvöldi 14. þ. m., hefir hr. Skúli Thoroddsen með- al annars mælt svo, að „hér vœri nú komið, að þingrœðið vœri brotið; en inn nýi ráðherra styddist við uppkastsmenn, og þar á mcðal ina konnngkjörnu þingmenn“. Þetta virðist nokkuð undarlega mælt, svo að ekki só annað sagt, einmitt af hr. Skúla Thoroddsen, sem sjálfnr hafði leitað stuðnings heimastjórn- arflokksins og inna konnngkjörnn þingmanna. Bréf hans til heimastjórnarflokksÍDS er til, svo að ekki tjáir að bera móti þessu. J. Ól. Matið. Allir muna víst eftir matinu — matinu bankaiannsóknarnefndarinnar; matinu, sem fullyrti að bankinn hefði í raun réttri tapað yfir milión — sem svo alt í einu hjaðnaði ofan í 400,000 kr., án þess neinn skildi, hvernig á þessu stóð. Nú er aftur að færast vindur í belg- inn í ísafold; nú segir hún að banka- stjórarnir, sem nú eru, fullyrði, að bankinn hafi reyndar tapað yfir hátfri milión. Þér hafið allir heyrt getið um iodd- arana, sem leika þrem knöttum á lofti í einu, svo að aldrei fellur neinn til jarðar. Svona leika rannsóknarnefndarmenn- irnir, ísafold og bankastjórarnir að tapinu bankans: hálf milíón — heil milíón — 400,000 kr. — alt er á lofti í senn, og menn vita ekki, hvað er að marka og hvað er ekki að marka af þessum tölum, eða hvort nokkuð er að marka. eða alls ekki neitt. En hvað er þetta ? Var ekki mat — formleg matsgerð á skuldum manna, mennirnir flokkaðir í flokka — óreiðumennirnir, öreigarnir — bæði þeir sem ekkert áttu, og þeir sem ekkert áttu og gáta aldrei eignast neitt ? Var þetta mat ekki fært inn í þar til gerða bók, sem rannsóknarnefndin

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.