Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 47 En þótt „ísafold“ segi, að konungur hafl beðið Kristján Jónsson að taka við ráðherra-embættinu „þvert ofan í yfirlýstan vilja meiri hluta þjóðkjör- inna þingmanna", þá vita allir, sem kunnugir eru, að þetta eru staðlaus ósannindi — ekkert annað en gamli blekkinga-vaðallinn, sem hún er nú að byrja á nýjan leik, sem undirbúningi undir næstu kosningar. En liklega þykjast flestir íslendingar hafa fengið nóg af Því góðgæti, og láta ekki hvað eftir annað kasta slíkri ösku í augu sjer. Oddur. • — ----- Xristján]énsson ráðherra. Mánudaginn 13. þ. m., laust fyrir nón, meðan stóð á umræðunum í efri deild um innsetning Kristjáns Jóns- sonar, háyfirdómara, í gæslustjórastöð- una við landsbankann, 'barst honum svohljóðandi símskeyti frá konungi. y>Jeg opforder Dem til at over- iage Stillingen som Islands Minister. Maa ganske overlade, til Deres egen Afgörelse, om De anser fornodent at refse til Kabenhavn. Frederik R. (Þ. e. á íslenzku: „ Jeg skora á yður að taka að yður ráðherrastöðuna á íslandi. Verð að leggja það alger- lega á yðar vald, hvort þjer álitið nauðsynlegt, að koma til Kaupmanna- hafnar). Háyfirdómarinn svaraði skeytinu þeg- ar um hæl á þá leið, að hann tæki á móti útnefningu. Útnefningarskjalið var því næstsamið hjer í stjórnarráðinu, og símað kon- ungi undirritað af Kristjáni Jónssyni. Skrifaði konungur svo undir það í Kaupmannahöfn, og að því búnu var það símað hingað aftur. það kom hingað 14. b- mv °& Þar með var Birni Jónssyni veitt lausn úr ráðherra- sætinu. Miðvikudaginn 15. þ. tók Krist- ján Jónsson ráðherrasætið á þinginu, skýrði í báðum deildum frá útnefn- ingu sinni og lýsti fyrirætlunum sínum. Hann kvaðst vilja gera allt það, er hann gæti til þess að koma á ró og friði í landinu, svo að menn gætu haft næði til að hugsa um innanlands fram- farir. Stórmálin kvaðst hann vilja láta hvíla sig 2—3 árin næstu. Fjárlögin vildi hann gera sem bezt úr garði. Vildi stuðla að því, að æskilegar breyt- ingar á stjórnarskránni næðu fram að ganga. Þingið kvaðst hann rjúfa, hvort sem stjórnarskrárareyting yrði sam- þykkt eða ekki. — Hann kvaðst telja sig milli flokka, og sagðist því vonast eftir góðri samvinnu við báða flokka. / neðri deild reis Skúli Thorodd- sen upp, og kvaðst mótmæla þing- rœðisbroti því, aem bœði konungur og Kristján Jónsson helðu hjerframið.1 í efri deild las Lárus H. Bjarnason upp svohljóðandi svar frá Heimastjórn- armönnum við ávarpi hins nýja ráð- herra: v Á greinninni „Þingrœði“, sem prentuð er hjer á öðrum stað í blaðinu má sjá, hvert vit er í slíkum ummselum. „ Fyrverandi stjórnarandstæðingum er ánægja að sjá mannaskiftin, sem orð- in eru í ráðherrasætinu, jafnvel þó að þar muni því miður ekki vera orðin skoðanaskifti um það málið, sem skilið hefir flokkana hingað til, enda er af- staða vor gagnvart hæstvirtum ráðherra frjáls og óbundin að öðru leyti en því, að vjer munum ekki bregða fæti fyrir hann að ástæðulausu á þessu þingi". Daginn áður en þetta gerðist, þ. e. áður en þingið hafði fengið tilkynn- ingu um, að Kristjan Jónsson væri útnefndur ráðherra, lögðu þeir Skúli Thoroddsen, Bjarni frá Vogi, Sigurður Gunnarsson, Jón Þorkelsson, Jón á Hvanná, Þorleifur á Hólum og Bene- dikt Sveinsson fram i neðri deild svo- hljóðandi þingályktunartillögu: „Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa yfir vantrausti sínu á Kristjáni háyfir- dómara Jónssyni sem ráðherra“. Tillaga þessi er til umræðu og úr- slita í dag. Verði hún samþykkt, má telja víst, að þing verði rofið þegar í stað. Pingvíisur 1911. 22. [Sbr. „Fjöregg þjóðarinnar, þingræðið“. - „lsaf.“]. Fjöreggið þá fylkir braut, fylti ísa gúla, ældi siðan eggja-graut ofan í svangan Skúla. 23. [Þá er rætt var frv. um jafnan aðgang kvenna og karla að öllum skólum, og jafn- rétti kvenna við karlmenn til embætta, lót þingmaður einn í ljósi, að varhugavert gæti verið að veita konum rétt til dómara-emb- ættis fyrri en þær væru 45 ára. — Þá kom upp þessi vísa] : Kvenfólkið vill komast að með karlmönnum á háskólann ; en eitt er verst, og það er nú það, ef þjófurinn barnar dómarann. 24. [Kveðið um Spörkunar-kvöldið]: Húnverja var huglaus vörn, heyktust þeir sem prjónar; en allir spörkuðu’ auman Björn Alþingisins Jónar. Rangárbrúin. Sennilegt þykir mjer, að fleiri en jeg hafi orðið forviða, er þeir lásu grein Þorsteins á Hrafntóftum í 10. tölubl. ísaf. um B,angárbrúna — forviða á gorgeirnum og ósannindunum, manna- látunum og vanþekkingunni, eða hvað það nú er, sem stýrthefir penna hans. Jeg efast um að mælingin á foss- inum sje rjett hjá Þorsteini, 24 faðmar, og skrítin útreikningur er það, að vatnsopin á brúnni yrðu 8 faðmar, ef smátöpull kæmi í miðja á, sem raunar væri þó liklega ekki hægt að setja vegna vatns. Það var vist mjög slæmt, að t>or- steinn gat ekki verið með Eyjólfi í Hvammi í vetur, er hann fór að skoða fossinn, því að þá hefði Eyjólfur kann- ske fundið fossinn undir ishroðanum, sem á honum var þá, jafnhár berginu báðu megin. Krókurinn, sem ferðamenn þyrftu að fara eftir þessum 11,000 kr. vegi, sem að fossinum lægi, segir Þorsteinn að muni vera 1 kílómetri, en hann er að minnsta kosti 4 kílómetrar, og auk þess þyrfti langan veg austan árinnar, þar sem Þorsteinn telur að þurfi engann eða lítinn. Yegarstæðið að fossinum, frá alfara- vegi, er mjög slæmt, því að það er blaut forarmýri mest allt, og hvergi ofaníburð að fá. Þorsteinn er víst hættur að hugsa um vega-viðhaldið, síðan honum datt það í hug, að vilja fá veginn nær sjer. Væri brúin sett á höfðann, er alfara- vegurinn rjett að brúarstæðinu að vest- anverðu, en að austan þyrfti vegar- spotta sem svarar 1 kílómetra. Jeg skal játa það, að það er mikið lengri brú sem þyrfti á höfðann heldur en á fossinn, en Þorsteinn hefir víst aldrei skoðað brúarstæðið þar, úr því að hann segir, að ekkert grjót sje þar til, því að það vita þó allir, sem þar hafa komið, að nóg grjót er að vestan verðu við ána, líklega mikið meira en þyrfti í brúarstöpla; og væri það ekki nóg, myndi engum óvitlausum manni (utan Þorsteini), detta í hug að sækja grjót fram að fossi, þar sem nóg grjót> og það mjög gott til hleðslu, er liggj- andi laust á sandinum fyrir ofan Hellu- vað, því að margfallt hægra er til að- flutnings þaðan, en frá fossinum. Það hefir víst veiið sandur, en ekki sandberg, sem grófst undan jakanum hjá honum Þorsteini, því að eins og allir kunnugir vita, er sandbergið sem er í botninum á Rangá mjög hart. Það sýna bergstandarnir, sem eru í vaðinu á Ægisíðu, sem eftir kunnugra sögn hafa ekki agnarögn jetist sundur í mannaminni. Það er mjög leiðinlegt, þegar menn eru látnir hlaupa með í blöðin jafn vitlausar og villandi greinar, eins og þessi Þorsteins grein er, til að spilla fyrir góðu og þörfu fyrirræki. En bót- in er sú í þessu máli, að allir kunn- ugir vita, að það hefir aldrei verið brúin, sem Þorsteinn heflr verið að berjast fyrir, heldur vegurinn niður að fossinum, því að það vita allir kunn- ugir, að Þorsteini og öllum Bjóluhverf- ingum í heild sinni stendur alveg á sama hvar brúin er, bara ef þeir fá veg niður að fossi. Jeg vil að endingu ráða Þorsteini til þess, að láta ekki oftar ota sér fram til þess að rita um þau almenn mál, sem ailir kunnugir vita, að hann getur ekki litið rjettu auga. S. Óöld virðist nú í fyllsta skilningi vera í „pólitíkinni" á alþingi, svo flestum blöskrar er til vita. Þessa daga, sem jeg hefi verið staddur í nánd við þing- húsið, og átt kost á að kynnast gangi málanna, hefi jeg komizt að raun um, að það, sem stendui* í bl. „Lögrjettu" 15. þ. m., um sögu viðburðanna við- víkjandi ráðherraskiftunum, eða tilnefn- ing hins nýja ráðh., er satt og hlut- drægnislaust, og skýringin þar — og eins í „Ingólfi“ í gær — á þingræðinu og aðferð konungs, finnst mjer hin eina skynsamlega. Hjer er að eins um bráðabyrgðastjórn að ræða. Aftur á móti er allt það, er „ísaf.“ 15. þ. m. flytur að þessu lútandi, afar-soralitað, ósatt og æsingafullt. Þetta sjá þeir bezt, sem kost hafa átt á, að fylgja gangi viðburðanna og athuga allt í næði, utan við flokkana, eins og jeg. Jeg get ekki betur sjeð, en að þeir, sem vinna að því, að spilla starfi þingsins með tilraunum til að halda uppi ófriði þar, séu réttnefndir óróa- menn, og flokkur sá, er fella vill nú- verandi bráðabyrgðastjórn, ætti með rjettu nafnið: óaldarflokknr. Staddur í Rvík, 17. marz 1911. Bóndi í sveit. Bankamálið í efri deild. Tillaga rannsóknarnefndarinnar i því máli, sem birt var í síðasta blaði, var til umræðu og úrslita í efri deild á mánudaginn var. Um málið urðu langar og all-harðar umræður. Báru þeir ráðherra (B. J.) og Sig. Hjörleifsson allar þær sömu sakir á gæzlustjóra, sem birtar höfðu verið í nýlega útkominni „ísafold“, en allar voru þær hraktar lið fyrir lið af þeim Kr. Jónssyni, Eiríki Briem og L. H. Bjarnason o. fl. Að lokum var svo tillagan borin undir atkvæði, og var 1. liður (um innsetningu Kr. J. í gæzlustjórastarfið) samþykktur með 9 atkv. gegn 3, að viðhöfðu nafna- kalli. Á móti voru þeir Kr. Daníelsson, Ari Jónsson og Sig. Hjörleifsson. 2. liður (um launagreiðsluna) var samþ. með 8 atkv. gegn 3. (Kr. Jónsson greiddi ekki atkvæði). 3. liður (um málskostnaðinn) var felldur með 5. atkv. gegn 5. (Kr. Jónsson og Sig. Stefánsson greiddu ekki atkv., en Gunnar Ólafsson og Jós9f Björnsson bættust við þá, er á •móti aðaltiil. höfðu verið, þótti of snemmt, að kveða upp úrskurð um það). 25 ára ieikafali Árna Eiríkssonar. Á morgun, sunnudaginn 19. þ. m. verður i Iðnarmannahúsinu sýndur sjónleikurinn „ímyndunarveikin“ eftir Moliére. Aðai hlut- verkið, Argar hinn imyndunarveika, leikur herra A';ni Eiríksson. Er þetta 25. veturinn frá því Árni steig fyrst á leiksvið, en það varí KonungBÍns valdsmanni (Ijek Cornelius), sem leikið var i Glasgow árið 1886. Hið sama ár gjörðist Árni Eiríksson bindindis- maður og hefir verið það siðan. Er það eflaust eins dœmi um leikara að geta sama árið haldið 25. ára aimœli sitt sem leikari og bindindismaður. Ekki þarf að efast um að húsfyllir verði í Iðnó þetta kvöld, en ráðlegra er þeim sem þangað ætla sjer, að biðja sem fyrst. um að- göngumiða, því leikurinn verður eigi oftar sýndur að sinni, og óhætt mun að treysta því, að Reykvikingar kunni svo vel að meta góðan leik, að þeir láti það ekki undir höf- uð leggjast að sýna þessum leikara þá vel- vild, sem hann á skilið. Árni Eiríksson væri þess verður, að getið væri nánar en hjer er rúm- fyrir, þeirra miklu kosta, sem hann hefir til brunns að bera sem leikari og þeirrar elju og þess á- huga, sem hann jafnan hefir sýnt. Mun nægja að minna hjer á nokkur hlutverk, sem hann hefir leikið, til þess, að allir, sem til þekkja og á hann hafa horft, geti rifjað upp fyrir sjer þær gleðistundir, sem hann hetir veitt þeim. Jeg nefni þessi hlutverk ekki í neinní röð, heldur aðeins eftir því sem mjer detta þau í hug, en af kurteisi við kvenþjóðina tel jeg þau hlutverk fyrst, sem Á. E. hefur leikið fyiir betri helming mannkynsins. 8kal þá fyrat telja Grasaguddu og Kárastaða- Jóku, Ingunni í Lág, Frænku Charles. Af öðrum hlutverkum: Barding, Gvendursnemm- bæri, Link, Dick Phenyl, Samuel Tapple- bot, Jeppe á Bjargi, Moriarty, Svengali, Schwatze, Krogstad, Coupeau, Palle Blok Oli í Apanum, Skrifta-Hans, zvslákur prent- ari og Argan. öll hafa þessi hlutverk verið leikin hveit öðru betur, og ekki get jeg gert upp í milli þeirra flestra, en skrítinn karl var Áslákur prentari hjá Árna ogbara blátt áfram listavel leikinn. Þá er hann heldur ekki óskemmtilegur hann Argan, og eitt einkennir meðferíina á öllum þessum hlutverkum: stök vandvirkni, ímyndunarafl og glöggur skilningur á hlutverkinu. Eg þykist ekki þurfa að ámálga við bæj- arbúa uð taka vel á móti Árna í þetta eina sinn, sem þeir fá að sjá hann á leiksviði í vetur; hann ætti það að minnsta kosti skilið. Listavinur.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.